Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. maí 1989 11 og Póllands. Annað mál: Regnaskógar Bras- ilíu og björgun þeirra. Þar eru stjórnvöld í klemmu; Brasilíu- menn skulda stórar fjárhæðir er- lendis og eyðilegging regnskóg- anna er liður í að afla ríkinu fjár og greiða niður skuldir. Ef við hættum vopnaframleiðslu og not- um peningana til þess að hjálpa fátækum löndum heims til að greiða niður skuldir sínar, getum við um leið bjargað umhverfinu í alþjóðlegu tilliti, eins og i dærn- inu um regnskóga Brasilíu. Og í þriðja lagi; ef við notuðum aðeins þriðjung af framlagi þjóða heims til hernaðarmála til að berj- ast gegn fátækt og hungri í heim- inum þá gerðust gríðarlegar breytingar til hins betra.“ SMÁÞJÓÐIRNAR SKIPTA MÁLI________________ — En hvað getur lítið land eins og Island gert í þessum málum? Hvað geta smáþjóðir gert til að bœta umheiminn? „Smáþjóðirnar geta leikið geysilega stórt hlutverk í þessu samhengi. Ekki vegna þess að við eigum yfir svo stórum efnalegum auðlindum að ráða, heldur vegna þess að við getum búið til hug- myndir og lagt okkar að mörkum hvað varðar viðkvæma hluti, eins og alþjóðlegt eftirlit með samn- inguni. Norðurlöndin eiga mikið tæki- færi nú, bæði til að taka þátt í að móta alheimsumræðuna en einn- ig til að taka þátt í sjálfri fram- kvæmdinni á alþjóðavettvangi.“ ÍSLAND OG HIN NORRÆNA SAMKENNP — Að lokum, hvernig hefur Is- land komið þér fyrir sjónir íþess- ari ferð? „Ég hef tekið eftir því að þró- unin hefur gerst mjög hratt hér á íslandi undanfarin 10-15 ár. Það sést á húsakosti landsmanna, vöruúrvali og félagslegri þjón- ustu. Að vísu vil ég taka fram að ég hef aðallega skoðað Reykjavík og nágrenni og get því ekki talað um landsbyggðina almennt. Svo finn ég sterkt hina norrænu samkennd. Maður er velkominn og meðal vina. Mér finnst ég ekki vera staddur í frantandi landi, heldur er ég kominn í annan hluta Norðurlanda. Og hér halda eldri samræður áfram og nýjar vakna. Ég er til dæmis mjög ánægður með þær góðu viðræður sem við höfum átt við íslensk stjórnvöld um EFTA og EB,“ segir Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar og formaður sænskra sósí- aldemókrata við Alþýðublaðið. „Ég yrði ekki góður ráðgjafi fyrir Al- þýðuflokkinn. “ „Flokksforystan getur ekki setið og stjórnað ein og sér. Þá yrðum við ein- angruð. Við verðum að festa allar ákvarðanir okkar og stefnumál í vilja flokksmanna og þjóðarinnar. “ „Smáþjóðir eins og Norðurlöndin hafa geysilega mikilvœgu hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. “

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.