Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 20. maí 1989 Islenskur spámaður á danska tungu Stutt spjall við Matthías Viðar Sœmundsson lektor, um hugmyndaheim Gunnars Gunnarssonar. Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur fæddist fyrir hundraö úrum. Þess er vert aö minnast. Enginn ef- ast um þaö í dag, aö hann er einn merkilegasti rithöfundur íslenskur þessarar aldar og þó víðar væri gengið á bókmenntasöguna, fynd- ust líklega ekki mjög margir jafn- okar hans. í tilefni aldarafmælis hans fannst ALÞÝÐUBLAÐINU tilhlýðilegt að spjalla við einhvern sem hefur meiri kynni af skáldskap Gunnars en allur almenningur og varð fyrir valinu Matthías Viðar Sæmundsson lektor við Háskóla Is- lands.Hann hefur undanfarió unn- ið að gerð sjónvarpsþáttar um Gunnar. Um hann segir Matthías eftirfarandi: Afkastamikill rithöfundur Gunnar var mjög afkastamikill rithöfundur á árunum milli stríða og þá gerði hann þessi stóru verk sem flest okkar þekkja svo sem „Fjallkirkjuna“ og „Vikivaka" og tók jafnframt mikinn þátt í menn- Matthias Viðar Sæmundsson ingarumræðunni i Danmörku. En eftir að hann flytur heim tæplega fimmtugur að aldri árið 1939 þá virðast miklar breytingar eiga sér stað. Hann er á þessum tíma í blóma sem rithöfundur og skáld en hættir samt sem áður að frumsemja og snýr sér þess í stað að þýðingum á eigin verkum. Menn hafa spurt sig hvað hafi valdið þessu. Ég hygg að ástæðan sé fólgin í þróuninni milli stríða. Hann hafði fyrir víst heillast af þýskri þjóðernishyggju, hann hefur kannski séð í henni vissa sam- svörun við eigin hugmyndaheim og það er líklegt að hryðjuverk stríðs- ins hafi gengið af þessum hug- myndaheim dauðum, hann hafi hrunið og Gunnar hafi uppgötvað að hans hugmyndir væru einungis útrás fyrir sálræna þörf. Þetta er aðeins tilgáta, en sennileg að ég hygg“. „Lúserar og fórnarhetjur“ — En hver vur þú þessi hug- myndaheimur Gunnars? „Ég held að honum verði best lýst með samanburði við æskuverk hans. Það sem hann samdi fyrir og í fyrri heimsstyrjöld eins og „Strönd lífsins" og „Sælir eru ein- faldir“. Persónur þessara sagna eru „lúserar“ í lífsbaráttunni. Tilvera þeirra er „sjúkleiki til dauða“. Til- finningalíf þeirra er ofurnæmt, þeir sjá heiminn ólíkt flestum öðrum sem horfa án þess að sjá, vitneskjan um tilgangsleysi lífsins og samheng- isskort gerir lif þeirra að martröð, án tilgangs ekkert líf. Þetta eru Bakkabræður með sól í fötum, brjóstumkennanlegir og hetjulegir í senn. Þessar æskusögur Gunnars lýsa vitsmunlegri, tilfinningalegri sundurlimun sem endurspeglar heim þessa tíma, sem var í sárum vegna heimsstyrjaldar. í seinni sög- um Gunnars er allt annað uppá ten- ingnum. Honum tekst frá og með „Kirkjunni á fjallinu“ sem kemur út á þriðja áratugnum að skapa sér nýja heimsmynd. Hann skapar sér goðsögn, sem mótar síðan allt hans höfundarverk. Þessum nýja hug- myndaheimi má lýsa í fáeinum ein- földuðum setningum. Þ.e. hver lík- ami er tortímanlegur eftir sem áður, en nú ber eyðing hans vott um end- urnýjun. Líf fjarar út og rís að ströndu í sömu andrá. Dauðinn er ekki svívirðing heldur fullkomnun, því hann staðfestir hringrás lífsins. I þessum verkum er „lúserinn" orð- inn að fórnarhetju. Hetju sem dreymir ekki lengur um að vera of- jarl jarðarinnar eða ofjarl Guðs, heldur gengur beinn í baki undir ok frelsis og ábyrgðar, sáttur við hlut- skipti sitt . . . , og ósigrandi. Viltu flytja inn ágúöu verði? M/S ísberg - 7. starfsár. Hagstæð farmgjöld sem þola samanburð Fró Englandi, Hollandi og Danmörku. 20 feta gómar £ 888 / NLG 3300 / DKK 10.800. 40 feto gámar £ 1222 / NLG 4400 / DKK 14.400. Aðrar einingar: Á pöllum pr. 1000 kg, £ 77 / NLG 277 / DKK 936. Á'pöllum pr. cbm £ 37 / NLG / 133 / DKK 450. Fólksbílar: Verð frá 16.000 ísl. kr. Sérstök kjör fyrir búferlaflutninga. Sama flutningsgjald óháð vörutegund. SKIPAFÉLAGIÐ OK hf. Óseyrarbraut 14b, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651622 Sólarguð — Jarðarmóðir Gunnar lýsir hinni nýju heims- skoðun sinni oft á tíðum með myndrænni líkingu, einkum í sögu- legum skáldsögum sínum hvar hann reynir að lýsa landnámi ís- lands í þúsund ár og baráttu íslend- ingsins við íslenska jörð. Líkingin er á þá leið að sólarguð hefur sam- farir við jarðmóður og tryggir með því sigur ljóss og sumars yfir myrkri og vetri. Mök þeirra eiga að tryggja endurnýjun tilverunnar. í skáldsög- unni Jörð, birtist þessi mynd í því að jörðin verður þunguð af sæði Óð- ins. í þessari skáldlegu mynd býr kjarninn í heildarhugsun Gunnars, heildarhugsun sem hann sækir að miklu leyti í fornnorrænan hug- myndaarf. Hann hefur losað sig undan ofurvaldi kristilegrar tví- hyggju sem lítur á allt útfrá ströng- um andstæðum. Gunnar hafði mikinn áhuga á fornnorrænum bókmenntum og honum tókst að sníða úr þeim ákveðna goðsögn sem síðan hafði djúptæk áhrif á form einstakra sagna hans, heim- speki og siðfræði. En því fer þó fjarri að hugsun hans sé með ein- hverjum forneskjubrag því honum tekst vel að laga þetta að eigin sam- tíð. Hann túlkar arfinn með hlið- sjón af eigin reynslu. Tortímandinn Náttúra__________ í æskuverkum hans lítur hann svo á að náttúran sé andstæðingur mannsins, hún dragi hann til merk- ingarlauss dauða að loknu snaut- legu lífsflökti. Hún er neikvætt miskunnarlaust tortímingarafl sem maðurinn verður að berjast við. Ós igur hans er fyrirfram ákveðinn.í seinm verkum Gunnars ríkir sú skoðun að frjómáttur lífsins sé meiri en svo að eyðingaröflin geti borið sigur úr býtum. Hann álítur að þegar allt komi til alls þá lúti til- veran ákveðinni reglu, að Iífsrök okkar allra séu óhvikul þó hver einstsaklingur sé endingarsmár. Sá sem það skilur segir Gunnar ein- hverstaðar, sóar ekki lífi sínu í eftir- sókn eftir vindi, fánýtan bölmóð eða dauðaþráhyggju né heldur eyð- ir hann nátlúruna. Þessar hug- myndir líkjast að mörgu leyti þeim hugmyndum sem fram hafa komið á seinustu áratugum í kjölfar nátt- úruverndaráráttu, þannig að Gunnar gæti hæglega verið hug- myndafræðingur græningjahreyf- ingar seinustu tima. Örlagahugtak Gunnars táknar ekki áhrínisorð eða fyrirfram bundna framvindu heldur sjálfs- sköpun, þ.e. maðurinn skapar sér örlög með ákvörðunum sínum. Hver maður gerir sjálfan sig, þó við séum háð uppruna okkar og ytri áhrifum þá er lífið aldrei fullgert." Páður i Danmörku og___________ pýskalandi — 77/ hvers að lifa og berjast? „Gunnar er maður tveggja styrj- alda. Hann upplifir tortímingu heimsins í tvígang, og við þessari spurningu gefur hann ekkert ein- hlítt svar, en bendir þó á leið til að lifa af. Við verðum að játast lífinu og andæfa eyðingaröflunum sem búa í sjálfum okkur eða samfélag- inu. Við verðum að vinna gegn sárs- auka og dauða og takast á við að lifa. Áraunin gefur lífinu gildi. Kannski má orða þessa hugsun svo að mannsbarnið er ekki eitt í heim- inum, öllu heldur er það eitt með heiminum sem er allt annar köttur“. — Hver eru áhrif Gunnars Gunnarssonar á íslenskar bók- menntir? „Hann stendur einn og sér í ís- lenskum bókmenntum vegna sinna félagslegu aðstæðna. Og það að hann skrifaði á dönsku gerir það að á sínum tíma hafði hann ekki bein áhrif, þó svo að ég sé á því að þau séu meiri en látið er í veðri vaka. Á þessum árum þegar hann er að skrifa, milli stríða sérstaklega, þá er hans stærsti lesendahópur í Þýska- landi og Danmörku. Þar er hann elskaður og dáður. Það hefur kannski sannast á Gunnari að það er erfitt að vera spámaður í eigin föðurlandi. Nema að ntaður sé orð- inn hundrað ára“, sagði Matthías Viðar að lokum. MÁM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.