Tíminn - 13.01.1968, Síða 2

Tíminn - 13.01.1968, Síða 2
2 TÍMINN LAUGARDAGUR 13. janúar 1968. FRÉTTABRÉF FRÁ SVÍÞJÓÐ Eggjakast og ungir menn í föðurlandsleit Þá eru jólin liðin með jóla- leyfi, góðum mat og talsverð- um snjó hvarvetna um landið. Uppi í Lapplandi hefur frost- ið kamizt niður í 33 stig en hér í Gautlandi hefur frostið verið 10—20 stig mestallt jóla .leyfið. Jólavarzlun var meiri en i fyrra og þar með sú mesta, sem um getur í þessu landi. Verzlunarmenn eru ánægðir, þar eð þeir seldu meira en þeir höfðu búizt við. Aðalviðbnrður hér innan- lands um jólin var koma 4 bandarískra hermanna, sem ekki vildu berjast lengur í Vietnam en flýðu alla ieið hingað yfir Japan 02 Sovétrik in. Piltar þessir höfðu engin vegabréf né önnur skilríki en fengu samt leyfi til að dvelja í Svíþjóð að sinni. Skömmu fyrir jólin var mik il kröfuganga í Stokkhólmi gegn aðförum Bandaríkja- manna í Vjetnam og beitti lög reglan tnikilli hörku í því sam- bandi. S! miðvjkudae dró bó til enn meiri tíðinda í sam- bandi við Vietnam og Banda- ríkin. OECD sendiherrann bandaríski, Philip Trezise, kom til Stokkhólms til þess að skýra aðgerþir Bandarikja- manna í efnahagsmálum fyrir sænsku ríkisstjórninni. Þegar Trezise ætlaði "að fara inn í stjórnarráðið til þess að hitta efinahagsmálaráðherr- ann, Krister Vickman, dreif að eina 50—80 unglinga úr smá- götunum við stjórnarráðið. Unglingarnir létu eggjum og snjókúlum rigina yfir sendi- herrann og föruneyti hans. / Trezise slapp að vísu ómeidd- ur úr eggjahríðinni, en fínu fötin hans voiru öll útbíuð og létt til þess fallin að ganga á fund hins snjalla efnahags- máiaráðherra. sem auk Olof Palme er talinn líklegur eftir- maður Erlander. Engin lögregla var neins staðar nærri, og þegar hún loks kom á vettvang voru ung- lingarnir horfnir eins og dögg fyrir sólu inn í smágöturnar Jafnvel sænska sjónvarpið, sem þó virðist' vera allsstaðar nærri hafði ekki náð í neina mynd af sendiherranum með eggjamaukið utan á sér. Bandaríkjastjórn hefur mót mælt þessari eggjaárás harð- lega og Torsten Nilsson lofaði að koma í veg fyrir að eggj-‘ um verði kastað í bandariska sendiboða framvegis. Rætt hef ur verið um að auka lögreglu vernd við bandaríska sendiráð ið og aðra staði þar sem Banda ríkjamenn halda til, til ( mik- illa muna tii þess að firra frek ari vandræðum. Andstaða gegn stríði Banda- ríkjamanna í Viefcnam var á sama tíma gefin til kynna í Kongó, þar sem varaforseti Bandarkjamanna var á ferð, og lenti í andbandarísku upp- hlaupi. Baindarísk fjölmiðlun- artæki gerðu mun meira úr at burðunum í Kongo en Stokk- hólmi enda varaforseti þekkt- ari maður en sendiher-ra. Tage Erlander, forsætisráð- herra Svía fordæmdi harðlega eggjaárasina og taldi hana ó- verjandi með öllu. Almenmt eru Svíar mjög and snúnir aðförum Bandaríkja manna í Vietnam og á stefna Bandaríkjamanna þar sér enga opimibera formælendur í Sví- þjóð. Jafnvel eindregnustu hægri blöðin eru hvað þetta snertir almennt mun ákveðn- ari gegn aðförum Bandarkja- manma en blöð hliðstæðra flokka í Noregi og Danmörku svo ekki sé minnzt á aðalmál- gagn ísl. ríkisstjórnarinnar. sem mun hafa algera sérstöðu hvað borganblöð norðan Alp- anma snertir í dindilmennsku gagnvart Bandarikjamönntim. Eins og venjulega hefur fjöldi bóka komið út í Svíþjóð í haust en meðal þeirra hefur bók Áke Ortmark „Maktspel- et í Sverige“ algera sérstöðu. Ake Ortmark er forstöðumað ur innlendra frétta hjó sænska sjónvarpinu og talin vera meðal fimm manna sem mest vita um það hvernig Sví- þjóð er í raun og veru stjórn- að og af hverjum. í bók sinni segir hann frá ríkisstjórninni og hennar gerðum, hverjir séu þar í innsta hring og hverjir séu líklegir til að taka við. Þá gerir hann grein fyrir stjórn arandstöðunni og foringjum hennar, embættismönnum og auðvaldinu. Bókiin hefur vakið feikna afchygli og verið gefin út í fimm útgáfum alls, til þessa í 50.000 eintökum. Margt í bók Ortmarks mun vera alger nýjung fyrir fjölda Svía t.d. sú staðreynd að meiri hluti embættismanna ráðuneyt arnna eru stjórnarandstæðing- ar og sænskir jafnaðarmenn veita ekki stöður vegna stjórn málaskoðana heldur láta hæfni og menntun ráða. Þá mum flestum finnast næsta fróðlegt að kynnast auðvaldinu bak við tjöldim og þá fyrst og fremst Wallenbergs-fjölsikyid- unni, sem er einstæð i röð minni þjóða. Fjölskyldan ó eignir sem nema 1.600 millj- ónum sænskra króna og er ainnaðhvort aðaleigandi eða meðeigamdi í flestum meiri háttar sænskum fyrirtækjum. Athyglisvert er, að þessi fjöl- skylda hefur enn ekki úrkyni- azt enda mun hún kosta kapps um að vanda uppeldi baxma sinna, sem hafa að jafinaði minni vasapeninga en margir jafnaldrar þeirra. Mjög fróðlegt er að lesa um aðferðir auðvaldsins við að tryggja sér áhrif auk eigna og afstöðu stjórnmálamanma til auðvaldsins. Af núverandi meðlimum Wallenbeirgsfjölskyldunnar mun flestum verða Marcus Walienberg minnisstæðastur Maðurinn, sem notar meira en helmins nvsins ti' ' ei lendis 02 hvs-• r '• ’vri-t tæki þar sem honum finnst hagkvæmt að ráðast 1 fjárfest ingu. Þar eð kosið verður tii Rík isdagsins á þessu ári mun kafl inn um komaindi kosningabar- áttu þykja forvitnilegur bæði utan Svíþj óðar og innan. Við bæjarstjórnarkosning arnar 1986 mátti heita friður milli borgarflokkanina enda unnu þeir þá mikið á. Að kosn ingaósigri Jafnaðarmanna loknum va-r almennt talið að þeir myndu einnig bíða mik- inn ósigur nú. Þessi skoðun er samt ekki lengur eins útbreidd og hún var. Erlander er kunn- ur að því að hafa lag á að láta borgaraflokkana berjast iinmbyrðis eins og Morguniblað ið gerir við vinstrimenn á ís- landi. Á þennan hátt nær Er- lander að jafnaði fjölda at- kvæða frá borgaraflokknum og veldur ruglingi í liði þeirra. Greimilegf er eins og nú standa sakir, að JafnaSar- menn muni verða mun mark- vissari í kosningabaráttu sinni en borgaraflokkarnir hver svo sem úrslitiin kunna að verða. Áke Ortmann bregður upp skýrum myndum af forustu- mönnum sænsbra stjórnmála- manna og er fróðlegt að kynna sér lýsingar hans. Er- lander verður að þessari lýs- ingu lokinni mun geðþekkari og meiri maður en flestir sarn herjar hans á Norðurlöndum. að undamskiidum Fagerholm. en hann er nú að mestu hætt ur afskiptum af stjórnmálum. Á nýju fjárlögunum hækka framlög tii vísinda og fræðslu mála meira én nokkur annar útgjaldaliður. Ekki er un.ir að be^a þessi mál saman við nrál- efnt sem gefið er sama heiti á íslandi. Orðin þýða ekki lengur hið sama þegar rætt er um þessi mál á fslandi og í Svjþjóð. f þessu landi er þrettánd- inn helgidagur og Svíar kunna vel að meta hélgidaga. Þeir vinna vel og lengi fimm daiga vikunnar en laugardag og sunmudag hvfla þeir sig sfni- yrðislaust og njóta þess að eng inn er lengur fátækur i Svi- þjóð í gamalli merkingu orSs- ins. Þeir sem ekki geta unnið sökum heilsutorests fá svo mikla aðstoð. að þeir geta not- ið lífsins eftir því sem heils- am leyfir. Ekki er hægt að reka vel- ferðanþjóðfélag nema aflað sé fjiár og það er í Svfþjóð meðal annars gert með háum skött- um, þeim hæstu á Norðurlönd um. Einmitt þessa dagana er skattalögreglan að segja frá at hugunum sínum á framtölum manna og hefur fundið nokkra sem ekki hafa munað eftir að telja firam sitt af hverju m.a. verzlunargróða. Hvað slflca menn snertir er engin misk- unn hjiá Maginúsi hér í Sví- þjóð. Gert er ráð fyrir batnandi þjóðairhag á þessu ári en laun hafa hækkað jafnt og þétt á síðustu árum og meira en sem nemur verðhækkunum. Meðal félagslegra umfbóta sem genigu í gfldi 1. jan. er það, að einginn þarf lengur að greiða nema í mesta lagl 15.00 kr. í senn fyrir meðöl og e<r það mikil kjarabót fyrir þá sem búa við vantoeflsu. Annað kvöld sýnir sænska sjónvarpið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson en annars er sárasjaldan minnzt á fsland í sænskum fjölmiðlunairtækj- um. Talið er að íslenzki utan- ríkisráðherrann sé því heldur mótfallimn að skrifað sé um ís lenzk málefni erlendis og vinni heldur gegn þeirri litlu landkynningu sem fvrir var. Þetta hefur líklega haft ein- hver áhrif. Ég spurði nýlega 20 vel memntaða menn hvað íslenzki utanríkisráðherrann héti, enginn gat svarað því en einn hélt að hann héti Bjarni Benediktsson Skrifað á Þrettánda 1968. Ólafur Gunnarsson. Bandaríkjamennirnir 4, sem neituðu að berjast í Vietnam, við komuna tll Svíþjóðar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.