Tíminn - 13.01.1968, Síða 8

Tíminn - 13.01.1968, Síða 8
8 TÍMINN LMJGARDAGUR 13. janúar 1968. Leikflokkur litla sviðsins: Billy lygari - áhrifa- mikil og góð sýning Leikstjóri Eyvindur Erlendsson. - Þýðandi Sigurður Skúlason. - Leikmynd Birgir Engilberts. Auður Guömundsdót+ir sem móðir Billys, og Hákon Waage sem Billy. Ungu leikararnir, eða Leik- flokkur Litla sviðsins í Liindar- bæ, hafa þegar sýmt okkur fyrsta verk, er þeir hafa unnið á eigin spýtur. Eftir iþví er miklu rétt- mætara að dæima þá en prófverk- efninu í vor. Þeir hafa vandað val leikritsins, nema að því leyti, að Iþað &r ef tii vill helzt til viða- mikið sem fyrsta skref á sjiálf- stæðri leiklistartoaut. Leikritið, Billy lygari, er snjallt leilchús- verk, sem í semn flytur tímabæra ádeilu og boðskap og veitir mik- ið svigrúm til listrænar túlkunar og áhrifamikillar sviðsetningar. Höfundurinn, Keith Water- house, er brezkur maður á miðj- um aldri, lítt fyrir langskóla- menntun, ein hefuir kynnzt mörg- um hliðum mannlífsins í marg- víslegum störfum, þar á meðal biaðamennsku. Hann hefur skrif- að tvær eða þrjár skáldsögur, sem athygli hafa vakið. Leikrit- ið, Billy lygari, skrifaði hann með aðstoð æskufélaga síns, Willis Hall, og var það frumflutt í Cam- bridge-leikhúsinu í sept 1060 og sýnt samfellt í 15 mánuði, segir í leikskrá Leikflokks litla sviðs- ins. Kvikmynd mun einnig hafa verið gerð af verki fþessu. Billy lygara svipar augsýnilega nokkuð að innviðum til Péturs Gauts, ein leikritið sjálft er þó af allt öðru bergi brotið. Það segir frá Hfi og umbverfi ungs manns í némabæ einn sólarhring, líklega einhvern tírna á árunum eftir 1950. Sögubetjan, Billy Fisher, er að vísu veiklundaður umglinguir, al- inn upp á viðalitlu heimili á stríðsárunum, en hann er þó raunar hvorki verr né betur gerð- ur en fólk e.r flest. Hann er smot- urmenni, sæmilega greindur og gæddur góðu líkamlegu atgervi, eða þær virðast forsendur höf- undar að því, sem gerist. En bann er fórnarlamb stríðsveðr- anna, blóm sem befur haft ótt- ann af atómsprengjunni í stað sólskins. Harkalegur veruleiki eft irstríðsáranna beygir þennan veika reyr. Hanm flýr á náðir ó- raunsæirra drauma og ímyndana, og verður sífellt háðari þessari Hfsbót eins og maður nautnalyfi, og loks kemuir þar, að bann ræð- ur efcki lengur við lífslygi sína og greinir ekki sumdur satt og logið; flytur alveg í heim lygmn- ar. f þessu birtiist líkingin við Pétur Gaut, en sú fyrirmynd er auðvitað algild, sé hún rétt tímamótuð. Foreldrar Billys eru eðlilegur bakgrunnur þessarar þrö unar hjá syninum- Þau eru brjáð hrök strfðsáramna, niðunbrotin — amrnan tinnutorot frá fyrri og mannlegri tíð. Eyvinduir Erlandsson er leik- stjóri, og hann hefur augsýnilega unnið verk sitt af nákvæmmi og ríkum skilningi, reynt að gefa hinum umgu leikurum svigrúm til persónulegrar tjáningar, en ekki fellt iþá í mót með harðri hendi, en eigi að síður nær hann fram sterkum heildaráhrifum og sæmi- legu samræmi. Sviðsmyndina hef- ur Birgir Emgillberts gert. Á henmi eru augljós missmíði, en vert er að geta þess, að ekki mun hægt um vik á þessu litla sviði, sem er þrátt fyrir allt hag- lega notað og stækkað með góðri hugkvæmni. En stofa þeirra Fish- er-hjóna er undarlega hirðuleys- islega gerð og hlutir illa samvald- ir. Slú heimilismymd gefur leikn- um enga fyllingu. Búningar eru ekki heldur nógu vel valdir. og stundum meira að segja í ósam- ræmi við innihald leiksins og gervi ekki nógu vel aðiöguð. Sigurður Skúlason hefur þýtt leikinn og gert það vel. Málið er eðlilegt og þjált, en sérlkenni í tali þessa fólks, t.d. blót hemilisföðurins, varla nógu snyrtilega felld inn. Gömlu konuna, Florence Boot- broyd, leikur Jónína Jómsdóttir, sem mest tilþrifin sýndi í Dauða Bessy Smith. eLikur hennar nú er mjög góður í öðrum ham, en þó ofurlítið ýktur. Hún gerir hina samanskroppmu mynd gömlu kon unnar mjög hugtæka, en það e.r of mikill hraði og sífellt fát í hreyfingum þessa tinandi skars, otg í gegn um sikín of mikili bjarmi af unglegu fjöri, sem eyikst að áhrifum við sléttfellt andlit. Hlúsbóndann, Geoffrey Fisher, leikur Jón Gunnarsson. Hann ger- ir sér ákveðna og sannkvæma per- sónumynd og leggur sig fram um að né þeirri persónusköpun, tekst raunar oftast að halda ytri ein- kennum hennar allt til loka. en nokkuð brestur á túlkunina. Fram sögnin er ekki nógu skýr og túlk- un hins vanmegna og kæfða of- stopa ekki nógu blóðrík. Það er sem skorti einhverja innri fyll- ingu í leikinin. Leikur Auðar Guðmundsdóttur í hlutverki Alice Fisher, húsmóð- urinnar, er mjög áferðargóður. og henni tekst oft með ágætum að miðla Hfsuppgjöfinni, en ekki eins vel að sýna smáblossa síór- lætis góðs og borgaralegs heim- ilis. Leikur heinnar er þó að ýmsu leyti grunnur sýningarinnar. Auð- uir er augsýnilega mikilhæf leik- kona og hefur tök á persónu- skiptum. Aðalhlutverkið, Billy Fisher, leikur Hákon Waage. Hann er greinilega mjög efnilegur leik- ari, sem mikils má af vænta við meiri þroska og reynslu. Hann nær sterkum tökum á hlutverki Billys og leikur það af tilþrifum, oft með ágætum og bezt þegar hann gefur sig Ijóima lyginnar á vald. En ieikhreyfingav hans, svip brigði ■)". málblæ; p- einhvern veginn harla lílkt leik hans í prófverkefninu, Dauða Bessy Smith, þó að hlutverkin séu harla ólík. Þetta læðir að þeim grun, að þessi ungi leikari hafi æft sig um of inn í ákveðið leikfas og eigi ekki auðvelt með að losna úr þeim stakki. Þriðja veigamik- ið hlutverk hans ætti að skera með skýrari hætti úr um getu hams til hamskiptanna. Sigurður Skúlason leikur jafrn- aldra Billys, Arthur Crabtree. Það er fremur létt hlutverk, enda hef- ur Sigurður, sem er mjög efni- legur leikari, á því góð tök. Vinstúlkur Billys eru þrjár, og þar er lygaflækjan mest. Anna Guðmundsdóttir leikur Barböru, hægláta, prúða, fallega' brúðu- stúlku, vaxmótun þess, sem talið er gott uppeldi. Leikuir hennar er áferðargóður, en blæbrigðalít- ill. Anna mun lítt reynd leikkona og tekur þann kost að hætta ekki á mistök í átakaleik. Henni tekst að vera sýnimynd ákveðins til- brigðis í leikmum, eins og raun- ar til er ætlazt. Aðra vinstúlku Billys, Ritu, leik ur Guðrún Guðlaugsdóttir. Hún er skapbrigðakvenmaður, and- stæða brúðumnar, vaxin og mót- uð í rótleysi, heimilisleysi og dreggjum samfélagsins. En hún e,r gædd þrótti, sem beitir kj,afti og klóm og eys menrn sóðalegu orðbragði. Leikur hennar er gætur, fasmikiil og hljómríkur. Þar er >áreiðanlega á ferð leik kona, sem kveða mun að á sviSi síðair. Búnimgur hennar og förð- un stingur illa í stúf við hlut- verkið og gerir persónuna ólík- indalega. Loks er þriðja vinstúlk- an, Liz, leikin af Sigrúnu Björns- dóttur. Hún fer með þetta óræða hlutve,rk af ísmeygilegri nærfærni og list og gerir úr því hugtæka persónu, gædda dul og kynleg- um töfrum, en þó furðulega lífs- trúa. Svipbeitimg hennar og fram- sögn. svo og hægar og hnitmiðað- ar hreyfingar hennar, allt gerir það að verkum, að leikur hennar verður mönnum ef til vill einna minmisstæðastur, þegar öll kurl koma til grafar. Sýningarstjóri er Ketill Larsen. Hinum ungu leikendum var af- brgðsvel tekið í sýningarlok, og auðséð, að leikhúsgestum hafði þótt mikið til hennar koma, og áhrif henmar verið sterk. Það > r og mála sannast. að hér er á sviði spennandi og snjall sjónleik ur í sterkri túil'kun þessara ungu ieikenda bratl fyrir allt Pe*- sýnirng veldur ensum vonbm.'f um þeim. sem hana sér. — AK. Hákon Waage sem Billy og Sigrún Björnsdóttir sem Liz. Auður og Jón Gunnarsson sem faSir Billys.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.