Tíminn - 21.01.1968, Side 16

Tíminn - 21.01.1968, Side 16
Biðskákir Skákþings- ins tefldar í dag Skákþing Reykjavíkur 1968 er nýlega hafifl. Þátttaka er allgóð eða 77 skákmenn í 4 flokkum, meistara-, fyrsta, öðrum og ungl- ingaflokki- í meistaraflokki eru þátttakendur 22, sem er skipt í 2 flokka, 11 í hvorum. Af þessum 11 komast 4 efstu í úrslitaflokk og tefla því 8 skákmenn um titil- Síofnun kjördæmis- sambands ungra Fram sóknarm. í Reykjanes- kiördæmi FUF-félögin i Reykjaneskjör- dæmi hafa ákveðið að efna til stofnþings Kjördæmissambands Ungra Framsóknarmanna í kjör- i dæminu. Þingið | verður haldið í I Félagsheimili | Kópavogs í dag [sunnudag, og hefst kl. 14,00 F U F . félögin munu tilnefna fulltrúa sína á þingið. en auk þeirra eru aðrir ungir Framsóknarmenn i kjördæm inu velkomnir til þingsetu. Auk venjulegra stofnþingsstarfa mun Ólafur Ragnar Grímsson flytja erindi: Um markmið ls- lenzkra stjórnmála. inn Skákmeistari Reykjavíkur 1968. í A-riðli meistaraflokks er Gunn ar Gunnarsson efstur eftir 3 um- ferðir með 3 vinninga og Guðm. Sigurjónsson i öðru sæti með 2Vt vinning. Þriðji er Björgvin Víg- lundsson með IV2 vinning. Stígur Herlufsen hefur 1 vinning, en hann hefur teflt aðeins þessa einu skak, Andrés Fjeldsted hefur 1 vinning af tveimur eíldum skók- um. í B-riðli hefur Björn Þorsteins- son forystu með 2 vinninga í tveim ur skákum, en Bragi Kristjánsson og Jóhann Þ. Jónsson hafa VAt vinning hvor eftir tvær skiákir. Bjarni Magnússon hefur IV2 vinning og hefur teflt 3 skiákir. Frank Herlufsen hefur lokið að- eins einni skák og unnið liana og Gylfi Magmússon hefur 1 vinning úr tveimur skákum. Eins og sjá má af þessu er erfitt að sjá röðina í riðlunum í meist- araflokki, en eftir að biðskóikirnar hafa verið tefldar í dag verður Framhald á bls. 15 Akranes Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu í Félagsheim iiinu, Sunnubr. 21, í kvöld, sunnu- dagskv. 21. janúar kl. 8,30. Til skemmtunar verður framsoknar vist og kvikmyndasýning. Öilum [ heimill aðgangur á mcðan húsrúm ! lcyfir. 1 Helgi Haraldsson við hljóðncin ann. (Tím amy nd—GE). NY RODD I UTVARPI GÞE-Reykjaví'k, laugardag. S.l. mánudag urðu útvarps- hlustendur varir við nýja rödd á öldum Ijósvakans, rödd, sem scnnilega á eftir að hljóma þeim daglega, a.m.k. í náimni framtíð. Hljóðvarpið liefur sem sé fengið nýjan þul, ung- an Reykvíking, er Helgi Ilar- aldsson nefnist. Reyndar segist hann ekki hafa lokið símum reynslutíma við hljóðvarpið. Það fari eft- ir Guðmundi Jónssyni, hvort hann haldi áfram. Eigi að síð- ur þótti okkur hlýða að kynna hann fyrir hlustendum. Þeir vilja eðlilega fá að vita ein- hver deili á þeim, sem þeir hlýða á daglega. Helgi er dóttursonur hins kuinna útvarpsmanns Helga Iljörvar. Ek'ki vill hann þó halda því mikjð á lofti í þessu samibandi og segir, að það sé nógu erfitt að byrja í svona starfi, þótt hann hafi ekki nafn til að kafna undir. Helgi er flugvirki að men.it, en segist hafa hætt störfum í þeirri grein, af því að það hafi verið svo kalt í flugskýlinu suður á Flugvelli. — Það er ekkert skrýtið þótt flugvirki sé útvarpsþulur. Við þekkjum öll dæmi þess, að múrari sé ráðherra, — segir hann, og er það orð að sönnu. Bann segist lítið hafa kom- ið fram opiniberlega fyrir ut- an það, að hann hafi leikið i nokkrum leikþáttum í memnta skóla. Raddiþjálfun hafi hann enga fengið. —• Annars hefur Guðmund- ur Jónsson sagt mér að syngja í haði, svona til að fá meira loft, — segir Helgi glettnislega. — Ertu ekki svolítið ner- vös, þegar þú ert að kynna? — Ha, nei, nei, alla vega ekkert að ráði. Heyrizt fólki það kannski? Það er auðvitað leiðinlegt ef maður segir ein- hverja vitleysu og veit að öll þjóðin hlustar. J 316 skráíir atvinnulausir EJ.Reykjavík, föstudag. Ráðningarskrifstofa Reykjavíkur borgar var einungis opin til há- degis í dag, en þó létu 8 skrá sig atvinnulausa. sex karlmenn og tvær konur. Karlmennirnir skipt- ast þannig eftir starfsgreinum: 3 verkamenn, 1 trésmiður, 1 mál- ari og 1 verzlunarmaður, en kon. urnar voru saumakona og iðnverka kona. Þeir 316 karlmenn og konur, sem nú eru á skrá. skiptast þann- ig eftir starfsgreinum: 189 verka- menn, 23 sjómenn, 8 verzlunar- menn, 1 stýrimaður, 5 vélstjórar. 6 matreiðslumenn, 7 trésmiðir, 2 fólksbifreiðastjórar, 4 málarar, 17 múrarar. 1 múraranemi, 1 hús- gagnasmiður, 3 rafvirkjar. 1 pípu- lagningamaður, 1 prentari, 1 prent myndasmiður, 4 vélvirkjar, 2 iðnverkamenn, 1 vaktmaður, 1 hljóðfæraleikari, 24 verkakonur, 5 verzlunarkonur. 6 iðnverkakon- ur, 1 matreiðslukona, 1 sauma- kona, 1 ráðskona. HL YINDI GETA VALDID HEIMSKAUTA- GÖNGUMÖNNUM ERFIDLEIKUM SJ-Reykjavík, laugardag. Jafnvel í heimskautabeUinu er veðrið óútreiknanlegt. Brezku leiðangursmennirnir, sem hyggjast ganga yfir Noi'ð urheimskautið, hafa nú þegar rekist á alvarlegan farartálma þótt leiðangurinn sé ekki haf- inn fyrir alvöru. Tveir Ieið- angursmanna Allan Gill og Ken Hedges, eru nú komnir til Point Barrow í Alaska. Á þessum slóðum er venjulega 40 stiga frost eða meira á þess um árstíma, og ísbreiðan, sem þekur hafið liggur næstum að landi, svo aðeins er yfir þröngt, en að vísu hættulegt sund að fara til að komast út á meginísinn. En nú hefur veðráttan aldrei þessu vant gerzt óvenju mild. mönnunum fjórum, sem ætla að ganga 3.800 mílna leið yfir Norðuríshafið til Spitz- bergen, í óhag. Þessi hlýindi eru á ferðimni alllöngu fyrir tímann, og í augum leiðang- ursmanna er auður sjórinn landfasts íss og hafíss óheilla- merki. Allan Gill og Ken Hedges ræddu um lausn á þessu vanda máli við veiðimanin af Eski- móakyni, og áleit hann að þeir kynnu að verða að fara 50 mílur austur meðfram ströndinni áður en þeir findu stað, þar sem hægt værj að komast yfir á ísbreiðuna. Hættulegir straumar við ströndima gera það að verkum að mjög hættulegt væri að að fara yfir sundið milli íss og lands á báti. Þeir Gjll og Hedges eru heldur daufir í skapi yfir ástandinu. Leiðangurinn heldur af stað í fyrsta lagi eftir þrjár vikur. Síðast þegar til fréttist var foringi þeirra félaga, Wally Herbert.. væntanlegur til Po- int Barrow einhvern næstu daga, og fjórði þátttakandinn. Fritz Koerner gengdi enn störfum sínum við Háskólann í Ohio, og beið þess að kona hams eignaðist fyrsta barn þeirra hjóna. Að minnsta kosti verður engin ákvörðun tekin fyrr en sundið hefur verið ransakað vandlega úr lofti. í millitíðinni gefst nægur tími til rökræðna um málið, en á þeim hafa veiðimenn Eskimóar miklar mætur. Iledges og Gill komu til Po- int Barrow frá Englandi fyr- ir um það bil hálfum mánuði með flugvél frá brezka flug- hernum. Lendingin á hinum litla og óvandaða flugvelli, sem Heim- skautadeild bamdaríska flotans hefur komið sér upp á staðn- um, var í sjálfu sér afrek. Far- angurinn, sleðar og 41 eski- móahundur voru settir á land og síðan sneri flugvélin heim á leið meðan vel viðraði. Hundarnir voru heldur geð- illir, en þeir komu alla leið frá Thule, bamdarísku flugstöð inni á Grænlandi, og hafði samkomulagið verið nokkuð stirt meðal þeirra innbyrðis á leiðinni í flugvélinni, svo nauð symlegt varð að beita við þa svipum. Þó er slíkt ekki dæmigerð meðferð á hundum þessum, einn þeirra beit t.d. Allan Gill í höndina, en Allan reyndi að róa seppa með því að strjúka höfuð hans. Bandaríkjamenm á staðnum eru allir af vilja gerðir að að- stoða leiðangursmenn. Dr. Max Brewer, forstöðumaður bandarísku rannsóknarstöðv- arinnar, sem af sumum er þekktur undir nafninu „Kon- ungur Norðurheimskautsins" lánaði þeim skála rétt utan við svæði stöðvarinnar. Þar eru nú hundarnir bundnir við staura og ýlfra ánægjulega í átt til norðurljósanna. Einn hundanna slapp burt og held- ur sig í grenndinni á matmáls tímum og bíður færis að grípa fæðu. Ken Hedges, sem er læknir leiðangursins hyggst skjóta deyfilyfi í dýrið og binda hann síðan hjá hinum hundunum. En ekki hefur tek izt að lokka hundiinn til baka með gælum, og hann er orð- inn svo slægur að hann gefur aldrei færi á að liáta grípa sig. Ýmsir bandarískir vísinda menn telja óðs manms æði að leggja út í svona langa og hættulega ferð, sem ekki hef- ur vísindalegan tilgang, en er fyrst og fremst farin í ævin- týraskyni. En þeir sem vinna á veðurstofunni í Point Barr- ow og þekkja alla þá erfið- leika, sem bíða leiðangurs- manna, skilja þá og dást að hugrekki þeirra. Enn sem komið er lifa leið- angursmenninnir góðu lífi i hlýjum gluggalausum skálum, en úti ríkir frostið og allir hlutir úti eru alhrímgaðir. En Framhald á bls. 15. I Milas ^.-aS^LÁS'K/í M ÍHjl NOgTH, .<» , POÍE Spítsbcrgeh. ^ '?3735) /.lySÍjÁrcHá'fi'iié.l

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.