Tíminn - 23.03.1968, Qupperneq 8
LAUGARDAGUR 23. marz 1968.
Stríðinu í Vietnam mótmælt
TÍIVSINN
Palme, hann heitir OLOF,
hann er ráðlherra i kennslu-
málum hér í ríki Erlanders.
Palme hélt ræðu þann 21. febr.
við stóra og virðulega mótanæla
göngu í Stokkhólmi. Stríði
Bandarílg'astjórnar í Vietnam
var mótmælt. Að baki göngunni
stóð Vietnamnefnd félagsmáia-
hreyfingarinnar, með hundruð
þúsunda félaga, m. a. stjórn-
málafélög úr öllum filokkum,
nema hægri. ýmsar kirkjulegar
hreytfingar, auk annarra. Hvað
Palme sagði, hefur enginn
gagnrýnt eiginlega. Hitt hefur
þótt hrollvekjandi, að Palme
gekk í göngunni með öllum
orðljótum spjöildum. og svo var
köttur í bóli bjarnar. Sendi-
herra Norður-Vietnam var
staddur í Stokkhólmi, óvænt,
og sá skratti tók sér bessaleyfi
að ganga með. Og sem góðum
gesti var honum boðið að vera
í fremstu röð með Palme og
Gunniari Myrdal. sem er for-
maður Vietnam-nefndarinnar.
Þegar svo um það biJ hálfum
mánuði seinna kölluðu Banda-
ríkjamenn heim sendiherra
sinn hér, til viðræðna (ies:
mótmæla sænsku stjórninni),
þá vöknuðu stjórnarandstæðing
ar og urðu geysi'hugrakkir. þá
varð þátttaka Palme eitt voða-
legt glappaskot. Hægriforing-
inn, Holmberg, skoraði á Er-
lander að reka Palme. Formað-
ur frjálslyndra hefur farið svo
klaufalega að í sinni þjónkun
við Bandaríkjastjórn að bæði
ungir frjálslyndir og frjálslynd
ir stúdentar hafa mótmælt.
Eins og vant er, er gamli
Hedlund í miðjunni klókastur
og heldur höfðinu köldu, segir
fátt en glottir.
Palme er rúmlega fertugur,
róttækur ideolog og idealisti
af borgaralegum ættum Hann
er vanur við hörð átök. sem
framámaður i alþjóðasamtök
um stúdenta og seinna sem
handgenginn einkaritari Er-
landers og smám saman ráð-
herra í ýmsum ráðuneytum.
Það er þýðinsarlau'st að
reyna að lýsa ræðu Palmes. úr
því að ekki er hægt að hlusta
á hann, verður að reyna að
lesa fcana. Hún er ein heild.
sem örðugt er að klippa í. Ég
hef því reynt að þýða hana í
heild og fylgir hún hér með.
Ég er að vísu lélegur þýðandi.
en tel mikil.s virði að svo
merkileg ræða nái augum les-
enda Tímans. Ég vona að
Tíminn geti birt ræðuna. án
þess að eiga á hættu að Lyndon
kalli heim sendiherrann á ís-
landi.
RÆÐAN.
Lýðræðið er kröfuhart stjórn
arform.
Það krefst virðingar fyrir
öðrum. Það er ekki hægt að
þvinga stjórnarform upp á þjóð
útifrá. Þjóðirnar verða að hafa
rétt til þess að móta framtíð
sína eftir eigin höfði. Þess
vegna byggir lýðræðið á ».,álfs-
ákvörðunarrétti þjóðanna.
Lýðræðið krefst réttlætis.
Það er ekki hægt að vinna þjóð
með þvi að fylla vasa hinna
ríku á meðan fcinir fátæku
sökkva niður i dýpri neyð.
Það er ekki hægt að mæta
kröfurn um félagslegt réttlæti
með valdi og herafla. Lýðræð-
ið byggir á félagslegu frelsi.
Markmiði lýðræðisins verður
ekki náð með aðferðum harð-
stjórnarinnar. Það er ekki hægt
að bjarga þorpi með þvi að
jafraa það við jörðu — brenna
akrana, eyðileggja húsin. loka
fólkið inni eða drepa það.
Þetta eru grundva'llaratriði
þegar leggja skal mat á styrj-
öldina í Vietnam.
Almenningsálitið gegn stríð-
inu í Vietnam sækir styrk í að
geta visað til staðreynda. Því
stríð þetta er engin tilviljun
eða stundarskyssa, það speglar
enga deilu, sem skyndilega hef
ur blossað upp. Það á sér langa
sögu, þar sem atburðirnir geta
fylgt hver öðrum með nrellandi
markvissu.
Þrjú ártöl eru þess virði að
sérstaklega hafa í hug í þess-
ari atburðarás.
Hið fyrsta er árið 1945.
Vietnam var frönsk nýlenda
Jlapanir hernáimu landið, þegar
þeir sóttust eftir asíatísku
heimsveldi. Japanir biðu ósig-
ur. En trúin á yfirburði hvíta
mannsins hafði beðið fcnekki.
Þegar Frakkar reyndu að end-
urheimta nýlendu 6ína mættu
þeir þjóð. sem krafðist sjálf
stæðis. Andspyrnuhreyfingin
gegn Japönum varð kjarninn
í hreyfingu. sem krafðist frets
is frá allri erlendri íhlutun.
Hún sótti uppörfun i sjálfstæð
isyfirlýsingu Bandaríkjanna
Hún treysti á stuðning USA við
sjálfstæðiskröfur sínar taldi
sig hafa fengið Ioforð Jtn það.
Hún lýsti yfir stofnun lýðræðis
legu alþýðulvðveldis Vietnam.
Nýlenduveidið ákvað að end-
urheimta og haida veldi sínu
með ofbeldi. Og Bandaríki N-
Ameríku stilltu sér upp við
hlið Frakka.
Þannig byrjaði stríðið í Viet
nam, stríð gegn erlendri ásókn.
Það er þetta stríð, sem enn þá
er í gangi.
Frakkar og bandamienn
þeirra, innlendir, töpuðu. Þeir
höfðu e'kki stuðning fólksins.
Baráttan breiddist út yfir land-
ið. USA skarst í leikinn til
hjálpar. Eftir 1950 mun USA
hafa borið 70—80% af stríðsút
^gjöldum Frakka. En það dugði
ekki. Við Dien-Bien-P'hu féll
draumurinn um franska ný
lenduveldið saman. Og samning
ar um frið hófust í Genf. Þann
ig erum við frammi við ártal
nr. 2, 1954.
Þann 20. júlí 1954 náðist sam
komulag um vopnahlé í Viet-
nam. Til bráðabirgða var land-
inu skipt. En aðeins til bráða
birgða og aðeins frá hernaðar-
sjónarmiði. Eftir tvö ár — í
júlí 1956 — skyldu frjálsar
kosningar fara fram í öllu land
inu. Þar eftir skyldi landið sam
einað.
USA hafði verið andvígt
Genfarsamningnum og vi'ldi
ekki undirrita samkomulagið
Það urðu engar frjálsar kosn-
ingar. Vietnam var áfram klof-
ið
í staðinn sagðist USA vilja
byggja upp lýðræðislegan va'-
möguleika í Suður-Vietnam
Uppá þennan möguleika kost-
u$u þeir skipulagsaðstoð og
óhemju fjárfúlgum.
Sú stjórn í Saigon sem hlaut
stuðning USA sameinaði rudda
legar ofsóknir harðstjórans
gegn öðrum skoðunum og full
komna lítilsvirðingu fyrir rétt
lætiskröfum alþýðunnar varð-
andi félagsleg og efnahagsleg
lífsskilyrði.
Það var talað um skiptingu
jarðeigna. Viet Minh hafði
skipt landi milli bændanna.
Það er sagt, að hinir gömlu
jarðeigendur og okrarar hafi
komið á vörubílunum, sem
fluttu hermenn þá, sem sögð-
ust komnir til þess að frelsa
bændaþorpin. Fyrir bændurna
voru það ek'ki frelsarar sem
komu, það voru hinir gömlu
kúgarar þeirra. Þess vegna
fékk stjórnin í Saigon fólkið
upp á móti sér. Það er ekkert,
sem segir í mót, að þegar stríð
ið blossaði upp aftur var það
í öllum aðalatriðum uppreisn
alþýðunnar gegn rotinni og hat
aðri stjórn. Alveg eins og það
gekk illa fyrir Frökkum, gekk
það illa fvrir stjórninni í Sai-
gon. Fólkið svalt og rotinn í
stjórnarfarinu blómstraði. USA
skarst í leikinn allt meir. Aukn
ing stríðsaðgerðanna hófst. Fá-
einir ráðgjafar urðu fleiri,
urðu deildir, fylki, urðu stórir
herir, hundruð þúsunda her-
manna. Voldugasta stríðsvél
veraldar tók að beina öllum
kröftum sínum að því að brjóta
niður viðnámið í þessu litla
' landi.
Þó gekk það illa.
Þar með erum við frammi
fyrir þriðja ártalinu, febrúar
1965, um þetta Teyti fyrir þrem
ur árum hófust sprengjuárás-
irnar á Norður-Vietnam. Þar
eð stríðið í Vietnam kallaðist
verk utanaðkomandi árásarað-
ila. hlutu aðgerðirnar að bein-
ast gegn honum. Engin stríðs-
yfirlýsing hefur þó verið gefin
út.
Yfir Norður-Vietnam hafa á
þessum þremur árum fallið
fleiri sprengjur-en yfir nazista-
Þýzkalandi í he>nsstyrjöldinni
síðari. Við vitum hvað þetta
hefur þýtt í eyðileggingum og
þjáningum einstaklinga. Vegna
þess finnum við til reiði. sam-
úðar og örvæntingar. En til-
finningar geta skyndilega
blossað upp og horfið jafn-
skjótt ef þær hafa ekki fót-
festu í orsakasamhenginu. Þess
vegna skulum við vita að þess-
ar þjáningar fólksins er hin
bitra rökrétta afleiðing af tutt
ugu ára rangri og djúpt rang-
látri stefnu.
Stundum er sagt að stefna
USA í Vietnam byggi á röngum
ályktunum, eða sé tákn um
heimsvaldastefnu auðvaldsins.
Mín skoðun er sú, að engmn
auðvaldssinni með öllum mjalla
geti verið svo óhemju misvitur.
En enginn getur fceldur verið
svo óhemju misvitur nema fjár
hagslegir hagsmunir séu með
í leiknum.
Þrátt fyrir hinn gífurlega
hernað gengur illa, trúlega allt
lakar, fyrir USA í Vietnam.
Þess vegna biifast heimurinn
yfir næsta skrefi. Það er spurt
í skelfingu: Verður það kjarn-
orkuvopn? Hvern er þá eftir að
frelsa? Og myndi það ekki þýða
að þriðja heimsstyrjöldin væri
staðreynd? Verður ráðizt á
stíflur Rauða fljótsins? Það
yrði ógnanleg eyðing manns-
lífs. Eða þarf langa röð sjón-
hverfinga og mistaka að teiða
til þess að fólkið í Vietnam
Ioksins geti fengið frið og sjálf
stæði?
Samningur er slitið orð. Hjá
mörgum í Vietnam hefur orðið
slæman hljóm. Fyrir þá hafa
siamningar svo oft þýtt ekki
endalok baráttu, heldur byrj
un á svikum. Þess vegna er
tortryggni þeirra djúpstæð.
Þess vegna leita þeir trygg-
ingar fyrir þvi. að samningar
verði ekki skammætt millibils-
ástand, heldur gefi áþr.dfanleg
an árangur, leiðir til friðar og
frelsis frá erlendri ásókn. Þeir
þekkja líka betur en nokkur
annar eyðileggingu stríðsins og
hafa fceimsins stærsta herveldi
með hálfa milljón hermanna
fyrir andstæðing. Af biturn
reynslu hafa þeir neyðzt til
raunsæis.
Stundum er sagt að Hanoi og
FNL vilji ekki semja, vísi öll-
um uppástungum þar að !út-
andi á bug. Þetta stenzt ekki.
Nú síðast í nýársboðskap bélt
utanríkisráðherra Norður-Viet
nam. Trinh, því fram, að Norð
ur-Vietnam sé reiðubúið til
samningaviðræðna ef sprengju-
árásum sé hætt skilyrðislaust.
Þess vegna eru það alltaf
fleiri, sem um víða veröld,
þrálátt og með vaxancþ krafti.
sameinast um að heita a Banda
ríkin: Hættið skilyrðislaust
sprengiregninu yfir N-Vietnam.
Viðurkennið FNL sem fuilgild
an aðila við samningaborðið.
Þá fyrst verða samningar. Þá
verður sjálfsforræði fólksins að
Vietnam nást.
Það ætti að vera sjálfsögð
skylda fyrir allar ríkisstjórnir
í Evrópu að með kraftt og
festu og krafti að balda fram
Framhald á bls- 12.
Bandaríski sendiherrann í Svíþjóð William Heath, ásamt konu sinni á dansleik, skömmu áður en hann
yfirgaf Svíþjóð vegna deilunnar, sem risin er.