Tíminn - 23.03.1968, Síða 12

Tíminn - 23.03.1968, Síða 12
LAUGARDAGUR 23. marz 1968. 12 TÍMINN piltar;. - / EépiÐEtOlPUNÍIliSTIJHÁ ÞA Á EC HRIUO-AKT, / fyrrm /ismw/sscn/ ■/. <6’ Gvdjön Styrkársson HjŒSTARÉTTARLÖGMAÐUR AUSTURSTKÆTI « SÍMI 18354 VAXANDI ATVINNULEYSI Framhald aí t>ls 9 á, að hinar síðlbúnu ráðstafanir ríkisstj órnarinnar til þess að veita milijörðum út í efnahags- lífið samkivæmt „stuðnings“- áætluninni og greiðsluhallanum geri naumast betur en að skila aftur þvd, sem áður var tekið, og hafi því engin veruleg áhrif til örvunar. (Þýtt úr Internaioaal Herald Tribune). Heyrt og sé35 Framhald af bls. 7. ganga enn framihjá íslendingi, og værum við líklega þagnaðir, ef þeir Indriði G., Snorri Hjartar son eða Guðmundur Dan. væru dottnir í þann lukkupott. Hver vill ekki hálfa milljón í verðlaun frekar en híruna, sem við nefn um „listmannalaun". En sleppum því. í>að var Sundman sem átti að ræða um. Hann varð á vegi mínum þarna dag einn, gat ekki yfirgefið selskapinn strax, og nú var hann að bauka við s'krítna hluti í afherbergi einu í norska Stórþinginu. Sundman, er þegar alit kemur til alls, harðpólitískur maður. Hann er landsþingsmaður fyrir Miðflokkinn í Stokkhólmsléni. Það er næsta gráða fyrir neðan ríkis þingmann. Myndi það vera nokk urs konar sýslunefndarmennska á okkar máli, og sumum finnst fremd af því hér. En flokksmenn Sundmans ætla honum meira. Næst skal hann upp í Ríkisdag inn, og víst er það að nú orðið getur hann lagt með sér í kosn- ingasjóðinn. Per Olof Sundman stóð fyrir klíkufundi í afkimum Stórþings ins. Og þar var það hjartans áhugamál hans að efla menning arbaráttu miðiflokkanna, koma því orði á, að þar gætu mennta menn einnig starfað að þvi að auka fylgið. Honurn fannst þessir flokkar heldur litlir, og kenndi þessu aðallega um. Ég sagði fátt um þessa bluti. en reyndi að laeða því að mönnum, að Fram sóknarflokkurinn væri það stór, að þar hlytu menningarvitar einnig að vera innanborðs. Hafði ég þá í huga menn eins og Hall- dór á Kirkjubóli og Helga á Hrafn kelsstöðum, og nú verður víst einnig að telja Jóhannes Helga þar með. Stutta stund gat ég svo rætt við Sundman, en ekki var næðið svo gott, að neitt væri hægt að festa á blað. Þetta er mjög yfirlætis- laus og viðfelldin maður, útitek- inn, enda hefur sitt'hvað verið starfað. Sundman á sér sérstæð an skáldferil. Hann sagði mér að fyrsta bók sín hefði knmið út 1958. Áður hafði hatm skrifað samfleytt í 23 ár — og ekkert birt. Ég spurði hann, hvers vegna veirðlaunabókin um heimskauta- leiðangur Andrées í loftfarinu hefði slegið í gegn. Sundman sagð i«t ekki vera ujaður til að svara því. Hann hefði ekki lesið þessa bók — aðeins skrifað. Verðlaunabókin fjallar um gam alkunnugt efni fyrir allt eldra fólk. Sænskur verkfræðingur, Andrée hugðist veita þjóð sinni og sjálfum sér þann heiður að komast fyrstur á Norðurpólinn! Hann lagði af stað við þriðja mann fyrir 70 árum, og farkostur inn var loftbelgur. Spurðist ekkert til þeirra fyrr en 1930. Þá fundust lík þeira á Hvíteyju, ferðalagið hafði staðið í rúma 65 tíma. Það var allt og sumt, og enn var góð- ur spölur ófarinn, sem seinni tíma menn fóru á raunhæfari farkost- um. Ég spurði Sundman, hvort þetta ferðalag væri ekki orðið ú'tþvælt efni fyrir gott skáld. Hann kvað svo ekki vera. Þetta hefði á sín um tíma verið glórulaust uppá tæki. Því væru vissir töfrar bundn ir við minningu Andrées. Sund- man kvaðst taka það fram í bók sinni, af hverju Andrée fél'l ekki frá fyrirætlun sinnii, þegar hann sá sjálfur fram á vonleysi henn- ar. Sér hefði virzt, að þar kæmi fram mannlegur breyzkleiki heim skautafarans. Hann var þegar hylltur sem hgtja áður en hann lagði af stað. Og hann var eins og annað fólk. Hann gat ekki snú ið aftur og afklæðzt hetjubúnaðin um. Hann var kominn inn í víta hring, og um ekkert var að velja annað en framkvæma þetta áform og deyja síðan sem hetja. Hið „harðorða" Vietnam ávarp. Þegar leið á viikuna fóru fund ir Norðurlandaráðs að færast yfir í tómar atkvæðagreiðslur. Þar var því eftir litlu að slægjast, og á miðvikudaigskvöld hélt norska- ríkisstjórnin lokahóf í Akurshús kastala. Fundum Norðurlandaráðs var endaniega slitið um hádegi á fimmtudag, og héldu þá þingmenn til sins heima. en við þessir ungu komum ekki heim fyrr en laugar daginn 24. febrúar. Það var síðast á þessum fundum, að róttækir ungir menn úr hópi sænskra Mið flokksmanna suðu saman npkkuð harðort Vietnam ávarp, þar sem Bandaríikjamönnum var m. a. bent á að hafa sig brott úr þriðja heiminum, en svo vilja Sviar nefna Austur-Asíu lönd. Undir þetta rituðu þeir Hans Ingvar Jonsison, frá Svíþjóð, Par Stenbáck og Juurela frá Finnlandi, og svo \ undirritaður, eii ófcomið var nafn | Jo'hns Dale; er ég skildi við i hina. Það komst vist aldrei undir plaggið. Dale fannst það of harð ort og líklega brot á utanrikis- stefnu flokks síns. Dagbladet, blað Vinstri flokksins í Noregi birti hins vegar ávarpið. Og næsta dag, þegar ég var að fara heim, las ég ennfremur allnokkurt skens í því blaði um sundrun.gu allra þess ara miðflokka á Norðurlöndum. Þetta dæmi færði mér heim sann inn, um að allnok'kur kuldi ríkir milli þessara tveggja flokka í Noregi, og má svo einatt. vera, þar sem tveir dorga á sömu mið- um. Ein spurning hefur lengi svifið yfir vötnum, þegar Norðurlanda ráð þingar: Hvaða gagn gerir þetta ráð? Þvi vil ég ómögulega svara í þessari blaðagrein, tel mig efcki hafa kunnugleika til slíks og líklega er það erfitt ýmsum kunn ugri. Norsk blöð rituðu sum eftir mæli þingsins, og einn höfundur líkti því við pappírsmyllu- Hann sá aðeins skriffinnskuna og blaða flóðið, sem fulltrúarnir létu eftir. Svo er aftur á móti mikill meiri hluti ábyrgra stjórnmálamanna, sem telur að Norðurlandaráð hafi þegar þýðingu, og greinilega er það hugsjón sumra úr Skandinavíu að Norðurlönd öll sameinist. Að þeirra hyggju ber ráðinu að sam ræma stefnu landanna í utanrí'k is- og markaðsmálum. Þurfi gþá lítið meira, því hinn norræni bróðurkærleikur sé þegar til stað ar. Allt slíkt læt ég liggja hér milli hluta. Fyrir mig voru þessir dag ar á þann hátt verðmætir, að ég kynntist öðrum ungum mönnum með líkar stjórnmálaskoðanir, lærði margt í sfcipulagsmálum æskulýðssamtaka, og eins og. einhvers staðar áður kom fram: stendiir nkki einn «ér sem einangr Fann, að Framsóknarflokkurinn að fyrirbæri, heldur er full þörf fyrir slífcan flokk, hvar sem frelsi gefst til að hugsa og framkvæma pólitískan vilja fólksins. Páll Lýðsson. UPPSALABRÉF Prsmhalf <i' H »íðu þessari skoðun. Þannig geta staðreyndir og skoðanir okkar leitt okkur fram til vissra á'yk! ana. Bandaríkin halda því fram, að þau verji lýðræðisleg rétt- indi vietnömsku þjóðarinnar gegn erlendri ásókn. En ef mað ur á að tala um lýðræði í Viet- nam, er það augljóst. að það hefur mun sterkari stöðu hjé FNL en hijá leppstjörnum Bandaríkjanna. Þetta er fullyrðing byggð á staðreyndum. Fremsta kenni- merki lýðræðisins er stuðning ur fólksins, rætur í alþýðunni. Enginn dregur i efa að árið 1945 hafði Ho-Chi-Minh stuðn- ing fólfcsins gegn franska nv- lenduveldinu. Enginn dregur ’ efa að í þeim frjálsu kosning- um. sem áttu að fara fram 1956, hefði Viet-Minh unnið yfirgnæfandi sigur. Eisenhow- er forseti hefur sagt að Ho- Ohi-Min'h hefði vafalítið hlotið yfir 80% atkvæða. Það var ein mitt þess vegna sem engar kosn ingar fóru fram. Enginn neitar að Diem-stjórnin. sem sett var á fót í Saigon, til þess að ve7'a fuilltrúi lýðræðismögule'kans, var ákaft hötuð af þjóðmni/ Henni var kastað 1963 og syrg ir hana enginn. Enginn vill heldur Þillyrða að núverandi klíka byggi raun verulega stöðu sína á stuð«ingj fólksins. Það er staðreyna að rotnunin í stjórnarathöfnunum (korruption). dugleysið, áhuga leysið gagnvart félags egum kröfum. er meira en nokkru sinni. Stjórn, sem þarf aðstoð meira en fimm hundruð þú.sund bandarískra hermanna, til þees að lifa.einn einasta dag. hefur fólkið upp á móti sér. Bardagarnir síðustu vikurnar hafa sýnt öllum heimin'um, að Vietnam-striðið er byltmg gegn þeim, sem fótumtroða grund- vallar mannréttindi. Þess'. bylt- ing er félagsleg hreyfing með djúpar rætur í þjóðinni. Hefði þessi bylting ekki í öllum aðai atriðum notið stuðnings alþýð unnar hefðu ekki árásirnar á borgir um allt Suður-Vietnam verið framkvæmanlegar með slíkum árangri. Einhver kann þá að segja: Látum svo vera. að FNL hafi stuðning fólksins i dag. En við getum ekki stutt FNL Því ef FNL sigrar og fær völdin, mun sú nýja stjórn þvinga fólkið. Um það vitum við ekfcert með vissu, þar sem FNL hefur svo lítið fengið að sýna sig i friði. En við höfum aðgang að stefnuskrá FNL. Ég mæli með þessari stefnuskrá ti". at- hugunar. Hún krefst samstöðu sem flestra aðila í baráttunni við USA. og samstevoustjórr. þegar sigur er unninn. Stefnu skrána í innanlandsmálum myndu t.d. flestir stjórnmáia- flokkar í Svíþjóð geta gert að sinni. En auðvitað getum við ekki i dag tekið afstöðu tú eða ábyrgð á þvl sem hreyling í öðru landi gerir. þegar hún hefur náð völdum. En andmæli mín eru fyrst og fremst prinsip-eðlis. Með hvaða rétti getum við neitað fólkinu í Vietnam um rétt til þass að það velji sér sjálft stjórn. Það getur ekki verið verkefni lýð- ræðisins að gera sig að for- ráðamanni annarra þjóða. Þvert á móti, það er misnotkun grund vallarhugmynda lýðræðisins. Og einn hlut vitum við með vissu: Verri félagsleg kjör en nú, meiri mannlegar þjáninear en nú — þegár því skal bjarg- að til lýðræðisins — getur fólkið í Vietnam ómöeulega nokkru sinni hlotið. Einhver segir kannski: í Vietnam eru drepnir þúsundir bandarískra hermanna, sem trúa því. að þeir berjist fyrir lýðræðislegum hugsjónum Vissulega er það ó'hugnanlegt. Það er óhugnanlegt, að ung1 fólk er drepið, sært og limlest — því er fórnað að óþörfu fyrir óverðugt markmið í órétt lætanlegu stríði. Það gæti haft mikil verkefni að byggja betra þjóðfélag með sinni eigin þjóð, eða uppbyggjandi starf í bar- áttunni gesn neyðinni og hungr inu í heiminum. Það gæti borið fram á við erfðavenjurnar. opið geð, örlæti og bjartsýna trú á framtíðina, sem ennþá lifir í Ameríku. Virkt alþjóðlegt al- menningsálit sfcál meðal ann- ars leggja sinn skerf, til þess að gefa þvi þann möguleika. í mörg ár höfum við heyrt að stríðið í Vietnam sé einnig nauðsynlegt, til þess að vernda lýðfrelsi annarra þjóða gegn kínverskri ásókn. Falli Viet- nam, er sagt að þá falli gjör- vöH Suðaustur-Asía. þá eiga þau lönd veraldar á hættu að falla eins og hráviði fyrir nýrri heimsveldisstefnu með sæti í ^ Pekipg. . Því beri öUum l.vð- frjálsum töndum, vegha eigin hagsmuna, að styðja amerísku baráttuna í Vietnam. Þéssi röksemd. var borin á borð svo snemma sem ár,ð 1945. sem ástœða fyrio stuðn- ingi við franska nOenduveld- ið. Munurinn er einungis sá að núverandi stjórn í Peking var komin til valda. Þessi röksemd er áfcaflega hæpin. Þessu getur verið öfugt farið. Hún virðir í engu sögu Vietnam. En það er grundvallar hugsunin, sem ég mun snerta að nokkru. Það er þannig vegna velferð ar okkar, sem fólkið þjáist t Vietnam. Okkur er þannig boð ið að fórna sjálfsákvörðunar- rétti lítillar þjóðar. velferð og tilveru, fyrir það, að við meg- um lifa í meira öryggi. Þannig viljum við ekki mæta framtíðinni. Því hiver er lokaafleiðing þessa hugsanagsngs. ekKi hvað sízt ef þetta á eftir að endur- taka sig æ ofan í æ. Sjálfsákvörðunarréttur þjóð anna verður voði félagslega frelsið hótun, breytingar á þ'd. sem er, hætta sem verður að koma í veg fyrir. Við verðum kölluð til að manna virki for réttindafólksins til biturrar varnar lifsviðhorfi sem hinir rífcu hafa tileinkað sér. Hringurinn verður þrengri og þrengri. Þvi þjóðirnar munu leita sjálfstæðis, krafar. um félagsleg réttindi verður sterk ari og sterkari, þráin eftir rétr læti, betri lífskjörum. fielsun frá fátækt og hungri verður æ sterkari og mun móta þá ver öld, sem við lifum í. 'Frerstum við að byggja brynjaðan múr í kringum þá ríku, þá brjót- um við fasismanum leið inn í menningu vora. En þannig þarf það ekki að vers Með fólki hlnna ýmsi’i landa eykst annarri stefnu fylgi, stefnu sem vill byggja á örlæti og bræðralagi yfir landamærin, sem viðurkennir rétt pióðanna, og sem veit, að það e>- hið fé- tagslega ástand. sem fyrst og fremst þarf að breyt.ast. And- staðan gegn stríðinu í Vietnam er gleðilegt tákn, ekki bara um ósk um frið og frelsi í Vietaam heldur og í víðari sjóndeildar hring. Það er alþjóðleg samhjálpar hreyfing, sem ekki byggir á þröngum eiginhagsmunum, heldur leggur áherzlu á með- ábyrgð. sameiginlegar skyldur, viljan til bræðralags í hagnýtu starfi. Þess vegna er hún upp- byggjandi fyrir framtíðina — Hún styður hagsmuni mann- kynsins. Stundum er sagt, að Evrópa styðji Bandaríkjamenn í Viet nam. Það séu aðeins smærri hópar, sem í ofstækisfuliu hatri gegn Ameríku. finna driffjöðr ina til andspyrnu. Þetta er rangt. Sannleikurinn er sá. að yfirgnæfandi meiri- hluti fólksins í Evrópu er and- vígt þessari styrjöld, vftl að þjáningunum linni, vitl gefa fólkinu í Vietnam réttinn. að það sjálft ákveði um framtíð sina. Þessir lýðræðissinnar upp lifa ekki bairáttu USA í Viet- nam sem stuðning við Iýðr-æð ið. beldur sem hættu fyrir hinar lýðræðislegu hugsjónir, efcki aðeiens í Vietnam, heldur um allan heim. Við trúum á lýðræðið vegna þess að lýðræðið. þrátt fyrir alla S'ína veikleika, veitir ein- staklingnum tækifæri til virkr ar þátttöku, hlutdeildar og tekur tillit til einstaklingsins á máta, sem engan harðstjóra dreymir um. En lýðræðið má aldrei þýða andstöðu gegn sjálf stæði þjóða og félagslegu rétt- læti. Það skal vera verkfærið að veita einstaklingnum frelsi. Við viljum ekki framtíð þar sem þeir ríku verja forréttindi sín með valdi og harðstjórn. Við viljum veröld í jafnrétti, þar sem fólkið getur lifað. Þess vegna er Vietnam ekki svo fjarlægt. Þess þjóð stendur okkur nær. Þessi þjóð verður að lokum að fá sinn frið og sitt sjálfstæði. Svo löng er ræðan. Hún er þýdd upp úr Aftonbladet. Skyld ir þú, lesandi góður, koma svo langt í lestrinum. ef nú Timinn birtir ræðuna, þá veiztu hvaða tylliástæðu Lyndon notaði til þess að kalla kúrekabróðurinn frá Texas heim frá Stokkhólmt. En þá veizt þú kannski einnig sitthvað um Vietnam sem sjald an er skrifað um í íslenzK blöð. Mér er sagt að verkfall sé á íslandi, og að blöð komi ekki út. Kannski finnst þá einhverj um, að ræðan sé orðin gömul og úrelt. þegar verkfallið leys ist og blaðið hefur rúvn fyTÍr hana. Ég bygg að það sé sjóc- hverfing. Ég hygg að ræðan sé vel þess virði að prenta hana, lesa og íhuga svo lengi sem þetta þjóðarmorð heldur áfram þar austurfrá. Það má vel skilja þessa þýðingu mína á ræðunni sem minn þátt til umræðna um þetta mál á íslandi og hvers vegna ekki sem þátt i umræðunum um framtíð At- lantshafsbandalagsins. sem verður undir endurskoðun næstu misserin. Uppsölum, 16.3. 1968.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.