Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 2
2 TISVSINN MIÐVIKUDAGUR 27. marz 1968. í HUÓMLEIKASAL r r FIÐLUTONLEIKAR - SINFONSUTONLEIKAR - BORNIN r r OG SINFONIUHLJOMSVEITIN - LUÐRASVEITIN SVANUR Fiðlutónleikar Tónldstarfélagið hélt tónleika sína no. 2 í röðinni í byrjrnn marz, og léku þau hjónin Mikail Vaiman og Alla Sehoc- hova frá Rússlandi á fiðlu og píanó. — Á efniisskrá voru verk eftir Corelli, Beetoven, Back og Prokiofieff. Vaiman er frálbær fiðiuleik ari, sem hefur yfir að ráða tæfcni og tón, sem skipa hon- um sess meðal hínna fremstu á þeim vettvangi. — Sem túlk andi hefur Vaiman af miklu að miðla, með sterkri innlif- un og skaphita og tæknin heirn ilar honum allt, þar á virðast engar hömlur. — Kona lista- mannsins, Aila Schochova, að- stoðaði mann sinn með pianó- undirleik og er fágætt að reyna svo samræmdan og fág- aðan samleik. Schoclhova skynj ar glöggt hin hárfínu tengsl beggja hljóðfæranna og var hinn ófhefðlbundni leikur henn ar í Vorsónötu Beethovens töfrandi. Sama má segja um hina „innpressionistísku" són- ötu Prokofieffs. Þar sýndi fiðlu leikarinn ótrúlegustu tifbrigði, og má nefna Andante þáttinn, sem var fágætur í meðferð listamannsins. Ohakonnan eftir Bach, sýnir flest það er fiðlu- leikara er mögulegt, og skorti þar ekki á stórtæka túikun. Tónleikar þessir voru óvenju- legir að gæðum. og listamönn- unum innilega fagnað. Sinfóníutónleikar Á tólftu tónleikum Sinfóniu hljómsveitarinnar var einleik- ari rússneski fiðluleikatinn Mikail Vaiman, en stjórnandi Shalom Roniy Riklis fra ísrael, svo segja má að listamennirnir kæmu sitt frá hverju heims- horni ,til að hafa af fyrir okkur hér norður á veraldarbjara. — Vaiman er í fáum orðum sagt afburðamaður á sitt hljóðfæri. Tónn hans er fágætur, magn- aður og mikill, en þó syngj- andi og tækni hans virðist eng in takmörk sett. — Á fiðlu- konsert Tshaikovskys urðu sll ir hinir miklu yfirbúrðir lista mannsins ævintýralegt undur. — f þessu erfiða verki. sam- einaði hann skapheita og lif- andi túlkun í öllum hinum háskalegustu tæknibrögðum með algjörum yfirburðum. —* Samleikur hans og hljómsveit ar var óvenjulega lifandi. — Sinfónía nr. 4 eftir Schumann, og dansar frá ísrael eftir Mare Lavri, voru hljómsveitarverkin sem Shalom Ronly Riklis stjórn aði. Hann var gestur hér fyrir fimm árum, og sýndi þá góða forystu og örugga stjórn. — Sama má segja að þessu sinni. Dansana frá ísrael sem eru austur-lenzkir í anda en evrópskir í útfœrs-lu, var gam- an að heyra undir hans stjórn. Sinfónían eftir Schumann. var áheyrileg og vel haldið saman í all'góðri túlkun, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til. Einieikari og stjórnandi blutu mikið lof og lófaklapp. Sinfóníutónleikar Þrettándu tónleikar SinfónLu hljómsveitar íslands voru með nokkuð öðrum brag, en venja er til. þar sem fjórir einleikar ar komu fram og hljóimsveit- inni bættust strengir úr Nem- endahljómsveit Tónlis'tarskól- ans. — Þeir sem fylgzt hafa með starfsemi Tónlistarskól- ans vita að þar er kominn góð- ur vísir að hljómsveit og var stór hópur þessarar sveitar kom inn á konsertpall Háskólabíós, undir stjórn Boihdan Wodiceko. — Hver einstakur strengjaleik ari hafði aftur á móti stuðn- ing af fcinum eldri, og fór vei á þeirri uppstillingu sem við- höfð var. — Það fór ekki milli mála. að sú fylling sem þessi strengjaaukning olli gaf góða mynd af möguleikum stærri bljómsveitar, einnig mátti greina fyllri og fjölbreyttari litbrigði í styrk’eikaíhlutföllum, svo að ekki varð um vilizt. — Hljómsveitarverkin tvö. sem leikin voru á þessum tónleik- um, vora Vatnasvíta Handels. nokkuð stytt og Ballettsvíta eftir Gluck. Hinu unga fólki virtist látá vel að (túlka hina geðfelldu músik Glúcks og var á verkinu hugstæður og áferð arfallegur heildarsvipur. Skýr og góður flautueinleikur setti einnig sinn svip á það. — Nýlundo þessara tónleika voru fjórir píanó-konsertar eftir Baoh. Nú er fiutningur á verk um hins mikla meistara eng in nýlunda, en fjögur einleiks verk á sömu tónleikum, er sú nýjung sem vafalítið hefur Sinfóníuhljómsveit íslands. orðið einhverjum ofraun. —• Þó munu margir hrósa happi yfir að hafa átt þess kost að heyra einmitt þennan flutning, og er undirrituð ein þeirra. — Það er ýmsum annmörkum háð, að raða saman fjórum flyglum og þá aðallega hvað samæfingar snertir. Nú kom hið stóra svið hússins í góðar þarfir .enda eini staðurinn sem slíkt væri mögulegt. Þau Jórunn Viðar, Guðrún Kristinsdóttir. Gísii Magnússon og Rögnvaldur Sigurjónsson, fluttu hina fjóra píanókonserta, sem hófust með einleik Rögn- valdar á þeim í f-moll. sem hann túlkaði skýrt og nákvæmt, og með fallegum línum í largó- kaflanum. Þá léku Jórunn og Gísli C-diúr konsertinn í f. á tvö píanó — það verk er all- tvinnað, en gefur þó mjog fal'legar einleikslinur sem Gísli bar uppi af jafnvægi pg með kjölfestu, sem skapaði hald- góða undirstöðu V leik hans. Jórunn brá sínum línum upp með tæru og fínlegu fingra- spili og öruggu mlei'k. í hriðja verkinu, f. þrjú hljóðfæri bætt ist Guðrún í hópinn og léku þau þann í d-moll. Með henni bættist traustur og góður leik- ur, sem þau gerðu ágæt skil í sameiningu. — Að lokuin léku þau öll konsert í aunoll f. f.iögur píanó, og nutu þar sín vel sameiginlegir kraftar þeirra. Strengjasveit aðstoðaði, og gerði það vel, þótt ekki virtist fullkominn eining um hraðaval al'lsstaðar. — Listafólki og stjórnanda var mjög vel fagnað og tónleikarnir eftirmiuniiegir einkum sökum efnis. Börnin og s'nfóníu- hljómsveitin. „Svaka var gaman. þegar karlinn gerði Bang með stóra trommunni“ sagði lítil hnáta sem sat við hliðina á mér á barnatónleikum Sinfómuhljóm sveitarinnar. Ég veitti þvi eftir tekt að eftir stóra ,,Bangið“ var athygli litlu hnátunnar vak in, og tilraunir hennar til að hernja iðandi skanka og óþekk an botninn við stólinn voru virðingarverðar. — Það er oft ekki svo mikið sem þarf til að vekja athygli barnsins, en miklu máli skiptir að fiana þá réttu leið. — Viðieitni Sinfóníu hljómsveitarinnar að flytja góða tónlist inn í skólana. ætti að vera hvalreki fyrir fovráða- menn þeirra. — Það ei ótrú- legt hversu beina má athygli barna að öðru en dægurflug- um. Ef tilraiun hljómsveitarinn ar tekst, að safna skðlabörn- um saman og uppfræðc. þau á þann einfalda hátt setn Þorkell Sigurbjörnsson hefur svo gott lag á að gera, er von um að / hjá þessum yngstu hius'+endum dafni sú spíra. sem siðar gæti veitt þeim ánœgju, af þó ekki væri nema að geta hlustað á góða tónlist. Foreldrar og kennarar! Hvetj ið börn yðar og nemendur til að gefa þessum barnatónleik- um gaum. Er jafnframt ber yður skylda til að brýna fyrir börnunum góða framkornu. þvi þau eru i tónleikasal komin, til að taka eftir því sem fram fer. en ekki til að vskja á sér athygli með ótímabærnm ber- serksgangi. Lúðrasveitin Svanur Þegar líður að vori, fer Framhald a bls 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.