Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. marz 1968. .13 Pressuleikur í Laugardaishöllinni í kvöld: LEIKUR, SEM TEK- ID VERÐUR EFTIR! f kvöld, miðvikudagskvöld, fer fram pressuleikur í hand- knattleik í Laugardalshöllinni. Mikill áhugi er á þessum leik, sem er úrtökuleikur fyrir lands leilrina við Dani um aðra helgi. Enginn leikmaður í íslenzkum handknattleik er svo öruggur um landsliðssæti, að hann hafi efni á að leika illa í kvöld. Leikmenn landsliðsins og pressuliðsins verða undir smá- sjá lamdsliðsnefndar, scm mun vega og meta frammistöðu hvers og eins. Og strax eftir leikinn mun nefndin setjast nið nr og velja landslið endanlega. Liðið verður svo tilkynnt á blaðamannafundi á morgun, fímmtudag. Áður en lengra er haldið, skulum við líta á liðin: Tilraunalandslið: Þorsteinn Björnsson, Fram Logi Kristjánsson, Haukum Ingólfur Óskarss. Fram (fyrirl) Gunnlaugur Hjólmarss. Fram Guðjón Jónson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Örn HaUsteimsson. FH Stefán' Jónsson, Haukum Þórður Sigurðsson, Haukum Hermann Gunnarsson,' Val Ágúst Ögmundsson, Val Einar Magnússon, Víking Pressuliðið er þannig skipað: Finmhogi Guðmundsson, Val Hjalti Einarsson, FH Stefan Sandholt, Val Bergur Guðnaspn, Val Sig. Jóakimsson, Haukum Þórarinn Ragnarsson, Haukum Ólafur Ólafsson, Haukum Ragnar Jónsson, FH Páll Eiríksson, FH Jón Hjaltalín, Víking Gísli Blöndal, KR Sigurður Einarsson, Fram Hér er greinilega um tvö sterk lið að ræða. Upphaflega átti Auðunn Óskarsson að leika með pressuliðinu, en vegna meiðsla verður hann ekki með. Sigurður Einarsson, Fram, hinn margreyndi landsliðsmað ur, gaf upphafiega ekki kost á sér, en féllst á að taka sæti Auðuns. begar hann forfallað- ist. Ætti það ekki að veikja pressuliðið. Ómögulegt er að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld. Pressu- leikirnir í handknattleik hafa jafnan verið spennandi — og síðast bar pressuliðið sigur úr 'bítum. Verður útkoman einnig sú í kvöld? Víst er um það, að pressuliðið er skipað harð snúnum langskyttum og snjöll- um línumönnum. Ýmsum kann að koma það tiltæki íþrótta- fréttamannanna að velja Ragn ar Jónsson í press,uliðið, spánskt fyrir sjónir, þegar það er athugað, að Rágnar hefur ekki leikið einn einasta leik með FH á keppnistímabilinu. Hins vegar er vitað, að Ragnar er í mjög góðri æfingu — og var ómetanlegur styrkur fyrir pressuliðið síðast. í og með var Ragnar valinn með hlíð- sjón af því, að landsliðsnefnd hafði valið flesta þá leikr/.enn, sem teljast burðarásar í sam- leik „toppliðanna" Fram og FH í vetur. Ragnar heldur spil inu alltaf vel gangandi, sem er mikill kostur. Fyrirliði pressuliðsins verður Stefán Sandholt, en stjórnandi utan vallar verður Karl Jóhannsson úr KR. Á pappírnum lítur tilrauna- landsliðið vel út. Leikmenn éins og Ingólfur Óskarsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Guð- jón Jónsson og Geir og Örn Hallsteinsáynir, styrkja hvað lið sem er. Og nú valdi lands- liðsnefnd Stefán Jónsson, Hauk um, sem línumann. Þessi eld- snöggi og harði Hauka-leikmað ur ætti að geta opnað vörnina fyrir langskyttunum með hin- um sífelldu hlaupum á línunni. Hinir traustu bakhjarlar lands liðsins verða Þorsteinn og Logi í markinu, toppmarkverðir í Islenzkum handknattleik um þessar mundir. Þegar á allt þetta er litið, er spurt: Er nokkur von til þess að pressu- liðið geti sigrað? Og svarið verður jákvætt. Ekki er vist, að þessir sterku einstaklingar sem landsliðsnefnd valdi, nái Framhald a bls 12 Ragnar Jónsson Keppnin i Engiandi harönar Leeds tók forystu í 1. deild á laugardag, en Manchester-liðin fylgja fast á eftir. Úrslit s.l. laugardag. 1. deild. Burnley—Southampton 2—0 Sigtryggur sigurvegari Landsflokkagliman var háð að Hálogalandi um síðustu helgi. Sig urvegari í þyngsta flokki varð Sigtryggur Sigurðsson, KR. Verð- ur nánar sagt frá úrslituin glím- unnar síðar hér í blaðinu. Everton—Newcastle 1—0 Fulham—Arsenal 1—3 Leeds—-Manchester City 2—0 Leicester—West Bromwich 2—3 Manch. Utd.—Nottrn. Forr. 3—0 Sheffield Wedn.—Liverpool 1—2 Sunderland—Coventry 1—1 Tottenham—Stoke City 3—0 West Ham—Chelsea 0—1 Wolves—Sheffield Utd. 1—3 2. deild. Aston Villa—Blackburn 1—2 Charlton—Ipswich 0—1 Crystal Palace—Carlisle 1—1 Derby Conty—Bolton 2—1 Norwich—Bristol City 3—2 UL-liðin haida utan á morgun Piltarnir keppa í Noregi — stúlkur í Danmörku Alf—Reykjavík. — Um næstu helgi verða háð Norðurlanda- mót unglinga í handknattleik. Fer keppni piltanna fram í Tönsberg í Noregi, en keppni stúlknanna í Lögstör í Dan- mörku, en sá staður er skammt frá Álaborg á Jótlandi. íslenzku unglingalandsliðin halda utan í fyrramálið. Þess má geta, að ísl. piltarnir hlutu silfurverðlaun í síðasta móti, en þá unnu þeir Dani, Norð- menn og Finna, en töpuðu fyrir Svíum, sem sigruðu í mótinu- íslenzku stúlkurnar hlutu hins vegar þriðja sæti í sinni keppni. Bæði mótin hefjast á föstu- dag og lýkur þeim á sunnudag. Aðalfararstjóri með pilta-lið- inu verður Axel Einarsson, form. HSÍ, en með stúlkunum Jón Ásgeirsson og Axel Einars son. Auk þess verða þjálfarar með í förinni, en alls fer 38 manna hópur á vegum HSÍ utan í fyrramálið. Plymouth—MiilwaU 2—1 Portsmouth—Middlesbrough 2—0 Preston—Huddersfield 3—1 Q.P.R.—Blackpool 2—0 Itotherham—Birmingham 1—1 Úrslit s.l. föstudag: Cardiff City—Hull City 2—3 Leeds hefur , nú tekið forystu í fyrstu deild í Englandi en Manch. félögin United og City ásamt Liver pool fylgja fast eftir. Leeds hefur ekki tapað knattspyrnuleik á þessu nýbyrjaða ári og eru þó mörg járn í eldinu'm; deildarkeppnin, bikarkeppni knattspyrnusambands ins, deildabikarinn, sem Leeds hef ur þegar unnið og Evrópubikar- keppni borgarliða, alls um 20 leik- ir. Leeds hcfur reyndar 'leikið 37 lpiki í röð á Elland Road. en svo heitir völlur þeirra Leeds- manna, án taps. Mörkin s.l. laugar dag fyrir Leeds skoruðu Johnny Giles og Jack Charlton — bæði í síðari hálfleik. Herd og bakverðirnir Brennan og Burns skoruðu fyrir Manchest er United fyrir 62 þús. áhorfend- um. Livefpool skoraði sigurmarkið á 88. mín og var varamaðurinn Arrowsmith þar að verki. Peter Osgood skoraði eftir 5 mínútur gegn West Ham og var það nóg til að hii’ða bæði stigin. Hinum rauð'hærða snillingi Alan Ball var vísað af leikvelli í leik Everton og Newcastle rétt eftir leikhléið. Ball hafði verið „bókað ur“ af dómaranum fyrr í leikn- um. og þegar hann mótmælti kröftuglega marki Husbands, sem var dæmt af vegna rangstöðu, vís aði dómarinn honum umsvifalaust útaf. Everton léku 10 það sem eftir var leiksins og er 6 mín. voru til leiksloka skoraði Howard Kendall sigunnarkið fyrir Ever- ton. Dómarinn varð að fá lög- regluaðstoð til að komast til bún- ingsklefa sins. Arsenal vann nú sinn fyrsta sig ur í 3 mánuði og var það á kostn að Fulham, sem eftir þetta tap virðist vera fallið niður í 2. deild. Staðan í 1. Leeds 33 Manch. Utd 32 Manch. C. 32 Liverpool 32 Newcastle 33 Everton 31 Tottenham 32 Vest Brom. 32 Chelsea 32 Nottm For. 33 Arsenal 31 Burnley 32 Sheff. Wed 33 Leicester 32 Sheff. Utd. 33 Soutihampt. 33 Stoke 31 Wolves 33 West Ham 31 Coventry 33 Sunderland 32 Fulham 1 32 2. deild (Efstu og neðstu liðin): Q.R.P. 33 19 7 7 54:29 45 deild er nú þessi: 18 9 6 56:26 45 19 7 6 63:38 45 19 5 8 69:36 43 17 9 6 51:28 43 12 13 8 47:43 37 16 4 11 50:33 36 14 8 10 47:45 36 14 7 11 59:50 35 12 11 9 50:58 35 13 8 12 45:40 34 11 9 11 44:38 31 11 8 13 53:58 30 11 8 14 45:51 30 9 9 14 51:59 27 9 9 15 33:41 27 10 7 16 52:68 27 11 5 15 37:49 27 10 6 17 52:68 26 10 5 16 57:58 25 7 11 15 42:51 25 8 8 16 37:55 24 8 4 20 44:74 20 Jaek Charlton, Leeds, skoraði fyrlr lið sitt á laugardaginn. Ipswich 32 17 10 5 61:34 44 Blackpool 33 16 10 7 51:36 42 Portsmouth 33 16 10 7 59:42 42 Framhald á bls- 12. Enn setti Björk met Á meistaramóti íslands í frjáls- íþróttiun um síðustu helgi settl Björk Ingimundardóttir, UMSB, nýtt fslandsmet f hástökki (inn- anhúss), stökk 1,48 metra. Björk vann það afrek að sigra í öllum kvennagreinum mótsins. Nánar um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.