Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. marz 1968. Tái^iBMiN HW HÆTIUMERKI Níu hæDumerki sem geta bent til krabbameins á byrjunarstigi. Öll sár og ígerðir, sem ekki gróa. ■fr Ber eða þykkildi i brjósti eða öðrum líkamshlutum. -fc Allar breytingar á vörtum eða fæðingarblettum. Allar breytingar á matarlyst og meltingu. Öll óbægindi við maga og þarma, sem ekki lagast Innan fárra daga. -fc Erfiðleikar við að kyngja og gleypa. j Langvinnur hósti og hæsi. Óeðlilegar blæðingar. T. d. blóð í þvagi í hægðum, hráka eða uppsölu. Óreglulegar tiðir eða blóöug útferð. ■fc Kvalir, miklll fölvi og skyndileg megrun. i Þessi einkenni þurfa ekki að starfa af krabbameini. En þau ættu ætíð að vera nægilegt tilefni til að lelta læknis. Takast mœtti að lækna helm ina allra krabbameinssjúklinga, ef sjúkidómurinn uppgötvaðist fyrr en rt un er á nú. Skurðað gerð eða geislameðferð gæti miklu oftar bjargað sjúklingun um, ef styttri tími liði frá því að fyrstu krabbameinseinkenn in koma í Ijós þangað til fulln aðarsjúkdómsgi-einingu er lok ið. Þessi varð niðurstaða rann sóknar, sem tveir þýzkir próf essorar í læknifræði, Gerd Hegemann og Jiirgen Hoferieht er stóðu fyrir, og skýrt var frá í tæknatímariti í Mtinc' i n etoki alls fyrir löngu, Hege- mann segir þar m. a.: Að krabbamein þekkist og sé greint í tíma er undantekning, meginreglan er sú, að endan- leg sjúkdómsgreining dregst á langinn og er ýmist sjúklingn um eða lækninum um að kenna. Spurningar voru lagðar fyr- ir yfir þúsund krabþameins- sjúklinga, og það kom í ljós, að þeir höfðu dregið að leita laeknis í að meðaltali níu mán- uði hver um sig. Aðrir fimm mánuðir liðu unz hlutaðeigandi læknar höfðu fundið sjúkdóm- inn. Mikilvægustu orsökina fyr ir þessari töf taldi Hegemann vera ófullnægjandl rannsókn á sjúklingunum. Læknisskoðunin var ekki nægilega rækileg, einnig í þeim tilfellum, þegar almennir læknar hefðu auðveld lega átt að geta þekkt sjúk- dóminn. 25 prósent af 161 sjúklingi með krabbamein í endaþarmi fengu meðferð sem gyllinæðarsjúklingar í allt að þrjú fyrstu árin. Röng sjúkdómsgreining og síðan einnig röng meðferð var jafn algeng og ófullnægjandi rannsókn. Meira en helmingur lugnakrabbasjúklinganna höfðu mánuðum saman og allt upp í ár verið taldir þjást af bron kítis, inflúensu eða lungna- bólgu. Tveir þriðju allra sjúkl inga með krabbamein í enda- þarmi höfðu fengið ranga með- ferð i þeirri trú að þeir þjáð- ust af hægðartregðu. niður- gangi, magabólgum eða ímynd unarveiki. Hagemann krefst þess, að þegar einkenni, sem geta bent til krabbameins eru ti'l staðar, þá verði bæði lækn irinn og sjúklingurinn að hafa hugsanlegt krabbamein í huga unz annað sannast með fullri vissu. Nýlega áttu tveir ritstjórar þýzka blaðsins Spiegiel tal við Hegemann í tilefni af rann- sókn þessari og niðurstöðum hennar. Hér verður sagt frá helztu atriðum, sem fram komu í því viðtali. Hegemann segir: Sterkasta vopnið í baráttunni gegn krabbameini er að greina sjúkdióminn á byrjunarstigi, en þessu vopni er ekki beitt nægi Hegemann t. v. ræöir við tvo af ritstjórum Spiegel. lega vel. Vissan fjölda krabba meinssjúklinga væri hægt að lækna —en reyndin er sú, að einungis tekst að lækna um helming þessara sjúkdómstil- fella, sem í eðli sínu eru lækn anleg, en sjúkdómurinn þekkist ekki nógu snemma hjá hinum helming þessara sjúklinga. Þetta þarf nauðsynlega að breytast. Miklar líkur eru á bata fyr ir sjúklinga með ýmsar tegund ir krabbameins ef sjúkdómur inn þekkist snemma. Þannig ættu 75 af hundraði sjúklinga ■ með krabbamein í brjósti að hafa góðar batahorfur ef sjúk dómurinn finnst á byrjunar- stigi, og meira að segja 90% sjúklingar með krabbamein í móðurlífi eða húðkrabba. í öll um tilfellum minnka batahorf urnar eftir því sem sjúkdóms greiningin dregst á langinn. En til allrar hamingju er sérlega illkynjað krabbamein, sem ekki er unnt að læikna ef það finnst á frumstigi, sjaldgæft. Þér spyrjið, hvort þýzkir læknar standi sig illa í barátt unni gegn krabbameini. Þessi spurning er mjög almenns eðl- is. Ég kysi heldur að breyta henni og spyrja: Stuðla opin- berir aðilar nægilega vel að framförum í krabbarheinsrann- sóknum og hvað snertir með ferð krabbameinssjúklinga. Að þvi ég bezt veit er fjárveiting til allra þeirra stofnana, sem vinna að krabbameins- rannsólknum og baráttu gegn krabbameini, samtals 4,5 millj- ónir marka. í Bandaríkjunum renna 30 milljónir dollara ár- lega til Krabbameinsstofnunar ríkisins einnar. En samanlögð fjárhæðin sem varið er í þessu skyni þar, nemur um 170 millj ónum dollara á ári. Hluti þessa fjár kemur frá einstaklingum. Hjá okkur Þjóðverjum hins veg ar er lítið um það, að einstakl ingar gefi háar upphæðir í þessu skyni. Og stuðningur þýzka ríkisins við vísindamenn til krabbameinsrannsókna og baráttunnar gegn krabbameini er algjörlega ófullnægjandi samanborið við aðrar menning arþjóðir. Á hinn bóginn stöndum við mjög framarlega hvað snertir lækningar á krabbameini. Engin þjóð stendur okkur framar í skurðaðgerðum til laskninga á krabbameini. Við eigum einnig að baki langa reynslu í geislameðferð, og er um hæfir á því sviði. Niðurstaða þessarar rann- sóknar þótti stórfrétt i Þýzka landi. En þær tafir, sem verða á réttrj sjúkdómsgreiningu krabbameins, eru engu minni í öðrum löndum. Athyglisvert er, að þær eru einnig svipaðar í Sviss og Bandaríkjunum, en þessar þjóðir verja miklu fé til að berjast gegn krabba- meini. Þjóðverjar hafa á valdi sínu svípaða tækni til krabbameins- greiningar og aðrar þjóðir En vandinn bæði hjá okkur og öðrum þjóðum, er, að sú tækni nýtist ekki. Rannsókn okkar fór þannig fram, að við lögðum ýmsar spurningar fyrir eitt þúsund krabbameinssjúkLinga. Einn og sami læknirinn spurði alla þessa sjúklinga ítarlega áður en þeir gengust undir aðgerð, spurninga eins og t. d.: Hvenær höfuðuð þér fyrst blæðingar úr endaþarmi, hvenær leituðuð þér fyrst læknis, hvers konar læknisskoðun framkvæmdi fyrsti læknirinn, sem þér leit uðuð til, hvernig skoðaði ann ar læknirinn, sem þér leituðuð til, yður, sá þriðji o. s. frv. Orsakir þeirra tafa, sem iðu lega verða á sjúkdómsgreiningu krabbameins, eru þær, að ein- kenni sjúkdómsins á byrjunar- stigi, meðan hann er enn við- ráðanlegur, eru ógreinileg og torþekkt, gætu Mlt eins vel verið merki um meinlausan kvilla. Hósti getur t. d. verið einkenni krabbameins, en einn- ig venjulegur reykingahósti eða meinlaust bronkítis. Svip uðu máli gegnir um aðrar teg- undir krabbameins. Og krabba meini á byrjunarstigi fylgja engar kvalir. \ Jafnt sjúikrahúslæknum, skurðlæknum, heimilislæknum og kandídötum verða á mistök á þessum sviðum. Það vinnst ekkert með því að skella sku'ld inni á einbvern einn aðila. En ég vil leggja áherzlu á það, að heimilislæknar gegna lykilhlutverki til úrbóta í þess um málum. Sjúkrahúsin kom- ast ekki yfir að framkvæma krabbameinsrannsókn á öllu fólki yfir fimmtugt. Almenni læknirinn verður að velja úr þá sjúklinga, sem grunur leik ur á að þjáist af krabbameini, og senda þá í rannsókn til sér fræðinga og fá skorið úr um hvort sá grunur er á rökum reistur. Þá tel ég, að leggja beri aukna áherzlu á að fræða al- menning um einkenni krabba meins á byrjunarstigi — enda þótt vafasamt sé að binda of miklar vonir við árangur þess. Þótt undarlegt kunni að virð ast neita meira að segja lækn ar, sem fá kraibbamein, oft að viðurkenna staðreyndir fyrir sjálfum sér. Þeir bæla vitneskj una um sjúkdómseinkennin nið ur í undirmeðvitundinni og telja sjálfum sér trú um að þau séu meinlaus. Ganga þeir gjarnan miklu lengra en al- menningur hvað þetta snertir. Lungnaskurðlæknir, sem ég þekkti, hóstaði t.d. blóði um tuttugu ára skeið. En hann meitaði alla tíð að viðurkenna þessa staðreynd fyrir sjálfum sér. Loks leitaði hann til máín á sjúkrahúsið, og áleit þá, að hann væri með krabbamein. Við náðum smátrjágrein upp úr lungnapí'pu hans, sem hafði hrokkið ofan í hann á skógar ferð endur fyrir löngu. Hann hafði alls ekki verið séc með vitandi um að hann hafði alla tdð bæl’t niður með sér ómeð vitaða hræðslu við krabbamein. Það verður að eyða hræðsl, unni við krabbamein. Menn eiga að ræða eðlilega um krabba mein, eins og Bandaríkjamenn gera, um batahorfur, skýra frá því, að til er illkynjað krabba mein og einnig vægari tegund ir. Þá mun þessi ótti mdmmka. En það sem mestu máli skipt ir varðandi framfarir í krabba meinsgreiningu, er að ríkið auki fjárframlög til krabba- meinsrannsókna, sjúkrasamlög greiði kostnað við krabbameins ram.nsóknir fyrir almenning. Og síðast en ekki sízt þarf JS auðvelda samstarf heimilis- lækna og sérfræðinga. Þá þyrtftu heimilislæknar að fá greitt fyrir hvert einstakt lækn isverk, í stað þeirrar tilhögunar sem nú er, að arðvænlegast er fyrir þá að hafa sem flesta sjúkrasamlagssjúklinga. Mætti þá búast við. að vanræksla af þeirra hendi yrði sjaldgœfari og rannsókm á sjúklingum ná- kvæmari. Ef benda skal á hópa fólks, sem stafar sérstök hætta af krabbameini, vildi ég ednkum nefna, sem hafa þjáðst af bólg um í magaslimhúð og hafa of litlar magasýrur þá sem reykja fjörutíu sígarettux á dag og Framhald á blr 12. / , \ \ T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.