Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 3
MIÐVIKITOAGUR 27. marz 1968. TÍMINN Tvö ný kaupmannafélög Nýlega hafa verið stofnuð tvö ný kaupmannafélög, er gerzt hafa aðilar að Kaup- mannasamtökum íslands, og eru þá félög innan samtakanna alls 21. Þetta eru Félag Sport- vörukaupmanna, formaður Jón Aðalsteinn Jónasson og með stjórnnedur Gunnar H. Sigur- geirsson og Axel Aspelund. Varamaður í stjórn er Svavar Gests. Fulltrúi í fulltrúaráð Kaup mannasamtakanna var kjörinn Konráð Gíslason, og Félag ljós myndavöruverzlana, formaður Gunnar Kjartansson og með- stjórnendur Júlíus P. Guðjóns son og Jóhann Sigurjónsson. Varamenn í stjórn eru Trausti Thorberg og Gunnar Magnús son. Fulltrúi í fulltrúaráð Kaup- mannasamtakanna var kjörinn Trausti Thorberg. Meðal félagsmanna kom fram mikill áhugi á að auka samstarf bæði á félagslegum og viðiskiptalegum vettvangi. Félagsmenn eru starfandi bæði innan og utan Reykjavík nr. ísinn á svipuðum slóSum Hatfísinn hefur heldur mjak- azt friá landi síðasta sólartiring. Þó er hann á svipuðum slóðum umhverfis Grímsey og landfast- ur ís er frá Hombjargi að Geir ólfsnúp. ísröndiin er heldur fjær land inu en áður var en íshröngl er viða milli hennar og lands og getur verið hættulegt skipum í myrkri. Allur ísinn er á hreyf- ingu vestur á bóginn. Með vax andi suðaustainiátt miá búast við að hann fari heldur friá land- inu að austanverðu en vera má að meginísinn verði landfastur á Ströndum og loki siglingaleið inmi fyrir Horn. UtanríkisráSherra Búlgaríu kemur í heimsókn Utanríkisráðherra Búlgaríu, fvan Bashev, og konn hans koma í opinbera heimsókn til íslands sunnudaginn 7. apríl n.k. og dvelja hér í 3 daga í boði ríkisstjómarinnar. í fylgd með þeim verða m.a. ambassador Búlgaríu á íslandi Laliou Gantchev, og frú — og Argir Alexiev, forstöðumað- ur pólitísku deildar búlgarska utanríkisráðuneytisins. Hlaut þýzk bókmennta- verðlaun SJ-Reykjavík, þriðjudag. Nýlega voru Heigu M. No- vak veitt þýzk bókmenntaverð laun fyrir ljóðabok með kvæfi um og balíöðum. Verðlaunin voru peningaupphæð (10.000 þýzk mörk). Þetta eru svo- nefmd Bremen-bókmennta- verðlaun, sem vgitt eru af „Rudolf-Alexander-Sehröder- stofnuninni þar í borg. Verð- launin voru afhent við hátíð- lega athöfn í samkomusal nýs ráðhúss í Bremen. Helga Novak er þýzk en hef ur átt heima á íslamdi síðan 1061 og ber nú nafnið Maria Karlsdóttir sem íslenzkur rík- isborgari. Leikhúsdagur í dag Sjöundi heknsleikihúsdag- urinn er í dag. Þessi dagur er hafður til þess að kynna leik- listiina og er um leið baráttu- dagur hennar. Á hverju ári ^r fenginn heimaþekktur maður til þess að flytja ávarp í til- efni dagsins, og að þessu sinni hefur orðið fyrir valinu Nó- belsverðlaunahafinn frá áriinu 1067, Miguel Angel Asturias. Sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðu Frederik IX Danakonungur hefur sæmt danska vararæðis- manninn á Akureyri, hr. hér- aðsliækni Jóhanin Þorkelsson, riddarakrossi Dannebrogs- orðunnar. Sendiherra Dana hefur afhent honum heiðurs- ' merkið. Loftnetið slitnaði EJ-Reykjavík, þriðjudag. — í nótt slitnaði loftnet útvarps- stöðvarinmar á Vatnsendahæð, og lauk viðgerð ekki fyrr en kl. 16.13 í dag. Var því ekki hægt að hefja útvarpið á lang bylgju fyrr en eftir þann tíma í dag. Ræða um gullforða og gjaldeyrissjóði Gullforði og gjaldeyrissjóðir á alþjóðavettvahgi hafa verið mjög á dagskrá að undan- förnu í sambandi við hin miklu gullkaup á markaðnum í Londoin, er leiddu til lokun- ar þess markaðar og til náð- stafana af hálfu helztu pen- ingayfirvalda heimsins til þess að varðveita skipulag peninga miála í heiminum. Af þessu tilefni efnir Hag-‘ fræðafélag íslands til fundar um þetta má, miðvikudaginn 27. marz, kl. 8.30 í Tjarinar- búð. Framsöguerindi flytur Valgarð J. Ólafsson, hagfræð- ingur. Siðan fara fram panel- umræður og eru þátttakendur í þeim: Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Jónas H. Har alz, forstjóri Efnahagsstofnun- ariinnar og , Þórhallur Ásgeirs son, ráðuneytisstjóri viðskipta málaráðuneytisins. Utaníé- lagsmenn eru velkomnir á fundinn. Erlingur Vigfússon óperu- söngvari heldur tónleika í Gamla bíó 30. og 31. marz Erlingur Vigtfússon, sem dvalizt hefur : Köln í Þýzka- landi umdanfarin rúm tvö ár, fyrst við nám eingöngu en nú í vetur einnig verið ráðinn við óperuna í Köln, kemur til landsiins i stutta heimsókn nú fvrir mánaðamótin og heldur tvenna tónleika i Gamla biói. Píanóleikari meft honum á þessum tónleikum verður F. Palmer hljómsveitarstjóri frá Köln, sem rnikið hefur unnið með Erlingi. Tónleikarnir á laugardag- inn hefjast kl. 3, en tónieik- arnir á sunnudaginn kl. 7.16, og verð’a aðgöngumiðar seldir í bókaverzlunum Eymundsson ar Austurstræti og Lárusar Blöndals Skólavörðustíg. Áætlað er að Erlingur haidi eina tónleika i Keflavík í þess ari stuttu heimsókn sinnL NY S0KN VIET C0NG ER HAFIN NTiB-Saigoin, þriðjudag. Skæruliðar hafa liafið mikla sóloi á miðhálendi Suður Vietnam þá mestu sem þeir hafa gert síð- an í janúarlok, en þá hófst Tet- sókn-nýjárssdkn þeirra. Sóknar- lota þeirra nú beinist að herbæki stöðvum Bandarfkjahers skammt frá borginni Kontum, en þar hafa Bandaríkjamenn búið vel um sig, og komið upp öflugu stórskota- liði. í árásarliði skæruliðanna voru um 1.000 manns. Þeir brutust gegn um ytri varnárlínur virkis- ins í skjóli myrkursins í nótt, og beittu óspart vélbyssum og eld- vörpum. Þeir urðu þó að höría uindan eftir harðan bardaga sem stóð í þrjár stundir, sagði tals- maður þandarísku herstjórnarinn ar í dag. Bandaríkjahermennirnir sem til varnar voru, kvöddu flugher- inn til hjálpar og hófu stórskota- hríð, með 165 millimetra fall'byss um, á andstæðingana. Talsmaður Bandaríkjahers segir 135 skæru- liða hafa fallið, en að aðeins 19 Bandaríkjamenn hatfi týnt llfi og 51 særzt. Síðustu fregnir hermdu, að bandarísku hermönnunum hefði borizt aðstoð riddar'aliðs og fót- gönguliðssveita flughersins, og nú væri unnið að því að uppræta stoæruliðana á svæðinu umhverfis herstöðina. Herstöðin er þrjátíu kílómetra véstur af Kontum og aðeins 40 kílómetra frá landamær um Kamþodsja. Sóknarlota hermanna Saigon- stjórnar og Bandaríkjamanna í héruðunum umhvertfis Saigon stendur enn. Sagt er að á mánu- daginn hafi 400 skæruliðar verið felldir, þar af 284 i bardaga við Trang Bang, 45 kílómetra norð- vestur af Saigon. Einmig urðu á- tök nokkra kílómetra frá aðalflug Framhald á bls. 14. HÚNAVAKAN HEFST ANN- AN PÁSKADAG Húnavakan hefst á Blönduósi annan páskadag. Að vanda verða vönduð og fjölbreytt skemmtiat- riði á Húnavökunni og verður síð ar sagt nánar frá tilhögun henn- ar. Þetta eru m. a. ný og breytt umferðamerki, sem tekin veröa í notkun. NÝ UMFÍRDARMERKI TEK- IN í N0TKUN Á H-DAC Á H-daginn 26. maí í vor, verða tekin í notkun niu breytt og ný umferðannerki, og hefur Dóms og kirkjumálaráðuneytið nú ný- lega gefið út reglugerð þar að lút andi, eftir að umferðarlaganefnd hafði gert tillögur um hin nýju og breyttu merki. Eitt nýtt merki verður tekið upp, og gefur ’það til kynna hvenær banni við fram- úrakstri er lokið. Þá verður gerð tveggja merkja breytt, en breyt- ingarnar á hinum merkjunum eru aðallega fógnar í bví að örvam- Hafnarf jörfhir, Garða- og Bessa sfaðahreppur Framsóknarfé- lögin í Hafnar- firði, Garða- og Bessastaða- hreppi halda ann að spilakvöldið f þriggja kvölda keppninni f sam- komuhúsinu á Garðaholti, föstu daginn 29. marz, kl. 8.30. Munið hinn stórkostlega heildarvinning, — ferð til Mall- orca með hálfs mánaðar dvöl á fyrsta flokks hóteli. Auk þess eru mjög góðir kvöldvinningar. Að keppninni lokinni verða ltaffi veilingar. Stcingrímur Hermanns son framkvstj. flytur ávarp, en að síðustu mun hin vinsæla hljóm sveit Kátir félagar leika fyrir dansi tll kl. 1 eftir miðuætti. ar á þeim breytast til samræmis við hægri umferð. Bannmerkið „Banni við framúr akstri lokið“ (B4a) er algjörl. nýtt -hór á landi. Þetta er hringlaga merki, gulur flötur þar sem á eru tveir samhliða bílar, í ljósgráum lit, en fjórar s-vartar samhiiða lín ur eru dregnar á ská yfir bílana. Merkið „Hringakstur“ breytist lítið. Örvunum þrem er aðeins bre-ytt til samræmi-s við hægri um tferð. Merkið „Bann við framúr- akstri“ breytist þannig, að ská- strikinu sem var áður, er sleppt, en í staðinn kemur rauður Mll vinstra megin við hlið þess svarta og táknar sá rauði að bannað sé að aka fram úr. Þá verður vega- lengdin sem bannið ,nær, yfir, ekki letiruð á sérstakt spj-ald, heldur kemur nýj-a merkið „Banni viðf framúrakstri lokið“ 1 þess stað. j Merkið sem ber heitið „Sérstakrij takmörkun hámarkshraða lokið" i breytis-t. Verður það þannig, aö j þau hraðatakmörk sem iokið er, i verða letruð með ljósgráum stöf- um á gulan flöt merkisins, og strikað yfir töluna með fjórum mjóum svör-tum strikum eins og Framhald á bls. 15. Framsóknatyist apríl 4. Næsta spilakeppni Framsóknar félags Reykjavíkur verður að Hótel Sögu fimmtudaginn 4. aprfl næst komandi. Framsóknarmenn 4 rnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður í samkomusal KÁ á Selfossi n. k. fimmtudags- kvöld og hefst kl. 21.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræða þingmenn Suðurlandskjördæmis um stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Ræðir þróunina í A-Evrópu-ríkjunum Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur kaffi- fund næstkomandi laugardag kl. 3 síðdegis. I>r. Kristinn Guðmundsson fyrrv. sendi- herra i Sovétrfkjunum ræðir um þróunina í Austur-Evrópuríkjunum og svarar fyrir- spunum. Öllum er heimill aðgangur á með an húsrúm lcyfir. Fundurinn verður liald inn í Þjóðleikhúskjallaranum. Dr. Kristinn I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.