Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.03.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. marz 1968. 'ar <t> Gtgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjórl: KrlstjáD Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og Indriðl G. Þorsteinsson. Fulltrú) ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Ritstj.skrifstofui i Eddu- búslnu, simai 18300—18305 Skrifspfur: Bankastrætl 7 Af- greiðsluslmi: 12323 Auglýsingaslmi: 19523 Aðrai skrlfstofur, sími 18300. Asíkriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. Jónínu og Jóni þakkað Alþýðumaðurinn, blað Alþýðuflo'kksins á Akureyri, birti 22. þ.m. forustugrein um lok verkfallsins. Þar segir m.a. á þessa leið: „Verkalýðshreyfingin háði sína varnarbaráttu, þrátt fyrir krepputíma, skírskotaði til leiðar lýðræðis- sósíalisma, þ.e. að hver bæri byrðar eftir efnum og ástæðum, og nokkur sigur vannst í réttlætisátt. AM þakkar hér með traustum foringjum í röðum jafnaðar- manna, svo sem Jónínu Guðjónsdóttur og Jóni Sigurðs syni, fyrir farsæla lausn í víðtækustu vinnudeilu er háð hefur verið á íslandi til þessa." Ef allt hefði verið með felldu, hefði Alþýðumaðurinn fyrst og fremst átt að færa ráðherrum og þingmönnum Alþýðuflokksins þakkir. Hefðu þéir starfað samkvæmt stefnu Alþýðuflofcksins, myndu þeir hafa átt meginþátt í því að leysa verkfallsdeiluna. En af eðlilegum ástæðum sleppir Alþýðumaðurinn þafcklætinu til ráðherranna. Verkfallið var nefnilega háð við ríkisstjórnina, því að hún knúði verkalýðinn til að hefja umrædda varnarbar- áttu, þegar hún afnam verðtryggingu kaupgjaldsins. Það, sem Alþýðumaðurinn er að þakka þeim Jónínu og Jóni, er raunverulega það, að þau hafa átt góðan þátt í að sigra þá Eggert og Gylfa, sem áttu þátt í afnámi kauptryggingarinnar, án þess að launastéttirnar fengju nokkuð í staðinn. Það sýnir bezt, hvert hlutskipti Alþýðuflokksins er orðið, að flokksblað þafckar sérstaklega því fólki sem beitti sér fyrir tveggja vikna allsherjarverkfalli til að sigra ráðherra hans. Sverrir og Matthías Sá atburður gerðist í neðri deild Alþingis í gær, að einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Matthías A. Mathiesen, skýrði deildinni frá því, að borizt hefðu mót- mæli frá Landssambandi ísl. útvegsm. gegn því ákvæði sparnaðarfrumvarpsins svonefnda, að fella niður lög- bundið ríkisframlag til Fiskveiðasjóðs, sem var áætlað að myndi nema 30 millj. kr. Þetta framlag til sjóðsins er byggt á því, að ríkið leggi jafnháa upphæð í sjóðinn og útgerðin gerir sjálf með þeim hiuta af útflutnings- gjaldi, er rennur í sjóðinn. Ekki tóku Matthías Mathiesen og flokksbræður hans í fjárhagsnefnd neðri deildar þessari áskorun L.Í.Ú betur til greina en svo, að þeir fluttu á seinustu stundu breyt- ingartillögu, sem kvað enn fastara að orði um það, að þetta framlag ríkisins skyldi falla niður. í neðri deild háttar svo til, að þar eiga sæti tveir þingmenn, sem jafnframt eiga sæti í stjórn L.Í.Ú., þeir Matthías Bjarnason og Sverrir Júlíusson. Þótt fjárhags- nefndarmenn stjórnarflokkanna sinntu ekki áskorun L.Í.Ú., átti að mega búast við því, að þeir Sverrir og Matthías Bjarnason hefðu'aðra afstöðu. Svo reyndist þó ekki. Þeir greiddu í neðri deild atkvæði með breytingar- tillögunni, er hafnaði til fullnustu áskorun stjórnar L.Í.Ú. Þetta er eitt lítið dæmi um handjárnin, sem ríkis- stjóm beitir þingmenn sína á Alþingi Þau reyndust sterkari en áhugi Sverris og Matthísasar Bjarnasonar á hagsmunamálum útgerðarinnar. Útgerðarmenn vita það hér eftir, að þeir geta ekki treyst Sverri og Matthíasi, þegar ríkisstjórnin er annars vegar. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Vestur-þýzkir sósíaldemokratar viöurkenna Qder-Neisse-línuna Skora á Bandaríkin að hætta loftárásum á Norður-Vietnam. í VIKUNNI sem leið hélt flokkur vestur-þýzkra sósíal- demokrataf lokksþing í Niirn- berg. Þetta er fyrsta flokksþing i<5, sem sósíaldemokratar halda eftir að þeir mynduðu sam- bnæðslustjórnina með kristileg- um demokrötum haustið 1066. Seinustu mánuðina hefur gætt vaxandi áánægju í flokknuim yfir þessu samstarfi. Því hefur verið haldið fram, að ráðherrar flokksins hafi verið of umdan- látssamir í stjórninni. Það hef- ur ýtt undir þessa gagnrýni, að í kosningum, sem hafa farið fram í ýmsum ríkjum innan samibandsríkisiins að undan- förnu, hafa sósíaldemókratar tapað, en kristilegir demokratar unnið á. Við þetta bætist svo, að þingkosningar eiga að fara fram haustið 1069 og er nok'k- ur kosningaihugur þegar kom- inn til sögunmar. Af þessum ástæðum hafði því verið spáð, að þetta þing myndi verða nokkuð sögulegt og deil- ur myndu rísa þar hátt. &VO FÓR hins vegar, að deil ur urðu miklu minni á þinginu eri búizt hafði verið við og réði þar mestu, að Willy Brandt utanríkisráðherra, formaður flokksins, flutti í upphafi þings- ins ræðu, sem féll vinstri mönn um flokksins vel í geð og dró því m'jög úr fyrirhugaðri gagn- rýni þeirra. Það var í vinstri arminum, sem óánægjan með samstarfið við kristilega demo- krata hafði verið mest. Vinstri metnn höfðu 1 framhaldi ræðu Brandts mikil áhrif á allar ályktanir þingsins og við kosn ingar í lok þingsins styrktu þeir verulega aðstöðu sína í flokks- stjórninni. Vegna þessa fór flokksþingið stórum friðsamleg- ar fram en ella. Öllum blaða- dómum kemur sam^n um, að þingið hafi fœrt flokkinn meira til.vinstri en hann var áður. Við lok flokksþingsins var staða Willy Brandts sem flokks fbringja mun sterkari en í upp hafi þess. Harnn var kosinn í flokksstjórnina með fleiri at- kvæðum en nokkur annar. Það var einróma samkomulag um, að hann væri formaður flokks ins áfram. Varaformenn flokks ins voru endurkjönnir þeir Her- bert Wehner og Helmut Schmidt. ÞAÐ, sem vakti mesta at- hygli í framsöguræðu Brandts, voru ummæli hans um vestur- landamæri Póllands, Oder- Neisse-línuna svonefndu. Hing að til hafa sósíaldemokratar ekki viljað viðurkenna harna, en sagt, að þeir myndu ekki reyna að breyta henni með vopnavaldi. í ræðu sinni sagði Brandt, að Þýzkaland hefði lagalegan rétt til að krefjast landa austan Oder-Neisse-lín- unnár, en þessi réttur skapaði þó ekki grundvöll fyrir óraun- hæfar kröfur Af þessu hlyti að leiða, að Vestur-Þjóðverjar bæði viðurkenndu og virtu WILLY BRANDT landaimæri Póllands þangað til að friðarsamningar hefðu verið gerðir. Vestur-þýzka stjórnim yrði að vera reiðulbúin til að semja á þessum grund- velli. Flokksþingið samþykkti einróma þessa stefnu Brandts. Fullvíst þykir, að þetta viðhorf muni leiða til árekstra við kristilega demokrata, en af- staða þeirra er sú, að þeir neita að viðurkenna Oder-Neisse-Mn- una þangað til Mðarsamningar hafa verið gerðir. Þeir lýsa hins vegar yfir þvi, að þeir muni ekki reyna að breyta henni með vopnavaldi, en hins vegar vinna að því eftir öllum friðsamlegúm leiðum. Brandt réttlætti þessa stefnu breytingu með því, að hún myndi auðvelda bætta sambúð við Pólverja, en það væri mikil vægt fyrir friðinn í álfunni. Þetta er þó ekki íullnægjandi að dómi Pólverja, því að hing- að til hafa þeir einnig sett það skilyrði, að Vestur-Þjóðverjar viðurkenni Austur-Þýzkalaind. í ræðu sinni deildi Brandt hart á flokk nýnazista og taldi hann ekki samræijiast stjórnar- skránni fremur en kommúnista. Þá deildi hann einnig furðulega óvægið á einn ráðherra kristi- legra demokrata, Franz Josef Strauss. Hann sagði, að Strauss reyndi að yfirbjóða nýnazista í þjóðernisrembingi og nefndi einkum í þvi sambandi afstöðu hans til samningsuppkastsins um bann við útbreiðslu k.iarn- orkuvopna. „Strauss talar ekki _ fyrir hönd Vestur-Þjóðverja í að hún rofini. Ráðherrar sósíal- i því máli“, sagði Brandt. demokrata mum verða ednbeitt- v ari innan ríkisstjórnarinnar en | FLOKKSÞINGIÐ fylgdi þess- þeir hafa verið hingað til. Þ.Þ. um ummælum Brandts eftir með því að samþykkja nær ein- róma, að Vestur-Þýzkaland ætti að fallast á þetta samnmgsupp- kast, sem kjarnorkuveldin þrjú, Baindaníkin, Sovétríkin og Bret- land, hafa orðið sammála um. Þetta getur orðið mikið ágrein- ingsmál við kristilega demo- krata, en þeir vilja ekki að Vestur-Þj óðverj ar fallist á samn ingsuppkastið óbreytt. Þá samþykktý flokksþ’ngið, að sósíaldemokratar skyldu flytja í vestur-þýzka þinginu tillögu, þar sem skorað væri á Bandaríkin að hætta Loftárás- um á Vietnam Kristilegir demo kratar munu senmilega beita sér gegn þessari tillögu, en Kiesinger kanslari sagði ný- lega, að Þjóðverjar hefðu ekki þá aðstöðu, að þeir gætu gert kröfu til að gerast umvandarar og leiðbeinendur Bandaríkja- manna. Hins vegar tók hamm ekki málstað Bandaríkjanna meira en það, að hann kvað ekki rétt að eigna þeim alla sökina. Þá samþykkti flokksþingið, að Atlantshafsbandalaginu bæri að fresta allri hernaðarlegri að- stoð við Grikkland, unz þing- ræði hefði verið endurreist í landinu. Það þykir Ijósara af þessu öllu, að sambúð sóslaldemo- krata og kristilegra demokrata muni verða erfiðari en áður það, sem eftir er af kjörtíma- bilinu, en samt sé bó ólíklegt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.