Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. marz 1968. TIMINN Höskuldur Steinsson bakarameistari Hös'kuldur 81611155011 bakara- meiistari lést á Landakotsspítalan- imi í Reykjavík, laugardaginn 23. marz s. 1. 55. ára að aldri, eftir ekki mjög langa legu. Banamein hans mun hafa verið krabbamein í maga. Útför hans fer fram í dag frá FosSvogskirkju. Línoir þessar eru hugsaðar sem kveðijuorð frá okkur skipsverjum á m. s. Esju, geta ekki orðið eins og til var ætlast, og stafar það af því að skipið kom til Reykjaví'kur í gærkvöldi (föstudag 29. marz) og á þetta skömmum tíma tókst ekki að gera línur þessar eins full komnar og æskilegt hefði verið, og eru lesendur beðnir að taka þar viljann fyrir verkið, ef ske kynni að einhverrar ónákvæmni gæti einhvers staðar. Höskuldur fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 16. okt. 1912. For- eldrar voru hjónin Steinn Ólafs- son bakarameistari á Þingeyri og Jóihanna Guðmundsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum. Ung ur að árum hóf Höskuldur nám í bakaraiðn í brauðgerð föður síns, en fór síðar til Reykjavíkur, til frekari náms, og mun hafa tek ið sveinspróf í þeirri greiíi. Hvort það mun hafa verið end anleg ákvörðun Höskuldar á yngri árum sínum að gera brauð gerð að lífsstarfi sínu, veit ég ekki, en um svipað leyti sem.hann tekur sveinspróf, gerir hann sér ferð á hendur til -Danmerkur, og innritast í íþáttaskóla í Öllerup, og útskrifast þaðan, og ræðst að loknu því námi til ísafjarðar, og gerist um skeið ílþróttakennari þar. Á ísafirði kynnist hann eftirlif- andi konu sinni, Huldu Sigur- borgu, dóttur hjónanna Ólafs K- V. Kárasonar kaupmanns og Fríðu Torfadóttur, og: þar munu þau hafa gift sig. Höskuldur rfcðst síðar til brauð gerðar KEA á Akureyri, þar verð ur hann brátt bakarameistari, og Sparisjóðs válstjóra verður haldinn að Bárugötu 11, sunnudaginn 31. marz 1968 kl. 14,00. Dggskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgð armönnum, gegn sýningu stofnbréfs, laugardag- inn 30. marz kl. 10—12, svo og sunnudaginn 31. marz kl. 13—14. STJÓRNIN. SKOLPHREINSUN ÚTI OG INNI Sótthreinsun að verki loknu. Vakt allan sólarhringinn. Niðursetning á brunn- um og smá viðgerðir. Góð tæki og þjónusta. RÖRVERK. — Sími 81617. starfar þar til ársins 1952. Hefur hann kennt mörgum ungmenninu bakaraiðn á þeim árum, og síðar. Eftir að hann flytur frá Akureyri, tekur hann við brauðgerð föður síns á Þingeyri, og um mörg ár rekur hann einnig ásamt konu sinni veitingasölu á Þingeyri. Við skipti við brauðgerð Höskuldar á Þingeyri náð ekki aðeins til Þing- eyrar, heldur til flestra nærliggj- andi .staða og sveita á báða vegu Dýrafjarðar, m. a. till mötuneytis Mjólkurárvirkjunarinnar og víð- ar, svo og tíl fjölda skipa bæði innlendraíOg erlendra er til Þing- eyrar leituðu. Þótti Höskuldur góð ur bakari,. samviskusamur og heill í öllum viðskiptum. Þau Höskuldur og Hulda Sigur borg kona hans munu hafa eign azt 5 börn, sem öll eru uppkom- in, og eru sjálfstæðir aðilar á vettvangi lífsins. Hin síðari ár, eftir að börn in komust hvert af öðru til full orðinsára og fóru til náms hing að suður, og vegna veikinda konu hans, brá Höskuldur búi á Þing eýri, seldi eigur sínar þar og fluttist til Reykjavíkur, og rak ,eíA§ skeið í" samvlhnu við annan þrauðgerð í Reykjayí'k, en varf brátt frá því. í lok marz 1967 réðist hann til matreiðslu starfa á m. s. Esju og vann þar, unz hann 19. febr. sl . fór í land og var þá talað um að hann færi undir læknisrannsókn, sem hann og fór, en eftir að hann lagðist á sjúkrahús til þessarar rannsókn ar, kom hann ekki frá sjúkrahús inu í tölu lifenda, enda mun sjúk dómur sá er hann herjaði, verið búinn að hertaka hann svo, að þegar andlátsfregn hans barst mér, gat ég ekki sagt að hún kæmi mér á óvart. Við fráfall Höskuldar Steins- sonar viljum við skipsfélagar hans á m.s. Bsju kveðja þennan dagfarsgóða og lipra félaga okk ar með söknuði, en erum þó þakk lát fyrir, að úr því sem komið var, skyldi hann efcki þurfa að heyja lengra stríð en raun varð. Við vottum eftirlifandi konu hans, börnum, tengdabörn um og barnabörnum, sem og öðr um ástvinum okkar alúðarfyllstu samúðar við fráfall hins ljúfa drengskaparmanns. Blessuð sé minning þín Hösk uldur. Hvíl þú í friði. Böðvar Steinþórsson. SMITH-CORONA 30 GERÐIR Stórkostlegt úrval rit-og reikni- véla til sýnis og reynslu x nýjum glæsilegum sýningarsal; ásamt Taylorix bókhaldsvélum og fullkomnum g^m&tæðum skrifstofu- húsgögnum SKRIFÖTOFUTÆKNI Armúla .7, tíml 3fí 000. AÐALFUNDUR Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn í Sambandshúsinu, Reykjavík, laugardaginn 6. apríl 1968, og hefst kl. 14,00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrii' bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Reykjavík, 5. marz 1968 BANKARÁÐ SAMVINNUBANKA ÍSLANDS H.F. TILKYNNING um aðstöðugjöld í Reykjanesskattumdæmi Ákveðið er að innheimta í Reykjanesumdæmi, að- stöðugjald á árinu 1968, skv. heimild í III. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga, og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Eftirtalin sveitarfélög umdæmisins hafa ákveðið notkun ofangreindrar heimildar: Hafnarfjarðarkaupstaður Njarðvíkurhreppur Keflavíkurkaupstaður Vatnsleysustrandarhr. Garðahreppur Seltj arnarneshreppur Mosfellshreppur Kj alarneshreppur Kópavogskaupstaður Grindavíkurhreppur Hafnarhreppur MiðriesHfeppur Gerðahreppur Gjaldskrá hvers sveitarfélags liggur frammi hjá umbóðsmönnum skattstjóra og hjá viðkomandi sveitar- og bæjarstjórum, og heildarskrá á skatt- stofunni í Hafnarfirði. Með skírskotun til framan- greindra laga og reglugerðar er vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir aðilar, sem aðstöðugjaldsskyldir eru í ein- hverju ofangreindra sveitarfélaga, en hafa þar eigi lögheimili, þurfa að senda Skattstofu Reykjanesumdæmis sérstakt framtal til að- stöðugjaldsálagningar. 2. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af aðstöðugjaldsstofni tilheyrir hverjum einstök- um gjaldflokkum. Hafnarfirði í marz 1968 Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Höfum flutt Skrifstofu, afgreiðslu og frágangsdeild okkar i Skeifuna 3A Athugið ný og brejrit símanúmer. Sknfstofa, afgreiðsla, Skeifunni 3 a — 84700 — 36935. Verksmiðjan Kljásteim, Mosfellssveit — 66142. GÓLFTEPPAVERKSMIÐJAN VEFARINN H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.