Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 14
14 K1RKJUTÓNLEIKAR I KÓPA VOGSKIRKJU OG VÍÐAR Aðalheiður Guðmimdsdóttir, söngkona, mun halda kirkjutón- leika í Kópavorgskirkju þriðju dagskvöldið 2. apríl n. k. M. 21. Fyrirhugað er að endurtaka tón leika þes'sa í Hafnarfirði og á fleiri stöðum út um land á næst umni. Á söngskrénni eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal sex andleg Ijóð eftir Beet hoven við texta eftir GeUert. Páll Kr. Pálsson organleikari leikur með á orgel. Aðalheiður hefur á undanförnum árum stund að söngnám í Austurríki og.Þýzka landi, síðast hjá þýzka söngvaran um og söngkennaranum Josef Metternich. Hún hefur sungið fyrir þýzka útvarpið í Miinchen og í kirkjum þar í borg, og haldið tónleika á vegum Bayr. Volksbildumgs Ver band við lofsamlega dóma ! Þ R 0 T T I R Framhald af bls. 12. Sveinaflokik einliða vann Hörð ur Jðhannesson frá Akranesi. Keppinautur hans var Helgi Bene diktsson frá Val. Hörður sigraði með 12:10 og 11:8. í Sveinaflokki, tviliðaleik sigr- uðu Helgi Benediktsson. Val og Þórhallur Björnsson einnig frá Val, þá Örn Geirsson TBR og Hörð Jóhannesson frá Akranesi, með 15:6 og 15:2. TÍMINN Mót þetta sem stjórnað var aí Garðari Alfonssyni, fór í alla staði vel fram og var spennandi á að horfa allt thl loka. Hftirtektarvert var hve Sigl- firðingar eiga efnilega pilta þeg- ar tekið er tillit til þess skamma tíma sem þeir hafa haft góða að- stöðu til badmintoniðkana. En mesta eftirtekt og aðdáun áhorfenda vöktu þrir leikmenn í Unglingaflokiki, þeir Jóhannes Guð jónsson frá Akranesi og Harald- ur Kornelíusson og Sveinn Kjart- ansson frá TBR. LÖND OG LEIÐIR Framihaild af bls. 1. ast með málinu. Var bæði rætt um þetta við ráðuneytið og bréif send og fundargerðir, þar sem skýrt var frá því, er ráðið hafði fengið að vita um skuldamál ferðaskrifstofunnar. Segir ráðið m. a. í bréfi, dags. 6. þ. m. til samgöngumálaráðu- neytisins: „Það er samdóma álit Ferða- málaráðs að nota beri nú öll til- tæk ráð t;l að koma í veg fyrir frekari skaða en þegar er orðinn vegna vanskila ferðaskrifstofunn- ar Lönd og Leiðir h.f.“. Að lokinni könnun á gögnum þeim, er fyrir lágu, tók samgöngu- málai-áðuneytið þá afst'öðu að svipta ferðaskrifstofuna leyfi til ferðaskrifstofureksturs". 26 dögum eft;r að bréf þetta var sent, kom síðan tilkynningin um ákvörðun ráðuneytisins. ! Þ R Ó T T I R Framhald af bls. 12. hófst í fyrra. Af þessu leiðir, að grasvellir eru ónothæfir fram í maílok. Auk þess hafa sunnanfélögin oftast leikið 8 —10 keppnisleiki, þegar Akur eyrarliðið hefur þátttöku í ífi- landsmótinu, etfir að hafa leik ið 1—2 æfingaleiki. — Við höfum fullan bug á að láta söguna ekki endur taka sig í sambandi við fyrstu leikina í vor. Við ætlum að sigra í þeim en ekki tapa. Það er æft af meira kappi en í fyrra, áhuginn er mi'kill, og við munum í vor leita eftir æfingaleikjum og jafnvel reyna að koma á móti, áður en 1. deildar keppnin hefst. — Við knattspyrnuimenn hér erum mjög óánægðir með út- drált í íslandsmótinu. Síðast- liðinn þrjú ár höfum við ávallt hafið mótið. Finnst okkur, að vel mætti taka tillit til að- stæðna hér fyrir norðan í þessu tilviki. Einnig þykir okkur ákaf lega slæmt, hve misjafnt um ferðir i íslandsmótinu hafa leik izt. Þannig léku t.d. ÍA og Fram síðasta leik mótsins í fyrra, eftir að vitað var, að ÍA var fallið niður í 2. deild. Hefði leikurinn farið fram jafnt lei'k KR og ÍBA, hefðu viðhorfin verið önnur. Það er munur á.^hvort liðið við upp- haf leiks á allt eða ekkert að vinna. Og við gerum það að skýlausri kröfu okkar, að regl an verði sú, að ,sé leik frestað, verði hann leikinn, áður en næsta umferð mótsins fer fram. Persónulega þykir mér vel koma til greina, að leikið sé á Akureyri á virkum dög- um, en ekki aðeins um helgar, eins og gert hefur verið. Þann ig væri alltaf hægt að leika þrjá leiki mótsins i einu. og það vki spennuna að mun. — Knattspyrnuáhugi er ákaf lega mikill á Akureyri og finns't mér sjálfsagt. að hann sé verð launaður með þvi að beina hing að landsleikjum öðru hverju. Á Norðurlöndum er algengt að landsleikjum sé þannig beint út á landsbyggðina. Aðsókn að sMkum leik hér, t.d. B-lands- lei'k, yrði örugglegða engu síðri en í Reykjavík. Á venjulegan 1. deildarleik hér koma frá 2000 upp í 3000 manns, og fólk úr nágrannabyggðunum myndi flykkjast til Akureyrar á landsleik. — í ráði er að ég fari á vegum Knattspyrnuráðs Akur- eyrar til hálsmánaðar kynning ardvalar hjá dönsku meistur- unum AB í Kaupmannahöfn um miðjan apríl. Vænti ég mik ils af þeirri för. Danir leika góða knattspyrnu, þeir eru á- hugamenn eins og við, og skipu lagsmál eru á háu stigi hjá þeim. Vona^ ég, að þessi för mín komi ÍBA að einhverju gagni í sumar. — Við þurfum endilega að vinna íslandsmót á næstunni. Langþráður draumur mundi þá rætast, það yrði knattspyrnu- í'þróttinni í bænum lyftistöng oig meir yrði gert til þess að greiða fyrir álhugamálium okk- ar. E.K.H. WILSON Framhald af bls. 1. og Ray Gumter, atvinnumálaráð- herra, myndu halda þingsætum sínum, sagði Quintin Hiogg. Brezku dagblöðin ræddu mjög kosningaúrslitin í dag, og þá eink um framtíð Harolds Wilsons. „Sit ur hann áfram, getur hann setið 'áfram?“ var forsíðufyr;rsögn Ev- ening Standard. Blaðið segir Wil- son hafa glatað vinsældum sínum, og að margir kjósendur treystu honum ekki lengur. Heath, leiðtögi íhaldsmanm'a, var allofsafenginn í árásum sfn- um á stjórnina, sagði þjóðina aldrei fyrr hafa verið svo ein- huga- að krefjast stjórnarskipta. Iiann krafði'st almennra kosninga þegar í stað. Samkvæmt stjórnar skránni getur stjórnin setið þrjú ár enn. Ef hún gerir það, steyp- ir hún þjóðinni í hættu, sagði Heath. Ef sú breyting, sem varð á at- kvæðamagni flokkana, yrði hin sama um allt landið í almennum þingkosningum, þá myndi íhalds- flokkurinn ná völdum og fá 420 þingmenn kjörna af 630 í neðri málstofunini. 1 Þ R O T T I R Framhald ai bls. 12. Vilhjálmur Sigurgeirsso'n átti maj-gar snjallar línusendingar. Á eftir þessum leik léku Danir og Finnar og unnu Danir 14:7. Þennan leik dæmdi Valur Bene- diktsson. Leikurinn í Lögstör. Jón Ásgeirsson var afar ánœgð- ur með byrjunina hjá íslenzku stúlkunum. „Þær voru ekki bara ákveðnar, heldur grimmar og gáfu ekkert eftir. Þannig tókst þeim á fyrstu mínútunum að skora 4:0 og tryggja sér það for- skot, sem nægði til sigurs“, sagði Jón. Staðan í hálfleik var 7:4. Undir lokin var baráttan mjög tvísýin, en íslenzku stúl'kurnar unnu verðskuldað 11:10. Þess má geta, að íslenzka liðið misnotaði 3 vítaköst. Mörkin skoruðu: Björg 5 (2 víti) Ragnheiður 3, Kolbrún 2 og Halldóra 1. í dag, laugardag, verður keppn inni haldið áfram á báðum stöð- um. íslenzku piltarnir leika gegn Svíum, en stúlkumar mæta Dön- um. Verður fróðlegt að vita, hvernig þeim leikjum lyktar. GufiJíiiv Styrkírsson HASTARÉTTARLÖCMAÐUR AUSTURSTRÆTI 6 SÍHI 18354 LAUGARDAGUR 30. marz 1968. LEYNIMELUR 13 Framhald af bls. 3. verki Guðríðar Tómasdófctur sambýliskonu Sveins Jóns Jóns sonar að ógleymdri Valgerði VaMimiarsdóttur, sem leikur Jakoibínu Tryggvadóttur þá fyrirferðarmiklu tengdiamóðir, með miklum tiliþrifum. Önnur hlutverk sem minna má á eru á'gætlega leikin s. s. Þor grímur Guðmundsson skáld (Toggi frá Traðankofci) leikinn af Hafisteini Hannessyni, Dísa þerna á heimili Madsens leik in af Helgu Hannesdóttur, Ferdinant Hekkenfelit leikinn af sjóni Ormari Ormssyni. Sól rún Steindórsdóttir leikur Dóru Madsen, Gunnar Guð- jónsson, Jónas Glas heimdlis lækni, Guðrún Vagnsdóttir frú Magnhildi Skúliadóttur og Hólm fríður Ragnarsdóttir leikur Ósk dóttur Magnhildar. Gylfi Geir aldsson fer með hlutverk Máruisar Sigurj'ónssonar, Bragi Haraldsson með hlutverk Sfcefáns Pálssonar lögreglu- þjóns. ELDFLAUGAR Framhald af bls. 16. að týnda eldflaugin haf' fallið nið ur um ís og Mggi í djúpu lóni. Hefur mikið verið leitað að eld- flauginni, en ekki er hægt að leita í lóninu, þar sem á því er iþykkur ís. Strax og lónið verður autt mun froskmaður kafa í það og leita eldflaugarinmiar. Þegar eldflaugarnar voru sprengdar í kvöld, voru nærstadd- ir, auk varnarliðsmanna, fulltrúi sýslumanns í Rangárvallasýslu, yfirl'ögregluþjónniinn á Hvolsvelli og yfirlögregluiþjónn Keflavíkur- flugvallar. Sórsfcök rannsóknairnefnd kom hingað frá Bandaríkjunum til að ramnsaka flugslysið. Voru nefnd- armenn fyrdr austan í dag og könnuðu staðhætti á slysstaðnum. Stórir flutningabílar bornu aust ur í dag og mun flak þotunnar verða flutt á þeim til Keflavíkur- flugvallar á morgun. Sprengja varð annan vænginn til að hægt væri að koma honum á bíl. Þeir, sem viðstaddir voru, segja, að það hafi verið mun meiri spreng- ing en þegar eldflauganniar voru eyðil'agðar. Talsverðar skemmdir hafa orð- ið á sverðinum á því svæði, sem iþotan lenti, en það var inni í sandgræðslug'rðingu. Mikill olíu- bruni varð á stóru svæði og nær bruininn djúpt niður í svörðinn. Verður að bylta jarðveginum á stóru svæði til að gróður fái þrif- izt þar. NITTO JAPÖNSKU NITT0 HJÓLBARDARNIR I floitum stærð.um fyrirliggjandi I Tollvðrugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRAN6AFELL H.F. Skipholti 35-Sfmi 30 360 Royal VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA Leikhús á geimferdaöld er nafnið á námskeiði, sem Norræna leikhússam- bandið gengst fyrir í Háselbyhöll í Stokkhólmi dagana 12.—13. maí næstkomandi. Umræðuefni námskeiðsins verða um tæknileg hjálpartæki leikhúsanna, svo sem hljómtæki, skuggamyndir, filmur og elektronik. Þátttakendur geta fengið herbergi og mat á Háselby meðan námskeiðið stendur. Félagar í Norræna leikhússambandinu eiga rétt á þátttöfcu eftir því sem húsrúm leyfir. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim er heimsóttu mig og glöddu með ástúð- legum kveðjum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu, þann 24. þ.m., sendi ég hjartans kveðjur og hugheilar þakkir. — Guð blessi yður öll. Þorsfeinn Jóhannesson. Útför Helgu Valtýsdóttur lelkkonu, verSur gerS frá Dómkirkiunni í Reykjavík kl. 2 s. d. mánudaginn 1. apríl. Blóm eru afbeSln, en vinum hinnar látnu, bent á Minningar. sjóS Félags íslenzkra ieikara. Hulda Vaifýsdóttir og börn hinnar látnu. Hjartkær maSurinn minn, Sigurjón Jónsson frá ÞorgeirsstöSu,m lézt f Landsspífalanum, 29. þ. m. Ólöf VernharSsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.