Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 3
LAtTGARDAGUR 30. marz 1968. Gjöf til Blönduóssspítala Sumarnámskeið í Nýlega afhenti Samiband hún vetnzkra kvenna Héraðsspítal anum á Blöndmósi að gjöf pianó til minningar um frú Þuríði Sæmundsen og Dóim- hildi Jóhannsdóttur, báðar á Blönduósi, en þær dóu báðar síðast liðið vor. Báðar þessar konur voru framarlega í sam tökum Austur-húnvetnskra kvenna og á sínum tíma studdu þær að byggingu héraðsspítal ans, en samtök kvenna í sýsl umni tóku þá virkan þátt í fjánsöfnun til spítalabyggingar innar og hafa ætíð síðan sýnt spítalanum mikinn velvilja og gefið bæði peninga og muni til hans. Minningargjafir til Hall- grímskirkju í Saurbæ Orgelsjóði Hallgrímskirkju í Saurbæ hafa borizt krónur 60. 595,00 til minningar um Arn finn Guðmundsson á Hi ('na björgum, sem lézt af slysför um við vinnu sína í Hvalfirði hinn 29. janúar. Samkvæmt ósk aðsta t nda hins tótna, voru þeir, sem vildu minnast hans, beðnir að láta Orgelsjóð Hallgrímskirkju í Saurbæ njóta þess. Fyrir hönd kirkjumnar þakka ég hin um fjölmörgu, sem minntust hins látna með gjöfum í orgel sjóðinn og bið þeim og ástvin um hans blessunar Guðs. Saurbæ á Hvalfjarðarströnd lfl. febrúar 1968 Jón Einarsson, sóknarprestur Bandarík junum Eins og undanfarin sumur verður haldið némskeið fyrir kennara frá Norðurlöndum í Luther College, Decor ah, Iowia í Bandaríikjunum. Námskeiðið, sem stendur yfir frá 28. júní til 26. júlí, er ætlað frambaldisskc’.akennurum og er nokkur enskukunnátta nauðsynleg. fslenzk-ameríska félagið og American Scandinavian Found ation munu veita nokkra styrki úr Thor Thorf sjóðnum til þátttöku í námskeiðinu. Um söknareyðublöð og nánari upp lýsingar fást hjá íslenzka- ameríska félaginu, Austur- stræti 17, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 5,30 — 7 e. h. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Framihaldsskólakennarar í raunvísindagreinum og stærð fræði eiga kost á námskeiðum víðsvegar í Bandaríkjunum á þessu sumri á vegum NSF (National Science Foundation). Námskeiðin eru mismunandi löng, frá 3—4 vikum í heilt ár. Markmiðið er að gefa kenn urum kost á að bæta sig í sinni grein með upprifjun og til að kynnast nýjungum, sem orðið hafa í greinum þeirra. Háskólar, sem halda nám- skeiðin, velja þátttakendur eft ir umsóknum, sem berast NSF. Völ er á styrkjum frá NSF til námsdvalarinnar vestra. Iðnskóli á Suðurnesjum Iðnaðarmannafélag Suður- nesja, Iðnsveinafélag Suður- nesja ög Iðnaðarmannafélag Suðurnesja gengust fyrir fjöl mennum fundi í Aðalveri fyrir nokkru til að ræða iðnfræðslu mál á Suðurnesjum og bygg ingu iðnskóla fyrir Suðurnes. Á fundinum kom fram, að Keflavíkurbær hefur veitt til byggingu nýs iðnskóla 150 þús. kr. árið 1967 og árið 1968 150 þús. kr. og Njarðvíkurhreppur 100 þús. kr. Önnur byggðarlög á Suðurnesjum munu einnig hafa í huga að veita málinu stuðning. Nú eru 103 nemendur í Iðn skóla Suðurnesja og býr hann við algerlega óviðunandi starfs skilyrði. Var að lokum einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: „Sameiginlegur fundur iðn- nemafélags, iðnsveinafélags og iðnaðarmannafélags á Suður nesjum haldinn í Aðalveri sunnudaginn 3. marz 1968 skor ar eindregið á alla hlutaðeig andi aðila að komandi iðnskóla að nú þegar verði hafizt handa um að láta gera allítarlega athuguin á aðstæðum og fram gangi iðnskólahúsnæðis í um- dæminu samkvæmt núgildandi lögum um iðnfræðslu og iðn skóla. í fyrsta lagi með því, að skipuð verði nefnd, sem sé einn maður frá hverju sveitar félagi, einn frá iðnnemafélag inu, einn frá iðnsveinafélaginu og einn frá iðnaðarmannafélag inu. Nefndin vinni síðan að þvi að koma málinu áfram á sem hagkvæmastan hátt. Nefndin skili áliti eigi síðar en 15. maí 1968.“ Umsóknareyðublöð, bækling ar og upplýsingar fást hjá Íslenzk-ameríska félaginu, Aust urstræti 17 sími 13536 og hjá Runólfi Þórarinssyni, Fræðslu- málaskrifstofunni. Fengu danskar bækur Nýlega afhenti Martin Tóm asson vararæðismaður Bóka safni Vestmannaeyja danska bókagjöf fyrir mdlligöngu sendi ! ráðsins dansk^. Bækurnar ; fjalla m. a. um byggingarlist, sögu, tækni, heimspeki, auk skáldrita danskra höfunda í fremstu röð. Bókasafnið í Vestmannaeyj um var stofnað árið 1862. Um miðja nítjándu öld voru Vest mannaeyjar hálfdanskt kaup- tún. f fynstu bókasikrá félags ins 1869 eru 8 bókaflokkar, þar af eru í fjórum þeirra miklu fleiri rit á dönsku en | íslenzku. Þá er nær dró alda j mótum breyttist þetta. En ; það hefur haldizt við, að ! danskar bækur eru mikið lesn ! ar í Eyjum Húsnæðisskortur ! háir mjög starfseminni og I safninu nauðsyn að fá eigið \ hús sem fyrst. Minningarsjóður Þórarins Björnssonar skólameistara Framlögum frá stofnendum að Minningarsjóði Þórarins Bjöivssonar skólameistara er veitt viðtaka fram til 1. júní n. k. á Akureyri í Bókaverzlun inni Bókavali í Hafnarstræti og í Reykjavík hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Aust urstræti. TfMINN Leynimelur 13 skemmt- ir nú Skagfiríingum saminn og sýndur í Reytojavík GÓ-Sauðárkróki. Leikfélag Sauðárkróks hefur nú sýnt gamanleikinn Leyni- mel 13 á hverju kveldi alla sæluvikuna fyrir fullu húsi og ágætar undirtektir áhorfenda. Leikstjóri er Bjarni Steingríms son frá Reykjavík, en leikmynd gerði Jónas Þór Pálsson. Þessi ágæti gamanleikur var 1943. Vegna mikiilla húsnæðis- vandræða, sem þá voru, höfðu verið löggilt ný húsaleigulög, sem gáfu húsaleigunefnd nokk uð frjálsar hendur með ráð- stöfun húsnæðis. Við þessar aðstæður er leikurinn saminn. En þótt liðin séu séu 25 ár síðan leikurinn var saminn, nýt ur hið næma skopskyn verksins sín jafnvel í dag eins og þá. Enda hægur vandi að stað- setj^ ýmis atriði hér eða þar, og heimfæra hnyttin tilsvör sérkennilegra persóna sem setja svo mjög svip á verkið inn á daginn í dag. Hefur leik stjórinn notað þetta nokkuð og fer það vel. Það er ljóst að sviðsetning Bjarna Steingrímssonar á Leynimel 13 ber vott um kunn . áttu og hæfni, og það sýnir jafnframt að það er nauðsyn- legt. fyrir áhugamannaleikhús að fá lærða leikshúsmenn til leiðbeindngar og þjálfuinar. í samstarfi við sllka menn kynn ast áhugaleikararnir nýjum við horfum og nýjum kröfum, svo leikstarfsemin staðni ekki, held ur þróist með og breyttum tímum. Flest aðalhlutverkin eru leik in af fólki, sem hefur leikið hjá Leikfélagi Sauðárkróks meir eða minna og oft gert vel á leiksviðinu, en nú má segja að um leiksigur sé að ræða hjá sumum þeirra, og má þar fyrst nefna Hauk Þorsteins- son, sem fer með hlutverk Madsens klæðskera. Kristján Skarphéðinsson sem leikur Svein Jón Jónsson skósmið, Stefaníu Frímannsdóttir í hlut ^’ramhaia a tn.- 14 Kristján Skarphéðinsson, sem Sveinn Jón Jónsson skósmiður Stefanía Frímannsdóttir, sem Guðríður Tómasdóttir. ------■ Fyrsta sýning Barna- leikhússins á sunnudag GÞE-Reykjavík, Á sunnudag kl. 5 s. d. verður sýnt í Tjarnarbæ nýtt barnaleikrit sem nefnist Pétur prakkari. Fyrir þessari sýningu stendur ungt fólk sem mun innan tíðar stofna með sér félag, eða öllu heldur barna leikhús til að flytja stutt leikhús verk við barna hæfi. Aðalhvata- maðurinn að þessu er Einar Logi Einarsson og sagði hann á fundi með fréttamönnum í gær, að þetta væri orðin nokkuð gömul hugmynd, sem hann væri nú að hrinda í framkvæmd. Þátttak cndur væru ekki atvinnulistamenn heldur áhugasamt fólk, sem vildi auka fjölbreytni í leikritaflutn- ingi fyrir börn. Leifcritið Pétur prakkari gerist í friðsælu þorpi úti á landi. Þar fara snögglega að verða tíðir og undarlegir þjófnaðir, sem lögregl an getur ekki upplýst. Aðalsögu- hetjan Pétur prakkari og tvö leiksystkini hans komast á snoð ir um það sanna í málinu, og mála lokin verða dálítið óvenjuleg. Ein ar Logi hefur samið leikritið og söngtexta, og lögin segist hann hafa soðið saman og notfært sér ýmis gamalkunn stef. Leikendur eru sjö talsins, þar af þrjú börn, öl úr 10 ára bekk Miðbæjarsfcól anis, þrír eru í Leiklistaskóla Ævars Kvaran. Leifcstjóri er Inga Laxness. Barnaleikhúsið hyggst í fram tíðinni flytja eitt leikrit á ári fyrir börn. 60 taka þátt I kant ötuflutningi í Há- teigskirkju GI-Reykjavík, föstudag. Við guðsþjónustuna í Háteigs | kirkju á sunnudaginn, verður mik' ið tónverk eftir Johann Sebastian Bach flutt. Verk þetta er kantata tónskáldsins nr. 140 og heitir „Vakna, Zions verðir kalla“. Alls taika um sextíu manns þátt í flutn ingi kantötunnar, og það er hinn j ungi og dugmikli organleikari ! Langholtssafnaðar, Jón Stefánsson I sem stjórnar kórnum, en hann er | eini lærði kantorinn hér á landi, | og hefur auk þess numið við tón listarháskólann í Miinchen. Jón er aðeins tuttugu og eins árs að aldri. Þeir sem flytjá kantötunia eru Kirkjukór Langholtssafnaðar, telpnakór úr Vogaskóla og hljóð færaleikarar úr Synfóníuhljóm- sveit íslands og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Einleikarar eru fimm og einsöngvarar þrír, þau Ingveld ur Hjaltested, Kristinn Hallsson og Friðbjörn Jónsson. FRAMSÓKNARVISTIN Þriðja kvöldið í fjögurra kvölda spilakcppni Framsóknarfélags Reykjavíkur verður að Hótel Sögu fimmtudaginn 4. apríl n. k. og hefst kl. 8,30 síðdegis. Að spilunum loknum flytur Eysteinn Jónsson ávarp, en vistinni stjórnar Markús Stefánsson. Afhend ing verðlauna fer fram. Aðgöngumiða þarf að panta í síma 2 44 80.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.