Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.03.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 30. man 1968. Leikfélag Reykjavíkur: Effir: JökuB Jakohsson Leikstjóri: Helgi Skúlason Þorsteinn Ö. Stephensen og Edda Þórarinsdóttir. Það var rétt láður en verk- fallið stöðvaði blöðin, að Leik fólag Reykjavíkur frumsýndi nýjan sjónleik eftir Jökul Jakobsson, Sumarið 37. Það hefur því dregizt lengur en stoyldi að geta um þetta verk, an skal mú gert þótt seint sé. Jlökull J’akobsson er enginn nýliði í leikritun lengur, iheld- ur orðinn meðal burðarása í islenzku leikhúsi, gildur leik- rdtahölfundur, sem þegar hefur laufgað þá fáskrýddu grein að miklum mun á síðustu ár- m Samt hefur hvert nýtt verk hans orðið einkenni til- raunar og leitar. H'onum er ekki enn næst skapi að nýta það og þroska, sem hann hefur áunmið sér, heldur að leita nýrra leiða, og virðist þá stund um óþarflega fljótur að leggja fyrir róða lárangur góðra áfanga, eða ekki festa sjónir á þeim. Þannig treinir hann sér skáldskaparæskuna, dreg- ur það að koma fram alskap- aður á hösluðum velli. Þetta er í senn styrkur hans og veik- leiki'— veikleiki hans að því leyti, að mönnum hlýtur enn að sýnast nokkur tvísýna um höfundargildi hans og oftast vanta einhvenn herzlumun, en styrkur hans að því leyti, að hann er enn mjög forvitnileg- uirl jafnvel óráðin gáta að mokkru, og því er hverju verki hans emn heilsað með ferskum, spyrjandi áhuga en engri vissu. Fram að þessu hefur Jökull verið með allan hugann við að kanna heiminn — umbverifi sitt, samborgara, tákn tímanna gerjunina í samfélaginu og tímanum og bregða upp myndum af því í nærtækum persónugerðum og uppstilling- um. En í þessu leikriti, sem óneitanlega er inýr áfangi í leikritun Jökuls, er þessi út- hverfa ekki lengur kjarni lei'ks ins. í þessu verki snýr hann innar og heim, tekur að kanna sjálfam sig og reyna á eigin þoLrif, og um leið hefur mann- leg samúð hans orðið heitari og ríkari, mannskilningurinn dýpri. Þó er uppistaðan í leiknum enn hin sama og í fyrri leik- ritum Jökuls — persónurnar ‘ börn síns tíma, fórnarlömb plægingarinnar í íslenziku þjóðfélagi, þrælar fjármuna. En þessi uppistaða er ekki meginkjarni verksins lengur, heldur ívafið — það sk-iptir nú öllu máli. Það er ekki hruna- dansinn sjálfur, sem við erum að skoða á sviðinu. Hann hef ur þokazt fjær. Öllu afli er beitt til þess að opna fyrir okkur mannssálina — sýna okkur gróðuriinn í plógförun- um. Samtíminn, líf dagsins, verður aðeins daufur bak- grunnur í geirvi Jóns hins unga tæknifræðings, sem er á leið til Suður-Ameriku. Hefur Jök- ull ekki f anman tíma þokað samtímanum svo til hliðar í því skyni að kanna fólk. Stefna itans sést glöggt á því, hve hann lætur Jón, mann dags- ins, iþoka miskunarlaust fyrir Davíð, öldruðum og kölkuðum útgerðarmanni fortíðarinnar. Hér skal elfcki lýst söguigrind leikritisins, því að í raun og venu villir það um fyrir mönn- um að festa um of athygli á henmi. Við sjáum þó sem í móðu þá lífsdeiglu, þar sem sviðsfólkið hefur verið hamrað. Það tímaskeið hér á landi er ofckur vel kunnugt, og við vit- um að það var aðgangshart og óíslenzkt, kom og hvarf. Eins og til að undirstrika þetta er sviðið eins og endurkast eftir- öpunar af erlendri hefð. Þessi deigla hefur skilið við þetta fólk hvert í sínu horni, vegina þess að sterkar, persónulegar eigindir meinuðu henni að steypa það í sama mót, og auk þess fór eldurinn fram á mis- munandi æviskeiði. En hún skildi við það hvert )g eitt sem undarlega gerða hluti ó- fært til aðlöðuinar nýju samfé- lagsstigi. Þess vegna talar hver og einn á sviðinu í sinn hött, inn í sjálfan sig. Leikritið er að þessu leyti eins og sprenging, þar sem allt tvístrast út frá sama kjarna — sama vanda —. hver setn;- ing stefnir burt — út í tómið. Að mínum dómi leysir höfund urinn ærna þraut með beitingu þessa vandmeðfarna forms, þar sem áhrifin eru í því fólg- in að láta tvístrunina hrópa á samstöðuna. Og hann beitir svo hörðum aga, að hann þurrk ar út flest eðlileg lífsumsvif en leggur allan þunga á þetta sundurlausa samtal, sem virð- ist enga snertipunkta eiga. Margt eir ágætlega vel gert í þessum stakki. Persómurnar eru undra skýrar og býsna samkvæmar sjálfum sér. Vera má, að höfundurinn njóti þess, að þrjú aðalhlutverkin eru i höndum þaulreyndra leikara, sem móta þau og lyfta þeim, enda gefa fáir leikritahöfund- ar okkur leikuru.m frjálsari heldur, og sumir segja, að leik rit hans breytist oft mjög við æfingu, og hanm hefur hrein- lega játað að hann skrlfi hlut- verk með hliðsjón af ákveðn- um leikurum. Margt er ágæt- lega sagt, fyndið og áhrifa- sterkt í þessum einræðum, og það verður að segjast, að Jöfc- ull kemst furðulega langt að því marki að láta þessar sam- talsslitrur halda við áhuiga leik húsgesta allt til loka. Langmesta og bezta hlut- verk leiksins er að sjálfsögðu Davið, hinn aldni útgerðarmað ur frá árunum milli stríða, kalkaður og gleyminn úr hófi, mildur og glaður í leik að brotasilfri sumarsins ‘37, eim hver hugtækasta persóna, sem ég hef séð Þorstein Ö. Step- hensen skapa, og ef til vill á hann meira í henni en höfumd- urinn. Þessi persóaa glitrar öll af mannleik og heyjar sér heita samúð leikhúsgesta og mild bros en enga skellihlátra. Annað bezta hlutverkið er Sigrúrn, tengidadóttir Davíðs, og fer Helga Bahmann afburða . vel með hlutverkið. Á henni hvílir að verulegu leyti sam- ræmi og heildarmynd leiksins Hún fer með þetta vandmót- aða hlutverk af innlifun, og líklega er þetta vandmeðfarn- asta hlutverkið og skiptir mestu, að ekki bregði út af öruggri túlkun, og leiðin er stundum eftir tæpum stig. Þriðja aðalhlutverkið er Stef án, sonur Davíðs, í höndum Helga Skúlasonar. Hann er hið raunverulega fórnarlamb að- stæðnanna, manmvera, sem deiglan hefur brennt í gjall. Hann er að kalla ena í mann- heimi, en systir hans, Sjöfn, hefur flúið i álfheima. Stefán megnar ekki að rísa undir farg inu og er ófær um að takast á við ný verkefm. Hann er þræll óhófsvenja og dæmdur til þess að lúta þeim, þó að hann verði að selja síðasta togara föður síns til bess. Helgi Skúlason túlkar þessa persómu af miki- um næmleik. Sjöfn leikur Edda Þórarinsdóttir, og sýnir vel flóttann frá ósigrinum. Stefán og hún eru tvær hliðar á sama hlut. Húa er að verulegu leyti utan við leikinn, skýring á því, sem liðið er í lifshlaupi Davíðs. Jóin, tengdasonur Davíðs, er ungur, þróttmikill maður, lærð ur á fræði aldarinnar. Hann er sýn ina í framtíðina, kom- inn af fátæku alþýðufólki, einn ig utan við leikinn, að öðru leyti en því, að líta má á hann sem andstæðu. Þorsteina Gunn arsson leikur þennan unga mann með trúverðugum mynd arbrag, en Ijær honum ekki skýr persónueinkeani, enda mundi það að líkindum raska leiknum. Leikmynd Steinþórs Sigurðs sonar er vandað listaverk, skýr ir af nákvæmni eftiröpun hins erlenda, gamla hefðarbrags, sem vaf umgerð ýmissa fyrir- myada Davíðs á stund milli stríða í íslenzku þjóðlífi, og dauðablærinn grúfir yfir henni Sjónleikurimn er í fjórum þáttum, en skilin eru harla ó- glögg og vandséð, að þau þjóni öðru markmiði en að vera frí- mínútur. Helgi Skúlasoa er leikstjóri, og virðist ekki bresta skilning á inntaki verks ins mé stjórntök til þess að fylgja honum fram. Athyglisvert er, hvernig leik ur og leikhúsgestir eru leidd- ir saman, án tjalds, en leikar- ar koma hægt inn í þögn og með nokkru millibili. Þetta er eins og mynd, sem er í fjar- iægð og sést aðeins í fáum dráttum fyrst, en færist síðan nær og skýrist og fyllist fyrir sjónum manns. Þetta myndar réttan hugblæ og seiðmagnaða eftirvæatingu, sem ræður miklu um viðhorf til leiksins allt til loka. AH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.