Tíminn - 30.03.1968, Page 9

Tíminn - 30.03.1968, Page 9
LAUGARDAGUR 30. marz 1968. TIMINN 9 fué Útgefandi: FRAMSÖKNARFÍ.OKKURINN Framkvæmdastjéri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson -'ábi Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og tndriði G. Þorstelnsson Fulltrúl ritstjórnar- Tómas Karlsson Aag- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Rltstj.skrlfstofui t Eddu húsinu. símai 18300—18305 Skrlfsofur- BankastræU 7 Al- greifislusimi- 12323 Auglýsingasíml- 19523 Aðrai skrlfstofur. sítni 18300 Áskriftargjald kr 120.00 á mán. tnnanlands — t lausssölu kr 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. t. Fréttaritari Politiken í London: Hafa framandi öfl of mikil áhrif á efnahagsaðgerðir Wilsons? Skipulagning strandferðanna Alþingi hefur nýlega samþykkt einróma þingsálykt- unartillögu, flutta af Gísla Guðmundssyni og öðrum þingmönnum úr Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta athuga möguleika á því, að Skipaútgerð ríkisins komi á fót á Akureyri útgerð strandferðaskips, er annist strandferðir norðanlands og til Austfjarða og Vestfjarða, enda séu ferðir þessar í samræmi við ferðir strandferðaskipa úr Reykjavík. í greinargerð fyrir tillögunni sagði m.a.: „Tími er til þess kominn að endurskipuleggja strand- ferðir hér við land með tilliti til breytinga, sem orðið hafa í seinni tíð á atvinnulífi og samgöngum í landinu. Kemur þá mjög til athugunar að taka upp verkaskipt- ingu á þá leið milli strandferðaskipa á hverjum tíma, að hvert skip veiti þjónustu afmörkuðum landshluta, og séu þá ferðir þess sérstaklega við þarfir þess landshluta miðaðar. Á Alþingi hafa verið uppi tillögur, sem miða í þessa átt. Er þá gert ráð fyrir, að strandferðaskip, sem sinni þörfum einstakra landshluta, séu gerð út frá Reykja vfk. Þörf er á sérstöku strandferðaskipi fyrir Norðurland, en engin þörf er á og miklu fremur óhagræði að það skip sé staðsett í Reykjavík eða gert út þaðan. Eðlilegt er að Norðurlandsskip sé gert út frá Ákureyri, sem er höfuðstaður Norðurlands og svo mjög vaxandi iðnaðar- bær, að þaðan er nú eða verður innan skamms hægt að fá flestar þær iðnaðarvörur, sem eru ekki keyptar frá útlöndum eða fluttar á sérstakan hátt utan strandferða- skipanna (áburður, sement). Útlendum vörum til norður- hafna, sem nú er umskipað í Reykjavík, ætti þá að um- skipa á Akureyri, að því leyti sem þær verða ekki fluttar beint frá útlöndum til ákvörðunarstaðar, sem áður tíðkað- ist í ríkara mæli en nú og er vitanlega æskilegt.“ Hér er vissulega hreyft mjög athyglisverðu máli sem fellur inn í hugmyndir um það, að gera megi vöru- flutninga frá útlöndum hagkvæmari með því að flytja aðallega til fárra innflutningshafna og þá einkum til Reykjavíkur og Akureyrar. Stórvirkjanir í greinum, sem Helgi Bergs birti í Tímanum og Þjóð- ólfi á seinasta ári, var því rækilega lýst, að nú þegar þyrfti að fara að undirbúa næstu stórvirkjun, sem hefjast yrði handa um mjög fljótlega, eftir að núverandi virkjun- um við Búrfell lyki. Sú orka, sem þaðan fæst, verður fullnýtt á örfáum árum sökum þess, að álbræðslan fær meira en helming orkuframleiðslunnar þar. Morgunblaðið tekur í gær undir þessa ábendingu og ber að fagna því. Hins vegar ætti Mbl. að tala varlega um forustu Sjálfstæðisflokksins í stórvirkjunarmálum. Ógleymd er framkoma forustumanna flokksins, þegar unnið var í Washington að lánsútvegun til síðari Sogsvirk.junar vorið 1957. Þá hafði „Wall Street Journal“ það eftir „grömum“ (þýðing Mbl.) forustumanni 1 Sjálf- stæðisflokknum, að „lán Bandaríkjanna (til íslands) borga aðgöngumiða kommúnista að valdastólunum". — Mbl. birti þetta viðtal orðrétt og athugasemdalaust 25. apríl 1957, til þess að sýna, að þessi ummæli væru rétt höfð eftir. Slíkur var þá áhugi Sjálfstæðisflokksins í stórvirkj- unarmálum. Ferill Wilsons ber æ meiri svip af ferli Mac Donalds. f fyrradag fóru fram auka- kosningar í fjórum kjördæm- um í Bretljndi. fhaldsflokkur- inn vann þau öll, en hafði aS- eins haldið einu þeirra áður. Hann vann m. ö. o. þrjú þing- sæti af Ve.ikamannaflokknum. Þetta er mesti ósigur, sem brezk ríkisstjórn hefur beðið í aukakosningum. Grein sú, sem hér fer á eftir birtist í danska blaðinu „Politiken“ síðastl. mánudag og eru þar raktar ýmsar þær ástæuðr, sem vafalaust hafa átt meginþátt í framannefndum ósigri Verka- mannaflokksins. GETUR ríkisstjórn Verka- mannaflokksins yfirleitt stjórn að í Englamdi? Ræður hún við efnahagsmálin? Hlýtur hún óhjáikvæmilega að verða „Verkamannafloikksstj,órn“ að eins að nafninu til, ef henni tekst að ná tökum á efna- hagismálunum, eða með öðrum orðum að verða að smáhóp harðbrjósta hagfræðinga, greiðslujafnaðarvarða og leik- brúða auðhringis? Kemst hún ekki hjá því að verða eins kon ar viðskiptastjórn, sem glatar víðtækum stuðningi verkalýðs samtakanna og þeirrar stéttar, sem lítur á sig sem verkalýðs- stétt? Þessar spurningar leita ósjálf rátt vegna undangenginna stór viðburða, sem leiddu að lok- um til þess, að George Brown utanríkisráðherra sagði af sér og Roy Jenkins fjármálaráð- herra sté fram á sviðið með harðdrægustu sultarólarfjárlög siðan 1931, sniðin jöfnum hönd um eftir kröfum erlendra lána drottna og óttanum við nýja spákaupmennskuatlögu að verð gildi sterlíngspundsins. Þetta tvennt gerðist með fimm sólar hringa miliibili og þar er veru legt ef ekki þráðbeint samband á milli. VERKAMANNAFLOKKUR- INN og ríkisstj. hans búa við aðstæður, sem minna átakanlega á liðna örlagaþrungna daga. Brotthvarf Browns úr ríkis- stjóminni sannar, að flokkur- inn er klofinn frá hvirfli til flja, — og ef tfl vill einnig milli hvirfils og flja, sem er enn verra. Harold Wilson og George Brown eru höfuðleiðtog ar flokksins, hafa árum saman fetað sömu braut og keppt hvor við annan. Ágreiningur þeirra kom ekki með öllu á óvart, en var eigi að síður svo hatramm- ur og skyndilegur, að enn eru tæpast tök á að gera sér fulla grein fyrir afleiðingum hans. Brown er óneitanlega atkvæða mikfll baráttumaður í stjórn- málunum, þrátt fyrir öll sín skammarstrik, og hann var síðasti fulltrúi verkalýðshreyf- ingarinnar meðal helztu leið- toga flokksins í ríkisstjórninni. Liðið er hálft annað ár síðan að Frank Cousins tæknimála- ráðherra dró sig i hlé, en þá WILSON glataði ríkisstjórnin drjúgum hluta hylli sinnar hjá verka- lýðiS'hreyfingunni. Hanji er leið togi Verkamannasambandsins, fjölmennustu verkalýðssamtaka I landinu, en Brown er einnig frá þeim samtökum kominn. Brown og Cousins eru báðir með því marki brenndir, að á þá verður alltaf litið sem full- trúa verkalýðlsstéttarinnar. Auk þeirra tveggja hefir James Call aghan einnig notið mikillar hylli meðal almennings, en hann hefir nú þokazt no<kkuð í skuggann vegna ósigurs síns sem fjármálaráðherra, þegar gengi skerlingspundsins var lækkað, og óheppni sem innan ríkisráðherra. LEIÐTOGARNIR tveir, sem nú eru mest áberandi og verða á næstunni, eru þeir Wilson og Jenkins, en þeir eru báðir út skrifaðir frá Oxford-háskóla í hagfræði og sögu. Enda þótt að báðir þessir menn séu af efnalitlu fólki komnir er ávallt á þá litið sem „stéttlausa" menntamenn og virðast þeir fjarlægjast „hold og blóð“ flokksins meira og meira. Geta verður þess og, að milli þessarra tveggja leiðtoga er ekki náin vinátta eða sam- staða í stjórnmálunum, en at- vi'kin hafa knúið þá til sam- stöðu, þar sem annarra kosta hefir ekki verið völ. Daginn, sem Jenkins lagði fjárlagafrumvarp sitt fram, flutti Brown afsagnarræðu sína í neðri málstofunni, og þar bar hann fram gagnrýni vegna skorts á samiheldni og sam- vinnu í ríkisstjórninni. Komst hann meðal annars svo að orði: „Valdið getur ekki aðeins gengið úr greipum ríkisstjórn arinnar sem heffldar og lent í höndum eins eða tveggja ráð herra, heldur getur það í raun lent í höndum afla, sem stjórnmálavaldið nær ekki t'l.“ Síðar kom í ljós, að með orðinu „öfl“ átti Brown við banka- og fjármálamenn bæði í London og erlendis, en að hans áliti gætti allt of öflugra áhrifa þessara aðila á stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags málunum. Við þetta átti hann í ræðu sinni þegar hann sagði, að sér yrði mjög oft „hugsað til hliðstæðu á liðinni tíð i“ sínu eigin „stjórnmálaminni.“ BROWN var ekki nema 17 ára að aldri 1931, en man vit- anlega vel eftir því, sem gaml ir baráttumenn Verkamanna- flokksdns nefndu „okurkjörin" eftir gengisfeUinguna 1931, þegar auðjöfrarnir í New York lánuðu Bretum fé með þeim skilyrðum, að ríkisútgjöld væru lækkuð mjög verulega og af fullkomnu og örlagaríku tillits leysi til félagslegra þarfa. Svipaðra áhrifa hefir þótt gæta í auknum mæli hjá rík isstjórn Wilsons og af því til- efni hefir sú spurning sótt á, hvort stjórnartíð Verkamanna- flokksins hljól alltaf og ó- hjákvæmilega að enda með þvi innan fárra ára, að „ verka- lýðsstéttin" telji að hún hafi verið svikin og seld í hendur drottnurunum í alþjóðlegum fjármálum (sem nú ganga und ir nafninu „hámarnir í Zur- ieh“). Hið forna örlagastríð milli sósí'alisma og kapítalisma er enn furðulega lifandi í vitund Breta, enda þótt að liðin sé nálega heffl öld síðan að París arbyltingin var gerð. (Manni verður hugsað til leikrits Nor- dahls Griegs, þar sem leiðtog- arnir verða að vitundar- og varnarlausum leiksoppum í höndum fj'ármálamannanna). Margt hefir óneitanlega breytzt, en eigi að síður verð ur enn vart veruleikakjarn- ans. Þó að gengið sé inn á að þetta sé ekki annað en þjóð saga eða ímyndun eins og nú vhorfir við, heyrir það eigi að síður til veruleika stjórnmál- anna. ÁRIN 1929—1931 tjáði ekki að leyna því, að ráðherramir í ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins voru gersamlega ófróðir um efnahags- og peningamál. Ramsey MacDonald varð að lýsa yfir vanmætti sínum og hver skyndiráðstöfunin rak aðra: Fall gjaldmiðilsins, er- lent stórlán með erfiðum skii málum, félagsleg afturför, sam steypustjórn og klofning Verka ’ mannaflokksins. Erfitt er að bera á móti því | að ferill Wilsons beri æ meiri S svip af ferli Mac Donalds, enda þótt að skeiðið sé hvergi nærri | á enda runnið. Þarna virðist | engu breyta að Wilson er vel menntaðpr hagfræðingur, svo | og ýmsir samstarfsmanna hans. H Ófarirnar eiga rætur að rekja § til þeirrar útbreiddu trúar í i Englandi að „sósíalistar" geti jj ekki stjórnað, ráði -ekki við j? efnahagsmálin. skilji ekki fjár | mál og takist ekki að efla p traust erlendra manna á brezk [ um efnahagsmálum, sem ef tfl . vill sé verra en allt annað. ;, Þessu sé alveg öfugt farið með | íhaldsmennina, hinn „eðlilega" f stjórnarflokk. ÞEGAR kosningasigur Verka mannaflokksins varð lýðum Framhald á bls 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.