Alþýðublaðið - 30.12.1989, Page 5
Laugardagur 30. des. 1989
Þjóðir Evrópu risu undur fljótt úr
rústum heimsstyrjaldarinnar með
dyggilegri aðstoð Bandarikja Norð-
ur-Ameríku. Sumar þessara þjóða
upplifðu efnahagsleg kraftaverk um
skeið. En þau voru fljótt við þau
endimörk vaxtar, sem smá- og miðl-
ungsríki stóðu frammi fyrir. Evrópu-
búar skynjuðu, að þeir gátu ekki
haldið sínum hlut í samkeppni við
risaheildir annarra heimshluta,
Bandaríki Norður-Ameríku, Japan
og hin rísandi Kyrrahafsveldi, nema
með því að sameina kraftana. Að-
eins með því móti gætu þeir bægt
frá hættu á stöðnun, hnignun og aft-
urför.
Hin nýja Evrópa
Með einingarlögum Evrópu sem
tóku gildi 1. júlí 1987, og áætluninni
um framkvæmd hins fjóreina frelsis
Rómarsáttmálans (Hrifbókinni frá
júní 1985) voru leystir úr læðingi
kraftar, sem voru í reynd ómótstæði-
legir fyrir aðrar Evrópuþjóðir, sem
stóðu einangraðar og utan gátta.
Evrópa 12 þjóðríkja með 320 millj-
ónir íbúa er á hröðu mótunarskeiði.
lnnbyrðis landamæri heyra sögunni
til. Við tekur eitt viðskipta- og mark-
aðssvæði. Vöruviðskipti verða
hindrunarlaus um allt svæðið, innan
ramma tollabandalags. Einn sam-
eiginlegur fjármagns- og þjón-
ustumarkaður. Einn vinnumarkað-
ur og búseturéttur einstaklinga og
fjölsky Idna tryggður um allt svæðið,
án mismununar vegna þjóðernis.
Samræmd skattapólitík. Vaxandi
pólitískt samráð gagnvart aðilum
utan bandalagsins. 011 hefur þessi
þróun haft ómótstæðilegt aðdráttar-
afl fyrir aðrar þjóðir Evrópu.
Þetta nýja Evrópubandalag mun
leysa úr læðingi öfl sem stuðla að
vaxandi hagvexti og stórbættum
lílskjörum. Þróunin einkennist af
samruna fyrirtækja, samstarfi á
sviðum vísinda og tækni, stórauk-
inni hagræðingu, bættri nýtingu
framleiðslutækja, stórauknum fjár-
festingum, aukinni ávöxtun fjár-
magns vegna stærri markaðar, örari
tækninýjungum o.s.frv.
Hin nýja Evrópa mun fyrirsjáan-
lega taka í eigin hendur aukna
ábyrgð á málefnum álfunnar, einnig
í öryggis- og varnarmálum. Það
táknar því að vissu leyti endalok
þess ástands, sem skapaðist við lok
seinni heimsstyrjaldarinnar, líkt og
sú þróun, sem nú á sér stað í Austur-
Evrópu.
En munurinn er mikill. Það sem
við blasir í Sovétríkjunum og Aust-
ur-Evrópu er ósigur, uppgjöf, hrun
þess þjóðfélagskerfis, sem þar var
komið á með vopnavaldi. í Vestur-
Evrópu blasir við stórkostlegur ár-
angur hins blandaða hagkerfis og
samstarfs lýðræðisríkjanna, hvort
heldur er á sviði efnahagsframfara
eða öryggis- og varnarmála. Þess-
um þjóðfélögum hefur tekist að
tryggja þegnum sínum frelsi og vel-
mengun. Lýðræðisþjóðfélagið hefur
sannað að það er nægilega sveigj-
anlegt til þess að laga sig að breyti-
legum aðstæðum og leysa vanda-
mál minnihlutahópa með því að
veita þeim hlutdeild í verðmæta-
sköpun með jöfnun lífskjara.
Sigurganga
Þegar lýðræðisþjóðir Vestur-Evr-
ópu komu út úr hörmungum styrj-
aldarinnar, niðurbrotin á sál og lík-
ama, mátu þau rétt þá hættu, sem
þeim stafaði af hinum morðóða Stal-
ínisma, gráum fyrir járnum og á út-
þensluskeiði. Lýðræðisríkin brugð-
ust við því, í Ijósi reynslunnar frá
millistríðsárunum, með því að
koma sér upp sameiginlegu öryggis-
kerfi lýðræðisríkjanna, innan
ramma Atlantshafsbandalagsins.
Sameiginlega gengu þau í gegnum
raunir kalda stríðsins, vígbúnaðar-
kapphlaupsins dg svæðisbundinna
átaka, í stað þess að gefast upp,
hvert á fætur öðru, eins og varð
hlutskipti þeirra frammi fyrir hern-
aðarofbeldi nasismans. Sú stefna
sem mótuð var á þessum árum inn-
an Atlantshafsbandalagsins og í pól-
itísku samstarfi lýðræðisríkjanna
hefur borið ríkuiegan ávöxt. Vestur-
Evrópa hefur nú búið við samfellt
friðarskeið lengur en nokkru sinni
fyrr í sögu sinni. Hún hefur búið við
frelsi og velmegun. Þróun Efnahags-
bandalagsins boðar Evrópu nýtt
hagvaxtarskeið, sem táknar að hún
geti haldið sínum hlut í samkeppni
við aðra heimshluta. Og síðast en
ekki síst: Lýðræðisríkin í Vestur-Evr-
ópu hafa nú næga burði til þess að
leggja grannþjóðum sínum í Mið- og
Austur-Evrópu lið með svo virkum
og áhrifamiklum hætti, að um muni.
Sú virka aðstoð getur beinlínis skipt
sköpum um það, hvort þróunin í
Austur-Evrópu í átt til lýðræðis og
efnahagsframfara, getur orðið með
friðsamlegum hætti eða ekki.
EFTA — EB________________________
Af ýmsum sögulegum ástæðum
hafa EFTA-ríkin 6 staðið utan við
þessa samrunaþróun innan Evrópu-
bandalagsins. Fyrir alllöngu var
ljóst, að það gætu þau ekki mikið
lengur. Þessi þjóðfélög eru svo eðlis-
skyld og svo háð hvert öðru, að þau
geta ekki einangrað sig, nema með
því að taka afleiðingunum í stöðn-
un, hnignun lífskjara, afturför.
Sem heild eru EFTA-ríkin tiltölu-
lega sterk efnahagslega. Þau geta
hins vegar ekki haldið stöðu sinni i
framtíðinni, nema með því að
tryggja sér hindrunarlausan aðgang
að hinum nýja Evrópumarkaði. Mik-
ill meirihluti útflutningsafurða okk-
ar fer á þennan markað. Fyrirtæki
innan EFTA-landanna fjárfesta í EB-
löndum og eru í nánu samstarfi við
fyrirtæki þar. Framtíðargengi okkar
á efnahagssviðinu byggist á því að
varðveita samkeppnishæfni við fyr-
irtæki innan EB. Við erum Evrópu-
þjóðir, sem deilum hinum sameigin-
lega menningararfi, sömu lifsgild-
um og lífsviðhorfum og hljótum að
reyna að tryggja þegnum okkar
sambærileg réttindi og starfsskil-
yrði. Við eigum ekki annarra kosta
völ. Þess vegna hljótum við að móta
5
„Við slculum ekki gleyma þvi að það
var Perestroika sem gerði frjáls-
ræðisþróunina i Mið- og Austur-Evrópu
mögulega. Lausn þjóðanna úr álögum
óttans var það sem réði úrslitum. Hver
á fætur annarri létu þjóðir Austur-
Evrópu reyna á trúverðugleika
Perestroiku.##
okkur stefnu um það, með hvaða
hætti við gætum hagsmuna okkar
innan Evrópusamstarfsins.
Þetta er viðamesta verkefni sem
íslensk stjórnvöld hafa tekist á við
frá stofnun lýðveldis á íslandi. Nið-
urstaðan mun skipta sköpun um alla
framtíð íslensks þjóðfélags á næstu
árum og áratugum.
Stefna ríkisstjórnarinnar
Núverandi ríkisstjórn hefur tekist
á við þetta verkefni af myndarskap,
áræði og raunsæi. Við höfum metið
vandlega hverra kosta við eigum
völ. Við höfum ekki efni á að ein-
angra okkur frá samrunaþróuninni í
Evrópu. Við eigum heldur ekki ann-
arra kosta völ, að því er varðar okk-
ar markaðsmál. Við njótum i stórum
dráttum fríverslunarkjara á Banda-
ríkjamarkaði, þótt margt megi gera
til að auka markaðshlutdeild okkar
þar. Þrátt fyrir vaxandi útflutning til
Japan og Asíulanda getur sá mark-
aður ekki komið í staðinn fyrir Evr-
ópu. Efnahagsástandið í Sovétríkj-
unum og Austur-Evrópu býður ekki
upp á mikla vaxtarmöguleika í ná-
inni framtíð. Staðreyndin er sú, að
meira en 70% heildarútflutnings
okkar íslendinga fer á markað hins
fyrirhugaða sameinaða efnahags-
svæðis. Við hljótum því að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að
tryggja hagsmuni okkar á þessum
megin mörkuðum. Um það er full-
komin pólitisk samstaða, eftir því
sem best er vitað, að aðild að Evr-
ópubandalaginu er ekki á dagskrá.
Við höfnum því að aðgang að mark-
aði þurfi að kaupa með því að veita
aðgang að þeirri auðlind, fiskimið-
unum við landið, sem við byggjum
afkomu okkar á. Á þessum forsend-
um höfum við mótað þau megin-
markmið sem keppa beri að:
að tryggja íslensku atvinnulífi í
framtíðinni hindrunarlausan að-
gang að mörkuðum hins samein-
aða evrópska efnahgassvæðis —
stærsta markaði í heimi.
að tryggja íslensku atvinnulífi að-
stöðu til samkeppni á jafnréttis-
grundvelli á þessum mörkuðum.
að fá viðurkenningu á grundvallar-
reglunni um fríverslun með fisk-
afurðir, sem eru okkar iðnaðaraf-
urðir.
að afla viðurkenningar Evrópu-
þjóða á sérstöðu Islendinga,
vegna fámennis og einhæfni at-
vinnulífsins, í samfélagi Evrópu-
þjóða.
að tryggja íslenskum ríkisborgurum
þátttökurétt á jafnréttisgrund-
velli í samstarfsverkefnum Evr-
ópuþjóða á öllum sviðunu ekki
hvað síst varðandi rannsóknir og
visindi, aðgang að menntastofn-
unum, samstarf að umhverfis-
vernd og félagsleg réttindi.
að tryggja að íslenska þjóðin geti
haldið til jafns við grannþjóðirn-
ar um lífskjör í framtíðinni.
Ríkisstjórnin hefur reynt að stuðla
að samstöðu með hagsmunahópum
og þjóðinni allri um þessi markmið
og þær leiðir, sem færar eru til að ná
settu marki. Það höfum við gert
með því að koma upp kerfisbundnu
samráði við samtök atvinnulífs og
vinnumarkaðar, auk þess sem allar
upplýsingar er málið varða hafa
verið kynntar jafnóðum og þær
liggja fyrir.
Stærstu viðfangsefnin___________
Það hefur komið í okkar hlut að
leiða undirbúningsviðræður EFTA-
ríkjanna við Evrópubandalagið og
leggja þannig grundvöllinn að þeim
samningum, sem hefjast eftir
nokkra mánuði. Þess hefur verið
vandlega gætt að ganga tryggilega
frá þeim fyrirvörum, sem sérstaða
íslands í ýmsu tilliti útheimtir. Og
þeim hefur öllum verið vandlega til
skila haldið í niðurstöðum könnun-
arviðræðnanna. Megin viðfangsefn-
in í komandi samningum verða
þessi:
1. Við þurfum að tryggja og víkka
út þau fríverslunarréttindi í vöru-
viðskiptum, sem við höfum feng-
ið með gagnkvæmum samning-