Alþýðublaðið - 30.12.1989, Page 14
14
Laugardagur 30. des. 1989
» *'./ )' Jc ,V. (ft y. t r
„Fjármagnsmarkaðurinn á ís-
iandi reyndist ekki vera sam-
keppnismarkaður, sem lýtur
lögmálum framboðs og eftir-
spurnar og leitar jafnvægis.
Hann var lokaður, verndaður og
ófuilkominn.“
— Jón Baldvin Hannibalsson í
áramótagrein í Alþýðublaðinu 3.
„Tölvufarganið er krabbamein
fyrirtækjanna.“
— Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Skjaldar hf. í Alþýðu-
blaðinu 7. febrúar.
Þessi fundaherferd er
endirinn á fortíðinni.
— Jón Baldvin Hannibalsson í Alþýðublaðinu 4. janúar um fyrirhugaða funda-
herferð hans og Ólafs Ragnars Grímssonar, „Á rauðu Ijósi."
„í stað þess að draga fram
sameiginlegan málefnagrund-
völl og reyna að kalla saman
starf í flokkunum báðum eru
þeir með upphlaup á opinberum
vettvangi — án nokkurra tengsla
við eitt eða neittsem er að gerast
í flokkunum."
— Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ um fundaherferð leiðtoga Al-
þýðuflokksins og Alþýðubandalags-
ins.
„Þessi frétt Morgunblaðsins
er staðhæfulaus með öllu.“
— Óli Þ. Guðbjartsson þingmaður
Borgaraflokksinsum frétt í Morgun-
blaðinu þess efnis að Alþýðuflokk-
urinn hafi boðið honum fyrsta sætið
í Suðurlandskjördæmi við næstu
kosningar.
„Auðvitað skyldi maður aldrei
útiloka að einhvern tímann í
framtíðinni verði eitthvað af
hlutabréfum í Eimskipafélaginu
á erlendum markaði.“
— Hörður Sigurgestsson forstjóri
Eimskipafélagsins í Alþýðublaðinu
17. janúar.
„Ef valdahópar í þjóðfélaginu,
innan bankakerfis og fjár-
magnsmarkaðar, vilja beita
áhrifum sínum til þess að
sprengja þessa stefnu í loft upp,
þá getur lýðræðislega kjörin
ríkisstjórn ekki horft á það að-
gerðalaust."
— Jón Baldvin Hannibalsson í Al-
þýðublaðinu 25. janúar um stefnuna
að hóflegum nafn- og raunvöxtum.
„Það verða alltaf fyrirtæki,
sem ekkert verður hægt að gera
neitt fyrir.“
— Gunnar Hilmarsson, formaður
Atvinnutryggingasjóðs útflutnings-
greina, í Alþýðublaðinu 25. janúar.
„Við viljum ekki kyssa vönd-
inn.“
— Ögmundur Jónasson 8. febrúar
um samstarf launaþegasamtakanna
um ferðamöguleika með öðrum en
Flugleiðum í ljósi málssóknar Flug-
leiða gegn Verslunarmannafélagi
Suðurnesja.
„Við erum ekki fullkomir, en
við erum nærri því. Það er alltaf
hægt að gera betur.“
— Craig Martin, blaðafulltrúi Bo-
eing-verksmiðjanna, 17. febrúar í
samtali við Alþýðublaðið í Seattle,
vegna tíðra óhappa hjá Boeingvél-
um.
„Efnahagsreikningur fyrir-
tækisins er okkar Akkilesar-
hæll.“
— Jón Sigurðarson forstjóri Ála-
foss í Alþýðublaðinu 22. febrúar,
vegna erfiðleika í kjölfar sameining-
ar Álafoss og ullardeildar SÍS.
„Málið er allt hið undarlegasta
og ekkert annaðen pólitískar of-
sóknir.“
— Sjöfn Sigurbjörnsdóttir 1. apríl
um þá ákvörðun menntamálaráð-
herra að auglýsa skólastjórastöðu
hennar við Olduselsskóla lausa til
umsóknar.
„Hví í ósköpunum skyldum við
vera að efna til einhverrar alls-
herjar herferðar gegn mann-
eskju?“
— Svavar Gestsson í sama blaði
um ummæli Sjafnar.
„Þetta kallar á svar við því
hvort við getuin haldið áfram að
velta fyrir okkur sameiginiegu
framboði, eins og ekkert hafi í
skorist. Svarið við því var nei.“
— Bjarni P. Magnússon, borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins, 4. apríl eft-
ir að borgarmálaráð flokksins hafði
ákveðið að hætta viðræðum um
sameiginlegt framboð vegna Sjafn-
armálsins.
„Eg verð að vera hreinskilinn:
Mér finnst þetta léleg blaða-
mennska.“
— Herby Naubacher, þýskur
blaðamaður, í Alþýðublaðinu 12.
apríl, um mynd Magnúsar Guð-
mundssonar „Lífsbjörg í noröurhöf-
um.‘
„Eg persónulega er ósammála
þessum skilmálum sem hann og
Hreggviður settu gagnvart Borg-
araflokknum, sjálfur hefði ég
hent slíku framcm í þá. Mér sárn-
ar að menn skuli hugsa svona
grunnt.“
— Óskar Ólafsson skipstjóri, vara-
maðurlnga Björns Albertssonar, 14.
apríl, eftir að IBA og Hreggviður
höfðu klofið sig úr Borgaraflokkn-
Fyrst verðum við að
læra að skríða áður en við
förum að hlaupa.
— Davíð Scheving Thorsteinsson formaður bankaráðs Iðnaðarbankans í Al-
þýðublaðinu 8. mars, þegar skriður var að komast á viðræður um sameiningu
banka.
„Ef að svo verður þrengt að
kerfinu í málamiðlunum að það
verður óvirkt verð ég ekki með í
þeiin leik.“
— Jóhanna Sigurðardóttir 11.
mars vegna skilyrða frá Framsókn-
arflokki fyrir því að húsbréfafrum-
varpið yrði lagt fram.
„Það gerðist ekki neitt, tókst
bara að drepa meiri tíma og
teygja meiri lopa.“
— Wincie Jóhannsdóttir formað-
ur HIK 15. mars um samningafund
félagsins við samninganefnd ríkis-
ins.
„Á seinustu stundu tók hann
þá djörfu pólitísku ákvörðun að
segja, að Svíar myndu fallast á
tillögur íslendinga um að EFTA
lýsti því yfir að fríverslun með
sjávarafurðir skyldu verða hin
almenna regla.“
— Jón Baldvin Hannibalsson í Al-
þýðublaðinu 17. mars um þátt Ing-
vars Carlssonar, forsætisráðherra
Svíþjóðar, í því að koma tillögum ís-
lands í ályktun EFTA-fundarins í Os-
ló.
„Nei, nei. Það voru engar deil-
ur í ríkisstjórninni. Málið var
bara rætt fram og aftur.“
— Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra 29. mars vegna um-
ræðna um fyrirhugaðar heræfingar
hér á landi.
um og stofnað Frjálslynda hægri-
menn.
„Hún er dálítið sljó til augn-
anna, blessunin. Minnir mig eig-
inlega svolítið á formann samn-
inganefndar ríkisins."
— Arni Heimir Jónsson kennari
14. apríl, eftir að nemendur í MR
höfðu gefið honum lifandi hænu að
skilnaði.
„Eg fer að efast um að það sé til
nokkuð sem heitir heiðarleiki í
pólitík. Mér finnst margt benda
til þess að annarleg sjónarmið
séu að ná yfirtökum í þessu
máli.“
— Jóhanna Sigurðardóttir 22.
apríl, um þá stefnubreytingu
Kvennalista og Sjálfstæðisflokks að
fresta bæri afgreiðslu húsbréfafrum-
varpsins til haustsins.
„Ágiskanir og upplognar vísi-
tölur eins og svokölluð launa-
vísitala verða ekki til að auka
álit mitt á nýju lánskjaravísitöl-
unni.“
— Magnús Jónsson veðurfræð-
ingur og fulltrúi krata í verðtrygg-
inganefnd, 1. mais, í tilefni af upp-
töku hinnar nýju lánskjaravísitölu.
„Þolinmæði fólks eru takmörk
sett og það er farið að síga í
mannskapinn og ekki að
ástæðulausu.“
— Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB 3. mars, vegna mikilla verð-
hækkana í kjölfar þess að verö-
stöðvun rann út.
„Við bara sitjum og bíðum. . .
Það hefur aldrei verið talað við
okkur um þetta. Ekki eitt einasta
orð.“
— Benedikt Gröndal sendiherra
26. apríl, um þá tillögu utanríkisráð-
herra að leggja niður embætti
heimasendiherra.
— Davíð Oddsson borgarstjóri 28. april, með hóta
um Fossvogsbrautina.
„Það hefur enginn kvartað
ennþá.“
— Andrés Jóhannesson, formað-
ur kjötmats ríkisins, 3. maí, um
myglað kjöt sem Alþýðublaðið'
greindi frá að komist hefði á mark-
að.
„Eg er ekki mikið fyrir að titla
samninga, hins vegar má segja
að þetta hafi ekki verið sóknar-
samningar.“
— Ásmundur Stefánsson, forseti
ASI, 3. maí, eftir að nýir samningar
ASI og VSÍ höfðu verið undirritaðir.
„Við ætlum ekki að bjóða ís-
lendingum neina aðstoð. Við
treystum þeim fullkomlega að
leiða viðræður EFTA og EB.“
— Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, 17. maí á íslandi,
vegna fréttaskeytis um að Svíar
treystu íslendingum ekki til að leiða
viðkomandi viðræður.
„Útiloka ekki nýja uppröðun
ráðherra.“
— Jón Sigurðsson 30. maí, vegna
viðræðna um inngöngu Borgara-
flokksins í ríkisstjórnina.