Alþýðublaðið - 30.12.1989, Side 15
Laugardagiir!30. des. 1989
i Alþýðublaðinu
„Til mín hefur komið fjöldinn
allur af sendiherrum og ráð-
herrum erlendra ríkja og óskað
mér til hamingju með frammi-
stöðu Jóns Sigurðssonar ráð-
herra."
— Albert Guðmundsson, sendi-
herra í Frakklandi, 3. júní, en Jón
stýrði árlegum fundi OECD í París.
„Þetta er að mínu áliti mikils-
verður árangur sem mun skila
sér í aukinni hagkvæmni í
bankarekstrinum og Iækkun
inir vegna deilna hans við Kópavogskaupstað
júlí, um úthlutun úr félagslega
íbúðakerfinu.
„Hann er allur á valdi æsifrétt-
ar úr Sjónvarpi. Hann hefur
enga vitneskju um hvaða
ákvarðanir voru teknar hér í
Húsnæðisstofnun.“
— Sigurður E. Guðmundsson, for-
stjóri Húsnæðisstofnunar, 11. júlí
um ummæli Hallgríms Guðmunds-
sonar.
„Eins og margir vita er búið að
draga Austfirðinga á asnaeyrun-
um í tæpan áratug með stóriðju-
áformum.“
— Hrafnkell A. Jónsson, formað-
ur Sambands sveitarfélaga, á Aust-
fjörðum 12. júlí.
„Fái ríkið þá vinnu sem það
borgar fyrir er aukavinna í lagi.“
— Garðar Halldórsson, húsa-
meistari ríkisins, 22. júlí, um auka-
vinnu lians og starfsmanna embætt-
isins.
„Það eru alltaf einhverjir sem
vilja fá kvóta og hafa það huggu-
Iegt.“
— Þorvaldur Guðmundsson í Síld
og fisk 22. júlí, um umræður um
framleiðslustýringu í svínafram-
leiðslu.
vaxtamunar þegar fram í sækir.“
— Jón Sigurðsson bankamálaráð-
herra 13. júní, eftir að samningar
um sameiningu 4 banka í einn risa
höfðu verið undirritaðir.
„Erum sennilega ekki nógu
miklir kafbátar."
— Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykjavík-
ur, 5. júlí um hvers vegna sjómenn
væru svo aftarlega í kjaramálum.
„Ég hefi lýst þessu svo, að rík-
isstjórn Steingríms Hermanns-
sonar hafi farið upp úr hjólför-
um ríkisstjórnar Þorsteins Páls-
sonar með framhjólin og virst
ætla upp úr meðafturhjólin, sem
ekki hefur enn gerst.“
— Stefán Valgeirsson 7. júlí um
ríkisstjórnina.
„Ég átta mig ekki á því hvað
þetta fólk í Húsnæðisstofnun er
að hugsa. Maður er nánast orð-
laus að heyra þetta. . . það er
ekkert um annað að ræða en að
leggja þessa stofnun niður.“
— Hallgrímur Guðmundsson,
bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, 8.
„Ég held t.d. aðfólk upplifi það
ekki að jafnaðarmenn hafi for-
ystu í þessari ríkisstjórn með því
að lesa um hrókeringar í utan-
ríkisþjónustunni eða endalaus-
ar viðræður um það, hvort taka
eigi klofningsframboð úr Sjálf-
stæðisflokknum inn í þessa
stjórn."
— Guðmundur Árni Stefánsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, 12. ágúst.
„Ég hef rætt það við núverandi
samstarfsaðila, að við kynnum
að vera til viðræðu um að láta af
hendi utanríkisráðuneytið að
uppfylltum tilteknum skilyrð-
um, nefnilega að við fengjum í
staðinn landbúnaðar- og um-
hverfisráðuneyti."
— Jón Baldvin Hannibalsson 16.
ágúst um stjómarviðræður við
Borgaraflokkinn, þar sem kratar
voru ásakaðir um að vilja ekki fórna
neinu.
„Það er öruggt og um það sam-
staða, að enginn þingmaður
flokksins bjargar ríkisstjórn-
inni ef upp úr slitnar. Ekki Aðal-
ÞAÐ STEFNIR BEINT í TOR- 1 k
TÍMINGU LANDBÚNAÐAR-
KERFISINS. ÞAÐ BER > f
DAUÐANN í BRJÓSTI SÉR. T 'V
— Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, 2. september vegna
11—14% hækkunar á mjólkurvörum. 'vák.
heiður, ekki Óli og ekki nokkur
annar í flokknum.“
— Áhrifamaður í Borgaraflokkn-
um 25. ágúst, þegar að úrslitastundu
dró í stjórnarmyndunarviðræðun-
um.
„Við sjáum að hin hagræna
hugsun um meira og meira geng-
ur ekki lengur. Jafnvel minna
getur veitt okkur meiri ham-
ingju.“
— Oscar Lafontaine, varaformað-
ur þýskra jafnaðarmanna, 29. ágúst.
„Fólk virðist frekar slegið yfir
þessu og telja að með þessu sé
verið að hverfa til fortíðar.“
— Selma Dóra Þorsteinsdóttir,
formaður Fóstrufélags íslands, 6.
september um kynjaskiptan leik-
skóla í Hafnarfirði.
„Ég held persónulega að það
væri óráðlegt að leggja frain
vantrauststillögu í upphafi
þings, miðað við þær breytingar
sem orðið hafa á ríkisstjórn-
inni. . . ég hygg að með því væri
verið að gefa stjórninni tækifæri
á traustsyfirlýsingu."
— Kristín Halldórsdöttir 13. sept-
ember. Vantraustið kom síðar og
spá Kristínar rættist!
„Hann er ekkert að vinna í
einkafyrirtæki þó að hann sé í
stjórn þessa félags. .. Hann hef-
ur farið stundum um helgar til
að leiðbeina þeim og í sumarfrí-
um, er það ekki frjálst?“
— Stefán Valgeirsson 16. sept-
ember, um Silfurstjörnuna og sér-
stakan aðstoðarmann sinn Trausta
Þorláksson.
„Já, það er rétt. Ég held hann
sé það ennþá, en við höfum verið
í vandræðum með það.“
— Steingrímur Hermannsson 16.
september um stöðu Trausta Þor-
lákssonar aðstoðarmanns Stefáns
sem deildarstjóra í forsætisráðu-
neytinu.
„Já, mér finnst þetta fullkom-
lega eðlilegt.“
— Ólafur Ragnar Grímsson 16.
september um stöðu Trausta Þor-
lákssonar.
„Silfurstjarnan er auðvitað í
gangi og þar er ég bara stjórnar-
maður.“
— Trausti Þorláksson, aðstoðar-
maður Stefáns Valgeirssonar og
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu,
stjórnarformaður Fiskeldisþjónust-
unnar og stjórnarmaður í Silfur-
stjörnunni, 16. september.
„Ég kemst að því í mínum nið-
urstöðum að byggð norrænna
manna á íslandi nái allt aftur á
sjöundu öld.“
— Margrét Hermanns-Auðardótt-
ir fornleifafræðingur 20. september,
um byltingarkenndar niðurstöður
sínar eftir uppgröft í Herjólfsdal.
„Það eina sem ég vona er að
Þorsteinn verði áfram formaður
Sjálfstæðisflokksins, því hann
minnir okkur Borgaraflokks-
menn ávallt á hvað við berjumst
fyrir.“
— Guðmundur Ágústsson 7. okt-
óber, um landsfund Sjálfstæöis-
flokksins.
„Mér hefur yfirleitt fundist að
skyldur mínar sem verkalýðs-
foringja væru brýnni við verka-
lýðshreyfinguna en Sjálfstæðis-
flokkinn, sem í raun og veru er
pólitískt keramik."
— Björn Þórhallsson, fv. varafor-
seti ASÍ, 11. október.
„Ég tel að verkalýðshreyfing-
in hafi verið allt of íhaldssöm á
sitt innra skipulag. Afleiðing
þess er að forystan hefur fjar-
lægst fjöldann.. . þann kjarna
sem hún er sprottin úr.“
— Jóhanna Sigurðardóttir 13.
október, vegna boðaðra breytinga á
vinnulöggjöfinni.
„Hvað veldur því að ég er
tengdur meintri spillingu Pap-
andreous?"
— Stefán Valgeirsson 20. október,
vegna greinar Björns Bjarnasonar í
Morgunblaðinu.
„Þröstur sagði að sér fyndist
koma til greina að nýir aðilar í
matvöruverslun yrðu að setja
háar tryggingar fyrir opinber-
um gjöldum áður en þeir fengju
verslunarleyfi.“
— Haft eftir Þresti Ólafssyni,
stjórnarformanni KRON, 24. októ-
ber.
„Fólk sættir sig ekki lengur
við að axla byrðar kreppunnar
og lykilorðið núer kjarajöfnun."
— Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, 21. nóvember.
„Menn verða að gera sér grein
fyrir því að þettaer allt tapað fé.“
— Sighvatur Björgvinsson, for-
maður fjárveitinganefndar, 24. nóv-
ember um 2,3 milljarða heildar-
skuldir loðdýraframleiðenda.
„I stað þess að skilja þegar
skall í tönnum og segja af sér
eins og kollegar hans austan
tjaldsins rifna gera nú hver af
öðrum, lét hann setja sig einan
og hlæjandi á kjánaprikið mitt.“
— Úlfar Þormóðsson rithöfundur
25. nóvember um Ólaf Ragnar
Grímsson, nýlega endurkjörinn for-
mann Alþýðubandalagsins.
„Sjálfstæðisflokkurinn er að
leika hættulegan og óábyrgan
leik sem, skaðar hagsmuni ís-
lands. . . Ég spyr um umboð for-
manns' Sjálfstæðisflokksins til
að draga Sjálfstæðisflokkinn
niður í svaðið.“
— Jón Baldvin Hannibalsson 1.
desember, í tilefni af vantrauststil-
lögu stjórnarandstöðunnar að frum-
kvæöi sjálfstæðismanna.
„Hún flytur ekki rökstuddar
tillögur um framfaramál heldur
stundar hér ómerkileg upp-
hlaup á Alþingi og loddarabrögð
til að ná athygli fjölmiðla og slá
ryki í augu fólks“
— Jón Sigurðsson 5. desember
um stjórnarandstöðuna.
„Með þessari vitleysu er meiri-
hlutinn að lýsa því yfir að fæð-
ingar séu aftar á forgangslistan-
um en alls konar smá viðvik sem
þola bið.“
— Bjarni P. Magnússon borgar-
fulltrúi 9. desember um leigu meiri-
hluta borgarstjómar á hluta hús-
næðis Fæðingarheimiiisins til 11
lækna.
Paö kemur til
greina aö viö
seljum allt
fyrirtœkiö og
göngum út...
Ég er ekki
giftur Stöö 2.
— Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps-
stjóri Stöðvar 2, 15. desember,
vegna umræðna um kaup fimm fyr-
irtækja á meirihluta í stöðinni.
„Þetta eru engar málfundaæf-
ingar eða karphúsströgl."
— Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður VMSÍ, 22. desember um
kjaraviðræðurnar við vinnuveit-
endur.