Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 28
MMlliníliiBIB
Laugardagur 30. des. 1989
Ný könnun BHM:
MEIRA LAUNAJAFNRÉTTI
HJÁ EINKAFYRIRTÆKJUM
Heildarlaun kvenna hjá sveitarfélögum adeins 61% af
launum karla. Karlmenn fá oftar bónusgreiðslur og
ómœlda yfirvinnu.
Launamunur háskóla-
menntaðra kvenna og
karla er talsvert meiri
hjá ríki og sveitarfélög-
um, en gengur og gerist
á aimennum vinnumark-
aði. Hjá sveitarfélögun-
um eru heildarlaun
kvenna einungis rúm
60% af heildarlaunum
karlmanna. Oánægja
varðandi launakjör er
líka mun meiri meðal
kvenna en karla. Þetta
má lesa út úr niðurstöð-
um ítarlegrar könnunar
sem Bandalag háskóla-
manna hefur gert meðal
félagsmanna sinna.
Gagnasöfnun þessarar
könnunar fór fram á síðasta
ári og náði til hluta af fé-
lagsmönnum samtakanna,
en BHM sendi niðurstöð-
urnar frá sér í gær. Auk ým-
issa annarra þátta var
könnuð menntun, launa-
kjör, vinnutími og viðhorf
til starfs og launakjara.
Svo sem vænta mátti
kom í Ijós allverulegur
munur á launakjörum
karla og kvenna. Þessi
munur er mismikill eftir at-
vinnurekendum og er
mestur hjá sveitarfélögun-
um en minnstur hjá einka-
fyrirtækjum. Ef miðað er
við heildarlaun fá háskóla-
menntaðar konur hjá sveit-
arfélögunum aðeins um
61% af heildarlaunum karl-
manna. Hjá einkafyrirtækj-
um er þetta hlutfall um
71%. Hlutfallið verður kon-
um hagstæðara ef miðað er
við föst laun. Þá fá konur á
þjlinu 71-77% af launum
karla.
Varðandi launakjörin
kemur ennfremur fram að
algengara er að karlmenn
fái bónusgreiðslur af ein-
hverju tagi eða fasta
ómælda yfirvinnu. Hlut-
fallslega fleiri konur fá yfir-
vinnu greidda samkvæmt
tímamælingu. Á aðeins
einfaldara máli, þýðir þetta
væntanlega að karlmenn
séu oftar yfirborgaðir.
Konur í Bandalagi há-
skólamanna virðast sam-
kvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar yfirleitt hafa
lægri prófgráðu en karlar.
Um fjórðungur svarenda í
könnuninni reyndist hafa
menntun á heilbrigðissviði.
94% karlmanna í þessum
hópi voru læknar en 25%
kvennanna.
Það vekur athygli að
greinilegur munur er á hjú-
skaparstöðu og barnafjölda
háskólamenntaðra karla
og kvenna. Konurnar eru
einhleypar í mun fleiri til-
vikum og eiga að jafnaði
færri börn. Þessu er svipað
farið í nágrannalöndum
okkar og hefur þar víðast
verið túlkað á þann veg að
konur eigi erfitt með að
samræma fjölskyldulíf og
krefjandi starfsframa.
Samkvæmt þeim niður-
stöðum könnunarinnar er
varða jafnrétti kynjanna
inni á heimilinu, munu há-
skólamenntaðir karlmenn
vera farnir að þvo upp og
annast börnin að einhverju
leyti. Fataþvottinum skipta
þeir sér ekki verulega af og
matseldin mun enn að
mestu leyti kvenmanns-
verk á þessum heimilum.
Þetta er í góðu samræmi
við aðra niðurstöðu könn-
unarinnar, sem sé þá að
karlmenn vinni almennt
mun lengri vinnutíma utan
heimilisins.
Yfirleitt voru svarendur í
könnuninni ánægðir með
með flesta þætti sem snertu
atvinnu þeirra, aðra en
launakjörin. í því sambandi
gætti talsverðrar óánægju
hjá báðum kynjum. Þó virt-
ust karlmenn yfirleitt
ánægðari með eigin starfs-
frama en algengara var á
hinn bóginn að þeir létu í
Ijós óánægju með yfirmenn
sína. Áhugi fyrir yfir-
mannastöðum var líka ótví-
rætt meiri hjá körlum en
konum.
í skýrsiunni um niður-
stöður könnunarinnar
kemur einnig fram sú at-
hyglisverða staðreynd að
yfir 80% félaga í Bandalagi
háskólamanna búa og
starfa á höfuðborgarsvæð-
inu.
Utanríkisráöherra:
Ánægja með þjóð-
frelsi í Rúmeníu
Utanríkisráðherra fól í
gær sendiráði Islands í
Moskvu að flytja nýjum
stjórnvöldum í Rúmeníu
óskir sínar um gott gengi í
viðleitni hennar til að
tryggja frið og stöðugleika
í landinu. Sendráðið í
Moskvu gegnir jafnframt
hlutverki sendiráðs gagn-
vart Rúmeníu.
í fréttatilkynningu sem
utanríkisráðuneytið sendi frá
sér í gær, lýsir utanríkis-
ráðherra ánægju sinni með
myndun Þjóðfrelsisráðsins í
Rúmeníu og fyrirheit ráðsins
um að efna til lýðræðislegra
og frjálsra kosninga i landinu.
Hin nýja stjórn er ennfremur
fullvissuð um fullan sam-
starfsvilja íslenskra stjórn-
valda.
Mannfjöldatölur:
Fjölgunin mestöíl
á suðvesturhorninu
íslendingum fjölgaði um
tæplega 18 hundruð
manns á árinu sem nú er
senn á enda. Hagstofan
hefur nú sent frá sér
bráðabirgðatölur yfir
mannfjölda á landinu 1.
des. sl. og samkvæmt þeim
voru landsmenn þá
253.482. Síðasta áratug
hefur okkur fjölgað um
nærri 27 þúsund.
Karlmenn eru rúmu þús-
undi fleiri en konur. Þetta
gildir þó ekki um allt land, því
i Reykjavík eru búsettar nær
þrem þúsundum fleiri konur
en karlar. Átakanlegt kven-
mannsleysi ríkir aftur á móti
sumsstaðar á landsbyggð-
inni. Dæmi valið af handa-
hófi er Hvalfjarðarstrandar-
hreppur þar sem búa ríflega
100 karlmenn en aðeins 60
konur. Annars staðar ríkir
nánast ótrúlega fullkomið
jafnvægi milli kynjanna.
Þannig er t.d. ástatt á
Hvammstanga þar sem búa
339 einstaklingar af hvoru
kyni.
Af mannfjöldatölunum að
dæma heldur byggðaþróunin
áfram í þá átt að íbúum suð-
vesturhornsins fjölgar.
Hafnarfjörður:
Nýr skóli á Hvaleyrarholti
Kennsla hefst nœsta haust. Annar skólinn á tveimur árum íHafnarfirði en Setbergs
skóli tók til starfa síðastliðið haust.
Tvö fimm ára börn tóku
fyrstu skóflustungurnar
að nýjum skóla sem á að
rísa á Hvaleyrarholtinu í
Hafnarfirði. Fyrsti áfangi
Hvaleyrarskóla á að vera
tilbúinn til kennslu næsta
haust. Hann er áætlaður
fyrir 550 nemendur og
verður fullbyggður 3.360
fermetrar.
Næsta haust er fyrirhugað
að um 150 nemendur geti
hafið þar nám. Gert er ráð
fyrir tveimur bekkjardeildum
í hverjum árgangi og munu
það verða yngstu árgangarn-
ir sem setjast þar fyrst á
skólabekk. Það var Ormar
Þór Guðmundsson arkitekt
sem teiknaði skólann en verk-
taki er ístak. Skólinn var boð-
inn út í svokölluðu alútboði.
Mikil aukning hefur orðið á
skólahúsnæði í Hafnarfirði
síðustu árin. Síðast liðið haust
var tekin í notkun nýr skóli í
Setbergi, Setbergsskóli, en
áður hafði verið byggt við
skólana í Norðurbæ, Víði-
staðaskóla og Engidalsskóla,
til að fullnægja þörfinni fyrir
skólahúsnæði í því hverfi.
Það mun þvi verða ár á milli
þess að Setbergsskóli og
Hvaleyrarskóli taka til starfa.