Tíminn - 05.04.1968, Side 1
t
Averell Harriman, einn þekktasti og reyndasti diplómat Bandaríkj
anna. Hann er sérlegur fulltrúi Lyndon Jolinsons, forseta, í væntan
Tilboð
Hanoi
ítrekaö
NTB-Hong Kong, fimmtudag
Hið opinbera málgagn
ríkisstjórnar N-Vietnam
í Hanoi, „Nhan Dan",
staðfesti í dag, að Norð-
ur-Vietnamstjórn er
reiðubúin til að hef ja við
ræður við Bandaríkin,
en endurtók jafnframt,
að sú takmarkaða stöðv
un loftárása á landið,
sem Lyndon Johnson
Bandaríkjaforseti hefur
látið framkvæma, sé ó-
fullnægjandi.
Segir blaðið í forystu-
grein, að Johnson setji enn
fram skilyrði fyrir algjörri
stöðvun loftárása og' heim-
kvaðningu bandarískra her-
sveita, jafnvel þótt Vietnam
ar hafi áður hafnað þessari
kröfu forsetans.
— Tilkynningin frá Hanoi
á miðvikudag um að Norður
Vietnam væri reiðubúið til
að hitta bandaríska sendi-
menn til undirbúningsvið-
ræðna um stöðvun loftárás
anna og annarra hernaðarað-
gerða gegn Norður-Vietnam
endurspeglar óskir vorar um
frið á orundvelli þess, að
K’nmhain a oi.s iö
Lyndon Johnson varar við ofmikilli bjartsýni
KOMAST VIÐR4DUR Á
ctdayínæstuVIKU?
NTB-Washington, fimmtudag.
-Ar Johnson Bandaríkjaforseti er nú kominn til Honolulu, til viðræðna
við hershöfðingja og ráðgjafa sína í Vietnammálinu, en síðan er
búizt við að hann hafi samband við stjórn Norður-Vietnam. Enn er
allt á huldu um hvar fulltrúar Norður-Vietnama og Bandaríkjamanna
muni hittast, en ýmsir fréttaritarar telja að það vérði í Moskvu, og
þá í byrjun næstu viku. Upphaflega áttu viðræðurnar í Honolulu að
snúast um hugsanlegan fulltrúafund N-Vietnam og USA, og gert var
ráð fyrir að aðeins Bandaríkjamenn tækju þátt í viðræðunum. Nú
telja margir stjórnmálafréttaritarar, að áður en lýkur, muni Honolulu
viðræðurnar breytast í ráðstefnu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra
í Vietnamstríðinu.
★ Áður en Johnson lagði upp í förina í dag, vöruðu ráðamenn í
Washington fólk við að gera sér of háar vonir um viðræðurnar og
fgnd USA og Norður-Vietnam. Bent var á, að í yfirlýsingu N-Vietnam-
stjórnarinnar mætti skilja að hún reyndi að láta líta svo út sem Banda
ríkin væru komin á fremsta hlunn með að biða hernaðarlegan ósigur.
Iegum viðræðum við ráðamenn í Hanoi, höfuðborg Norður-Víetnam.
Meðal annarra ráðgjafa John-
sons á Honolulu-ráðstefnunni verð
ur að líkindum Dean Rusk, utan-
ríkisráðherra, en hann er nú á
heimleið frá fundi SEATO (Suð-
austur-Asíubandalagsins), sem
haldinn var í Wellington á Nýja
Sjálandi. Þá er og talið víst, að
þeir ambassador Bandaríkjanna f
Saigon, Ellsworth Bunker, og
Westmoreland, yfirmaður Banda
ríkjahers í Vietnam, mæti til ráð
stefnunnar. Forseti Suður-Kóreu.,
Ohung Hee Park, situr einnig ráð
stefnuna.
Næst Bandaríkjamönnum, er
Suður-Kórea það ríki sem fiesta
hermenn sendir til að berjast við
skæruliða í Suður-Vietnam. Park
forseti er taiinn vera i flokki
ViðtaB við Pham Van Dong, forsætisráðherra N-Vietnam:
Sýaum sömu þrautseigju í við-
. I '
ræðum og á vígvelli
PHAM VAN DONG
NTB-París, fimmtudag.
— Norður-Vietnamar
munu sýna sömu þraut-
seigju og alvöru í samn-
ingum við Bandaríkjamenn
eins og þeir hafa sýnt á
vígvellinum, sagði Pham
Van Dong, forsætisráð-
herra Norður-Vietnam, í
viðtali við Parísarblaðið Le
Monde, í dag.
Forsætisráðherrann sagði og
að enn héldu Bandaríkjamenn
og
við ákvæði hinnar úreltu _0
óframkvæmanlegu San Antonio
yfirlýsingar Johnsons frá því
í september i fyrra. Yfirlýsing
sú er á þá lund, að Bandaríkin
muni hætta loftárásunum, svo
fremi að það leiddi til já-
kvæðra og árangursríkra við-
ræðna þegar í stað og að Norð-
ur-Vietnam noti ekki vopna-
hléið til að vígbúast.
Það var blaðamaður Le
Momde, Jaques Docornoy, sem
átti viðtalið við forsætisráðherr
ann, en þeir ræddust við all-
mörgum dögum áður en John-
son hélt ræðu sína í Washing-
ton, þar sem hann skýrði frá
takmarkaðri stöðvum loftárás-
anna. Pham Dong endurskoðaði
þó viðtalið síðast iiðinn þriðju
dag, áður en Norður-Vietnam-
stjórn lét uppskátt að hún væri
Ms til viðræðna.
Dong kvað einkum tvö atriði
vefjast fyrir lausn Vietnammáls
ins. í fyrsta lagi hina pólitísku
lausú á málinu. Til grundvall-
ar slíkri lausn verður að leggja
hin fjögur velþekktu atriði
Norður-Vietnamstjórnar. svo
Framhald á bls. 14.
þeirra, sem ekki vilja gefa eftir
i Vietnam, og því er búizt við
að hann muni reyna að vara menn
á ráðstefnunni við því að eiga
langar viðræður við Norður-Viet
naimstjórn.
Stjórnirnar í Washington og
Hanoi tóku ákvörðunina um að
hafa samband sín á miúli, mjög
skömmu eftir að Norður-Vietnam
stjórn hafði birt tilkynningu «ína
um að hún væri fús til viðræðna
við Bandaríkjastjóm, en þær við-
ræður myndu snúast um algera
stöðvun loftárásanna. Sem fund-
arstaðir hafa verið tilnefndir
borgimar París, .Moskva, Nýja
Delhi, Búkarest og Vientiane,, þar
eð bæði ríkin hafa sendiráð þar.
St j órnmálasérf ræðingar telj a
yfirlýsingu Norður-Vietnamstjórn
ar bera vott um sjálfstæði henn
ar gagnvart bæði Sovétríkjunum
og Kina. Þó telja sumir að bak
við tjöldin hafi Sovétstjórnin hvatt
Hanoi-stjórnina til að stíga þetta
mikilvæga skref.
Harold Wilson, forsætisráðherra
Bretlands, skýrði frá því á þingi
í dag, að stjórnir Bretlands og
Sovétríkjanna séu reiðubúnar til
að láta alla þá aðstoð í té, sem
kunni að stuðla að friði i Viet-
nam. Á mánudag sneri brezka
stjórnin sér til Sovétstjórnarinn-
ar og fór þess á leit að stjórairn-
ar tvær hefðu samvinnu um að
koma á friði í Vietnam. Það má
í rauninni segja, að það liggi
beint við að stjórnir þessara ríkja
hafi forgöngu um að koma á samn
ingum, því að fulltrúar þeirra
voru í forsæti á Genfarráðstefn-
unni um Vietnam 1954. Sovét-
stjórnin hefur enn ekki birt svar
sitt við beiðni brezku stjórnar-
innar, svo að Wilson er talinn
styðjast við yfirlýsingu þeirra
Sovétmanna frá þvi er Norður-
Vietnamstjórn birti tilkynningu
sina um hugsanlegar samningavið
ræður.
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið i síma 12323
mmm
69. fbl. — Föstudagur 5. apríl 1968. — 52. árg.
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
Framhald á bls. 14.