Tíminn - 05.04.1968, Side 9
FÖSTUDAGUR 5. aprfl 1968
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: KristjáD Benediktsson Ritstjórar: Þórartnn
ÞórarinssoD fáb> Andrés Krtstjánsson. Jód Relgason og IndriOl
G. Þorstelnsson Fulltrúl ritstjómar' Tómas Karlsson Ang-
lýsingastjórt: Steingrimui Gislason Ritstj.skrifstofui • Eddu-
búsinu, simai 1830Ú—18305 Skrtfsofur- Bankastrætl 7 Al-
greiSs'uslml: 12323 Auglýsingasimi- 19523 AOrai skrifstofur
sími 18300. Asikriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands - I
lausasölu kr 7.00 eint. - PrentsmiOjan EDDA b. t.
*5*
Fóðurbirgðastöðvar
Harðindi, sem nú vofa yfir vegna hafíssins, sanna enn
betur en ella nauðsyn þeirrar tillögu, sem þeir Magnús
H. Gíslason og Páll Þorsteinsson fluttu nýlega í efri
deild, að komið verði uþp í tilraunaskyni og í samvinnu
við búnaðarsamböndin heykögglavinnslu og fóðurbirgða
stöðvum á 3—4 stöðum á Norður- og Austurlandi og
verja á þessu ári til undirbúnings slíkra framkvæmda
hluta af því fé, sem Landnámi ríkisins er veitt á fjárlög-
um.
í upphafi greinargerðar þeirrar, sem fyl'gir tillögunni,
er vikið að því, að undanfarin ár hafi fóðuröflun brugð-
izt víða á Norður- og Austurlandi sökum vorkulda og
kals á túnum. Þetta hafi valdið viðkomandi bændum
miklum erfiðleikúm og ærnu tjóni. Síðan segir í grein-
argerðinni:
„Endurtekning þessara erfiðleika hefur eðlilega leitt
huga manna að nauðsyn þess, að fóðuröilun verði hverju
sinni tryggð heima fyrir, svo sem kostur er. Rannsóknir
hafa farið fram á orsökum kalskemmda, og úrræða
leitað til þess að koma í veg fyrir þær. Sennilegt er þó,
að seint verði það fyrir byggt með öllu, svo sem veðráttu
er háttað á landi hér.
Með tillögu þeirri, sem hér er flutt, er því beint til
ríkisstjórnarinnar, að hún feli Landnámi ríkisins að
koma upp á næstu árum fóðurbirgðastöðum 1 þeim
landshlutum, sem fóðurskorturinn hefur mest herjað að
undanförnu. Er þá haft í huga, að tekin séu til ræktunar
stór, samfelid landssvæði, þar sem þau væri að fá og
aðstæður að öðru leyti álitiegar tii þeirra framkvæmda,
sem hér um ræðir. Ef vel tækist til um þessar fram-
kvæmdir, — og annað er naumast ástæða til að ætla,
— mundi þrennt vinnast: Minni þörf fyrir kaup á kraft
fóðri, sem að stórum hluta er innflutt, auðveldari og
ódýrari flutningur á fóðrinu til þeirra bænda, sem á
því þyrftu að halda, og síðast en ekki sízt, mjög aukið
afkomuöryggi fyrir bændur.
Eðlilegt sýnist að fela Landnámi ríkisins að hafa for-
göngu um þessar framkvæmdir í samráði við hlutaðeig-
andi búnaðarsambönd. Landnámið mun hafa yfir nokkr-
um f jármunum að ráða. Talið er líklegt, að framkvæmdir
þess í ár verði mun minni en oft áður. Eru því allar horf
ur á, að það komi til með að eiga eitthvert afgangsfé.
Vafamál er, að því verði betur varið til annarra fram
kvæmda en þeirra, sem hér er bent á.“
Þótt menn voni í lengstu lög, að hafísinn, sem nú er
við landið, leiði ekki til mikilla harðinda, er hann eigi
að síður áminning um nauðsyn þeirra aðgerða, sem fram-
angreind tillaga þeirra Magnúsar og Páls fjallar um.
Langþráðar viðræður
Stjórn Norður-Vietnam hefur nú svarað takmörkun
Bandaríkjastjórnar á loftárásum, með því að segjast
reiðubúin til að fallast á viðræður um algera stöðvun
loftárásanna á Norður-Vietnam, en í kjölfar þeirrar
stöðvunar, hefjist vopnahlés- og friðarumræður. Johnson
forseti hefur lýst yfir því, að hann faliist á viðræður
um stöðvun loftárásanna.
Mikið veltur nú á því, að Bandaríkin fallist á það
ráð U Thants, að stöðva alveg loftárásirnar. Þá eiga að
geta hafizt þær friðarviðræður, sem heimurinn hefur
beðið eftir.
TÍMINN ?
ERLENT YFIRLIT
Ösigrarnir hafa orðiö Nixon
lærdómsríkir og breytt honum
Blaðamennirnir láta nú mun betur af hbnum en áður
ÞAÐ gerist eitthvað, sem nú
er ekki fyrirsj'áanlegt, ef ann-
ar maður en Richard Nixon
verður frambjóðandi repuibli-
kana í forsetakosningunum í
haust. Nixom hefur sýnt í próf-
kiosningunum í New Hampshire
Og Wisconsin, að hann á öfl-
ugt fylgi meðal flokksbræðra
sinna. Þá er það ekki síður
mikilsvert fyrir hann, að í þess
um kosningum hefur ekki kom
ið í ljós neitt sérstakt fylgi við
aðra leiðtoga republikana. Þeir
voru að vísu ekki í kjöri, eins
og Nixon, en kjósendum var
eigi að síður heimilt að rita
nöfn þeirra á kjörseðilinn, ef
þeir óskuðu eftir því.
Meðal repU'blikana virðist pað
álit yfirleitt ríkjamdi, að Nixon
sé sá af leiðtogum þeirra, sem
hafi mesta þekkingu og reynsl-u
til að gegna forsetaembættinu,
ásamt Nelsoii Rockefeller. Gáf-
ur hans eru ekki heldur dregn-
ar í efa. Tvennt hefur hins veg
ar staðið í vegi hans. Annað
er það, að hann féll fyrir
Kennedy í forsetakosningunum
1960 og fyrir Brown í ríkis-
stjórakosningunum í Kaliforníu
1062. Siðan loðir pað við hann,
að hann sé maðurinn, sem ekki
geti unnið kosningu. Hitt er
það, að þótt menn efi ekki gáf-
ur hans, er hann líkt og John-
son grunaður um græsku.
Hann sé ekki allur þar sem
hann sé séður. Það sé því ekki
fullkomlega hægt að treysta
honum. Þetta hefur joðað við
Nixon síðan hann vann í þing-
kosningunum í Kaliforníu en
hann þótti þá óvandur að
meðulum.
HINU er ekki að neita, að
þetta álit á Nixon hefur verið
að breytast í seinni tíð. Hann
hefur tekið þeim ósigrum, sem
hann hefur beðið, skynsamlega.
Almennt var talið, að pólitísk-
um ferli hans væri lokið, þeg-
M m hann tapaði í ríkisstjóra-
kosningunum í Kaliforníu H962.
Sjálfur sagði hann þá, að hann
hefði haldið sinn seinasta blaða
mannafund. En hann hætti við
að gefast upp. Hann stóð fast
með Goldwater í forsetakosn-
ingunum 1064, þótt það væri
allt annað en vinsælt og hann.
væri hvergi nærri sammála
Goldwater. Hann sýndi með því
traustleika sinn sem flokksmað
ur. í þingkosningunum 1066
leituðu frambjóðendur republi-
kana meira til hans en nokk-
urs manns annars, því að Nix-
on er eftirsóttur sem ræðumað-
ur. Hann rej^idist þá sem fyrr
óþreytandi í ferðalögum og
ræðuhöldum. Margir þakka hon
um þann sigur, sem repuiblikan-
ar unnu í þessum kosningum.
Og síðan hefur vegur Nixons
verið að vaxa jafnt og þétt.
Nú er hann óumdeilanlega sá
leiðtogi republikana, sem meg-
I iniþorri þeirra kýs helzt að
styðja sem forsetaefni, þrátt
| fyrir þann geig, að hann nái
ekki fylgi flokksleysingja og
öháðra demokrata. Hvort
tveggja er nauðsynlegt til að
sigra, þar sem republikanar
eru minni flokkurinn.
BLAÐAMÖNNUM, sem
hafa umgengizt Nixon að und-
anförnu, kemur saman um, að
hann sé á margan hátt breytt-
úr. Hann hafi lært af ósigrun-
um og mótgang:num. Áður
kvörtuðu blaðamenm undan því,
að Nixon vaeri óþægilegur i
umgengni og vildi sniðganga
þá sem mest. Nú er þetta öfugt.
Nixon er orðinn hinn samvimnu
þýðasti við blaðamennina. Þeir
gera líka hlut hans mun betri
nú en áður.
Miálefnalega þræðir Nixon
nokkurn veg:nn bil beggja milli
hægri og vinstri manna í
flokknum. Þótt hann hafi stað
ið nærri haukunum í Vietnam
málinu, hefur hann gætt þess
að ganga aldrei mikið lengra
en Johnson forseti. Síðan hann
hóf baráttuna í áambandi við
prófkjörin, hefur hann reynt
að minnast sem minmst á Viet-
namstyrjöld'úa. Hann hefur að-
eins sagt, að hann myndi vinna
að þvi að koma á friði, ef hann
yrði forseti. Annars hefur hann
frá upphafi látið í ljós þá trú,
að kosningabaráttan myndi
ekki snúast um Vietnammálið.
Johnson myndi reyna að koma
því svo fyrir, að það yrði ekki
aðalmálið, t. d. með ■ þvi að1
hefja samningaviðræður. Þetta
vicðist nú vera að rætast í
máiflutnimgi sínum hefur Nix-
on lagt höfuðáherzlu á innan-
landsmálin og þá fyrst og
framst á nauðsyn bess að
tryggð væri betri röð og regla.
Hann hefur í því sambandi
ekki aðelns átt við uppþot p
blökkumanna, heldur aukningu |
alls konar glæpa. Friðsamir fi
borgarar séu ekki lengur óhult H
ir á götunum fyrir ránsmönnum §
og uppvöðsluseggjum. Það er
ekki sízt þessi málflutningur
hans, sem hefur fundið hljóm- 1
grunn. |
ERFITT er enn að dæma um \
hvort það styrkir eða veikir
Nixon, að Johnson dregur sig >
í hlé. Sigurmöguleikar Nixons
byggjast á því að ná fylgi úr :
hægrá armi demokrata og ef {
til vill reynist honum það auð- :
veldara, þegar Johnson er úr
leik.
Flokksþing republikana verð
ur haldið á undan flokksþingi '
demokrat-a. Sennilega styrkir
það aðstöðu Nixons bar, að ,
ekki verður vitað þá, hvert for- j
setaefni demokrata verður.
En eins og sakir standa, þarf
eitthvað óvænt að ske ef Nix- I
on verður ekki valinm fram- ■
bjóðandi republikana. Þrátt í
fyrir fyrri ósigra hans væri (
rangt að vanmeta hann sem
baráttumann. Hann hefur íært
af óförunum og reynslunni. Þvi
má ekki heldur gleyma, að það
var ekki 100 bús. atkvæðamun- n
ur — innan við 1% af greidd-
um atkvæðum - á honum og
John F Kennedy í kosningun-
um 1060. Þ. Þ.