Tíminn - 05.04.1968, Qupperneq 8
FÖSTUDAGUR 5. apríl 1968
TÍMINN
Viðræður um
frið í Víetnam?
Vart hefur verdð um annað
meira talað né, ritað síðustu
dagana en ræðu Lyndon 3.
Jöhnsons, forseta Bandartíkj-
anma, til bandarísku þjóðarinn
ar á sunnudagskvöldið, og af-
leiðingar þeirra ákvarðana, er
hann skýrðd frá í þeirrd ræðu.
Mesta athygli hefur að sjiálf
sögðu vakið sú yfirlýsing for-
setans, að hann gæfi ekki kost
á sér til endurkjörs, hann
myndi hvorki leita eftir slíku,
né taka við þvi þótt í boði
væri. Um einlægnina að baki
þeirra orða eru þó skiptar skoð
anir.
Hitt atriði ræðunmar, stöðv
un hluta loftárása á Norður-
Vietnam, mun þó ef til vill
skipta meira máli, ekki sízt ef
siú ráðstöfun leiðir til viðræðna
raiilli deiluaðila eins og horf
ur eru nú á.
Ræða Johnsons
Johnsom lét það berast út
strax fyrir helgina, að hann
myndi flytja útvarps- og sjón-
varpsræðu til bandarísku þjóð
arinnar á sunmudagskvöldið og
einkum fjalla þar um Vietnam-
stríðið. Töldu margir, að
einna helzt væri að vænta til
kynningar frá Johmson um aukn
ar hernaðaraðgerðir í Vietnam.
Ræðan sjálf kom því mjög á
óvart.
Meginhluti ræðunnar var
um Vietnam. Kaflinm í lok ræð
unnar um, að Johnson myndi
ekki gefa kost á sér til endur
kjörs, var ekki í þeim undir
búna textá ræðunmar, sem
blaðamönnum var sendur nokkr
um klukkustundum áður en
hún var flutt.
Hið mýja í ræðu Johnsons
um Vietnam var sem kunnugt
er, að loftárásir á Norður-
Vietnam yrðu stöðvaðar, nema
á svæði rétt norðan við hlut-
lausa beltið um 17. breiddar
baug. Þessa einhliða ákvörðun
tæki Bamdaríkjastjórn í von um
að viðræður gætu hafizt fljót-
lega. Og hann gat þess um
leið, að jafnvel þær takmörk
uðu loftárásir, sem áfram
yrðu gerðar, myndu stöðvað
ar ef stjórnin i Hanoi svar
aði að einhverju leyti í sömu
mynt.
Eiinnig skoraði Johnson á
ríkisstjórnir Bretlands og
Sovétríkjánna, sem voru í for
sæti á Genf-ráðstefnunni um
Indó-Kína lfl'54, að gera allt
það, er í þeirra valdi stæði,
til þess að koma á friði í
Suðaustur-Asíu. Loks til-
kynnti Johnson, að hann hefði
tvo af þekktustu diplómötum
Bandaríkjanna til taks að fara
til Genf eða eitthvert annað
um leið og ríkisstjórnin í Han
oi féllist á viðræður. Þetta
voru þeir Averell Harriman,
sem Johmson sagði að yrði
sinn persónulegi fulltrúi í slík
um viðræðum, og Lláwellyn
Thompson, ambassador í
Moskvu, sem nú er staddur í
Bandaríkjunum.
Þetta voru helztu atriði þess
hluta ræðunnar, er fjölluðu
um frið í Vietnam. Auk þess
tilkynnti Johnson, að hann
myndi á næstu 5 mánuðum
senda að likindum um 13.500
hermenn til Vietnam. Myndi
þetta og ýmislegt annað hern-
aðarlegs eðlis í SuðurVietnam,
koista 2,5 milljarða dollara auka
lega á þessu ári, og 2,6 mil'lj-
arða doliara á næsta ári.
Var fagnað
Ákvörðun Johnsons varð-
andi loftárásir fékk góðan
hljómgrunn víðast hvar. Fögn
uðu menm því, að Bandaríkja-
stjórn skyldi þannig einhliða
hætta loftárásum að mestu,
og biðu eftir svari frá Hanoi.
En á mánudaginn dró þó
mokkuð úr bjartsýni manna. í
ljós kom, að haldið var á-
fram víðtækari loftárásum, en
flestir höfðu gert sér grein
fyrir við lestur á ræðu John
sons. Voru loftárásir gerðar
á staði ,alveg norður að 20.
breiddaribaug, eða um 335 kíló
metra norðan hlutlausa beltis
ins.
Vonibrigðin voru augljós í
fréttum og forystugreiinum stór
blaðanná á þriðjudag. The
New York Times sagði, að
loftárásir norður að 20. breidd
arbaug drægju mjög úr trú
manna á friðaróskum Johnsons,
og gæfi Hanoi-stjórn jafnvel
tilefni til að vísa viðræðum
á bug. Mörg blöð í Bretlandi
gáfu hið sama til kynna með
fyrirsögnum sem þessum: „Von
um frið minnkar", „Sprenigju-
flugvélar setja friðartilraunir
í hættu“, og „The Times“ í
London sagði, að ákvörðun John
sons virtist nú vera takmark-
aðri en haldið var, og lét jafin
vel að því liggja að bak við
þá ákvörðun gæti alveg eins
legið sú niðurstaða Bandaríkja
stjórnar, að hernaðarleg þýð
ing sprengjuárása fyrir norð
an 20. breiddarbaug væri lítil
sem engin.
Það dró því mjög úr vonum
manna um, að ðanoi-stjórn
myndi svara Johnson á þ'ann
hátt, að viðræður væru í áug
sýn. Stóð svo þar til siðdegis
á miðvikudag.
Tilboð Hanoi-stjórnar
sínum til að byrja með. Út-
varpið í Hanoi sendi út yfir
lýsiingu frá ríkisstjórn N-Viet
nam, og var hún „tekin niður“
í Singapore, Tokyó og öðrum
borgum.
Yfirlýsing þessi var svar
Hanoi-stjórnár við tillboði John
sons. Innan um mikill orða-
flaum um bandaríska heims-
valdasinna og sitt hvað fleira
Lyndon B. Jolinson
í þeim dúr, kom kafli sem i
raun var tilboð um viðræður
strax án þess að frekar væri
dregið úr loftárásunum. Þessi
•kafli yfirlýsingarinnar hljóðar
svo í lauslegri þýðingu:
„Ljóst er, að bandaríska rík
iisstjórnin hefur ekki snúizt
réttlátlega né fullkomlega við
Norður-Vietnam, framfarasinn
aðs almenmingsálits í Banda-
ríkjunum og almenningsálits-
ins í heiminum. Samt sem áður
lýsir riíkisstjórn Nórður-Viet-
nam sig fyrir sitt leyti reiðu
búna til að senda fulltréa sína
til þess að hafa samiband við
bandaríska sendimenn, svo að
þeir geti í sameiningu ákvarð
að skilyrðislausa stöðvun loft
árása og allra annarra hern-
aðaraðgerða gegn Norður-Viet
nam, svo að viðræður geti haf
izt.“
Lyndon Johnson var í Hvíta
húsinu, þegar honum barzt sá
kafli yfirlýsingarinnar sem fjali
aði um viðræður. Var það um
tvöleytið á miðvikudag að ís-
lenzkum tíma. Fimm mínútum
síðar kom Robert Kennedy á
fund Johnsons, en sá fundur
vax haldiinn samkvæmt beiðni
Kennedys.
Því var strax lýst yfir í
Hvíía h-úsinu. að ekkert yrði
um málið sagt fyrr en yfir-
lýsingin hefði í heild verið
íhuguð nákvæmlega. Johnson
lét hafa eftir sér síðdegis á
miðvikudag, að yfirlýsingin
væri „mjög athyglisverð". Ainn
að ekki í bili.
En út um allan heim var
rætt um yfirlýsinguna, og
stjórnmálaleiðtogar í Banda-
ríkjunum, og ráðamenn í fjöl
mörgum löndum sögðu álit sitt
á afstöðu Hanoi. Töldu memn
yfirteitt, að um stefnubreytingu
væri að ræða. Nú í fyrsta
sinn hefði ríkisstjórnir í Hanoi
fallizt á að ræða við fulltrúa
frá Bandaríkjunum án þess
að loftárásir væru stöðvaðar
fyrst skilyrðislaust og að öllu
leyti.
Þótt tekið sé fram í yfir-
lýsingunni, að stöðva verði
allar hernaðaraðgerðir gegn
N-Vietnam áður en formlegar
viðræður hefjist, þá var bent
á, að einmitt þær frumviðræð
ur, sem Hanoi-stjórn virðist nú
reiðubúin að taka þátt í, hlytu
að fjalla um þessar hernaðarað
gerðir. Það verði fyrsta málið
Var beint á, að afstaða Banda
ríkjanna og Norður-Vietnam til
frumviðræðna væri nú svipuð.
Þær ættu^ því að geta hafizt
fljótlega. í París voru ýmsir til
og með svo bjartsýnir, að þeir
töldu að slíkar viðræður myndi
jafnvel hefjast strax í vikulok
in, og myndu þær þá fjalla um
algjöra stöðvun loftárása. Sem
hugsanlegir fundarstaðir voru
nefndir 4 möguleikar: Sviss,
París, Nýja Delhi og Rangoon
í Burma, en á síðastnefnda
staðnum hafa fulltrúar Banda
ríkjanna og Norður-Vietnam
hittzt óformlega vegna fanga-
skdpta.
Svar Johnsons
Bjartsýni í þessu efni virtist
því eiga nokkum rétt á sér.
Þetta varð emn ljósara, þeg
ar Johnson tilkynnti blaða-
miönnum seint á miðvikudags-
kvöld, að B an daríkj astj óm
myndi taka upp samband við
fulltrúa frá Norður-Vietnam.
Tilkynnti hann þetta fimm im
um eftir að tilkynnt var um
tilboð Hanoi-stjórnar. Ekki
kom í ljós, hvernig hann hyggð
ist koma þessu samibandi á, né
hvar.
Jafnframt tilkynnti hann, að
hann myndi halda til Hoinolulu
til viðræðna við háttsetta banda
ríska ráðamemt í Suður-Viet-
nam. Þá stæðu yfir viðræður
við fulltrúa Saigon-stj órnarinm
ar pg bandamanna Bandarífcja-
anna í Vietnam.
Það kom fram hjó Johnsoin,
að ráðstefnan í Honolulu myndi
standa yfir firam yfir helgi, en
Johnson hélt til Hawaii-eyja
strax í gær, fimmtudag.
Er ekki Ijóst, hvort John
son hyggst koma sendimönn
um sínum — Harriman og
Thompson — strax í samband
við Norður-Vietnam, eða eftir
ráðstefnuna í Honolulu.
Lyftistöng fyrir
Johnson
Strax og kunmugt var um
svar Hanoi-stjórnar, var það
einnig túlkað pólitískt sem
mikill sigur fyrir Johnson for-
seta. Ef viðræður eru í raun
framundan, þá er það vissu-
lega svo. Og það beinir hugam
um að lokakafla ræðu forset
ans á sunnudaginn — um það,
að hann myndi ekki ieita
endurkjörs, né taka við útnefn-
ingu væru honum ooðin hún.
Sumir telja, að hann meini
þetta einlæglega. Að han.n ætli
að vinna að þvi þá 9 mánuði,
sem hann á eftir að sitja í emb
ætti á núverandi kjörtímabili,
að koma á friði Vietnam, og
þá helzt að láta af embætti
sem sá forsetinm, er tókst að
koma á friði þar.
Aðrir telja, að um herbragð
sé að ræða hjá Johnson. Fylgi
hans meðal bjóðarinnar hefur
aldrei verið minna en það var
fyrir nokkrum dögum sam
kvæmt skoðanakönnunum. Hin
dramatíska yfirlýsing forset-
ans og síðan þróunin í Viet
nam-málimu getur breytt þessu
öllu saman, og mun vissulega
gera það, ef eínhver árangur
verður af viðræðum.
Margir telja, að á þetta hafi
forsetinn treyst. Og segja þá
Framhald á bls. 12.
Þa varð mikil breyting, þótt
flestir væru va^káir^ í dómum réttlótum kröfum ríkisstjórnar á dagskró.
Forsíðúr New York-blaðanna á mánudag, eftir hina óvæntu ákvarðanir Jolinson forseta um tak-
markaða stöðvun loftárása og höfnun endurkjörs.
V