Tíminn - 05.04.1968, Side 2
2
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 5. apríl 1968
íBgg má þvo af jiakkalafinu
og jafnvel úr andlitinu en nap
alm ekki. Segja gárungarnir í
Sviþjóð. Nei ekki gárungarnir,
en vel vinstrisinnaðir ungling-
ar, sem leggja nótt með degi
til þess að kynna sögu og háttu
Viet Nam og baráttu þessarar
fátæku þjóðar gegn ofurveldi
hins sjálfútnefnda vemdara
„lýðræðis og mannréttinda“.'
Og svo kasta nokkrir þeirra
eggjum í vonlausri örvæntingu
og vaxandi harmi, sem fýrr'
eða seinna snýst upp í hatúr,
kannske ekki bara á þe:rri
ríkisstjórn, sem ber höfuðá-
ibyrgðina á þeim ógnahþjáning
um, sem við sjáum daglega á
sjónvarpsskerminum, en sem
yfirgengur allt það sem við,
mettir og sjálfumglaðir borgar
ar velferðarríkisins, getum skil
ið. Nei, hættan er að hatrið
kunni að færast yfir á alla
þjóð Bandaríkjanna án að-
skilnaðar, þjóð, sem hefir ver-
ið svikin gróflega. Hvar er nú
friðarboðinn frá 1064, sem sigr
aði svo frækilega yfir Goldwat
er hinum herskáa?
Eggin lenda á sendimanni
Lyndons-. Hann er að koma til
þess að ræða efnahagsmál,
hversu stöðva megi útrennsli
Víetnam-stríðinu mótmælt í Stokkhólmi.
doHarans til Evrópu, því ekki
einu sinni auðugasta ríki ver-
aldar þolir hvað sem er. Út-
rennslið til Asiu ög Bvrópu er
of mikið og að hala inn í Asiíu
er ekki upp á teningnum.
Hvað segja þá þeir, sem vald
ið hafa? Þeir sem halda uppi
röð og reglu? Ríkisstjórnin for
dæmdi, bað afsökunar og seg-
ir að slíkar aðferðir, skemmd-
arstarfsemi og strákapör, skaði
þann málstað, sem unglingar
vilji vinna gagn og stjórnin
hafi samúð með. Fólkið, ja,
fólkið dæmir alltaf harðast.
Fólkið hefir það gott, og áll
hafa það gott og lifa ótruflað
og óáreitt. Flestir eru búnir að
gleyrna eða hafa aldrei upplif-
að Ádalen 1931, þegar auðvald
ið sænska sendi herinn á mót-
miælagöngu sveltandi verkfalls-
manna og fimm voru skotnir
til bana, stór verkföll hafa
ekki truflað siðan 1945, eða
46. Nú er fólkið rifið upp úr
mókinu, af slagsmálum á göt-
um úti og eggjak’asti, eins og
fugl, sem hræddur er af eggj-
um sínum á vordegi. Slíkt fær
óblíð eftirmæli. Svenska Dag-
bladet (SvD) í broddi fylking-
ar íhaldsmálgagna, á ekki orð
til þess að lýsa viðbjóði sín-
lím á slíku framferði, þjóð-
skipulaigð er í voða og með
því lýðræðið, engin hegning
nógu hörð. Og gárungarnir,
hvað segja þeir? Jú, nú veit
Lyndon að minnsta kosti hvað
hann ekki skyldi gera. Kasti
hann eggjum á Viet Nam fær
hann jafnvel SvD upp á móti
sér. Svo lengi sem hann held-
ur sig að napalm og hagla-
sprengjum lætur SvD sér
nægja að gagnrýna árásar-
stefnu kommúnista og harma
að Bandaríkjamenn neyðist til
mótaðgerða, sem ekki eru að-
laðandi. Viet Nam málið hefir
sýnt athyglisverða þróun hér
í Svíþjóð. Árið 1965 hélt ráð-
herrann Palme ræðu, sem fræg
er orðin sem Gavleræðan. Þar
sagði han,n að kröfum um jafn
rétti og þjóðfélagslegaf umbæt
ur væri árangurslaust að mæta
með sprengjuregni og fall-
byssuskiöthríð. Kann var held-
ur ekki sannfæröur um ágæti
þess lýðræðis eða öryggi
þeirra mannréttinda, sem væri
verið að verja. Hann hafði
kannske heyrt á skotspón-
um að Búddatrúarmunkar
brenndu sig á báli opinberlega
til þess að mótmæla trúarleg-
um og pólitískum ofsóknum
frá hendi þeirrar „Lýðræðis-
stjórnar", sem varin er og
vernduð. Hún hafði að vísu
ekki verið kjörin af öðrum en
OIA, sem stóð á bak við bylt-
ingu, þar sem fyrirrennararn-
ir voru drepnir úti um götur
og torg.
Palme var húðflengdur lengi
og ákaft af stjórnarandstöð-
unni. Það væri óhæft að tala
svo illa um rikisstjórn (þá í
Suður- Viet Nam), sem Svíar
hefðu stjórnmálasamband við
sagði sá frjálslyndi Bertil
Ohlin. Svo smám saman þok-
aðist þó almenningsálitið í átt
til Palme. Á síðastliðnu sumri
var Folkpartiet (Frjálslyndi
flokkurinn) reiðuibúið að
hætta sprengjuregninu yfir
Norður Viet Nam. Unga fólkið
ekki sízt stúdentar, áttu drjúg-
an þátt í þeirri þróun. Svipað
gildir um Miðflokkinn (Center
partiet), þar liggur unga folk-
ið langt framar hinum full-
orðnu í gagnrýninni á USA.
Nokkru eftir að Palme hélt
sína Gavleræðu hélt utanríkis-
ráðherrann Torsten Nilsson
j-æðu í Stokkhólmi, notaði önn
ur orð en með svipuðu inni-
haldi. íhaldsöflin rembdust nú
við að finna ósamræmið í ræð-
um ráðherranna, það gekk mið
ur vel því bæði Nilsson og
forsætisráðherrann Erland-
er höfðu lesið ræðu Palme áð-
ur en hún var flutt og sam-
þykkt hana. Svo leið og beið.
Unglingarnir, sem ég nefndi i
npphafi, lögðu nótt með degi,
fjölrituðu blöð, dreifðu þeim
og seldu á götum úti, héldu
mótmælagöngur o.s. frv. Það
leikur ekki á tveim tungum,
að sú sveifla í almenningsálit-
inu, sem hefir átt sér stað, er
að miklu leyti verk þessara
unglinga. Óþolinmæði þeirra
óx, þeim þótti ríkisstjórn-
in hæglát og þögul um málið,
mótmælagöngunum fjölgaði og
uxu að umfangi og umsvifum,
lögreglan, sem heldur uppi röð
og reglu, veitir leyfi til slíks
og henni féll ekki ávallt vel
við það ónæði í umferðinni,
sem af þessu hlauzt, Ókvæðis-
orðum fjölgaði á spjöldunum
í takt með aukningu hernaðar
aðgerða USA. Og mótmaéla-
göngumaður, sen\ ekki kann
að stilla orðum sínum í hóf
er blettur á skildi menningar-
þjóðar. Árekstrar jukust milli
lögreglu og göngufólksins. 20.
des. í fyrra kom svo skamm-
hlaupið. Skipulögð hafði verið
mikil mótmœlaganga í hjarta
Stokkhólmisborgar á hátindi
jólakommersins. Lögreglan
gaf leyfi sitt, en vildi ekki sam'
þykkja gönguleiðina. ■
Aðalverzlunargötunufn skyldi
sneitt hjá, því að það sér
hver heilvita maður, hélt lög-
reglan, að ekki má trúfla fólk
við jólainnkaupiin, sem eiga að
bjarga margri illa staddri for-
retningu. Þetta var þolanlegt,
en allt samkomulag strandaði,
þegar lögreglan harðneitaði að
sleppa fram fólkinu að seridi-
ráði Baindaríkjanna. Út vil ek,
sagði Snorri forðum. Göngu-
fólkið ákvað að fara sínu fram.
Þar með var gangan ólögleg.
Lögreglán kallaði úr ca. 200
lögreglumenn til þess að
hindra gönguna, heil tylft
ríðandi og annað eins með
hunda. Að 200 manna her
dygði til þess .að verja oygg-
inguna, þótt fólkinu væri
sleppt fram, datt erigum í hag,
enguin ábyrgum að minnsta
kosti. Af eðlilegum ástæðam
kom gangan aldrei fram til
sendiráðsins, allt fór , bái og
brand áður. Um 40 settir inn,
enginn lögreglumaður þó.
Eftir áramótin tók svo fé-
lagsmálahreýfiingin í landinu
rögg á sig og stofnaði Viet
Nam nefnd, til þess að byggja
upp almenningsálitið gegn að-
förum Bandaríkjamanna í Viet
Nam, og gefa mótmælunum
virðulegri svip og 'aukna þyngd.
Aðeins hægri sinnuð félags-
málasamtök munu standa utdii
við nefndina. Víst tókst að geta
mótmælunum aukna þyngd.
Nefndin efndi til mótmæla-
göngu í Stokkhólmi. Spjöldin
voru stórorð sem hjá ungling-
unum. Aðalræðumaður var ráð
herranm Palme. Nú vildi svo
til, að sendiherra Norður Viet
Nam í Moskvu var staddui :
Stockhólmi. Hann gekk við
hlið Palme í fylkingarbroddi
Ræða Palme var eins og vænta
mátti harðorð í garð Banda-
ríkjamamna vegna Viet Nam
Aftur reyindi íhaldið að gera
.gildandi að stjórnin talaði
tveim tungum. Aftur lýsti Er-
lander yfir, að hann og Tor
stein Nilsson hefðu lesið og
s.amþykkt ræðu Palme.
í gær hefði svo Bandaríkja-
Stjórn svarað með því að kalla
heim sendiherra sinn í Stokk-
hólmi íil Þóllalegginga kúreka
á milli,.: í kvöld er sagt að
hann muni trúlega koma til
baka.
A meðan rennur það upp
fyrir fleirum hér, að það
sem skeður í Viet Nam eru
engir einangraði atburðir.
Þvert á móti. Fátækri þjóð er
fórnað fyrir kerfi, fyrir heims
valdastefnu auðvaldsklíku, sem
ekki bara hefir tögl og halgd-
ir í stjórn Bandaríkjanna, held
ur og tröllríður þjóðum Mið-
og Suður-Ameríku, lætur sig
litlu skipta þótt spirandi brodd
ur iýðræðis sé fótum troðinn
i Grikklandi, klíka, sem ekkert
óttast meir en vaxandi þjóð-
armeðvitund og kröfur um
mannréttindi og réttláta
skiptingu þjóðarauðs í þessum
nýlendum United Fruits og
CÍA og'með ráðnum hug fórn
ar uppbyggingu hins góða þjóð
félags, „the Great Society". fyr-
ir vopnaða baráttu gegn ólæs-
um bændum og hálfsveltandi
verkamönmum viða um heim.
Þó að ólœtim þann 20. des.
hafi komið i skuggann fyrir
öðru, þá er nú allt fleirum
ljóst, að lögreglan hefir ek,ki
komið fram af þeirri lipurð,
sem æskilegt. hefði verið. All-
ir eru heldur ekki lengur sann
færðir um að jóiakommers
betri borgaranna eigi skilyrðis-
laust að sitja fyrir mótmæla-
göngum á götum og torgum.
Sumir hafa byrjað að upp-
götva að mótmælagöngur eru
eitt fjölmiðlu-nartæki á borð
við ritstörf og ræðuhöld. og
eigi að njóta svipaðrar stöðu
í lýðræðisþjóðfélagi Að fólk
sem vill skipa sér í fylkingar
og g'anga skipulegs eigi
kannski jafnmikinn ’-étt a götu
rýminu eins og hinir, sem
gamga einsamír eða fjólskyldu
vís. --
Þannig má segja að heil
brigðari sýn a mótmælagöngur
ryðji sér til rúms i skugga
slagsmálanna Annar báttur er
í mótmælastarfsem] þessara
FNL ihópa, ^ins og þeir kall-
ast, sem ómösuleat er að af-
saka eða þola. Þeir hrópa nið-
ur ræðumenn og hleypa upp
fundum, þar sem talsmenn
bandarisku stefnunnar Koma
fram. Það ætti að vera aug-
ljóst, að hver sem vill njóta
málfrelsis verður að boia öðr
um það líka.
Þetta er ijótur ijóður a ráði
þessara ungmenna. sem t>ó
ekki fær dulið eða kastað
skugga á hið óhemju tóm-
stundastarf, sem þau hafa lagt
í að sýna fólki fram á að egg
megi þvo úr andlitinu, en
aldri naplam. Uppsala 9.3.‘68.
(Siðan þetta er ritað hefur
Vietnam-málið tekið nýja
stefnu eftir hina söguíegu ræöu
Johnsons).
I