Tíminn - 05.04.1968, Qupperneq 3
■ '
••■•■■• •■•■•■■
■;:; v.. •:
■******"» ww» Iiii 11 ,,i'i';ii<iM»wiiii
jgsssj&i
Fastar ferðir eru hafnar að nýju
GB-Akranesi, fimmitudag.
„Enginn veit hvað átt hefur,
fyrr en misst hefur“. Þetta mál-
tæki hefur sanmazt á öllum þeim,
sem þurft hafa að komast milli
Akraness og Reykjavíkur þessa
viku, því að Akraborgin var fyrir
helgina tekin til hreinsunar og
viðgerðar upp í hina nýju og full
komnu skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts h.f. á Akranesi, og er það
í fyrsta skipti, sem hægt hefur
verið að veita slíka þjónustu par,
er, áður hefur sams konar viðgerð
farið fram í Reykjavík.
Við að taka upp skipin og setja
þau niður er notuð lyíta, í stað
dráttarbrautar, sem áður íiðkað-
ist. Mun þetta vera eina skipa-
ljdtan, sem sett hefur verið upp
hér á landi, en tæki þessi eru
amerísk að uppruna, og hafa gef-
izþmjög vel.
í hiinni nýju skipasmíðastöð er
þegar búið að smíða og afhenda
eitt stálSkip, 108 tonn að stærð
og nú er þar í smíðum annað, um
400 tonn, sem fullgert verður á
næsta sumri, en hægt er að
bjggja þarna allmikið stærri skip
— Auk þess er unnið þarna mikið
að alls konar viðgerðum, bæði á
tré- og járnskipum, enda vinna
þarna um, 1120 iðnaðarmenn og
iðnnemar, auk þess sem aðstaða
öli og tækjakostur er svo sem
bezt verður á kosið.
Akraborgim, sem er 358 iestir
að stærð, var smíðuð í Danmörku
og kom hingað til lands árið
li95'8, Var hún fyrst í förum milli
Reykjavíkur, Borgarness og Akra-
ness, en síðustu árin einungis
milli Akraness og Reykjavíkur og
eru áætlunarferðir 3—4 daglega,
en ferðin aðra leiðina tekur rétt-
an klukkutíma. *
Með auknum farþegafjölda á
þessari leið skapast þörf fyrir
stærra og hraðskreiðara skip en
Akraborgin er. Ef til vill verður
það stór yfirbyggð bílferja, sem
hægt verður að aka bílunum út í
og upp úr, svo sem hvarvetna má
Framhajo a ols Id
50 gömlum Elnavélum
skipt á þremur dögum
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Konur hafa fjölmennt niður
í Silla og Valda-verzlunina í
Austurstræti síðustu þrjá
daga, en þar hafa þeim verið
boðin skipti á gömlum og nýj
um Elnasaumavélum. Blaða-
mönnum voru kynnt þessi véla
skipti í dag, og fara þau fram
með þeim hætti, að viðskipta
vinurinn kemur með sína
gömlu Elnasaumavél, hún er
metin, og í flestum tilfelluip
fást fyrir vélina um 50% af
upphaflegu v<írði hennar. Þessi
upphæð er siðan tekin, scm
fyrsta afborgun af nýrri Elna
saumavél, sem kostar 11.500
krónur.
Andreas Arvidsson sölustjóri
Elna í Svíþjóð er staddur hér
á landi og sagðist hann aldrei
hafa tekið þátt í jafn miklum
!*'ramhalcl a bts. 14
Fræðslu- og upplýsingaskrifstofa Umferðarnefndar Reykja-
víkur og lögreglan fóru þess á leit við alla páskaeggjaframleið-
endur nú fyrir páskana, að settir yrðu miðar með stuttum um-
ferðaáminningum í flest páskaegg. Miðarnir eru tölusettir og
gilda sem happdrættismiðar í páskahappdrætti áðurnefndra
aðila. Vinningar eru 10 vönduð reiðhjól og verður dregið um
þau 20. apríl.
Jafnframt þessu hefur verið sett upp sýning í glugga Mál-
arans í Bankastræti, þar sem sýndir eru nokkrir vinninga í
happdrættinu, ásamt sýnishorni af útgáfum, bæklingum, dreifi-
miðum, auglýsingaspjöldum o. fl., sem Umferðarnefnd Reykja
víkur og lögreglan liafa gefið út að undanförnu. Happdrættið
er liður í víðtækri fræðslustarfsemi og er einkum ætlað að
vekja athygli fólks á umferðarmálum.
FÖSTUDAGUR 8. apríl 1968
TÍMINN
Hóskólastúdentar bjóða
þekktum NorSmanni
til íslands
Sbúdentaf'élag Hóskóla íslands
hefur fengið hingað til lands
Johan Galtung, forstöðumann
Alþjóðlegu friðarrarunsóknar-
stofnunarinnar í Osló. Mun
hann halda erindi fyrir almenn
ing í Tj-arnarbæ í kvöld, föstu
dag, um friðarumleitanir í
Suðaustur-Asíu og víðar. Galt-
ung kemur hingað frá Japan.
Johan Galtung þekkir mjög vel
til mál&fna ^uðaustur-Asíu og
annarra þeirrn heimshluta, sem
hvað mest hafa verið í fréttum
nú undainfarið um heim allan.
Hefur hann ritað fjölmargar
greinar í blöð og tímarit um
þ’au mál og haldið fjölmarga
fyrirlesitra víða um heim. Er-
indið hefst kl. 20,30 og er öll-
um heimill aðgangur. Að lokn
um flutningi erindisins mun
framsögumaður svara þeim
fyrirspurnum, sem fram kunna
að vera bornar af fundargest-
um. Fyrirspurnirnar má bera
fram hvort heldur er á norsku,
ensku eða íslemzku.
Lágmarksverð á loðnu
Á furidi: Verðlagsráðs sjávar
útvegsiins 'í dag var ákveðið, að
lágmarksvdrð á loðnu til fryst
íngar á lQðnuyertíð 1988 skuli
vera kr. 1.00 hvert kg.
Verðið miðast við að seljandi
afhendi loðnuna á flutnings-
tæki við hlið veiðiskips.
Reykjavík, 2. apríl 1968,
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Fyrirlestri Matras
frestað
Vegna þess að pngar flugsam
göngur hafa verið við Færeyj-
ar, frestast för O^ristian Mat-
ras, prófessors, hingað. Til-
kynnt hafði verið, að hann
héldi fyrirlestur á vegum Fé-
lags ísl. fræða í Háskólanum.
Nú verður að fresta þessum
fyrirlestri, en Matras flytur
hanrn væntanlega n. k. mánu-
dag.
Próf í Stýrimannaskólanum
30. marz sl. lauk farmanna-
og fiskimannaprófi 1. stigs,
sem veitir skipstjórnarréttindi
á islenzkum skipum allt að 120
rúmlestum í innania'ndssígling
um. Sama dag lauk einnig far
mannaprófi 2. stigs, þ. e. prófi
up'p úr 2. bekk farmannadeild-
ar.
Farmannaprófi 1. sti'gs luku
19 nemendur, og hlutu allir
Framhald á bls. 14.
MOTMÆLA RANGTULKUN
UTANRÍKISRðÐHERRANS
BJ-IR'eykjavík, miðvikudag.
★ Aðalfuiulur Félags íslenzkra
flugumferðarstjóra var haldinn að
Hótel Loftleiðum 28. marz s. 1., og
var m. a. rætt um launa- og kjara-
nnál. í tilkynningu frá félaginu
segir, að fram hafi komið á fund-
iiium mikil óánægja félagsmanna
með núverandi skipan þeirra
mála, „sem hljóti að leiða til þess
að hæfir mein fást ekki til hinna
ábyrgðarmiklu stai-fa flugumferð-
arstj ómarinnar “.
★ Þá samþykkti fundurinn, að
mótmæla „rangtúlkun þeirri, er
fram kom í ummælum utanríkis
ráðherra ivið fyrirspurn á Alþingi
verðandi slys F-102 þotu varnar-
liðsins fyrir skömmu“.
Á fundinum var samþykkt að
staðfesta óskir félagsins um aðild
að BiSRB. Einnig rar ákveðið að
senda sem áður tvo fuiltrúa á
iþing Alþjóðasamlbands flugum-
ferðarstjóra, en það verður hald-
ið í Þýzkalandi seint í apríl. FTF
var einn af stofnendum þeirra
samt’aka.
Á fundinum var lýst kjöri
stjórnar félagsins, en í henni eiga
sæti: Guðlaugur Kristinsson, for
maður, Haraldur Guðmu.ndsson,
varaformaður, Svan H. Trampe, rit
ari, Kristinn Sigurðsson, gjaldkeri
og Sigmundur Guðmundsson,
meðstjórnandi.
Akraborgin (lengst til hægri) og fleiri skip í slippn n á Akranesi.
Akraborgin fór í
slipp á Akranesi
!
/