Tíminn - 05.04.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 05.04.1968, Qupperneq 7
/ FOSTUDAGUR 5. aprfl 1968 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR Upplýsinga verði afíað um lánskjör atvinnuvega þeirra þjóða, sem Islendingar keppa við Þórarinn Þórarinsson heíur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar í neðri deild Alþingis um lánskjör atvinnuveganna. Til- laga Þórarins er svohljóðandi: „Neðri deild Alþingis álykt- ar að fela ríkisstjórninni að afla upplýsinga um lánskjör at- vinnuveganna hjá þeim þjóð- um, sem íslendingar keppa við á erlendum mörkuðum og á heimamarkaði. Upplýsingar þessar skulu bæði ná til stofn- lána og rekstrarlána og greina frá lánsmöguleikum, afborgun- arskilmálum, vöxtum og öðru því, sem máli skiptir. Að fengn um þessum upplýsingum skal gerður samanburður á lánskjör um þessara atvinmuvega og ís- lenzkra atvinnuvega og sá sam anburður birtur opinberlega". í greinargerð segir: „Það er undirstaða að ör- yggi afkomu þjóðarinnaf, að atvinnuvegir hennar séu sam- keppnisfærir við atvinnuvegi annarra þjóða. Hið opinbera verður að gera allt, sem það megnar, til þess að svo megi verða. í þeim efnum er það ekki sízt þýðingarmikið, að at- vinnuvegirnir búi við ekki lak- ari lánskjör en tíðkast annars staðar, þar sem lánsfé verður nú stöðugt stærri þáttur í rekstri atvinnuveganna sökum vaxandi vélvæðingar og hraðr- ar framþróunar. Þess vegna er hér lagt til, að aflað verði sem ítarlegastra upplýsinga um láns kjör atvinnuvega þeirra þjóða, sem við keppum helzt við, og síðan verði gerður samanburð- ur á þeim og lánskjörum ís- lenzkra atvinnuvega. Slíkut 'samanburður mun leiða í ljós, hvernig sú stefna í peningamái um, sem nú er fylgt, tryggir samkeppnisstöðu atvinnuveg- anna og hvaða breytinga kunni að vera helzt þörf í þeim efn um“. Kjördæmisráö f lokks f ær vald til að afneita framboðslista, sem borinn er fram í nafni flokksins - séu fleiri en einn framboðslisti bornir fram í' nafni sama flokks. Heimilt verður bó áfram að bera fram fleiri en einn lista sama flokks, mótmæli viðkomandi kjördæmisráð ekki. Frumvarpið um breytingu á kosningalögum til samræmis við stjórnarskrárbreytingu um lækk- un kosningaaldurs í 20 ár var tekið til 2. umræðu í neðri deild í gær. Við þetta frumvarp höfðu komið fram breytingatillögur, meðal annars í tvígang frá dóms- málaráðherra þess efnis, að komið yrði í veg fyrir að sagan frá í kosningujnum á s. 1. vori og óvissa kjósenda um það, hvernig farið yrði með atkvæði á lista Hanni- bals Valdimarssonar í Reykjavík, gæti endurtekið sig. Enmfremur brej’tingartillaga um að hrepps- stjórnum sé heimilt að hafa kjör- stað utan hreppamarka, að femgnu leyfi yfirkjörstjórnar. Fljótlega eftir að þing kom saman á þessu ári flutti dómsmála ráðherra breytingartillögu við kosningalögin bess efnis, að til þyrfti að koma samþykki flokks- stjórna, svo að listi teldist bor- inn fram i nafni flokks. Eftir við- ræður við fulltrúa frá þingflokk- unum tók dómsmálaráðherra þessa tillögu til baka og bar fram til- lögu þess efnis, að heimilt yrði að bera fram fleiri en einn lista í nafni sama flokks í kjördæmi, e* ekki kæmu fram mótmæli frá þeim aðila, sem samkvæmt regl- um viðkomandi flokks færi með æðsta vald varðandi framboð fiokksins í kjördæminu (Kjördæm isráðin). Mótmælti kjördæmaþing ið hins vegar lista, sem borinn væri fram í nafni flokksiins, skyldi yfirkjörstjórn rnerkja þann lista utan flokka og landkjör- stjórn útliluta uppbótarþingsæt-: um til flokka í samræmi við það. j Alisherjarnefnd neðri deildar i kiofnaði . afstöðu til þessarar; br eytingatillögu dómsmálaráð-1 herra. Taldi minnihlutinn. Gíslil Guðmundsson og Steingrímur J Pálsson, að ekki bæri að sam- Endurskoðun á inn- heimtu barnameðlaga Þingmenn úr öllum flokkum, þeir Bragi Sigurjónsson, Halldór E Sigurðsson, Lúðvík Jósefsson og Steinþór Gestsson, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um eindurskoðun lagaákvæða um meðlagsgreiðslur. Kveður tillag- an á um að stefnt verði að því að endurskoðun þessari ljúki það tím anlega, að unnt verði að leggja fvrir næsta reglulegt ALþingi frum varp til laga um þetta efni. Leit- að verði samvinnu við Samband íslenzkra sveitarfélaga um endur- skoðun þessa. í greinargerð segja flutnings- menn m. a., að í framkvæmd muni það vera svo. að Tryggingastofn- unin krefji ekki einstaka barns feður um endurgreiðslu barnsnieð laga, heldur framfærslusveit þeirra. Reynslan sýni, að endur- greiðslukröfur framifæirslusveitar á hendur barnsfeðrum innheimt- ist bæði seint og illa og beri þar margt til. Útgjöld vegna óinn- heimtanlegra meðlaga leggjast mjög þungt og misjafnlega á mörg sveitarfélög, ekki sízt þau fámennustu. SveitarfélÖgin eru óánægð með núverandi skipan þessara mála og hafa oft rætt þau á fundum sínum og þingum, síðasí á landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga á liðnu sumri, þar sem samþykkt var tillaga um að fela stjórn sambandsins að vinna að því, að gerðar yrðu breytingar ti! hagsbóta fyrir sveitarfélögin á núgildandi lagaákvæðum um þetta efni. þykkja tillögu dómsmálaráðherra og afgreiða frumvarpið óbreytt, þ. e. aðeins samþykkja aldurs- ákvæðín. Gísli Guðmundsson hafði framsögu fyrir áliti minni- hlutans og t.aldi hann tímabært að kosningalögin frá 1959 væru endurskoðuð í heild á þessu eða næsta ári og ættu þá að koma til athugunar breytingartillögur, sem fram hefðu verið bornar nú. Þarf laust væri að breyta kosningalög- um á þessu þingi. Jóhamn Hafstein dómsmálaráð- herra, sagði þessa breytingartil- lögu borna fram til samræmts við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við afgreiðslu kjörbréfa í haust. Nauð svnlegt væri að gera ’þessa breyt- ingu á bessu þingi, því að eng- inm vissi, hvenær kosiö yrði næst. Ríkisstjórnin væri veik, hefði að- eins eins atkvæðis meirihluta í annarri þingdeild og engir gerðu sér betur ljóst en ráðherrar, að íil kosnimga gæti komið fyrirvara lítið. Koma yrði í veg fyrir að kjósendur gætu verið í jafnmikilli óvissu um meðferð atkvæða þeirra eins og verið hefði i síðustu kosn ingum varðandi lista Hannibals Valdimarssonar i Reykjavík. Þvi yrði að koma þessari breytingu fram á þessu þimgi. Sjálfsagt þymfti að endurskoða kosningalög- in í heild, en líta bæri á í þvi sambandi að- til verulegra breyt- inga á þeim þyrf'ti stjórnarskrár- breytingu, en tímabært væri að huga að slíkri endurskoðum í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefði af þeinj brejdingum, sem gerðar hefðu verið 1959. Eysteinn Jónsson sagði að síð ári tillaga dómsmálaráðherra væri skynsamleg og hófleg málamiðlun eftir ágreinimg um fyrri brejrting- artillögu ráðherrans og myndi hann styðja tillögunn Flutti Ey- steinn Jónsson alllanga og gagn- merka ræðu um stjórnmálaflokk- ana, stöðu þeirra í þjóðfélaginu og á Alþingi og þær hættur. sem að stjórnmálaflokkunum stöfuðu vegma sívaxandi áhrifa embættis og peningakerfisins. Meginefni þessarar ræðu verður birt í Þing-| Fundinum var írestað að lok- sjá blaðsins. Vegna þrengsla í irmi ræðu Eysteins Jónssonar í sunnudagsblaðimu mun Þingsjá gær em boðað til framhaldsfundar koma í blaðinu á morgun, laugaS k’ukkan 8,30 í gærkveldi. dag. ★ Ríkisstjórnin Iagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðism.stofnun ríkisins. Frumvarp þetta er flutt í samræmi við yfirlýsingu ríkisStjórnarinnar lfi. marz s. 1. í sambandi við Iausn verkfallanna. Með frumvarpinu er stefnt að því að vísitölubreyting íbúðarlána verði ekki hærri cn nemi helm- ingi breylingarinnar á almennum kauptöxtuni verkafólks. Hin nýju kjör gildi um iill Ián, sem veitt liafa verið síðan 19fi4. ★ Eftirfarandi fj’rirspurnir hafa verið lagðar fram í sameinuðu Alþingi: ★ Til sjávarútvegsmálaráðherra uni tjónabætur til útvegsmanna vegna veiðarfæra, sem óvirk urðu vegna banns við síldveiðum sunn- anlands frá Karli Guðjónssyni. Hefur rannsókn farið fram á því, hve mikil verðmæti liggia í ónýtanlegum veiðarfærum hjá einstökum útgerðarmönnum eða út- gerðarfyrirtækjum vegna þess, að síldveiðar sunnanlands hafa verið bannaðar? Ilefui^ ríkisstjórnin metið hugsanlega bótaskyldu af opinberri hálfu vegna síldarnóta, sem gerðar voru sérStaklega fvrir síldveiðar sunnanlands, en verða ekki nýttar nú, eftir að þær veiðar hafa verið bannaðar með stjórnarráðstilskipun? ★ Til ríkisstjórnarinnar um átta stunda vinnudag frá Þórarni Þórarinssjmi. Hvenær má vænta álits nefndar þeirrar. sem var kosin sam- kvæmt ályktun Alþingis 18. des. 1961 til „að rannsaka. á hvern há^t verði með mestum árangri komið á 8 stunda vinnudcgi meðal verka- fólks?“ ★ Fyrstu umræðu um liinar nýju álögur á umferðina í landinu var lokið í neðri deild á þriðjudag. Töluðu undir lok þeirra umræðna meðal annars þeir Rjörn Pálsson og Gísli Guðmtindsson og lögðust gegn frumvarpinu. Taldi Gísli að ekki mætti mismttna landshlutnm í sambandi við ráðstiifun slíkra skatta. sem allir íbúar landsins þyrftu að greiða og vantaði heildar áætlun ttm' átök í vegamálnm áður en gengið væri lengra í skattheimtunni. í niðurlagi ræðu sinnar sagði Gísli m. a.: „En skattur á skatt ofan í vegamálum 50. millj. í fyrra 100 millj. í ár, 150 millj. á næsta ári án nokkurs samciginjpgs bióðartakmarks á þessu sviði, er svo sannarlega ekki hin rétta leið. Slíkir skattpinkl- ar ár eftir ár vekja enga sameiginlega þjóðarvon, aðeins gremju og vonleysi margra byggðarlaga, sem sjaldan eða aldrei sjá neina skímu í þessum málum Það er ákaflega erfitt að styðja slíka aðferð og vita eiginlega ekkert um árangurinn nema þá helzt það, að peningarnir eigi eða mestur hluti af þeim að fará í framkvæmdir í einum hluta landsins. Það þarf í þessu máli stórhug og það þarf takmark og forsjá. Og það þarf réttlæti gagnvart landshlutum, liéruð um og byggðarlögum. Það þarf yfirsýn, það þarf stefnu, skýra stefnu, sem allir rnega þekkja, þar sem engu þarf að leyna. Og þá, þcgar svo er um búið, en aðeins þá finnst mér, að hægt sé að ætlast til að þjóðin leggi sig fram í þessum málum, en þá held ég líka, að hún sé öll af vilja gerð til að gera það.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.