Tíminn - 18.04.1968, Síða 2

Tíminn - 18.04.1968, Síða 2
) TÍMINN FIMMTUDAGUR 18. apríl 1968 Pétur Jónsson kreppstjórL Reynihlíð // í vöggunnar landi skal varðmn standa // i. Sjötugur er í dag Pétur Jóns- son hreppstjóri í Reynihlíð við Mývatn. Mikill á velli og karl mannlegur heilsar hann átt- unda áratugnum, ríkur af áhugaefnum, er mannlífið varða, og með fullan metnað í flestum greinum, eins og á bezta aldri væri. Meðan áhugi og hæfilegur metnaður eru vel vakandi og haldast í hendur hjá manni, verður honum ekki leitt að lifa, þótt árin færist yfir. Pétur fæddist í Reýkjahlíð 18. apríl 1898. Hann er því í berurjóðri sínu. Reynihlíð er hluti af Reykjahlíð, sem að flat- arm-áli er talin vera stærsta jörð á íslandi. Foreldrar Péturs voru: Jón Einarsson bóndi í Reykjahlíð og konu hans Hólmfríður Jóhannesdóttir. Jón var fæddur 11. maí 1871 í Syðrineslöndum við Mývatn, en fluttist þaðan á fyrsta ári með foreldrum sín- um að Svartárkoti í Bárðaraai og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Einar Friðriksson bónda i Hrafnstaðaseli Þorgrímssonar frá Hraunkoti Marteinssonar og kona hans Guðrún Jónsdóttir bónda í Baldursheimi Illuga- sonar. Hólmfríður kona Jóns vav dóttir Jóhannesar bónda á Krákárbakka Jóhannessonar bónda á Geiteyjarströnd Þor- steinssonar og konu hans Sigríð ,ar Jónsdóttur bónda á Krákár- bakka Björnssonar. Eftir 24 ára búskap í Svart- árkoti fluttist Einar Friðriksso.i og fjölskylda hans í ReykjVrJíð, sem hann hafði þá keypt at Sölva Magnúsáyni. Fyrir bví kaupi beitti Jón sonur hans sér. Var þá komin í Reykjahiíð fjölskylda, sem átti ætt að rekja til manna, er sátn jörð þessa lengi fyrr á öldum. CSjá greinina: „ReykjalilíS við Mý- vatn“ eftir Pétur Jónsson og Jónas Helgason í Árbók Þingey inga 1966). Jóni Einarssyni var talinn V* Reykjahlíðar frá því jörðin var keypt. En sjálfstæðan bú skap hóf hann þar yorið 1897, þegar hann kvæntist. Pétur var elzta barn hans., II. Pétur Jónsson var bráð- þroska. Varð snemma vænn vexti. Var látinn ganga daglega að slætti átta'ára. Talið er að hann hafi mjög ungur lært að lesa og orðið sjálfbjarga á bók. Ekki gekk hann í þarnaskóla fyrr en veturinn áður en hann var fermdur. Sá skóii var á prestsetrinu að Skútustöðum, en prestur var þar þá Árni Jónsson. Aðalkennari við skól- ann var Védís Jónsdóttir írá Litluströnd (Dóttir rithöfund- arins Þorgils Gjallanda) I skól anum var m. a. Ijóðakennsla. Kennslubók átti að vera Skóla ljóð, sem Þórhalur Bjarnarson biskup gaf út ásamt fleirum 1901. En þá kom í Ijós, að mörg barnanna, þar á meðal Pétur, kunnu öll þau ljóð, sem þar voru, og varð því að sækja ' námsefnið út fyrir Skóialjóð'n í Ijóðabækur skáldanna. Sýnir þetta hve heimanám var þá mikið og gott þar í sveit. Pétur hafði ríka löngun til að stunda nám eftir ferming una, en heimilisástæður vóru ekki taldar leyfa honum skóia göngu fyrr en í ársbyrjun 1915. Þá var hann þrjá mánuði i unglingaskóla, sem haldinn vai í þinghúsinu á Skútustöðum. Þar var Jón Gauti Pétursson aðalkennari. Haustið 1916 fór Pétur svo í bændaskólann á Hvanneyri. Frá Hvanneyri útskrifaðist hann vorið 1918 með 1. ágætis einkunn (hlaut 117% stig). Seinni veturinn, sem Pétur var á Hvanneyfarskóla, var hinn illræmdi frostavetur (1917—18). Haustið 1917 brann íbúðarhúsið á Hvanneyri, sem skólastjórinn og tveir kennarar bjuggu í. Varð fólkið úr þessu húsi þá, að flytja sig í skóla húsið, sem þó var talið fullskip að fyrir. Heimavistarfélag var í skólanum og bættist áður- nefnt fólk við í það. Tveir menn höfðu verið í stjórn heimavistarfélagsins. Voru það Pétur Jónsson og Ármann Dalmannsson. Nú var þriðja manninum bætt í félagsstjórn ina: Halldóri Vilhjálmssyni skólastjóra. Segist Pétri svo frá, að þetta hafi orðið til þess að hann hafi kynnzt Halldóri Vilihjálmssyni mjög mikið og hafi sú kynning orðið sér dýr- mætur lærdómur, sem hann hafi búið að ailla ævi. Hins veg ar hafi sér ekki fundizt Hall- dór yfirburðalærifaðir í skóla- tímum. Meðkennarar Halldórs voru: Páll Jónsson frá Reykhúsum og Páll Zóphaníasson. Um Pál Jónsson segir Pétur, að hann hafi verið bráðsnjall fræðari í tímum. Og um Pál Zophanías- son, að áhuginn og hið uppörf andi líf og fjör við kennslu hjá honum hafi verið ómetanlegt. III. Pétur var tvítugur, þegar hann lauk námi á Hvanneyri. Næsta ár var hann að háifu vinnumaður á búi föður síns, Pétur Jónsson en að hinum helmingnum ,já föðurbróður sínum Sigurði Einarssyni, bónda í Reykjahlíð. Því næst var hann um stund i sjálfsmennsku: kaupamaður að sumri, en barna- og unglinga- kenriari að vetrinum. Árið 1921, 12. júní, gekk Pét. ur að eiga Þuríði Gísladóttur Sigurbjörnssonar bónda í Presthvammi í Aðaldal og konu hans Helgu Helgadóttúr frá Hallbjarnarstöðum í Reykja dal. Þuríður Gísladóttir var kven- kostur mikill, sem verið hcfir Pétri öruggur ævifélagi. Gerðist nú Pétur búfélagi föður síns í Reykjahlíð og ráðs- maður á búi þeirra. En Þuríð- ur tók við forstöðu innan oæj- ar, því móðir Péturs var þá sjúklimgur og dvaldist á sjúkra húsi. Vorið 1926 fluttust Pétur og kona hans að Kasthvammi í Laxárdal. Þar bjuggu þau í tvö ár, en fluttust síðan aftur í Reykjahlíð. Bjuggu þar 1928— 1942. Reistu þar nýbýlið Reyni- hlíð 1942, og hafa átt heima í Reynihlíð siðan. Þuriður og Pétur eignuðust fimm börn: 1. Gísli f. 1922. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri. Var kennari á Laugarvatni í stærðfræði veturinn 1947-‘48, og kennari i héraðsskóianum á Laugum í stærðfræði og eðlis- fræði 1948‘-49. Annars vann hann heima með foreldrum sín um m. a. að hótelbyggingu og byrjunarrekstri hótelsins. En þá komu til sögunnar þau sorg- legu örlög að hann veiktist af krabbameini og andaðist vorið 1950. Það var foreldrum hans og systkinum þungt áfall. 2. Jón Ármann f. 1924. Hann stundaði smíðanám í Lauga- skóla og~Síðan búnaðarnám á Hvanneyri. Hann er nú oóndi í Reynihlíð, á sæti í hrepps- nefnd Skútustaðahrepps og er deildarstjóri Mývetningadeild- ar K. Þ. Ókvæntur, en á dóttur uppkomna, Magnhildi Auði. 3. Hólmfríður f. 1926. Hún er gagnfræðingur frá M. A. og útiskrifuð úr húsmæðraskóla í Hveragerði. Gift Sverri Tryggvasyni frá Víðikeri í Bárð ardal. Búa þau í Reynihlíð og nefna nýbýli sitt Víðihlíð. Eiga fjögur börn. 4. Snæbjörn f. 1928. Hann lauk námi við Garðyrkjuskóla ríkisins. Hefir lagt stund á tungumálanám: þýzku, ensku og frönsku. Vinnur hjá Kísil- iðjunni h. f: Kona hans er Guðný Halldórsdóttir frá Gunn arsstöðum í Þistilfirði. Pau -úga fimm börn. Hann á heima i Reynihlíð. 5. Hclga Vilborg f. 1936. Hún útskrifaðist stúdent frá Mennta skólanum á Akureyri 1956. Er gift Arnþóri Björnssyni frá Svínabökkum í Vopnafirði. Hann er hótelstjóri í Reyniniíð. Þau eiga tvær dætur. íbúðarhús sitt nefna þau Vestufhlíð. IV. Pétur í Reynihlíð er maður mikilhæfur og ber margt til. Hann er greindur, fróður vei og djarfur bæði í orði og verki. Hann hefir reynzt framsýnn í athöfnum, eins og byggmg hótelsins í Reynihlíð vottar. Má að vísu slá því föstu, að þar hefir hin skörulega og tápmikla kona hans átt sfóran hlut að máli. Þegar þau réðust í bygg ingu hótelsins 1947, þótti aL- mörgum í mikið og vafasamt fyrirtæki ráðizt. En það hefir fyllilega sannazt, að þau lásu rétt úr spilum nýrra tíma, og unnu sér, sveit sinni og þjóð nytja og sæmdarverk með fram kvæmidinni. Árið 1951 lagði Pétur bú- stofn sinn og landbúnaðar aðstöðu í hendur barna sinna. Reka nú Jón Ármann og Sverr ir Tryggvason búskapinn i fé- lagi. Árið 1961 var myndað innan fjölskyldunnar hlutafélagið „Reyniblíð h. f.“ um hótelið og rekstur þess. Pétur er formað- ur stjórnar félagsins, er. Arn- þór og kona hans hafa fram- kvæmdastjórnina á hendi. Á næstliðnum árum hefir hótelið verið stækkað og aukið stórlega að þægindum í nýtízkustíl. V. Margskonar félagsmálastarf- semi hefur Pétur tekið þátt í Hann var á æskuárum áhuga- samur ungmennafélagi og veit ég ekki betur en að hann sé ennþá félagsmaður í ungmenna félagi sveitar sinnar. f stjórn Búnaðarfélags Mý- vetninga var hann 1913—1962; — formaður þar frá 1952—‘62. f hreppsnefnd Skútustaða hrepps 1942—1966. Hrepp- stjóri frá 1. jan. 1962. í skaita nefnd frá 1944. f stjórn Mý- vetningadeildaf K. Þ. frá 1937 og fulltrúi hennar á fundum fe lagsins. Þetta er alls ekki tæmandi upptalning félagsmá'lastarfanna en é’g hirði ekki um að nefna fleira. Vegaverkstjóri var Pé-: n frá 1932 til 1965, — þar af yfir- verkstjóri í S-Þing. 1937—‘48, en þá var komið einskonar úti- bú á Akureyri frá Vegamála- skrifstofunni í ReyXjavik með 'vélakosti og yfirstjórn fyrir þennan landshluta. Mér hefir skilizt að í mörg ár hafi Pétur Jónsson haft á hendi stjórn í fjallaferðum og fjárleitum „á Austurafréttum“ og að aldrei hafi hjá honum i þeim hættusömu ferðum orðið slysfarir, hvernig sem vðraði. Norðaustan undir eystra hrauntagli Nýjahrauns á Mý- vatnsöræfum stendur sæluhús, íem Mývetningar réistu fyrir forgöngu Péturs, og nefna „Péturskirkju“. Nú er Pétur hættur, nema i huganum „að fara í göngur“. E nkirkju sfna heimsækir htinn stundUm. og lítur eftir þ»f. að bókhald þar sé i lagi. v VL Pétur í Reynihlíð er ættfróð ur maður, mannglöggur mjög og minnugur á menn um land allt. Engan mann \-eit ég fróð- ari um örnefni á vjðernum öræfanna, er liggja að Mývatns sveit. Þar er hann einnig sögu- Framhald á bls. 16 / /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.