Tíminn - 18.04.1968, Blaðsíða 9
9
FIMMTUDAGUR 18. aprfl 1968
(Itgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
Pramkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason <rg IndriOI
G. Þorsteinsson Fulltnii ritstjómar: Tómas Karlsson Ang-
lýsingastjórt: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
búsinu, slmar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræt) 7 Af-
grelðslusiml: 12323 Auglýslngaslmi: 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Aslkriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í
lausasölu kr 7 0Ó eint. - Prentsmiðjan EDDA h. f.
Ohæf vinnubrögð
Fynr Alþingi liggur nú frv. frá ríkisstjórninni um
lántökuheimildir, sem nema mörgum hundruðum millj.
króna. í nefndaráliti minnihluta fjárhagsnefndar neðri
deildar, (Vilhjálmur Hjálmarsson og Lúðvík Jósefsson)
um þetta mál, er að finna glögga lýsingu á vinnubrögðum
ríkisstjórnarinnar á Alþingi seinustu þingdagana. Þar
segir svo;
„Þetta frv. var til 1. umræðu í fyrri þingdeild á þriðju
dag í dymbilviku. Fjárhagsnefnd hefur rætt það á tveim
fundum, á miðvikudag og fimmtudag (skírdag). Formönn
um þingflokka hefur verið kunngent, að þingi ljúki á'
laugardag eftir páska. Á fjórum dögum eftir páska er
Alþdngi ætlað að ræða og afgreiða mörg stjórnarfrv.,
tugir frv. og þingsályktunartillagna hafa verið afgreidd
frá nefndum og bíða afgreiðslu. Von er á skýrslum frá
utanríkisráðherra og fjármálaráðherra, sem væntanlega
verða ræddar. Útvarpsumræður standa í tvo daga. Á þess-
um sömu fjórum dögum er Alþingi ætlað að fjalla um
þetta frv., sem hefur inni að halda heimildir fyrir ríkis-
stjórnina til þess að taka lán innanlands og utan, 450
millj. króna, auk vörukaupalána og ábyrgðarheimilda.
Auk heimilda til lántöku fjallar frv. að sjálfsögðu um
það, hversu þessum fjármunum skuli varið.
Þau vinnubrögð, sem hér eru viðhöfð, að ætla Alþingi
að fjalla um svo viðamikið mál sem þetta á sex dögum,
samhliða öllu öðru, er afgreiða þarf á sama tíma, eru
óhæfileg með öllu, og verður að mótmæla þeim harðlega.
í 1. gr. frv. er gert ráð fyrir að bjóða út á árinu ríkis-
Skuldabréf eða spariskírteini að upphæð 75 millj. kr.
Engu að síður virðist það vera áform valdhafanna að
halda áfram bindingu sparifjár á sama hátt og gert hefur
verið að undanförnu. Jafnframt munu fara fram samning
ar við viðskiptabankana um, að þeir kaupi verðbréf
vegna framkvæmdaáætlunarinnar fyrir 10% innstæðu-
aukningar á árinu.
Viðskiptabankarnir hafa hvergi nærri getað- fullnægt
eðlilegri rekstrarfjárþörf atvinnu- og þjónustufyrirtækja
á undanförnum árum. Má búast við, að það ástand versni.
í H. kafla frv. er einkum fjallað um erlendar lántökur.
Það er eftirtektarvert, að í stað þess að áður voru erlend
lán nær einvörðungu tekin til einstakra stórfram-
kvæmda, til þess að efla arðbæran atvinnurekstur eða
leysa verkefni, sem ætla mátti að hefðu stórfellda þjóð-
hagslega þýðingu, þá er nú í vaxandi mæli notað erlent
fjármagn til ýmissa smærri framkvæmda, sem áður þótti
sjálfsagt að greiða með fjárveitingum á fjárlögum.
Lántökuheimildir þessa frv. nema mörgum hundruðum
milljóna. Eðlilegt væri, að þinginu gæfist kostur á að
fjalla ítarlega um ráðstöfun svo mikilla fjármuna. Vera
kynni, að alþm. vildu t. d. athuga það nánar hvort rétt
sé að verja ámóta miklu fé til þriggja landshafna og til
allra annarra hafna á landinu, — eða hvernig áformað
er að verja því fé, sem ætlað er til raforkumála, bæði til
orkuveitna og aflstöðva. En á átta ára valdaferli í góðæri
hefur ríkt alger kyrrstaða í raforkuvinnslumáium þjóðar
innar með þeim afleiðingum, að fjöldi byggðarlaga á
Vestur-, Norður- og Austurlandi býr við dýra og ótrygga
raforku.“
Um þau vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, sem lýst er í
framangreindu nefndaráliti, verður vissulega ekki annað
sagt en að þau séu algerlega óhæf og glöggt dæmi um
þá ringulreið og stjómleysi, er nú einkennir efnahags-
mál þjóðarinnar.
TIMINN
ERLENT YFIRLIT
Frakkar og Kínverjar keppa
við Breta og Rússa í Nigeríu
Vaxandi afskipti erlendra ríkja af styrjöldinni þar.
í BYRJUN síðastl. vi'ku
var undirritaður í Dar Es Sal-
aam, höfuðborg Tanzaniu, samn
ingur milli stjóma Tanzaniu og
Zamfoiu (áður Norður-Rihodes-
iu) annars vegar og stjórnar
Kína hins vegar um byggingu
járnbrautar frá Dar Es Salaaim
til Lusuka, höfuðborgar Zamb-
iu. Þetta er um 1100 mílna
leið, sem er víða hin ógreið-
færasta. Það eru Kínverjar,
sem taka að sér, að sjá um
lagningu járnbrautarinnar og
veita jafnframt lán fyrir að-
keyptu efni og vélum. Lánið
verður vaxtalaust og afborgun
arlaust fyrstu fimrn árin en
greiðist síðan á 20 árum. Járn
braut þessi á að gera Zambíu
óháða öllum flutninguim um
Rhodesíu, þar sem hvítir svert
ingjahatarar ráða nú ríkjum.
Þetta er langstærsta verkið,
sem Kínverjar hafa tekið að
sér í Afrílku til þessa. Von er
á 300 kínversikutm sérfræðing-
um til Dar Es Salaam innan
skamms til að hefja undirbún
ing verksins, en framkvæmdir
verða vart h|£nar fyrr' en 1970.
Undirritun áðurnefnds samn
ings fór fram með hátíðlegri
viðhöfn. Þeir, sem undjrrituðu
hann, voru fjármálaráðherra
Tanzaníu, fjármáJaráðherra
Zambíu og sendiiherra Kína
í Dar Es Salaam.
TVEIMUR dögum eftir að
þessi samningvr var undirrit-
aður, tilkynnti ríkisstjórn Tanz
aniu, að hún hefði viðurkennt
uippreisnarstjórnina í Biafra.
Hún er fyrsta ríkisstjórnin,
sem gerir það. Ef til viill er
ekkert samband milli þessara
atburða, en margt bendir þó
til, að Kínverjar hafi fremur
hvatt til þess að Biafra fengi
viðurkenningu Tanzaniu en hið
gagnstæða. Það væri ekki ó-
venjulegur mótleibur af hálfu
Kínverja vegna þess siuðnings,
sem Rússar hafa veitt sam-
bandisstjórninni í Nigeriu.
Styrjöldin í Nígeríu er orð-
in mikill harmleikur og getur
þó átt eftir að verða enn meiri.
Stórveldin eiga mikla sölk á
því, að svo hefur farið. Upphaf
lega lýstu þau yfir því, að þau
ætluðu sér að vera hlutlaus,
þar sem þau litu svo á, að hér
væri um borgarastyrjöld að
ræða. Nigeriustjórn gekk því
illa að fá vopn til að heyja
styrjöld gegn Biafra. Eftir að
hún hafði leitað víða fyrir sér,
barst henni óvænt aðstoð. Rúss
ar buðu henni bæði flugvélar
og vopn. Þeir munu hafa tal-
ið, að þetta væri vænlegt til
að styrkja aðstöðu þeirra í
Afríku. Stjórnin í Nigeriu
myndi verða þeim vinsamiegri
og aðrar ríkisstjórnir í Afríku
gætu álybtað af þessu, að
Rússar gripu ekki tækifærið til
að styðja uppreisnir gegn
þeim. Eftir að Nigeria fór að
fá vopn frá Sovétríkjunum,
töldu Bretar sig ekki getað
Ojukwu
setið lengur auðum höndum.
Þeir vildu ekki missa þá fót-
festu, sem þeir böfðu enn í
Nigeriu. Nigeriustjórn hefur
því fengið brezk vopn að und
anförnu. Flugvélarnar og vopn
in, sem hún hefur fengið frá
Sovétríkjunum og Bretlandi,
hafa tryggt henni yfirburði í
styrjöldinni.
En þrátt fyrir þessa yfir-
burði, hafa hersveitir stjórnar
innar í Nigeriu ekki enn unn
ið sigur í Biafra. Þvi veldur
fýrst og fremst hetjuleg vörn
íbúanna þar. En Biafra hefur
líika fengið nokkra erlenda
hjálp, enda sagzt myndi
þiggja hana hvaðan, sem hún
kæmi. Þeir, sem hafa veitt
hana, eru aðallega Portúgalar
og Frakkar. Portúgalar hafa
veitt hana sökum þess, að þeir
eiga í deilum við þær stjórnir
í Afríku, sem ekki hafa vilj-
að viðurkenna Biafrastjórn.
Frakka hafa veitt hana sökum
þess, að þeir hafa engu að
tapa í Nigeriu, en haldi Biafra
velli, eiga þeir kost á arð-
vænlegri olíuvinnslu þar.
ÞEGAR litið er á forsögu
styrjaldarinnar í Nigeriu, er
ekki annað hægt en að hafa
samúð með Biaframönnum.
Segja má, að þessi forsaga hefj
ist, þegar Bretar tóku að
leggja undir sig Nigeríu. Þeir
sameinuðu undir yfirráð sín
ólíka þjóðflokka og reyndu að
steypa þeim saman í eina rik
isheild. Þetta var gert án til-
lits til allra sögulegra, mann-
fræðilegra og landfræðilegra
röksemda. Þegar Bretar yfir-
gáfu Nigeriu 1960, var þeim
þó hælt fyrir, hve góður við-
skilnaður þeirra væri. Þeir
höfðu sett á stofn í Nigeriu
þrjú ríki, sem við sjálfstæðistök
una voru sameinuð í eitt sam
bandsríki, en héldu þó áfram
vissri heimastjórn. Þessi und-
irríki voru Norður-Nigeria,
sem var lang fjölmennast,
Vestur-Nigeria og Austur-Nig-
eria. I öllum þessum ríkjum
voru fleiri þjóðflokkar, en í
Norður-Nigeríu var þó Hausas-
þjóðflokkurinn fjölmennastur,
í Vestur-Nigeríu Jouruba-þjóð-
flokkurinn og í Austur-Nigeriu
Ibo-þjóðflokkurinn. Af þessum
þjóðflokkum voru Ibomenn
lengst komnir í því að tileinka
sér vestræna menntun og tækni
og sá eini, sem hafði tekið
kristni, en hinir aðalþjóðflokk
arnir* voru Múhameðstrúar.
Söbum dugnaðar síns og mennt
unar höfðu margir Ibóar flutt
til NorðurNigeriu og Vestur-
Nigeriu og myndað einskonar
yfirstétt í ýmsum borgum þar.
Grunnt var því á því góða milli
þeirra og hinna þjóðflokkanna.
Þeim var því kennt um, þegar
forsætisráðherra sambands-
stjórnarinnar, Balewa, var myrt
ur í janúar 1966, en hann var
norðanmaður og hafði dregið
taum norðanmanna. Sex món
uðum síðan gerðu norðan-
menn gagnbyltingu og komst
þá ungur liðsforingi, Gowan, til
valda. Norðanmenn létu sér
þetta þó ekki nægja, heldur
hófst um haustið 1966 skipu-
leg herferð gegn Iboum í Norð
ur-Nigeriu og Vestur-Nigeríu
og er talið, að 50 þús. Ibóar
hafi verið drepnir án dómis og
laga í þeim átökum. Sá ótti
skapaðist þá í Vestur-Nigeriu,
að hér yrði ekki látið numið
staðar, heldur haldið áfram
að útrýma Ibóum vægðarlaust.
Stjórnendur Austur-Nigeriu
undir forustu Ojuikwus reyndu
því að ná samningum við sam
bandsstjórnina um aukna sj*álf
stjórn, en þegar það tókst
ekki, lýstu þeir yfir sjálf-
stæði Austur-Nigeriu í maí-
mánuði 1967 og gáfu hinu nýja
ríki nafnið Biafra. í kjölfar
þessarar sj álfstæðisyfirlýsingar
hófst styrjöldin, sem síðan
hefur geisað í Nigeriu. Hún
hefur verið háð með mikilli
hörku og grimmd og sannfært
Ibóa um, að uppgjöf þeirra
myndi fylgja hrein útrýming.
í Biafra eru um 14 milljónir
íbúa og eru aðeins fjögur ríki
Afríku fjölmennari. Landkostir
eru góðir og yrðí Biafra því
vafalítið eitt öflugasta ríki
Afríku, ef það nyti friðar. í
öðrum hlutum Nigeriu eru 42
milljónir íbúa, en sennilega
myndi sambandið milli Norður-
Nigeriu og Vestur-Nigeriu
rofna, ef Biafra héldi sjálf-
stæði sínu. Slík skipting NLger
iu er vafalítið heppilegasta
framtíðarlausnin, því að flest
bendir til, að Nigeriu verði
ekki haldið saman sem ríkis-
heild, nerna með ofbeldi og und
irokun hinna minni þjóð-
flokka. Hins vegar ætti efna-
hagslegt samstarf að geta hald
izt áfram og þróazt meira, en
það . er vænlegasta lausnin á
hinu erfiðu þjóðflokkamólum
Afríku. Hitt virðist ógæfu-
legra að ætla að sameina
marga ólíka þjóðflokka undir
pólitíska yfirstjórn. Þ.Þ.