Tíminn - 18.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.04.1968, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 18. aprfl 1968 TÍMINN Kom með lík skipverja SE-fÞinigeyri, miðvikudag. Brezki togarinn „Boston Typthoon" kom hingað snemma í morgun og var flutt í land lík eins s'kipverjans, sem orðið lrafði ráðkvaddur um borð í miótt. Flugvél frá Birni Báls'syni var í dag á leið ihingað til að sækja líkið til krulfningar. Maðurinn var 41 árs að aldri. í gærkvöldi toenndi 'hann sér meins, en taldi las- Lieikann ekki alvarlegan. Seinni hluta nætur ágerðist veikin aftur á móti, og stefndi togarinn þá til Þingeyrar. Var maðiurinn l'átinn áður en hann komst í læbnishendur hér. Ekiki er vitað -.um dánaror- sö'k, og fer því krufning fram. Vilja láta opna heiðarnar iSE-<Þingeyri, miðvikudag. Mjög gott veður hefiur verið hér undanifarnar tvær vikur, og er orðið fært á vegum á 'iáglendi, en þeir eru enn mjög hlautir. Búið er að_ opna Gemlufjalisheiði til Önundar- fjarðar, en það er eindregin ósk manna hér vestra að far- ið verði að opna vegi um heið- ar hér á Vestfjörðum eftir 'iamgan og harðan vetur. Er CTiilkiil hugur í miönnum hér að flá heiðarnar snemma opnaðar. Hjónabandið löglegt FB-Reyikjavík, þriðjudag. Nýlega var kveðin upp í Hæstarétti dómur í máli, þar sem komið hafðhtil álita hvort löglega hefði verið stofinað tii hjúskapar, þar eð vígknna hafði framikvæmt prestur, sem ekki var þjónandi prestur þ j óðkirkj unn ar. Niður stöður dómsins voru þær, að hj'óna- bandið hefði verið lögmætt. Árið 1062 vdgði Björn Magn ússon prófessor við guðfræði- deild Hiáskólans í hj'ónaband Kristinn Jóinissoin og Ingi- bjöngu J. Hermannsdóttuc. Þau slitu síðar samvistum, og \ þegar l'ögmaður konunnar fór þess á leit við skiptaráðand- ann í S.-MúlasýsLu, að bú þess ara aðiia yrði tekið til opin- berra sikipta mótmiætti maður inn þvá, og bar því við, að hjónahandið hefði verið ólög- mætt, þar sem sá er gaf þau samarn, hefði ekki haft tiL þess þjóðfélaigsvald. í forseindum að dómi Hæsta réttar segir: „Alkunna er, að menn, sem prestvígðir hafa verið í þjóðikirkju'nni, hafa oft stnnis á síðusfcu áratugum gef ið saman hjón, þótt þeir væru ekki þjónandi sóknarprestar. Það er einnig alkumina, að slik ar vígslur hafa verið taldar haf'a sömu þýðingu að lögum og vfgslu.r, sem þjónandi sókn arprestar hafa franikvæmt, og enginn greinarmunur hefur verið á þessu gerður við bú- skipti. Ber því að lítja svo á, að það sé venjuhelguð íslenzk réttarreg'la, að menn, sem prestvígðir hafa verið í þjóð- kirkjuinmi, þótt ekki séu þjón- andi sóknaprestar, geti lög- lega gefið saman hjónaefni. Prófessor Bj'örn Magnússon hafði hiotið prestsvígsLu í þjóð kirkjun.ni. Aðiljar máis þessa voru því gefin saman í lög- mætt hjónaband 15. sept- ember 1962“. Niðurstaðan varð því sú, að bú þeirra s.kyldi taika til opin- foerra skipta og var maðurinn dæmdur til að greiða kon- unni kr. 30.000.00 í málskostn að fyrir Hæstarétti. Tveir dómendur Ilæstarétt- ar, þeir Gizur Bergsteinsison og Benedikt SLgurj ónsson, skil uðu sératkvæði í málinu. Seg- ir í forsendum að niðurstöðu þeirra: „í máli þessu er ein- uinigis leitað úrskurðar dóm- stóla um það, hvort taika skuli bú aðilja til opimberra skipta. Aðiljar lifðu í sambúð, er þau taldu vera hjúskap, um noikk- urt skeið og skipúðu fjármál- um síin.um með samningi þeim frá 116. janúar 1963, er áður getur (þ.e. með kaupmiála). Þá gerði (m'aðurinn) sameig- inlegt skaifcfcframtal fyrir þau aðiljana í janúar-mánuði 1963. Að svo Vöxnu máli verður að meta fyrrgreindan samniing gildan u,m fjárskipti aðilja, og er það því utan marka þessa máls að skera úr þvi, hvort þau hafi verið „gefin saman af öðrum en lög standa til", sbr. 36 gr. laga nr. 39/1921“ Niðurstaða þeirra varð því sú sama, þ.e. að taka skyldi bú aðilja til opinberra skipta. Sumaráætlun Flugfélagsins Sumaráætlun Flugfélags fs lands gekk í gildi 1. apríl og breytast þá brottfarar og komu tímar flugvélanna og ferðum fjölgar. Sumaráætlunin er að þessu sinni í þrem áföngum og gildir sá fyrsti frá 1. aprfl til 31. maí. Á þessu tímabili verða daglegar ferðir til Bret lands og átta ferðir í viku til Norðurlanda. Til Kaupmanna hafnar verða ferðir alla daga og tvær ferðir á föstudögum. Til London þriðjudaga og föstudaga. Til Oslo föstudaga, til Bergen þriðjudaga og föstu daga, laugardaga og sunnu- daga. Til Færeyja þriðjudaga og föstudaga. Annar áfangi sumaráætluin- ar hefst 1. júní og endar 30. september. Þá verða í viku hverri ferðir sem hér segir: TiL Kaupmannahafnar verða flognar níu ferðir, til London fimm ferðir, til Glasgow þrjár ferðir, og til Oslo, Björgvinj- ar og Færeyja tvær ferðir til hvers staðár. Ferðirnar skipt- ast þamnig: Til Kaupmanina- hafnar alla daga en tvær ferð- ir á fimmt'udögium og föstudög um. Til London á þriðjud'ög- um, miðviikudögum, föstudög- um, laugardögum og sunniudög um. Ti'l Glasgow á mánudög- um, fimmt'udögum og kaugar- dögum. Til Oslo á þriðjudög- uim og föstudögum. TiL Fær- cyja og Bergen á þriðjudögum og föstudögum. Þriðji áfangi sumaráætlunar er svo októbermánuður. Þá hefir ferðum fækkað. og verða með svipuðu sniði og í fyrsta áfanga. Þá verða daglegar ferð ir til Bretlands og átta ferðir til Norðurlanda. Athygli skal vakin á því, að milli íslands og Færeyja eru áætlaðar tvær ferðir a viku, en milli Færeyja og Kauipm,annaha,fnar verður ferðafj'öldinn fimm ferðir á á viku þegar flest er. Ennfremur verða ferðir milli Færeyja og Glasgow. „Vér morSingiar'1 — sviSsmynd úr fyrsta þaetti. TaliS frá vinstri til hægri: Kristbjörg Kield, Guðbjörg Þor. bjarnardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Gísli Alfreðsson. (Tímamynd: GE). „ VÉR MORÐINSJAR" FRUM- 5ÝNT Á LAUSARDASINN ]| GI-Reykjavík, miðvikudag. Á laugardagskvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið hið þekktasta- og að því er sumir segja bezta leik húisverk Guðmundar Kambans, Vér morðingjar. Skáldið skrifaði verk- ið á dönsku og það var sýnt í fyrsta sijin í Kaupmannahöfn 1920 en síðar snaraði Kamiban því á íslenzku. Það hefur verið fært fjórum sinnum upp áður hérlend is, og í eitt sinn, 1927 fór Kamban sjálfur með aðalihlutverkið, Ernest. Það fer vel á því að laugardag urinn 20. apríl skuli valinn til frumisýningarinnar, því að þá er afmælisdagur Þjóðleikhússins, átján ár eru þá liðin frá því að fyrsta leikrit þess, Nýársnóttin eft ir Indriða Einarsson, var sett á svið. Guðmundur Kamban, skáld og leikstjóri, hefði orðið áttræður í júní á þessu ári, hefði hann lifað. Hann samdi mikinn fjölda skáld verka af ýmsu tagi, en þó munu leikrit hans þekktust, enda naut ha.nn þar kunnáttu sinnar sem leikistjóri. Vér morðingjar hefur verið fært upp - í Danmörku, Noregi og Þýzkálandi, auk hér heima. Beztar viðtökur hlaut það í Osló, þar gekk það langa hríð. i Það var sýnt og víðar um Noreg. Hins vegar mun það hafa fengið beztu dóma gagnrýnenda í Þýzka landi, en þar var það sett upp skömmu fyrir stríð. Þó að leikritið sé bundið í tíma og rúmi frá höfundarins há'lfu, þá hefur gi'ldi þess í engu rýrnað frá því er það var samið, það snýst um sömu mannlegu vandamálin og við er að etja meðal okkar í dag. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en leike.ndur eru þau Gunnar Eyjólfs son, Kristbjörg Keld, Sigríður Þorvaildsdóttir, Guðibjörg Þorbjarn ardóttir, Gísli Alfreðsson, Erling ur Gíslason og Anna Guðmunds- dóttir. Leikmyndir hefur Gunnar Bjarn'ason gert. Almenna Bókafélagið hefur fengið rétt tii að gefa heildarverik Guðmundar Kambans út, og verð ur það væntanlega gert á næsta ári. Tómas Guðmundsson, skáld vinnur nú að útgáfunni. Þar verða öll skáldrit Kambans, bæði þau er hann frumsamdi á ís- lenzku og þau er hann og aðrir hafa þýtt úr erlendum málum. Eins og fara má nærri um, eru þau allmikil að vöxtum, alls sjö bindi. ÞJÓÐARA TKVÆÐI UM BJÓR 1969? TK-Rey.kjavík, miðvikudag. Pétur SigurðssiOn lagði í dag fram á Alþingi breytingatiLlögur við frumvarp til laga um breyt- ingu á áfengislögum þess efnis, að ríkisstjórninni verði heimilt að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu að leyfa tiLibúning öls til sölu innanlands og útflutnings, sem hafi inni að halda allt að 4,5% af vínanda að rúmmáli. Skal ölið lúta sömu lögum um meðferð og sölu og annað áfengi. í breytingatillögu Péturs segir að rikisstjórninni sé skylt að láta á árinu 1969 fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu meðal alþingis- kjósenda um það, hvort þeir viiji leyfa tilbúning og sölu áfengs öls og taki ákvæði breytingarinnar gildi ef meirihluti þeirra, sem abkvæði greiða er samiþykkur. Síðdegis í dag varð árekstur á Hverfisgötunni. Ekki urðu slys á Myndin var tekin skömmu eftir að áreksturinn varð. mönnum, þótt áreksturinn væri allharður. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.