Tíminn - 18.04.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.04.1968, Blaðsíða 6
 TÍMINN FIMMTUDAGUR 18. april 1968 Leikfélag Reykjavíkur: HEDDA GABLER Eftir: Henrik Ibsen Leikstjóri: Sveinn Einarsson Guðmundur Pálsson leikur maim hennar, lærðan fræði- mann, góðmennið og roluna, sem á sér víst embætti, laiun og möguleika til álits og rólegs borgaralegs lífs. Honum giftist Hedda í heygulskap sínum en á ekki heldur sjáilfsvald til þess að taka því hlutskipti sínu og gera úr því líf. Guðmundur fer að ýmsu leyti haglega með það h'lutverk og sýnir eigindir þessa manns sikýrt, en þó of leikur hann ro'lumennskuna. Nóg hefði verið, encla nær sk'i'ln ingi höfundar, að gera hann svo sem meðalmann að skap- höfn. Munurinn á þeim hjón- um er of mikill, og þetta er ef til vill eina sprungan á heildarmynd leiksins. Ejlert Lövborg leibur Helgi Sfcúlason, gáfaðan lífssóunar- mann, bölsýnissfcáld, mann með þá eiginleika, sem ást Heddu hneigist að en hún á ekki mann dóm ti‘1 þess að deila lífi við. Þannig er sjálfhelda hennar, og sjálfsmorðið raunar tákn- ræn endalok og sjálfgefin frem ur en hápunfctur leiksins, enda látið gerast bak við sviðið. Leik ur Helga er með afbrigðum sterkur í mjúfcum tökum sín- urn, og samhæfður leik Helgu. Theu Elvsted, unga eigin- konu, sem hlaupizt hefur frá manni sínum vegna ástar á Lövborg leikur Guðrún Ás- mundsdóttir. Hún fer mjög vel með það hlutverk og túlkar á mjög sannfærajidi og sterkan hátt hina fómfúsu ást, hina góðu konu, sem vill græða og bæta og telur enga gjöf of stóra. Þessi ást hefur snert Löv borg hinn bölsýna og gefið hon um á skammri sólskinsstund nýja lífstrú og skáldskapar- þrótt, en vald Heddu er meira, og því hlýtur hann að lúta — tortímingunni. Jón Sigurbjörnsson leikur Brack assessor, kaldrifjaðan nautnasegg, sem hifclaust beitir penin’gavaldi sínu til þess að öðlast lífsgæðin. Jón leikur af hæglátum þrótti, og þar birtist raunar það vald, sem Hedda verður að lúta og hrekur hana í þá gröf, sem hún hefur sjáilf grafið sér. Það er hann, sem hrefeur hana fram af nöfinni, mieð því að sýna henni framan í veruleikann sem hún óttast mest — hneykslið. Júlíönu Tesman, aldna frænfcu Jörgens manns Heddu, leikur Þóra Borg, og hún fer þannig með þetta litla hlut- verk, að hún heyjaði sér hrifn ingarsamúð leikhúsgesta. Hlý- leg og alva-rleg umhyg/;ja henn ar og móðurleg forsjá og um- burðarlyndi birtist ljóslifandi sem hinn bezti eiginleiki kon- unnar, og kímni hennar rataði beint til hjartans. Áróra Halldórsdóttr fór mjög smefcklega og hófsamlega með hlutverk vinnukonu. Norskur maður, Snorre Tind berg, hefur gert leifctjöldin, og var yfir þeim sami nœrfærni vandvirknisbragurinn sem á allri sýningunni, það var sem skilningur á verkinu og sam- löðun með því geislaði þar frá hverjum hlut og drætti. Þýðing Árna Guðnasonar er afar trú og vandaverk og gædd reisn og fegurð, málfarið í senn hvasst og mjúkt og átti allar tíðir til. Um leikstjórn Sveins Einars- sonar er það að segja, að hann á ekki lítinn hlut í ágætum þessarar sýningar. Allt yfir- bragð hennar ber vott um djúp an skilning á verkinu, næman listrænan smekk og vandvirkni sem vitnar um þekkingu og hæfileika.' Hedda Gabler er stórbrotið listaverk oe bað er flutt af snilld á sviðinu i Iðnó. Og við töfcur Ieikhúseesta sýndu glöggt að sú list hafði ekki verið flutt fyrir daufum eyrum. Menn klöppuðu lengi af hita og hrifn ingu. AK. SMITH - CORONA 30 GERÐIR Stórfcostlpgt úrval rit-og reikni- véla til sýnis og reynslu i nýjum glæsilegum sýningarsal; ásamt Taylorix bókhaldsvélum og fullkomAum samstæbum skrifstofu- húsgögnum SKRIFSTOFUTÆKNI yinmíla 3, sími 33 900. Ég held, að ég hafi efcki farið þakkilátari í huga úr leikhúsi í annað sinn á þessum vetri en að lokinni sýningu á Heddu Gabtter eftir Ibsen hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur á dögunum. Af lófatafcinu í leikslok og inni legri hyllingu leifchúsges.ta hygg ég, að svo hafi verið um fleiri. Öll þessi sýning var ekki aðeins með þeim ágætum að heildarsvip og vandvirfcni,, ég vil leyfa mér að segja að list- rænni lotningu, hettdur einnig að túlkun sem lagði manni imn tak þessa skáldverks á hjarta. Hedda Gabler er óneitanlega umbrotamikið og ástríðufullt verk í öllu eðli, en samt var yfri þessa-ri túlkun furðulegur hógværðarblær. Hún var innlif. un, sem gerði öll ytri tiiþrif óþörf og raunar óviðeigandi. Ég man vel eftir túlkun Gerd Grieg, reisn hennar, gusti og gerðarþokfca í þessu hlutverki hið fyrra sinn, sem Hedda Gabl er var sýnd í Iðnó, en þegar ég bar í huganum saman hand Sendum ókeypis verðlista yfir frímerki og frimerkjavörur. ritsbrennuna nú og þá, fannst mér meira til um bæglæti Helgu Bachmann og rósaman örlagaiþunga. Ýmsir hafa talið, að Hedda Gabler væri speglun úr norsku þjóðlífi á efri árum Ibsens, en ég hetd, að það sé engin átt- vísi, þóft auðvitað séu hin ytri atvik og aðstæður af því bergi. Þótt arinninn sé norsikur er eldurinm, sem þar logar af öðr um og/sammannttegri toga, og það er eldurinn sem máli skipt ir. Ég hef ætíð litið á Heddu Gabler sem hugleik Ibsens eða krufningu á kveneðli og mótun þess í deiglu mannfélagsins, eins konar uppgjör kvenma- kynna hans, niðurstaða, sem verður þegar allt kemur til alls samdóma aldagama'li reynslu og á sér ótal hliðstæð ur í sígildum bófcmenntum. En Ibsen er sbáld, sem getur láitið þetta eldfoma tema rísa í nýj um'lit og hljómi, gert það hug tækt í samtímanum og fellf það i ramma hans. Augljóst virðist, að inntak verksims sé hvorki þjóðfélags ádeila né aldarfarsmynd, held ur aflið í átökum andstæðnanna í kventtegri náttúru og örlaga vald þess yfir kárlmanninqm — það vald, sem styrkur 1 hans megnar aldrei að rísa gegn og hefur hann að leiksoppi. Þessum andstæðum stillir hann upp, öðrum megin Heddu Gabl er og hinum megin Theu Elv sted. Ástin er blóð þeirra beggja, en blómstrunin tveir gerólíkir heimar. Annars vegar er sjálfselskan misttamnarlaus, skelfd og rög þegar á hólminn kemur og endar í tortíming- unni einni, hins vegar fómar- líundin ósíngjÖTn og bjartaheit AIRAM RAFHLÖÐUR Stál og plast fyrir Transistortæki og vasaljós. RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS Skólavörðustíg 3. Sími 12975/76 Helga Bachmann er orðin þroskuð leifcfcona og hefur vax ið með hverju stóru hlutverki seinni árin, og þetta er vafa- lítið mesti leiksigur hennar, tekur Höllu fram. Hedda er í hennar höndum persóna, s#m seint gleymist. Yfir henni er reisn og fyrirmennska í fasi, fríðleikinn mikill. Kuldaleg ró semigríman er haldgóð með afbrigðum, en þó sýnt með mifc illi hnitmiðun, hve þunn hún er. Vald Helgu yfir örlitlum snöggum svipbreytingum, blæ brigðum í máli og hreyfingum, sem segja meira en tilþrif, er oft aðdáunarvert. en um leið vanmáttug og ráða fá. Hvorugt er karlmanninum sá styrfcur, sem hann þarfnast, hvort tveggja ber að einum ósi. Samt dylst það ekki, að það er kvengerð Heddu Gabler, sem höfundurinn er að skýra. Hitt fólkið á sviðinu þjónar aMt því hlutverki. Annars skal ekki farið út í lengri bollaleggingar um hið margræða skáldverk Ibsens um Heddu Gabler. Þegar allt feemur til alls er það málsni'l- in, sfcörp rökvísi og skáldlegt hugarflug og innsæi, samfara persónugerðinni, sem bindur huga manns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.