Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. júní 1990 VIDHORF 5 Hverra manna ertu, landi? Um uppruna íslendinga Það hefur löngum verið sveita- manna siður á ísaköldu landi að spyrja menn ætta. Og það er því ekki tilviljun að þessi þjóð hefur löngum haft brennandi áhuga á eigin uppruna. Ættgöfgi Um eitt hafa menn verið sam- mála þegar uppruni íslendinga er ræddur að hann hljóti að vera sér- deilis göfugur. Jón J. Aðils telur að íslendingar séu flestir af norsku höfðingjakyni og því mikið úrvals- fólk. Og þá leiðir maður ósjálfrátt hugann að spurningunni sem Brecht spurði í kvæði er hann velti því fyrir sér hvernig Alexander mikli hefði lagt undir sig heiminn „hafði hann a.m.k. einn kokk með sér í förum?" Arthur Rutherford aflaði sér mikilla vinsaelda á Islandi er hann reit heila bók til að sanna að ís- lendingar væru hvorki meira né minna en hinar týndu ættkvíslir ísraels. Og í ofanálag var Ruther- ford þess fullviss að landinn ætti eftir að skína gjörvallri heinvs- byggðinni andlegu ljósi. Kngu lakari er sú kenning Barða (iuðmundssonar að Islendingar séu hreint engir norsarar í útlegð heldur afkomendur svonefndra Herúla sem áttu að hafa hrakist til Noregs á þjóöflutningatímunum og villt á sér heimildir um langan aldur, þóst vera Norðmenn. Og annar ágætur alþýöufræöi- maður, Benedikt Gíslason frá Hof- teigi, hélt því fram að á íslandi hafi búið kristin keltnesk þjóð þegar norræna víkinga bar að garði og hafi þeir síðarnefndu gert allt til aö þurrka út menjar eftir keltana. Þessi spurning Benedikts er ekki ýkja sannfærandi en staö- reyndin er hins vegar sú að íslend- ingar hafa nánast örugglega tölu- vert keltneskt blóð í æðum. Heirn- ildir frá söguöld benda til þess að norrænir menn hafi flutt hingað írska þræla. Frægust þeirra er náttúrlega írska prinsessan Mel- korka sem lýst er svo eftirminni- lega í Laxdælu. Kftirtektarvert er að í einni gerð Landnámu segjast höfundarnir hafa sett bókina saman til að reka þaö slyöruorð af íslendingum að þeir séu komnir af „þrælum og ill- mennum". Og þá liggur beinast við að álykta að „þrælarnir og ill- mennin" hafi verið keltar. Svo má ekki gleyma því að sjaldan er reyk- ur án elds! Ætla má að danskir og norskir víkingar hafi flúið hingað með írska þræla og frillur þegar Dyfl- inni féll í hendur Irum á því herr- ans ári 902. Og vel má vera að önnur slík bylgja hafi skollið á ís- landsströndum árið 1014 eftir aö Brjánn Boru konungur bar sigur- orð af norrænum víkingum í Brjánsbardaga. Það fylgir svo sög- unni að Brjánn féll sjálfur því eins og segir í kvæðinu „Brjánn féll en hélt velli". Gísli Sigurðsson hefur bent á þá athyglisverðu staðreynd að verö á þrælum hækkaði mjög á írskum þrælamörkuðum á þeim tíma er Island byggðist. Kn auðvitað gæti sú verðhækkun hafa átt sér allt aðrar skýringar en þörf norrænna víkinga á leiö til Islands fyrir vinnukraft. Blóðflokkar____________________ Það er alla vega staðreynd aö blóðflokkadreifing íslendinga er líkari þeirri írsku en þeirri norsku. Og einhversstaðar hef ég lesið aö rautt hár, aðalsmerki íranna, sé tvöfalt algengara á íslandi en i Noregi. Margir fræðimenn hafa dregið þær ályktanir af blóðflokkarann- sóknum að Islendingar séu aö meginstofni keltneskir. Til dæmis gengur írski fræöimaðurinn Done- gani svo lani>t að segja að 98% frumbyggja Islands hafi verið af keltneskum stofni. Ólafur Bjarna- son nefnir heldur lægri tölu, eða 73%, en aðrir fræðimenn 14— 40% Stefán Aðalsteinsson hefur gagnrýnt þessa menn harkalega og bendir á að mannfræöilegar rannsóknir sýni að íslendingum svipi mikið til Norðmanna í útliti en lítið til Ira. Hann telur aö sú staðreynd að hlutfallslega fleiri Is- lendingar eru af 0-blóðflokk en Norðmenn eigi sér þá skýringu aö bólusóttarfaraldrar leggist þyngra á fólk af A-flokki en 0-flokki. Því til stuðnings bendir hann á rann- sóknir sem geröar hafa verið í Bangladesh og víðar. Ennfremur segir hann aö í Noregi hafi bólu- sóttin veriö landlæg en ekki kom- ið í faröldrum eins og á Islandi og að landlæg bólusótt bitni jafnt á réttlátum sem ranglátum, A-flokki og 0-flokki. Auk heldur hafa rannsóknir sýnt að blóöflokkadreifing sú sem þekkist á lslandi og á Irlandi finnst víða meöal eyþjóöa þ.á m. Indjána á Kldlandinu við Argentínu sem ekki eru skyldir íslendingum svo vitað sé. Svo má ekki gleyma þeirri stað- reynd að írar og Norðmenn nútím- ans eru blandaðir aðkomuþjóðum þannig ekki er öruggt að blóö- flokkadreifing þeirra hafi veriö sú sama á víkingatímanum, En það er eftirtektarvert að blóðflokka- dreifingin á Vestur-írlandi, þar sem víkingarnir ríktu, er nær þeirri norsku en dreifingin meðal Austur-lra. Amerika miðalda Eg ætla mér ekki þá dul að dæma um ágæti þeirra kenninga sem hér hafa verið raktar enda ekki sérfræðingur á þessum svið- um. En mér er nær aö halda að ís- land hafi veriö Ameríka þessara ára. Þangaö flúðu bæði frelsishetj- ur og misindismenn frá ýmsum löndum og aörir voru fluttir þang- að í böndum rétt eins og blökku- menn til Bandaríkjanna. ()g rétt eins og fólk af breskum ættum hafði pólitíska og menningarlega forystu í Bandaríkjunum höfðu norskir innflytjendur töglin og hagldirnar á Islandi. Mér er reyndar nær að halda að meirihluti frumbyggja íslands hafi komiö úr Vestur-Noregi og að stór minnihluti hafi komiö frá öðrum Norðurlöndum og Bretlandseyj- um. Staöreyndin er nefnilega sú að Vestur-Norðmönnum svipar mjög til Islendinga í útliti, Aust- ur-Norðmönnum síður. Lokaord______________________ Vísindin'draga dám af tíöarand- anum. Kyrr á árum rembdust menn viö að sanna að þeir væru af konungakyni, nú á öld fjöldans er orðiö fínt að vera af írskum þræla- ættum. Skyldi ekki sannleikurinn þræða meöalveginn, fara um fúla gráasvæðiö? Stefán Snævarr skrifar Rautt hjarta Dagana 31. mai til 2. júni fer fram merkjasala um allt land á vegum Landssamtaka hjartasjúklinga. Slik f járöflun fer fram annað hvert ár og merkið sem selt verður, er sem endranær: Rautt hjarta til að næla i barminn. Það merki ættu flest allir lands- menn að kannast við. Þessu sinni kostar merkið 300 krónur — og tryggja þarf, að allir verði með litla hjartað sitt i barminum. LARUS HALLDORSSON SKRIFAR „Við eigum storan hóp af hæfu og vel menntuðu fólki á öllum sviðum hjartalækninga, en starfsaðstaða er aðeins til fyrir helming þeirrar þjón- ustu er veita þarf. Enn eru biðlistarnir hættulega langir," segir Lárus Hall- dórssón m.a. í grein sinni. I.HS — Landssamtök hjarta- sjúklinga ætti ekki aö þurfa að kynna mikið. Þeir lslendingar nnmu fáir. sem málefnið snertir ekki með einhverjum hætti. Kyrir tæpum sjö árum urðu samtökin til og síðan hafa þau barist ötullega fyrir hag og heill hjartasjúklinga á öllum sviðum, m.a. með |tví að stuöla að bættri heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu þeim til handa. Annar lifsstíll Arlega bætast yfir 500 í hóp hjartasjúklinga hérlendis, sem þarfnast læknismeðferðar, fólk á ýmsum aldri, ein.nig ungt fólk. Að- stæðúr þeirra eru með ýmsu móti, sjúkdómsmyndin líka, og þá einn- ig úrræðin til bata eða lækningar. Sumir þurfa skurðaðgerö, aðrir þola hana ef til vill ekki, eða þurfa ekki. og fá því lyfjameöferö ein- göngu, en hún íylgir í öllum til- vikum með, og sumir þurfa endur- tekna sjúkrahúsvist. Kn sameigin- legt er þó öllum, að þeir þurfa að breyta um lífsvenjur aö einhverju leyti. þar sem t.d. lyfjanotkun. mataræði, hreyfing, vinnuálag og margt annað skipar nýjan sess, og þarf raunar oftast að endurmeta lífið allt. tileinka sér annan lífsstíl. Þetta fólk er hvergi nærri allt í Landssamtökum hjartasjúklinga. meðlimir þar eru tæp 1700 og dreifast víðs vegar um landið. Langir biðlistar_______________ Fram aö þessu hefur árangur af starfi samtakanna verið undra- verður, og dæmin þola að þau séu nefnd: Héðan var rójö hvað fastast að |dví að hjartaaðgeröum yrði komið á hérlendis. Það kostaði harða baráttu, en reyndist mikið heillaspor. Sú barátta er ekki enn á enda kljáð, aöeins hálfnað verk. Við eigum stóran hóp af hæfu og vel menntuöu fólki á öllum svið- um hjartalækninga, en starfsað- staða er aðeins til fyrir helming þeirrar þjónustu er veita þarf. Knn eru biðlistarnir hættulega langir, og uggvænlegt ef dregiö verður enn að bæta úr aðstöðu til starfs- ins. í beinum tengslum við þetta stórmál hafasamtökin veriðsívak- andi um nýjungar og tækni í hjartalækningum og hafa staðið að tækjakaupum til rannsókna og lækninga. Líklega lagt fram u.þ.b. — 50 milljónir síðustu fimm árin með aöstoö góðra vina. Hér er veriö að bæta úr brýnni þörf og stuöla aö bata margra. Flestir ná nú orðið allgóðri heilsu, en staða sumra raskast og því þurfa þeir stuðning. Hann viljum við hjálpa til að veita. Endurhæffingarstöð Nýjasta stórátakið var að koma upp á sl. ári endurhæfingarstöö fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Hún er til Inisa í æfingastöö Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjavík og er fagur árangur af samstarfi við þá hreyfingu. En að- sóknin er slík, að húsnæðið er þegar allt of lítið. Þjálfun og endur- hæfing er lífsnauðsyn, því er mikil þörf á að koma upp slíkum æfing- astöðvum víöar, ekki síður utan Reykjavíkur. Að þessu er unniö einmitt nú. Aukin aðstaða til jrjálf- unar við eftirlit lækna og annarra sérfræðinga er stærsta átakið framundan. Velferd heitir blað, sem sam- tökin gefa út og er tengiliöur við félagana. Það birtir bæði fréttir af starfinu, leiðsögn, fræðslu og fag- legar greinar um málin. Merkin eina tekjulindin Hér hefur einungis verið drepið á fátt. Verkefnin eru mörg og hínt- ur LHS í íslensku heilbrigðiskerfi verður æ styrkari. Hér er rétt að vekja á |íví athygli, að þarna eiga sjúklingarnir sjálfir írumkvæðið. Við erum þess vegna öll í þakkar- skuld viö frumherjana, sem hófu starf Landssamtaka hjartasjúkl- inga á haustdögum 1983. Merkinu ber að halda hátt á loft. Starfið er í senn sjálfshjálp og framlag til þjóðfélagsins á sviði heilsugæslu og bættrar þjónustu við sjúka. Slíkt mál eru engum óviðkom- andi, sem byggir þetta land. Merkjasalan, sem nú fer í hönd er svo að segja eina tekjulind LHS — og veröur notuö til nýrra verkefna þjóð okkar til heilla. Því er nú heitiö á alla aö veita þessu starfi liö. Eitt merki á mann er markmiðið með merkjasölunni. Vonandi gengur það eftir. Hafiö þökk fyrir aðstoöina — og látum nú sjást, að hjartað sé á réttum stað — rauöa hjartað í barminum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.