Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 9. júní 1990 ALÞYDUBIIBIÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson * Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið TVÖ BANDALÖG — TVENN ÖRLÖG Enn einu sinni stöndum við á skömmum tíma fyrir framan miklar og gagngerar breytingar á nýrri Evrópu. í þetta skipti eru það öryggis- og varnarmál Evr- ópu sem taka stakkaskiptum. Allt frá stríðslokum hefur Evr- ópu verið skipt í tvennt; vestan megin hafa herjir Atlantshafs- bandlagsins staðið vörð um hinn frjálsa heim lýðræðisins á Vest- urlöndum, austan megin hafa herjir Varsjárbandalagsins stað- ið gráir fyrir járnum og gætt hagsmuna heimskommúnisma Sovétríkjanna. Friðurinn í Evr- ópu hefur verið ógnarfriður; byggður á gagnkvæmri skelf- ingu við tortíminguna í kjarn- orkustyrjöld. Evrópa hefur um leið verið sá ás sem jafnvægi vopnastyrks stórveldanna hefur hvílt á. Þótt Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið séu bæði hernaðar — og varnarbandalög sem gæta hugmyndafræðilegra og stjórnmálalegra kerfa, eru þau um margt ólík að uppbygg- ingu og eðli. Varsjárbandalagið hefur hvílt á nauðugri þátttöku hernuminna landa Austur-Evr- ópu, eins konar nýlenduher- styrkjum frá Moskvu. Atlants- hafsbandalagið var stofnað eftir síðari heimsstyrjöldina til að mæta vaxandi ógn af útþenslu- stefnu sovéskra kommúnista sem lagt höfðu undir sig allan eystri hluta Evrópu og gert að leppríkjum sínum. Þær þjóðir sem gerðust aðildarríki að Atl- antshafsbandalaginu gerðu það af frjálsum vilja og með lýðræð- islegri samþykkt viðkomandi þjóðþinga. Atlantshafsbanda- lagið var fyrst og fremst hugsað sem varnarkerfi lýðræðisþjóð- anna. Þegar kommúnisminn hrynur nú fyrir augum okkar, hrynja ekki aðeins þau höft og hlekkir sem bundið hafa hinar kúguðu þjóðir Austur-Evrópu. Allt annað hrynur e.innig; í ljós kemur að bindiefnið sem hélt austurblokkinni saman var ótti, kúgun og ógnarstjórn. Um leið er samkomulag allra aðildarríkj- anna að halda áfram samvinn- unni. Minnkandi varnarþáttur NATO breytist í aukið pólitískt samstarf milli aðildarríkjanna, ekki síst milli Evrópulandanna í NATO annars vegar og Banda- ríkjanna og Kanada hins vegar. Bindiefni aðildarríkja NATO hef- ur verið lýðræði, frelsi og sam- staða. Sá er munurinn á Varsjár- bandalaginu og Atlantshafs- bandalaginu. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur skilið hina veika stöðu Varsjár- bandalagsins. A leiðtogafundi Varsjárbandalagsins í Moskvu í fyrradag, boðaði Sovétleiðtog- inn róttækar breytingar á til- gangi og starfsemi bandalags- ins. Leiðtoginn varpaði einnig fram hugmynd um að sérstök ör- yggisstofnun annaðist samstarf Varsjárbandalagsins og Atlants- hafsbandalagsins. Utanríkisráð- herrar NATO sem funduðu í vik- unni í Turnberry í Skotlandi eru reiðubúnir að ræða tilvist nýs ör- yggiskerfis í Evrópu. Allt eru þetta mikil tíðindi og jákvæðar fregnir í heimi vopnanna. Evr- ópa er nú í mikilli gerjun og nauðsynlegt að tryggja öryggi einstakra ríkja og heildarinnar, ekki síst þegar þessi miklu um- skipti fara fram. En við skulum vera þess vitandi, að það er sig- ur og stefnufesta Atlantshafs- bandalagsins sem tryggt hefur mótun hinnar nýju Evrópu með máttugum vörnum og stuðlað að öryggi Evrópubúa til framtíð- o o o og bindiefnið er fjarlægt, hrynur kerfið. Hin nýfrjálsu ríki Aust- ur-Evrópu afneita nú Varsjár- bandalaginu. Ungverjaland hef- ur til dæmis þegar lýst því yfir að landið vilji ganga úr bandalag- inu í árslok 1991. Önnur ríki eru einnig farin að hugsa sér til hreyfings. Þarna kemur hinn mikli eðlismunur hernaðar- bandalaganna í ljós. Á sama tíma má segja að hlutverk Atl- antshafsbandalagsins breytist. En Atlantshafsbandalagið hryn- ur ekki fyrir augum okkar. Það SJOMANNADAGURINN Sjómannadagurinn verður há- tíðlega haldinn á morgun. A þeim degi minnast íslendingar þeirrar stéttar sem þeir standa mest í þakkarskuld við; verka- fólks í sjávarútvegi sem er grunnur hins íslenska efnahags- lífs og þjóðlífsins alls. Sjávarút- vegurinn hefur . tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum og áratugum. Meir en áður hefur reynt á samstarf sjó- mannastéttarinnar, hagsmuna- aðila í sjávarútvegi, ríkisvaldsins til að hin flóknu mál þessarar undirstöðuatvinnugreinar gangi upp. En að Iokum er það ávallt vinnuaflið sjálft sem skapar verðmætin úr sjónum; hinir ís- lensku sjómenn. Alþýðublaðið óskar sjómönnum nær og fjær til hamingju með daginn. RADDiR Ætlar þú aö fylgjast meö HM í knattspyrnu og ef svo er hverjir sigra? Ólafur Sigurðsson 31 árs at- vinnulaus: „Já ég fylgist með. Er ekki Bras- ilía með? Jú þeir sigra." Garðar Adolfsson að verða 20 ára útkeyrslumaður hjá Pósti og síma: „Að sjálfsögðu fylgist ég með HM. Ætli ég spái ekki Argentínu sigri. Úrslitaleikinn spila Argentína og Ítalía, hann fer 3—2. Marad- onna skorar eitt og hálft." Lárus Ingibergsson 19 ára þjóna- nemi: „Ég fylgist pottþétt með henni. Brasilía og Ítalía leika úrslitaleikinn og heimaliðið sigrar 2—1." Fanney Antonsdóttir 21 árs af- greiðslustúlka: „Já ég ætla að fylgjast með keppninni, Ekki spyrja mig hver sigrar ég hef enga hugmynd. Samt er ég viss um að Svíar sigra ekki." Páll Júlíusson 53 ára starfsmaö- ur KSÍ: „Ég býst við því að fylgjast með svo framarlega sem ég er ekki að vinna. Holland eða Italía sigra þetta, það gæti orðið úrslitaleikur- inn. Ég þori ekki að segja hvor vinnur því ég hef nú aldrei verið mikill spámaður. En ég held með Hollandi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.