Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 24
ímiIBLMIIII Laugardagur 9. júní 1990 RITSTJÓRN 2? 681866 - 83320 FAX 82019 wmmm^mmmmwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm •••• •••• • • • • • • • •••• ••••• • • • • • • • ••••• ••• ERLENDAR FRETTIR MOSKVA ! Forseti Úsbekistan sagði ad þjóðernisrósturn- ar í nágrannaríkinu Kirgisíu væru að breiðast yfir landa- mærin inn í ríki hans. Hann bað um hjálp frá Moskvu við að stöðva skærurnar sem hafa orðið a.m.k. 78 manns að bana og þróuðust nú ört uppí hrein og klár átök. MOSKVA: Mikael Gor- batsjov, Sovétforseti út- skýrði áhyggjur Sovét- manna af þátttöku samein- aðs Þýskalands i NATO á fundi með Margréti Thatc- her, forsætisráðherra Bret- lands. Thatcher sagði eftir fundinn að eitthvað þyrfti að gera til að róa Sovét- menn. M0NR0VIA: Líberíska ríkisstjórnin hyggst taka upp friðarviðræður við skæruliða sem undanfarið hafa sótt að höfuðborginni. Samuel Doe, forseti hefur þó neitað að ræða beint við skæruliðaforingjann Charles Taylor. Her- sveitir forsetans hafa virst vera að vinna sinn fyrsta meiri- háttar sigur í átökunum sem staðið hafa í sex mánuði. GENF: Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela, sem gekkst undir uppskurð í síðustu viku, segir að sér líði vel, en til greina komi að stytta yfirstandandi heimsreisu. OTTAWA: Forsætisráðherra Kanada, Brian Mulroney, hélt áfram viðræðum við fulltrúa fylkja ríkjasambandsins um stjórnarskráratriði. Hann heldur því fram að sam- komulag hljóti að nást í sambandi við stöðu fylkisins Que- bec. SRINAGAR: Herskáir sjálfsstjórnarsinnar frá Kasmír skutu til bana frænda indverska ráðherrans Mufti Mo- hammad Sayeed í annarri árás sinni á fjölskyldu ráðherr- ans. PRAG: Allt bendirnútilað Borgaravettvangur, sem var í fararbroddi þeirra sem steyptu kommúnistum af valdastóli í Tékkóslóvakíu fyrir sjö mánuðum, vinni yfirburðasigur í fyrstu frjálsu kosningunum í Tékkó síðan 1946. MOSKVA: Lýðveldið Rússland, sem er stærst Sovétiýðveldanna, dregur völd Gorbatsjovs Sovétfor- seta í efa með því að segja að lög ríkisins séu æðri sov- ésku stjórnarskránni. Gor- batsjov svaraði þvi til að hann væri reiðubúinn að grafa stríðsöxina í deilum við erkiandstæðing sinn Boris Yeltsin, sem nýlega var kjörinn forseti Rúss- lands. Hann sagði ennfrem- ur að rússneska þingið hefði ekki gert neitt í þá átt að draga stjórnarskrá Sov- étríkjanna í efa. Israel: Hægrísinnaðasfa ríkis- stiórn frá upphafí (JERÚSALEM, Reuter) Hægriflokkar og flokkar strangtrúaðra gyðinga hafa komist að samkomu- lagi um myndun ríkis- stjórnar í Israei. Það verð- ur þá hægrisinnaðasta rík- isstjórn í Israel frá upp- hafi. Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra, hefur þá náð að mynda nýja ríkisstjórn 12 vik- um eftir að Verkamanna- flokkurinn sleit samstarfi við Likud-bandalagið, sem Shamir er í forsvari fyrir, útaf neitun hans við að fallast á til- lögur Verkamannaflokksins um að fara að ráðum Banda- ríkjamanna og taka upp frið- arviðræður við Palestínuar- aba. Hin nýja ríkisstjórn hefur 62 sæti af 120 á israelska þinginu. Hún mun fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins á mánudag. Hin nýja ríkisstjórn mun halda að mestu við stefnumál fyrri ríkisstjórnar þar á meðal tillögu um kosningar á her- numdu svæðunum þar sem arabar myndu velja fulltrúa til að semja við ísraelsmenn um einhverskonar sjálfs- inni svo og þeir sem vilja tak- markalaust landnám gyðinga á hernumdu svæðunum. Þetta gæti orðið til þess að koma Bandaríkjamönnum í andstöðu við Israelsmenn á alþjóðavettvangi. Harðlínumaður innan Likud-bandalagsins David Levy, sem nýlega vakti gremju Bandaríkjamanna með því að fjármagna á laun landnám gyðinga í hverfi kristinna í Jerúsalem, verður utanríkisráðherra. Moshe nokkur Arens verður varnar- málaráðherra og fær það verkefni að berja niður upp- reisn Palestínuaraba sem hef- ur staðið í 30 mánuði og Gamall Likud-haukur Ariel Sharon verður húsnæðis- málaráðherra með sérstaka ábyrgð gagnvart gyðingum sem flytjast frá Sovétríkjun- um. Ríkisstjórnin stendur og fellur með stuðningi þriggja öfga hægri flokka, Tehiya og Tsomet, sem vilja innlimun hernumdu svæðanna og ótakmarkað landnám gyð- inga þar, svo og Moledet, sem vill fjöldaflutninga araba til Jórdaníu. stjórn. stæðingar friðarviðræðna Þrátt fyrir það munu and- vera í meirihluta í ríkisstjórn- Yitzhak Shamir. Skotland: HATO fagnar breytingum á Varsjárbandalagi (TURNBERRY, Reuter) Ut- anríkisráðherrar NATO fögnuðu ákvörðun leið- toga Varsjárbandalagsins um róttækar breytingar á hlutverki bandalagsins og fólu NATO að hefja þegar nýjar viðræður um niður- skurð hefðbundinna vopna í Evrópu Að afloknum fundi ráð- herranna sögðu þeir að sam- einað Þýskaland ætti að hafa sjálfsákvörðunarrétt í því að velja sér bandamenn, en jafn- framt að það ætti að vera hluti af NATO. Ennfremur bættu þeir því við að áhyggj- ur Sovétmanna um hernaðar- stöðu Þýskalands yrðu tekn- ar með í reikninginn. Varsjárbandalagið, sem er bandalag sjö þjóða og hefur verið undir stjórn Sovét- manna frá stofnun þess, lýsti því yfir á leiðtogafundi í Moskvu á fimmtudaginn að það myndi breyta sér í banda- lag fullvalda, jafnráðra þjóða. „Hinn jákvæði andi þessar- ar yfirlýsingar er okkur upp- örvun," segir í yfirlýsingu NATO ráðherranna. Ráðherrarnir sögðust gera það að forgangsmáli að samningur um niðurskurð hefðbundinna vopna yrði undirritaður á þessu ári. Einnig tóku þeir fram að ekkert yrði af ráðstefnu 35 þjóða um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÓSE) siðar á þessu ári án samnings um niðurskurð hefðbundinna vopna. NATO hefur sakað Sovét- menn um að vilja tefja fyrir þessum samningum vegna áhyggja þeirra af hernaðar- legum styrk sameinaðs Þýskalands. Sovétríkin vilja að Þjóðverjar verði hlutlausir en ekki í NATO. Pyongyang: Norður-Kórea fordæmir Gorbatsjov (TÓKÝÓ, Reuter) Ríkis- fréttastofa Norður-Kóreu réðist í gær harkalega á Mikael Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna fyrir það sem hún kallaði óafsakan- legt og sviksamlegt samn- ingamakk við hina hötuðu Suður-Kóreu. Fréttastofan sendi frá sér yfirlýsingu sem biturt for- dæmdi fund þeirra Gorbat- sjovs og Roh Tae-woo, forseta Suður-Kóreu, á mánudag þar sem þeir ákváðu að þoka sér nær beinu stjórnmálasam- bandi ríkjanna. Hin mjög svo and-komm- úníska ríkisstjórn Suður-Kór- eu byrjaði að ræða við stjórn- ina í Moskvu og bandamenn hennar í Austur-Evrópu fyrir ólympíuleikana í Seoul 1988 og tókst að fá Sovétmenn og alla austurblokkina til að hundsa boð Pyongyang stjórnarinnar í Norður-Kóreu um að kommúnísk ríki mættu ekki til leiks. Með efnahagsundur og ört vaxandi tækniþekkingu í far- teskinu hafði Suður-Kórea margt að bjóða rikjum sem voru að sligast undan slæmri efnahagsstjórn kommúnista. Roh hefur sjálfur lýst því yf- ir að takmark hans sé að þrýsta svo á Norðrið að það hætti hernaðarógnunum gagnvart Suðrinu og vinni með því að sameiningu Kór- eu. Stjórnin í Pyongyang held- ur þvi enn fram að hún sé hin eina rétta ríkisstjórn Kóreu, en sú skoðun var löngum studd af Sovétmönnum og Kínverjum sem voru helstu bandamenn hennar í Kóreu- stríðinu 1950—53 við Suð- ur-Kóreu. Búdapest: Ungverjaland vill úr Varsjárbandalagi (BÚDAPEST, Reuter) Ung- verski varnarmálaráð- herrann Lajos Fur sagði í gær að Ungverjaland myndi ekki taka þátt í her- æfingum Varsjárbanda- lagsins á þessu ári og það myndi yfirgefa bandalagið síðla næsta árs. Fur sagði þetta í Moskvu við ungversku fréttastofuna MTI eftir leiðtogafund Var- sjárbandalagsins á fimmtu- dag og á fundi með sovéskum og öðrum herforingjum bandalagsins í gær. ,,Á meðan á viðræðunum stóð lýsti ég þvi yfir að Ung- verjaland tæki ekki þátt í æf- ingunum á þessu ári og hygð- ist yfirgefa bandalagið síðla á því næsta," sagði Fur. Fyrsta ríkisstjórn Ungverja- lands eftir fall kommúnista tók þá ákvörðun að yfirgefa bandalagið þegar hún tók við völdum í síðasta mánuði. Hún gaf ekki upp endanlega dagsetningu á úrsögninni. Fur sagði MTI að sovéska varnarmálaráðuneytið hefði sýnt skilning á stöðu Ung- verja, en öðrum herforingj- um bandalagsins hefði þótt hugmyndin viðbjóðsleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.