Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 22
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 22 Laugardagur 9. júní 1990 Öryggi í viðskiptum - heiðarleg skattskil! Það er allra hagur að peningakassar (sjóðvélar) verslana séu í lagi. Staða viðskiptavinarins er þá örugg og tryggt er að skatturinn sem hann greiðir í vöruverðinu kemst til skila. Verslunin hefur öll bókhaldsgögn á hreinu og báðir aðilar standa skil á sínu í sameiginlegan sjóð okkar allra. Það er því mikilvægt að vita hvemig löglegir peningakassar eiga að vera. Réttir viðskiptahættir tryggja heiðarleg skattskil. Þau eru undirstaða þeirra sameiginlegu verkefna í Glugginn á að vera sýnilegur til þess að viðskiptavinurinn geti gengið úr skugga um að viðskipti hans séu rétt skráð. Innri strimill verður að vera í kassanum sem sýnir hverja innstimplun og fer hann inn í bókhaldsgögn verslunarinnar. Ytri strimil - kassakvittunina - á hver viðskiptavinur að fá í hendur. Kassinn á að vera lokaður þegar afgreiðsla hefst og honum á að loka þegar afgreiðslu lýkur. landinu sem við njótum öll góðs af. fjármálaráðuneytið Reglur fyrir heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu Þaðmáekki yrða á starís- mann/hús- bónda meðan á leik slendur Vegna Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu sem fram fer flesta daga næstu þrjár vikurnar hefur það verið talið nauðsyn- legt að setja vissar reglur, sem atvinnurekendur og húsmæður verða að fara eftir í einu og öllu: 1 Ekki má yrða á starfsmann/hús- bónda meðan á leik stendur. Hins vegar má gjarnan hlusta á sérfræði- legar athugasemdir hans og fúkyrði út í dómara og leikmenn. Lokið munninum — hlustið! 2 RÚV-sjónvarpið má ekki undir neinum kringumstæðum viðhafa neins konar truflanir á útsendingum sínum meðan á knattspyrnukeppn- inni stendur. Slíkt er refsivert athæfi og skyldu starfsmenn RÚV hafa það í huga. 3 Fimmtán mínútum áður en leik- ur hefst skal vera komin á algjör ró á vinnustað/heimili. Smábörn á heimilinu og húsdýr skulu þá hafa verið fóðruð og þau lögð í hvílu. 4 Fimm mínútum fyrir leik skal framreiða þrjá kalda bjóra eða léttar vínblöndur til að sljákka á tauga- álagi áhorfandans. í hálfleik skal endurnýja þessar birgðir og losa öskubakka. 5 Sérstaklega skal húsmæðrum bent á að ekki er heimilt að yfirgefa húsið meðan á leik stendur. Þurfi að framlengja leik þarf húsbóndinn á sérstakri aðhlynningu að halda, ekki síst ef vítaspyrnukeppni bætist við framlenginguna. 6 Ekki má girnast húsbónda eða gerast ástleitin við hann meðan á leikjum í HM stendur. Gæta skal klæðaburðar, hann má ekki vera of ögrandi á neinn hátt, þannig að áhorfandinn freistist til að hætta að líta á skjáinn. 7 Heimsóknir eru bannaðar með- an á útsendingu stendur. Hjá fyrir- tækjum gildir hið sama, enga við- skiptavini takk! Hringingar með öllu bannaðar. Lokið skiptiborðinu. 8 Samræður um aðra hluti en knattspyrnu eru með öllu bannaðar meðan á leikjum HM í sjónvarpinu stendur. 9 Verði leikur endursýndur sam- dægurs eða seinna gilda sömu regl- ur og að ofan eru skráðar. 10 Atvinnuveitendur skulu ekki vera með neitt múður, enda þótt starfsmenn af sterka kyninu sitji yfir sjónvarpinu um miðjan dag. Það er ekki þeim að kenna að leikirnir fara fram á svona fáránlegum tíma suður á Ítalíu. Það er ekki heldur þeim að kenna að þeir eru ekki í sumarfríi á þessum tíma. Ofangreint verði tekið til vinsam- legrar athugunar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.