Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. júní 1990 5 HM IKNATTSPYRNU ,,Keisarínn hér og keisarmn þar — keisarinn er aíísstaðar Þýska þjóðin getur nú vart beðið lengur efftir ffyrsta leik þýska knattspyrnuliðsins i lokakeppni heims- meistarakeppninnar á ítaliu. Blöð, sjónvarp og útvarp keppast við að fflytja ffróttir aff þýska liðinu, likamlegu og andlegu ástandi leikmannanna og þjálfari liðsins, Franz Beckenbauer, er um þessar mundir vinsælli aff fróttamönnum sjónvarpsstöðvanna heldur en sjálfur kanslarinn sem þó fflytur langhunda i sjónvarp á hver j- um degi. Oft á dag mætir „keisarinn", eins og Becken- bauer er kallaður, i sjónvarp til að skýra ýmislegt sem hann heffur i huga og svara spumingum fróttamanna um það hvemig hann muni stilla upp þýska liðinu þeg- ar á hólminn er komið. Bæverskur fframburður hans hljómar afar vel, maðurinn er snyrtimenni hið mesta og kemur vel ffyrir, reitir aff sér brandarana og er hrók- ur alls ffagnaðar. Það er hins vegar öðru til að dreifa þegar á knattspyrnuvöllinn er komið. Lothar Mattháus er fyrirliði og leikstjórnandi þýska liðsins. Hann hleypur manna mest og erfiðar alltaf allan leikinn á enda. ítalskir blaðamenn halda þvi fram að takist að hemja Mattháus muni þýska liðið ekki valda andstæðingum sinum frekari vandræðum. Beckenbauer tekur sér jafnan stöðu við enda varamannabekkjar- ins, krossleggur handleggina á brjósti sér, setur upp sólgleraugun og þannig stendur hann næsta hreyfingarlaus í allar þær 90 mínút- ur sem leikurinn fer fram. Andlit hans haggast ekki, engin svipbrigði eru sjáanleg hvorki þegar vel né illa gengur. Ekki frekar en Boss-jakkinn og snyrtilegt bindið sem ævinlega er jafn stíft og snyrtilega í enda leiksins sem og við upphaf hans. En um leið og leiknum er lokið fellur gríman, marmarasvipurinn breytist og þegar sjónvarpsvélarnar byrja að suða í andlitið á þessri goðsögn þýskrar knattspyrnu, þá færist breitt bros yfir andlitið og undantekning- arlítið hrósar hann leikmönnum sín- um fyrir frammistöðuna, þvert ofan í það sem fréttamennirnir telja rétt. Backenbauer telur ekki eftir sér að ræða einstaka leikmenn og frammistöðu þeirra við sjónvarpið, hann hrósar þeim jafnt og lastar, ræðir ýmsa persónueiginleika þeirra. Leikmennirnir sjálfir sjást hins vegar lítið fyrir framan skjáinn — þeir eru uppteknir á erfiðum æf- ingum enda virðast margir þeirra vera býsna langþreyttir á knatt- spyrnunni og leikgleðinni hafa sum- ir þeirra greinilega gleymt heima. Bragödauffir æffingaloikir Þýska landsliðið hefur lokið æf- ingaleikjum sínum fyrir keppnina. Lokaleikirnir voru við Tékka og Dani. Báða leikina vann þýska liðið með minnsta hugsanlega mun, einu marki gegn engu. Þýskir blaða- menn voru ómyrkir í máli eftir leik- inn við Tékkana. Eins og hver önnur æfing, sögðu þeir, enda var var tékkneska liðið ekki upp á marga fiska, reyndi nánast aldrei að sækja að þýska markinu og oftast nær voru allir leikmennirnir, utan þýski markvörðurinn á vallarhelmingi Tékkanna. Við þetta myndaðist öng- þveiti sem Þjóðverjarnir, þrátt fyrir annáðala skipulagsgáfu sína áttu í nokkrum erfiðleikum með að greiða úr, það var sama hvað þeir reyndu, alls staðar komust tékkn- eskir fætur fyrir knöttinn og trufl- uðu sóknaraðgerðir Þjóðverjanna. Bur» með Buchwald_____________ Sóknarleikurinn er þó ekki helsta vandamál þýska liðsins. Varnarleik- mennirnir sem Beckenbauer hefur, að því er virðist, einsett sér að nota í keppninni; Augenthale, Buchwald og Kohler, eru svifaseinir og hálf klaufalegir oft á tíðum. Sérstaklega Buchwald, sem er samherji Asgeirs Sigurvinssonar og fyrirliði Stutt- gart-liðsins, enda liggur hann undir gríðarlegri gagnrýni um þessar mundir. Þýska þjóðin krefst þess að Buchwald verði settur til hliðar fyrir yngri ogsnarpari leikmann. „Knatt- spyrnuaðdáendum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar Buchwald hefur knöttinn", skrifaði eitt þýsku blaðanna nýverið. Fullkominn —__________________ eff hann nonnir_______________ Miðvallarleikmennirnir hafa líka valdið Beckenbauer áhyggjum. Litt- barski virkar þreyttur og nær sér ekki á strik og ein helsta vonar- stjarna Þjóðverja, hinn 24 ára Thomas Hássler frá Kölnarliðinu hefur ekki hætt sér nægjanlega í sóknarleikinn vegna þess að hann hefur umtalsverðum varnarskyld- um að gegna samtímis. Fyrirliðinn Lothar Mattháus, sem er sennilega einhver þolmesti knattspyrnumað- ur heims, erfiðar allan leikinn á enda en virðist ekki ná að drífa samherja sína áfram sem skyldi. Á vinstri vængnum leikur Andreas Grehme, frábær leikmaður, en um hann sagði Beckenbauer nýlega í sjónvarpi, að hann væri fullkominn leikmaður og besti leikmaður Þjóðverja i raun og veru. Aðeins ef hann nennti að leggja það á sig sem þyrfti. En það gerir hann semsagt ekki — Brehme mætti nefnilega sjálfur í sjónvarpið og sagðist ekki sjá neina ástæðu til að hlaupa sér til óbóta. Um það væru aðrir færari. í fremstu víglínu liðsins eru óum- deildar stjörnur Rudi Völler og Júrg- en Klinsmann. Sá fyrrnefndi hefur náð sér afar vel á strik að undan- förnu, Klinsmann hins vegar síður. Völler er dýrlingur þýsku þjóðarinn- ar, uppáhaldsleikmaður hennar og enginn þýsku leikmannanna er jafn duglegur við að sinna skyldum sin- um við áhangendurna. Af þeim mæta yfirleitt yfir 2000 til að horfa á æfingar þýska liðsins. Stærsta sólræna_____________ vandamálið__________________ Með öll þessi vandamál á bakinu heldur þýska liðið til Italíu, Becken- bauer á fyrir höndum erfitt val þeg- ar hann gerir endanlega upp hug sinn fyrir fyrsta leik liðsins við aðal keppinautana í undanriðlinum, Júgóslava, en margir sérfræðingar telja að þeir geti náð verulega langt i keppninni. Og þá er ótalið stærsta sálræna vandamálið sem er í raun Beckenbauer sjálfur. Yfirburðir hans sem leikmanns á áttunda áratugnum voru svo gríðar- legir að enginn hefur komist með tærnar þar sem hann hafði hælana. Og vegna yfirburða hans varð stað- an sem hann lék allt í einu sú lang- mikilvægasta í einu knattspyrnuliði. Þjóðverjar eru enn að leita að arf- taka hans — 16 árum eftir að hann leiddi þýska knattspyrnulandsliðið til sigurs í heimsmeistarakeppninni. Augenthaler, fyrirliði hinna bæ- versku Þýskalandsmeistara, fær það hlutverk í þessari keppni að leika sömu stöðu og Beckenbauer gerði á sínum tíma. Það er fyrirfram von- laust fyrir hann að standa sig vel þar sem viðmiðunin verður honum allt- af óhagstæð. Og svo stendur „keis- arinn" sjálfur á hliðarlínunni, óhagganlegur eins og marmara- stytta. Ekkert fer framhjá honum. Hann og hann emn, veit nákvæm- lega hvernig á að leika þessa stöðu og það vita líka allir aðrir. Helmut Kohl sýnir landsliðsmönnum hvernig taka á vitaspyrnu. Þýska knattspyrnulandsliöiö: Lagði undir sig glæsi- legan miðaldakaslala Þýska knattspyrnuliðið leikur sína leiki í Mílanó til að byrja með. Eftir rniklar vangaveltur og þæfingar fundu forráðamenn þýska liðsins loks gististað, glæsilegan kastala frá 14du öld sem breytt hefur verið í nútíma hótel. Að sjálfsögðu er knatt- spyrnuvöllur við hótelið og þar er ennfremur allt sem Þjóðverj- arnir gátu hugsað sér. Hver leik- maður fær sitt eigið herbergi, venjulegast deila tveir herbergi og það eru engir aðrir gestir í þessum gamla fallega miðalda- kastala nema þýska knatt- spyrnulandsliðið. Allt er eins og það best getur orð- ið og í sjónvarpinu þýska kom í Ijós að Italarnir voru tilbúnir með allt. Nema reyndar sundlaugina. Þjóð- verjarnir höfðu farið fram á það við hótelið að það byggði sundlaug á staðnum. Ekkert mál sögðu ítalarn- ir. Þegar þýska sjónvarpið mætti á staðinn nokkrum dögum fyrir komu þýska landsliðsins var engin sund- laug sjáanleg. Aðeins steinsteypu- kumbaldi sem leitaði ofan í jörðina að einhverju leyti og nokkrir silaleg- ir verkamenn voru að dóla sér eitt- hvað í kringum laugarlíkið. Þýska sjónvarpinu brá greinilega í brún en ítalski hótelhaldarinn var hinn rólegasti. Engar áhyggjur, við klárum þetta sagði hann með yfir- drifnu kæruleysi, lagði áherslu á orð sín með handsveiflu. Og þá lauk fréttinni, þýski þulurinn jánkaði því að líklegast tækist þeim að klára þetta. Hahn hefði þó ekki hugmynd um hvernig. „En það reddast, ein- hvern veginn," voru lokaorð hans — greinilegt að hér var verklag sem Þjóðverjar eru ekki ásáttir með. Þýska landsliðiö í knattsyrnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.