Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 20
20 GÓÐA HELGI Laugardagur 9. júní 1990 San Fransisco baUettinn Helgi Tómasson ballettmeistari og stjórn- andi’San Fransisco ballettsins er kominn til íslands með úrval af sínu fólki. Um helg- ina eru þrjár sýningar í Borgarleikhúsinu, kl. 20.30 í kvöld og annað kvöld, og kl. 15 á morgun. Fleiri sýningar eru fyrir þá sem ekki komast um helgina á þriðjudags, mið- vikudags og fimmtudagskvöld. Ísiensk höggmyndalist Á Kjarvalsstöðum stendur yfir yfirlitssýn- ing allra helstu myndhöggvara okkar, sýn- ing sem vert er að skoða. Verk eftir Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ól- afsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guðmund frá Miðdal, Ríkharð Jónsson, Magnús Á. Árnason, Nínu Sæmundsson og Martein Guðmundsson. Sýningin er framlag Kjar- valsstaða til Listahátíðar. Menningarsamtök Sunnlendinga í dag kl. 14 verða stofnuð Menningarsam- tök Sunnlendinga í Skálholti. Hefst stofn- unin með menningardagskrá sem er í einu og öllu í höndum þeirra sunnanmanna. Þórður Tómasson flytur ávarp, Árnesinga- kórinn og Skólakór Hveragerðis syngja. Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmunds- dóttir leika á sembala og Eyvindur Er- lendsson flytur Ijóð. Skálholtsbiskup, Jón- as Gíslason, flytur ávarp. Málverkasýning Gunnars Arnar Gunnarssonar verður enn- fremur opnuð. Stofnfundurinn sjálfur hefst kl. 16.30. Tove Óiafsson i Gallerí Borg Framlag Gallerís Borgar til Listahátíðar að þessu sinni er sýning á verkum Tove Ólafs- son. Verkin eru ný og nýleg og eru til sölu. Hér er um mikinn viðburð að ræða, Tove þekkja íslendingar frá fyrri tíð þegar hún bjó hér á landi. Síðan 1953 hefur hún búið í Danmörku og er gott nafn í danskri myndlist. Rikey i Akoges í gær opnaði myndlistarkonan Ríkey sýn- ingu á postulínslágmyndum og skúlptúr- um í Akoges í Vestmannaeyjum. Ríkey út- skrifaðist úr myndhöggvaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Islands fyrir 7 árum og hefur sýnt áður, bæði heima og erlend- is. Dieter Magnus Arkitektafélagið leggur sitt af mörkum til Listahátíðar. I dag kl. 16 opnar í Vörðuskóla sýning á umhverfislist V-Þjóðverjans Diet- er Magnus. Hann hefur sinnt mikið ýmsri borgarbót og viðreisn á umhverfinu, m.a. gömlum borgarhlutum, og er mikill bar- áttujaxl á þessu sviði. Opið 14—18 um helgina, 15—19 virka daga. Magnús held- ur fyrirlestur í Norræna húsinu á mánu- daginn kl. 17. Jón Ingi sýnir i Eden Allir eiga leið um Hveragerði og þá í Eden. Þar stendur nú sýning á málverkum Jóns Inga Sigurmundssonar. Á sýningunni eru 49 pastel, vatnslita- og olíumyndir málar- ans. Er þetta fimmta einkasýning Jóns Inga, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélags Árnes- sýslu. Sýninguni lýkur 25.júní. Leir og blóm Leirlistarfélagið er með sýningu með ofan- skráðu nafni í Epalhúsinu í Faxafeni 7, og hefur fengið í lið með sér verslunina Blómalist. Á sýningunni eru kynnt listform í leir og fjölbreytt notkun leirs ásamt blóm- um. Fjórtán félagar í Leirlistarfélaginu taka þátt í yfir sýningunni, sem er opin frá 14—18 en annars á verslunartímum. Af englum og Keltum I Bogasal Þjóðminjasafnins stendur sýn- ingin Af englum og Keltum. Sýndir eru enskir og keltneskir munir í eigu safnsins, þeir elstu frá 8—10. öld. Meðal sýningar- gripa eru enskar altaristöflur úr alabastri frá 15. öld, miklar gersemar. Og vel á minnst, Þjóðminjasafnið er æv- inlega skemmtilegt að heimsækja. Er ekki orðið langt síðan þú skoðaðir það síðast? Safnið er opið alla daga 11—16, lokað mánudaga. Japanskur fiðlusnillingur Yuzuko Horigome, japanskur fiðluvirtúós leikur ásamt Wolfgang Manz, píanó, í ís- lensku óperunni kl. 17 í dag. Þau leika verk eftir Beethoven, Bach, Webern og Franck. Mótettukórínn i Langholtskirkju Kl. 17 á morgun fara fram tónleikar Mót- ettukórsins í Langholtskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Flutt verða verk eftir Bach, fimm mótettur. Lúðrasveit Hafnarfjarðar 40 ára Lúðrasveit Hafnarfjarðar varð 50 ára í byrj- un ársins. í tilefni af afmælisárinu heldur hljómsveitin stutta síðdegistónleika í Hafnarborg kl. 15 í dag. Stjórnandi að þessu sinni verður Hans Ploder, stjórnandi sveitarinnar um aldarfjórðungs skeið. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á tónleikana — aðgangur er ókeypis. Kirkjan i Þorlákshöfn opin Þeir sem eru á ferðinni á Suðurlandi munu eflaust koma við í Þorlákshöfn. Þar býðst ferðafólki kostur á að skoða kirkju staðar- ins um helgar. Greinilega hefur fólk kunn- að að meta þetta undanfarin sumur, 1700 gestir komu í fyrrasumarog skoðuðu kirkj- una. Opið er um helgar frá 15—19. Margt spennandi hjá Útivist Ferðatilboðin hjá Útivist aukast nú mjög með hækkandi sól. Farið var til Vest- mannaeyja í gær, og á sunnudag heldur Þórsmerkurgangan áfram. Gangan er komin að Þjórsá og hefst ferðin á sunnu- dag kl. 10.30. Ferjað verður yfir Þjórsá frá ferjunesi yfir í Sandhólaferju. Þaðan geng- ið að Ytri Rangá, fjölbreytt og skemmtileg leið. Vanir leiðsögumenn. Útvist fer líka á slóðir Oddverja með Helga Þorlákssyni, mest rútuferð, minna um göngu, en fylgst verður með þegar göngumenn í Þórs- merkurgöngu verða ferjaðir yfir Þjórsá. Ennfremur er boðið upp á gönguferð í Innstadal-Sleggjubeinsskarð. Kl. 13.30 er hjólreiðaferð um Bláfjallahring, erfið 24 km hjólreiðaferð. Brottför frá Árbæjarsafni, rútá frá BSÍ í safnið kl. 13. Sjúkraþjálfun Félag ísl. sjúkraþjálfara opnar sýningu í dag kl. 14 í anddyri K-deildar Landsspítal- ans. Mikið af ýmsurh tækjabúnaði sem notaður er í sjúkraþjálfun í dag og sýnis- horn frá eldri tímum. Kynning á faginu í máli og myndum. í dag verður gestum boðið að reyna ýmsan tækjabúnað, láta þrekprófa sig og þar verða gefnar leiðbein- ingar um vöövateygjur og fleira. Sýningin stendur í einn mánuð. Rútudagurínn 1990 Fjórði rútudagurinn hefst kl. 10 í dag með opnun samgönguráðherra. Stendur kynn- ing BSÍ og Félags sérleyfishafa, sem standa fyrir deginum, til kl. 18. Við Um- ferðarmiðstöðina verður ýmislegt að skoða fyrir bílaáhugamenn, rútubílar af ýmsum gerðum, þeir litlu og gömlu og svo þessir nýju og glæsilegu. Boðið er upp á ýmis skemmtiatriði, þarna verður meðal annars Brúðubíllinn vinsæli, lúðrasveit og harmonikkuleikur. Innandyra er kynning á íslenskri ferðaþjónustu og varningi til ferðalaga. Ókeypis skoðunarferðir um borgina á vegum Útivistar og Ferðafélags íslands. Póst- og símaminjasafn Suður í Hafnarfirði er skemmtilegt safn Pósts og síma, ýmsar gamlar minjar sem snúa að því embætti. Safnið er til húsa að Austurgötu 11 og er opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15—18. Ekki sakar að aðgangur er ókeypis. Myndin sem hér fylgir er af gullinni kórónu, hluta af gamla landssímamerkinu. Vid sendum öllum sjómönnum hugheilar kveðjur og árnaðaróskir á sjómannadaginn Qrindavíkurbær Haförninn hf. Grindavík Verkakvennafélagið Sauðárkróki Sjómannafélag ísfiröinga Sjávarútvegsráöuneytið Qluggasmiðjan Siglingamálastofnun Korpus hf. Ármúla 22

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.