Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. júní 1990 11 Reynir fyrir framan nýja skrif- stofu Búseta aö Laufásvegi 17 og verður hún almenningi til sýnis á sunnudaginn. Reynir Ingibjartsson, framkvœmdastióri Búseta: Húsnsaðismáfín mín hjartans mái „Það var sérslaklega ánægjulegt að félagasam- tök og aðilar sem staðið höf ðu i grasrótinni og barist fyrir breytingum á húsnæðiskerfinu skyldu hafa verið þátttakendur i þvi að koma þessu um kring," segir Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri Bú- seta en hann átti sæti i nefnd þeirri sem vann að nýju lagafrumvarpi um félagslega húsnæðiskerfið. Reynir hefur mjög látið húsnæðismálin til sin taka á siðustu árum og við byrjuðum á að spyrja hann út i Búseta. „Búseti var stofnaður 26. nóv- ember árið 1983. Upphafið má rekja til ieigjendasamtakanna en ekki síður til einstaklinga sem höfðu verið við nám úti í Svíþjóð og kynnst húsnæðiskerfinu á Norðurlöndunum. Þegar þeir komu heim frá námi, komu þeir í þetta ófremdarástand sem hér ríkti í húsnæðismálum. Þá var ný- búið að verðtryggja öll lán. Kring- umstæður allar voru gjörbreyttar fyrir ungt fólk sem vildi koma þaki yfir höfuðið. Menn fóru að leita að nýjum möguleikum og það leiddi til þess að Búseti var stofnaður. í byrjun var stofnað félag hér í Reykjavík. Á örskömmum tíma gengu í það um tvö þúsund manns og síðan fylgdu í kjölfarið félög á fleiri stöðum.t.d á Akureyri, í Ar- nessýslu og Borgarfirði." — Var björninn unninn með því að stofna þessi félög? ,,Nei. Þá tók við glíman við landsfeðurna. Setning löggjafar um þetta húsnæðisform og skapa þessum félögum lánsrétt í hús- næðiskerfinu. Til þess að gera langa sögu stutta þá tókst ekki að skapa þessu formi lagalegan ramma. Næstu árin var þetta spurningin um að láta ekki þessa hugmynd, láta ekki þessi félög deyja drottni sínum. Það var í rauninni ekki fyrr en með setn- ingu laga um kaupleiguíbúðir sem þessi félög gátu fengið lán hjá hús- næðislánakerfinu. Jafnframt þessu hafði félagið unnið að því að reyna að koma upp sínu fyrsta fjöl- býlishúsi. Félagið fékk lóð í Reykjavík og þar með vaknaði vonin um það að koma þessu í höfn.“ 5.000 félagar i Búseta ,,Það gekk nú reyndar á ýmsu.Á þeim tíma þegar lögin um kaup- leiguíbúðir voru sett þá var okkar fyrsta hús í byggingu og komst í gagnið. Sú framkvæmd tókst mjög vel og þá fór skriðan aftur af stað. Félögum fjölgaði á örskömmum tima um helming. Núna eru þessi félög orðin 11 talsins, vítt og breitt um landið. Þau hafa með sér landssamband og ætli að félags- menn á landinu öllu séu ekki um 5 þúsund talsins." — Hvað eru þessar búsetu- réttaríbúðir? „Fyrir þá sem ekki þekkja til er rétt að skýra örlítið búseturéttar- formið. Þó að þetta form sé mjög algengt í nágrannalöndum okkar þá hafa menn ekki þekkt það hér á íslandi fyrr en þá núna. ftð leigja hjá sjáHuiw sér Þetta form er einfaldlega þannig að þetta er félag sem er öllum op- ið, samvinnufélag. Þegar menn ganga í félagið fá þeir sérstakt fé- lagsnúmer. Síðan samkvæmt röð öðlast þeir rétt á að kaupa svokail- aðan búseturétt. Þessi búseturétt- ur er samkvæmt lögum skil- greindur sem eignarhlutur og ótímabundinn umráðaréttur yfir viðkomandi íbúð. Þá er rétt að taka það fram að Búseti et' hinn formlegi eigandi íbúðanna og tek- ur sem sagt opinbert lán en félags- maðurinn á ákveðinn hlut íbúðar- innar. Þessi búseturéttur jafngildir eignarréttinum á mjög margan hátt og eigendur að húsnæðinu eru félagsmennirnir, þannig að það má segja að maður leigi hjá sjálfum sér.“ — Hvernig stóð því að þú lentir á kafi í þessum húsnæð- ismálum? „Þegar gerðar voru mjög víð- tækar breytingar á íslenska hús- næðiskerfinu 1986 með sam- komulagi milli ríkisvaldsins og að- ila vinnumarkaðarins, lán voru lengd og lánshlutfall hækkað fannst ýmsum að þá væri búið að leysa húsnæðismálin á íslandi í eitt skipti fyrir öll. Hins vegar sátu eftir ýmsir hópar í þjóðfélaginu sem að lakasta höfðu aðstöðuna, öryrkjar, aldraðir, námsmenn og leigjendur. Það kom fljótlega í ljós að þessar breytingar skópu ógnar- langa biðröð. Fólk flykktist tug- þúsundum saman í þessa biðröð en eftir sátu þessir hópar sem ég nefndi og, að mig minnir í des- embérmánuði 1986, þásameinuð- ust 8 samtök sem hafa innan sinna vébanda þessa hópa og höfðu með einum eða öðrum hætti verið að fást við húsnæðismál sinna fé- lagsmanna. Þessi aðilar samein- uðust í einum hópi sem kallaði sig Þak yfir höfuðið. Hljóðlát bylting --7———- ■ Eg held að hópurinn hafi tekið til starfa um mitt ár 1989 og hálfu ári seinna skiluðum við frá okkur tillögum að lagafrumvarpi og það er óhætt að segja að þó að það hafi kannski farið svolítið hljótt, þá urðu kaflaskipti í húsnæðismálum á íslandi þegar þau voru samþykkt sem lög. Það var sérstaklega ánægjulegt að félagasamtökum og aðilum sem staðið höfðu í gras- rótinni og barist fyrir breytingum að þau skulu hafa verið þátttak- endur í því að koma þessu í kring. Það teljum við að hafi verið mjög jákvætt og mjög ánægjulegt að ráðherra skyldi leita niður til gras- rótarinnar til að taka þátt í að — Hvað felur ný löggjöf um félagslega húsnæðiskerfið í sér? „Þarna er í raun og veru verið að skapa eigendum og leigjendum sama rétt til öflunar húsnæðis. Þetta er kannski mál númer eitt. Þeir sem hafa verið að eignast eig- ið húsnæði hafa í raun notið betri kjara en þeir sem hafa viljað leigja húsnæði eða fara aðrar leiðir. Þessi lög leggja hins vegar áherslu á jafnræði þarna á milli. Síðan er búið að fella hinar ýmsu leiðir saman í einn farveg, samræmd lög um félagslegar íbúðir. Þetta var kannski orðið svolítið flókið, verkamannabústaðir, kaup- leiguíbúðir, búseti, hlutareignar- íbúðir og leiguíbúðir o.s.frv. Nú er hins vegar búið að samræma þetta og segja má að nú hafi fólk um fjórar leiðir að ræða. Fjórar leidir i______________ iélagslega kerfinu___________ Það er í fyrsta lagi félagslegar eignaríbúðir, í svipuðum stíl og verkamannabústaðir voru. I öðru lagi kaupleiguíbúðir, þar sem fólk getur leigt með kauprétti eða keypt strax. 1 þriðja iagi hlutar- eignartbúðir og undir það fellur búseti. Og í fjórða lagi leiguíbúðir. Varðandi kjörin þá er lánstími frá 43 upp í 50 ár. Ef um er að ræða eignaríbúðir þá er tíminn 43 ár annars 50 ár þ.e. fyrir leiguíbúðir. Lánshlutfall er í flestum tilfellum 90% þannig að það eru því 10% sem framkvæmdaraðili þarf að leggja fram. Vextir eru tvenns konar. Þ.e.a.s. félagslegir vextir það er að segja þegar um er að ræða fólk sem er undir ákveðnum tekju- og eignar- mörkum. Síðan er um venjulega vexti eins og eru á öðrum lánum frá húsnæðisstofnun í dag. Þá er rétt að geta þess að kaupleigan er tvískipt, annars vegar erum að ræða almenna kaupleigu og hins vegar félagslega kaupleigu. Það sama á við Um hlutareignarformn- ið. Þar eru það þessi tekju og eign- armörk sem að skipta. Hins vegar er félagasamtökum af ýmsu tagi gefið mjög aukið svig- rúm, félagasamtök sem eru viður- kennd af félagsmálaráðuneytinu. Þá getum við verið að tala um fé- lög eins og Búseta, samtök aldr- aðra, öryrkja og námsmanna.” — Nú hafa orðið miklar breytingar á húsnæðiskerfinu á til að gera skömmum tíma. Eru með þeim breytingum hús- næðismál íslendinga kominn í góðan farveg? „Það er óhætt að segja að það hafi orðið bylting á hinum laga- lega ramma til batnaðar. Þar á nú- verandi félagsmálaráðherra mikl- ar þakkir skyldar. Með þessum nýju lögum má segja að heildar uppstokkun hafi átt sér stað. Mín skoðun er sú að það verði hér í framtíðinni tvenns konar kerfi sem vonandi dugi til þess að tryggja öllum þegnum þessa lands öruggt húsnæði. Það má því segja að það sé nærri búið að umbreyta húsnæðis- kerfinu 100% og fyrir það á Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra miklar þakkir skyldar." Eitthvað að lokum? „Það má segja að það hafi verið fyrir tilviljun að húsnæðisrnálin eru orðin mín hjartans mál. Ég fékk það strax á tilfinninguna þeg- ar ég gerðist þátttakandi í að stofnsetja Búseta að það væri eitt brýnasta málið í þessu þjóðfélagi til jöfnunar og til að halda uppi al- mennum mannréttindum væri að finna nýjar leiðir í húsnæðismál- um. Ekki síst vegna ungs fólks. Ég varð var við að það var mikill fjöldi fólks erlendis sem ekki treysti sér að koma til íslands útaf húsnæðismálunum og það voru ótrúlega stórir hópar í þjóðfélag- inu sem að stóðu mjög illa. Það hefur sjálfsagt ekki verið fjallað um aðra málaflokka öllu meira síðasta áratug en húsnæðis- málin. Mér fannst að það þyrfti að leggja þessum málum lið og það hefur verið ákaflega ánægjulegt að sjá að maður hefur átt þess kost að vera þátttakandi í að breyta þessu þjóðfélagi," sagði Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri Búseta að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.