Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 9. júní 1990 Ríkharöur Örn Pálsson skrifar Prófsteinn Jóns og Jehóvu John Speight, ABRAHAM OG ISAK — Kammerópera í einum þœtti til flutnings í kirkju. (Háteigskirkju 5. júní). Eitt af þeim atriðum sem mesta forvitni hefur vakið fyrirfram á yf- irstandandi iistahátíð er frum- flutningur á kirkjuóperu Johns Speights, er hátiðin mun hafa pantað. Að minnsta kostl hugðist einn af mikilsverðari tónsmiðum okkar sniðganga öll hin. Eða svo sagði hann mér. Eftir troðfullum bílastæðunum að dæma var enda ágætis aðsókn að þessari annarri (að mér skilst) sýningu verksins. Hvað er kirkjuópera? Maður kemur af fjöllum: „Church opera" finnst hvergi í dagfarsuppflettirit- um um tónlist, en það þarf þó ekki að útiloka fordæmi. Að vísu sýnd- ist mér aðalmunurinn á „kirkju- óperu" ög óratóríu vera sá, að hér var söngfólkið í búningum. Leik- tjöld voru hins vegar engin telj- andi. Ekki veit ég til, að John hafi samið óperu áður, svo þetta tæki- færi hlýtur að vera ágætis foræf- ing að slíku verki, hvað sem verða vill. John Speight er eins og að líkum lætur af þrezku bergi brotinn, fæddur 1945: Hann stundaði söng- og tónsmíðanám í Guildhall tón- og leiklistarskólanum í Lundúnum frá 1964 þar til hann settist hér að 1972. A íslandi hefur hann verið virkur sem söngvari, kompónisti og kennari við Tónskóla Sigur- sveins. Ekki er nema von, að fyrirbæri eins og óperuflutningur í kirkju vekji ýmsar efasemdir, þó að ekki bætist við svæsin framúrstefna frá þeim tíma, er músíkin snerist um margt annað en músík, svo sem að Húsbréf Einföld og örugg leið til að minnka við sig Það er stórt skref að selja hjartfólgna eign og mikilvægt að það gerist án skakkafalla. í húsbréfakerfinu geta seljendur fengið háa útborgun á mjög skömmum tíma og jafnframt verið öruggir um greiðslur, því fasteignaviðskipti með húsbréfum eru ríkistryggð. Kaupendur í húsbréfakerfinu fá umsögn ráðgjafastöðvar um greiðsiumat. Þar kemur m.a. fram hámarkskaupverð íbúðar. Það er skilyrði frá hálfu húsbréfadeildar, að kauptilboð sé gert innan umsagnarinnar. Þetta er mikilvægt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur og seljendur. Húsbréf eru skattfrjáls, ríkistryggð skuldabréf, jafngildi peninga. íbúðaseljendur geta notað þau við áframhaldandi íbúðarkaup, sem trygga og óbundna sparnaðarleið eða selt þau á markaði og fengið reiðufé í staðinn. KYNNINGARMYNDBÖND Kynningarmyndbönd um húsbréfa- kerfið liggja frammi á næstu dögum hjá fasteignasölum og hjá Húsnæðis- stofnun. Þau eru einnig m.a. væntanleg á sveitastjórnarskrifstofur og myndbandaleigur um land allt. & HÚSNÆÐISST0FNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD - SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 696900 baóa sig á hljómleikapalli, senda blöörur út í loftið, ellegar ganga um sal og taka púlsinn á saklaus- um hljómleikagestum. En sú blessaða períóða er löngu liðin. Sumir segja sem betur fer. í yerki Speights mátti heyra „aftur- Ívarf til náttúrunnar", eins og ein- m nærstöddum útvarpsmanni varð á að segja á leiðinni út. Nokk- uð var til í þvi. M.a.s. afturhvarf til náttúrutónanna, til dúrs og molls. Ég fékk a.m.k. ekki betur heyrt, en að eldgamla tónalítetið væri víðast hvar í fullu gildi hjá Jóni, eins og gamla krónan á bóka- markaði, og það alveg kinnroða- laust. Samnafna „dúr/moll“ var reyndar eins konar ,,mottó“ verks- ins frá upphafi til enda. Heyra mátti handbragð manns, er kunni að fara með vókal-raddfærslulist í anda gömlu renessans-meistar- anna, enda kórkaflarnir meðal þess sem hæst reis (sem 4-rödduð „rödd" guðs.) Valinn maður var í hverju rúmi meðal söngvaranna níu, er báru hitann og þungann í flutningi þessa skemmtilega kammerverks, með Viðar Gunnarsson, og Hrafn- nildi Guðmundsdóttur í broddi fylkingar sem patríarkann og son hans. Einnig lét vel í eyra hár og bjartur sópran Sigríðar Gröndal í hlutverki engilsins, og með fólk á borð við Signýju Sæmundsdóttur, Þorgeir Andrés (svaninn í Carm- íhu Búrönu), Sigrúnu Gestsdóttur, Elísabetu Waage, Sigursvein K. Magnúss. og Halldór Vilhelmsson til fulltingis kom varla annað til greina en að sönghliðin á dæminu gengi upp. Ungur og óbugaður stjórnandi, Guðmundur Óli Gunnarsson, hélt utan um allt af öryggi og tókst að gæða verkið lífi. Það er mikiö efni á ferð, ef marka má hvernig hljóm- sveitin skilaði sínu hlutverki, sem var mikið og litríkt, með Ijóðrænni mýkt og dramatískum þunga. Hún var skemmtilega saman sett og vel til þess faliin að laða fram há- markslitauðgi miðað við lág- marksstærð: Flauta, óbó, klarí- nett, bassaklarínett, horn, tromp- et, slagverk, píanó, strengjakvart- ett og kontrabassi. Spilarar voru, í sömu röð: Martial Nardeau, Daði Kolbeins, Kjartan Óskarsson, Jos- eph Ognibene, Eiríkur Ö. Pálsson, Sigurður Þorbergsson, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Sean Bradley, Zbigniew Dubik, Helga Þórarins- dóttir, Nora Kornblueh og Valur Pálsson. Skemmst er frá að segja, að verkið hélt fullri athygli hlustand- ans nærri til enda. Ef til vill hefði mátt örla á meiri glaðværð í nið- urlaginu, sem jú er ósvikið „happy end“. Fórnaratriðið, er ísak svein- stauli liggur á stallinum og Abra- ham mundar hnífinn í örvænting- arfullri hundshlýðni við kröfu Je- hóvu, var sannarlega kynngi- magnað og ekki heiglum hent að prjóna saman sannfærandi niður- lag eftir þvílíkan hápunkt á örfá- um mínútum. Fyrir vikið jaðraði við, að verkið „magalenti" í lokin; endirinn sýndist manni svolítið andstuttur. Notkun Johns á gömlum sálma- lögum úr séra Bjarna féll nettilega inn í heildina. Það var mjög hyggi- legt af honum að forðast hin þekktari lög og tryggja sér þannig meira listrænt svigrúm. Sömuleið- is var viturlegt að prenta söngtext- ana í dagskrá, því þrátt fyrir ágæta túlkun söngvaranna mátti búast við, að lítið skilaði sér til áheyr- enda af textanum í hljómgun Há- teigskirkju. Fágun í skrift og flutningi tryggir pft og einatt ánægjulega tónleika. í þessu tilviki er svo hægt að bæta við: Ef svipaður stíll, og sömu gæði, eiga eftir að svífa yfir vötn- unum í fyrstu heilskvöldsóperu eftir Mr. Speight, þá langar mig að mæta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.