Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 4
Föstudagur 19. febrúar 1993 Fulltrúar á Viðskiptaþingi Verslunarráðs 72% vilja athuga með aðild að EB Samkvæmt niðurstöðum út skoð- annakönnun sem gerð var á Viðskipta- þingi Verslunarráðs íslands, í gær, vilja 72% félagsmanna sækja um aðild að Evrópubandalaginu og athuga hvað ís- lendingum býðst f samningaviðræðum við bandalagið. I annari spumingu var spurt um hvort Island ætti að sækja um EB aðild strax og og svömðu þá aðeins 20% félagsmanna því játandi, 70% voru á móti og 10% tóku ekki afstöðu. Öllum þeim sem sátu Viðskipta- þingið var gefin kostur á að taka þátt í könnuninni, en í niðurstöðunum vom félagsmenn í VI flokkaðir frá öðmm fulltrúum á þinginu. Ljóst er að þeir sem ekki em félagsmenn í VÍ em ekki jafn hrifnir af EB aðild því 56% þeirra vildu senda inn umsókn og einungis EB-aðild ekki á dagskrá nú, segir Jón Baldvin. 10% þeiira vilja sækja um strax. Ef svör allra em tekin með þá vom um 60% fylgjandi því að ísland sendi inn umsókn um inngöngu í EB, en það hlutfall lækkar í 15% ef spurt er hvort sækja beri um aðild strax. í ræðu sem Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra flutti á Við- skiptaþinginu sagði hann að EB aðild væri ekki á dagskrá hjá þessari ríkis- stjóm og því ljóst að íslendingar verði ekki samferða öðmm Norðurlödum inn í bandalagið, a.m.k. ekki í þessari lotu. Hann sagði að það væri vert að skoða kosti aðildar mjög vel og það þyrfti að nota tímann vel og því væri það mjög gott fordæmis sem VI sýndi með því að hefja þessa umræðu hér á landi. Söguleg stund Mörður og Svavar í sama liði! - Þorsteinn Davíðsson (Oddssonar) varar við því glapræði að gefa ráðamönnum lausan tauminn við húsbyggingar, það geti þýtt Alþingishús sem snýst úti á miðju Þingvallavatni!! 1 fyrrakvöld voru þeir samherjar í eina kvöldstund, Mörður Ámason og Svavar Gestsson, en þeir hafa löngum eldað grátt silfur saman í Alþýðuban- dalaginu. Þessi tíðindi urðu á málfundi Framtíðarinnar, hins fomfræga mál- fundafélags Menntaskólans í Reykja- vík, sem um þessar mundir heldur uppá afmæli með margvíslegum hætti. Þar börðust Mörður og Svavar fyrir þeim málstað að flytja bæri Alþingi til Þing- valla á ný; og höfðu sér til fulltingis Guðmund Steingrímsson, Hermanns- sonar leiðtoga Framsóknar. Geir Haarde fór fyrir liði fjenda þeirra, sem í engu vildi hrófla við Al- þingi. Meðreiðarsveinar hans voru tveir ungir og efnilegir sjálfstæðismenn, Birgir Ármannsson og Þorsteinn Davíðsson, Oddssonar forsætisráðherra. Svavar Fóstbræðumir Mörður og Svavar snem bökum saman og beittu hárhvös- sum rökum máli sínu til stuðnings en þurftu eigi að síður að játa sig sigraða fyrir þéttu liði sjálfstæðismanna. Þriggja manna dómnefnd útnefndi Þorstein Davíðsson ræðumann kvölds- ins enda fór drengurinn einatt á kos- tum. Þorsteinn taldi fráleitt að flytja Alþingi til Þingvalla, og sérílagi hafði hann áhyggjur af því húsi sem reist y rði utanum þinghaldið. I þessu sambandi benti hann á þær byggingar sem mesta athygli hefðu vakið í Reykjavík síðustu misserin. Annarsvegar væri húsbákn sem stæði útí Tjöminni, hinsvegar veitin- gahús sem snerist á Öskjuhlíð. Þorsteinn Davíðsson taldi einsýnt, að ef ráðamenn fengju frjálsar hendur í þessu máli myndi nýtt þinghús snúast í hringi úti á ntiðju Þingvallavatni. Mörður Fossvogsdalur Fleiri möguleikar en golf kannaðir Tillaga Sigríðar Einarsdóttur samþykkt í bæjarstjórn Kópavog Hugmyndir hafa verið uppi um að gera golfvöll í Fossvogsdalnum. Ný- verið samþykkti bæjarstjóm Kópavogs að kanna fleiri möguleika varðandi útivist í dalnum að tillögu Sigríðar Einarsdóttur, bæjarfulltrúa Alþýðuflokk- ins. Það er ekki á hverjum dagi sem tillögur minnihlutans em samþykktar og sagðist Sigríður vera mjög ánægð með að fá tillöguna samþykkta. Málefni Fossvogsdalsins séu mjög viðkvæm en ákveðið hafi verið að ræða við Reykjavíkurborg um fleiri notkunarmöguleika á dalnum en golfvöll. Tillaga Sigríðar var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3 og hafa því 3 bæjarfulltrúar setið hjá. Frestaði Íslandsheimsókn í hittcö- fyrra en er nú kominn Mikill áhugi á tónleikum Kris Kristofferson Poppgoðið Kris Kristofferson er kominn til landsins til tónleika- halds í Hótel íslandi. íslandsferð hans fyrir tveim árum var frestað af óviðráðanlegum, persónulegum á- stæðum, en þá lofaði hinn norskættaði Kristoffersson að hann mundi eigi að síður koma og heilsa upp á „frændur" sína hér á Fróni, þótt síðar yrði. Og við það stóð hann. Mikill áhugi er greinilega fyrir tónleikum Kris Kristoffersson, og allt að seljast upp á Hótel íslandi. Kris Kristoffersson, - loksins kominn, og ekki stendur á aðdá- endum hans hér á landi, þeir munu fylla Hótel ísland. Nashyrningur??? - Neí, Ottó flóðhestur Þessa daga sýnir Leikfélag Kópavogs Ottó flóðhest en það hefur haldið úti öflugu leiklistarlífi í Kópavogi um árabil. Eins og glöggt má sjá á myundinni er Ottó nashymingur en ekki flóðhestur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.