Alþýðublaðið - 08.11.1996, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 1 e i ð a r i „Hvað hann er og hvað hann vill” Árið 1917 var dálítill bæklingur prentaður í Gutenberg, og við fyrstu sýn vöktu mesta at- hygli svofelld orð á titilsíðu: „Kvenfólkið þarf að lesa þennan bækling engu síður en karl- mennimir.“ Ritið var ekki nema 20 síður, en aft- ast var lesendum sagt að þeir gætu fengið nánari upplýsingar ef þeir skrifuðu til Jóns Baldvins- sonar, prentara, Reykjavík. Heiti bæklingsins var Alþýðuflokkurinn. Nýr stjórnmálaflokkur. Hvað hann er og hvað vill. Tilgangur Alþýðu- flokksins, sagði í inngangi, er að minnka þann mun sem þegar er orðinn milli hinna fáu sem búa við allsnægtir og hinna mörgu sem lifa við sára fátækt. Þetta vildi hinn ársgamli Alþýðu- flokkur gera með því „að láta auðsupp sprettur landsins renna sem ríkulegast, og þannig að það verði eigi einstakir menn sem græði offjár á því, heldur almenningur." í aldarbyrjun var þetta í senn háleitt markmið og fráleitt á ís- landi. Fyrir áttatíu árum hefur eflaust mörgum þótt nóg um þá draumóra að allur almenningur nyti góðs af auðlindum landsins, einsog þessi nýi flokkur sem kenndi sig við alþýðuna lofaði. En Alþýðuflokkurinn ætlaði ekki einu sinni að láta staðar num- ið þar: fátæktin skyldi útlæg gerð og komið „á svo almennri velmegun að hvert mannsbarn sem fæðist hér á landi, hafi tækifæri til þess að þroska og full- komna alla góða og fagra og með- fædda hæfileika.“ Áfangastaðurinn sem lýst er með þessum orðum var svo óendan- lega fjarlægur fyrir áttatíu árum, að fátæku og réttlitlu fólki hefur þótt sem væri hann í öðru sólkerfi. En ef fyrirheitin, sem ársgam- all Alþýðuflokkur gaf, vekja engin hug- hrif hjá flestum íslendingum við lok tutt- ugustu aldar er það til marks um að hugsjónir frumherja jafnaðarstefnunn- ar voru bomar fram til sigurs. Áttatíu ár eru liðin síðan fulltrúar fimm verkalýðsfélaga í Reykjavík og tveggja frá Hafnarfirði stofnuðu Alþýðusam- band íslands og Alþýðuflokkinn. Tæpast hefur það fátæka, baráttuglaða fólk sem í miðju fyrra stríði myndaði formleg samtök vinnandi manna á íslandi órað fyrir hver tímamót yrðu síðar meir miðuð við 12. mars 1916. Þá var bundist samtökum, sem á næstu áratugum háðu mestu mannréttindabaráttu íslandssögunnar. Velferðar- samfélag nútímans er afrakstur þessarar baráttu, einsog nánast öll réttindi almennings, sem nú þykja sjálfsögð, svo sjálfsögð að margir eru löngu hættir að meta þau að verðleikum. Litli bæklingurinn um Alþýðuflokkinn frá ár- inu 1917 er merkilegt plagg, og sýnir að eðli jafnaðarstefnunnar hefur ekki breyst þótt að- stæður séu allt aðrar. Frumherjar jafnaðarstefn- unnar börðust fyrir því að almenningur nyti góðs af auðlindum landsins. Þeir vildu uppræta fátæktina og gefa öllum tækifæri til að njóta sín og rækta hæfileika sína: „Vér ætlum ekki að reyna að ná því takmarki, að allir verði jafnríkir, heldur eins og þegar hefir komið fram, að eng- inn sé fátækur, enginn sem vill vinna. Það er því langt frá að vér viljum koma í veg fyrir eða banna að duglegir og framtakssamir menn verði auðugri en aðrir, því vér viljum veita einstaklingunum fullt frelsi til hvers sem er, skaði þeir ekki aðra. En réttur einstaklingsins verður að takmarkast af rétti annarra einstaklinga, og hið sanna frelsi er takmörkun réttar hins sterka til þess að troða niður þann sem er minni máttar. Þessi orð voru skrifuð fyrir átta- tíu árum. Flestar þeirra hugsjóna, sem brautryðjend- ur jafnaðarstefn- unnar áttu, eru hluti af veruleika hvunn- dagsins: Heilsugæsla, skólakerfi, almanna- tryggingar, mannsæmandi húsnæði og svo mætti áfram telja. Nú, þegar Alþýðuflokkurinn minnist tímamóta og fagnar afmæli sínu, er jafnaðarmönnum hollt að líta á allt sem áunnist hefur. Það er skylda jafnaðarmanna nútím- ans, jafnframt því að heiðra minningu frumherjanna; þess fátæka fólks sem sagði örlög- um sínum stríð á hendur. MMIIBLIBIÐ 21209. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vská mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk dagatal 8. nóvember Atburðir dagsins 1718 Giötheborg, stórt danskt herskip, strandaði á Hástdinum við ósa Ölfusár. Sjö drukknuðu en bændur björguðu 160 skip- verjum. 1879 Hið íslenska fornleifafélag stofnað. 1949 Fyrstu umferðarljósin í Reykja- vík tekin í notkun. 1978 Friðrik Ólafsson kjörinn forseti Al- þjóða skáksambandsins. 1979 Hjördís Hákonardóttir skipuð sýslumaður, fyrst kvenna; í Strandasýslu. 1983 Rán, þyrla Landhelgisgæslunnar, fórst í Jökulfjörðum og með henni fjórir menn. Afmælisbörn dagsins Cliristiaan Barnard 1922, suður-afrískur skurðlæknir, brautryðjandi á sviði hjarta- ígræðslu. Margaret Mitchell 1900, bandarískur rithöfundur. Eina bók hennar var Gone Witli the Wind. Junc Havoc 1916, bandarísk leikkona. Annálsbrot dagsins Það sumar gengu jarðskjálftar miklir suður á Rangárvöllum. Hrundu bæir þrír niður í grunn. Skemmdist matur allur eða spilltist, en fólkið komst af, sumt lamað og meitt. Mælifellsannáll 1732. Viska dagsins Að geta hugsað öðruvísi í dag en í gær skilur milli þess vitra og þess einþykka. John Steinbeck. Málsháttur dagsins Góðum foringja er gott að fylgja. Rödd dagsins Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift. Þórbergur Þóröarson. Orð dagsins Huga deigum hrinda ber, hann er brunnur nauða; lífið eigum elska vér en óttast samt ei dauða. Sigurður Breiðfjörð, úrGíslarím- u m. Skák dagsins Skákþraut dagsins er tekin úr 30 ára gamalli skák. Kirpit- schinkow hefur hvítt og á leik gegn Weksler. Það er skemmst frá þvt' að segja að Kirpit- schinkow finnur snaggaralega fléttu til að leiða sóknina til sigurs. Hvítur leikur og vinnur. 1. e6! Bxe6 2. ReS! Weksler gafst upp enda taflið tapað. 2. ... Rxe5 3. Dxe5 og svartur getur valið milli þess að tapa liði eða verða mát.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.