Alþýðublaðið - 08.11.1996, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ALPYÐUBLAtHD 3 s k o ð a n i r Erfðaskráin - farsi fyrir tvo frambjóð- endur og eina frænku í þrem þáttum Lesa erfðaskrá. Elsti sonurinn, þessi hávaxni hagorti: Hann á að taka við fyrirtækinu. Tilkvaddur. Og yngri sonurinn, þessi metnaðar- og meiningarfulli. Hann á að verða aðstoðarforstjóri. Gárni. Og frænkan brosummilda og brúnkuslegna. Hún á að sjá um daglegan rekstur, eins og aðeins konur geta. Rammeyg. Kallinn er fallinn frá. Sá gamli. Sem var samt ekkert svo gamall. Og hreint ekki galinn heldur. Hann hafði séð fyrir þessu öllu. Og þarna liggur það allt saman skýrt og skrifað. I erfðaskránni sem hann skildi eftir sig, á skrifstofu- borðinu sínu hvar volgur vaggar for- stjórastóll. Og nú standa þau við hann; erfingj- amir. Lesa erfðaskrá. Elsti sonurinn, þessi hávaxni hagorti: Hann á að taka við fyrirtækinu. Til- kvaddur. Og yngri sonurinn, þessi metnaðar- og meiningarfulli. Hann á að verða aðstoðarforstjóri. Gárni. Og frænkan brosummilda og brúnkuslegna. Hún á að sjá um daglegan rekstur, eins og aðeins konur geta. Rammeyg. Vikupiltur Hallgrímur Helgason skrifar ,Já. Er þetta þá ekki allt saman ljóst? Klappað og klárt?“ segir Tilkvaddur. ,Af hvetju segirðu það?“ segir Gámi. „Nú, þetta stendur hér skýrt og skori- nort, skrifað með hans eigin hendi. Akaflega falleg rithönd sem hann hafði," segir sá elsti og beygir hæð sína yfir erfðaskrá og tekur sér í hönd. ,Já, það skrifar enginn með pennan- um hans,“ segir Rammeyg frænka. ,JEn erfðaskrá er eitt og erfxngjar ann- að...“ segir Gámi. „Vissulega. Vel athugað," samsinnir Tilkvaddur. „Leyfðu mér að klára... Lífið heldur áffam og hann á ekki að þurfa að erfa það við okkur þó...“ grípur inn Gámi. „.. .þó við erfum hann?“ grípur fram Tilkvaddur íbygginn á svip. , Jæja, drengir mínir. Ég þarf að þjóta. Þarf að skreppa út. Við göngum frá þessu á hluthafafundinum," segir sú rammeygða og sveiflar tösku út um hurð. „f því bili kemur askvaðandi starfs- maður af neðri hæðum fyrirtækisins, másandi af hlaupum og æstur fregna: „Það... það er búið að loka nokkra sumarafleysingamenn inni niðrí ung- liðadeild! Það hefur einhver slegið lista fyrir hurðina... svörtum lista... þeir komast ekki út! Þeir hrópa útum glugga að það hafi verið þú! Tilkvaddur!" Gámi h'tur hvass á Tilkvadd sem ber af sér gmn: „Ég? Ég sem var að koma rétt í þessu... úr söluferð um Vestfirði.. II Nú líður en ekki bíður Gámi. Hann fýsir í forstjórastól. Sættir sig ekki við aðstoðarstólinn, sem reyndar er ekki með stillanlegu baki. Ungi sonurinn: Sem gefið hafði svo góðar vonir, unnið fádæma markaðs- vinninga í heimabyggð sinni og að laun- um verið settur yfir heila brigðisdeild í fyrirtækinu en fljótlega þó orðið að víkja úr þeirri stöðu eftir að upp komst að hann hafði ráðið mág sinn sem ritara, dóttur hans (af fyrra hjónabandi) í stöðu bflstjóra og leyft gömlum kunningja að halda heila listahátíð á göngum fyrir- tækisins. Margir vildu reyndar fyrirgefa Gáma misgámið þar sem hann var ung- ur enn og „kom frá erfiðum heimilisað- stæðum" eins og sagt er. En þar logaði jafnan allt í slagsmálum og um þessar mundir var fjölskyldan fjórklofin og bú- ið að þilja stofuna í tvennt: Öðrumegin sátu húsbóndinn og hans hjú og stjóm- uðu heimilinu í skjóli rauðbirkins af- brotamanns sem hafði hreiðrað um sig kaffimegin við kökuborðið og virtist ekki á förum, sat þar sem klettur og hagvirkur mjög í seilingum sínum til krásanna. Handan þils sátu svo meintir stuðningsmenn Gárna, kaffilausir og kökusvangir; gamlir sporslukettir og styrkjameistarar, trúir tryggvinir og loðnir listvemslar, sem sonurinn ungi hafði reddað svo oft í gegnum árin að þeim varð vart reddað öllu frekar. Yfir þilið gekk á með glósum og bréfaskrif- um. Deilt var um allt sem um má deila. Var jafnvel deilt um hvað menn hétu. Skímamöfn manna vom dregin í efa. Slíkt var heimili Gáma. Þá sjaldan hann stóð þar við stóð hann við enda þilsins og tók við hvísli í bæði eyru samtímis. Þrátt fyrir vissan sálarklofn- ing leiddan af þessu, og kannski einmitt vegna þessa einstæða hæfileika síns að geta ljáð sitt hvomm málstað hvort sitt eyra, kvað Gámi: ,JEg einn er fær um að sameina fyrir- tækið í einn stól og sameina fyrirtækið öðmm fyrirtækjum." Hér hitti Gráni hluthafa í hjartastað: Því nú stóð fyrir dymm að innlima að fullu smálegt dótturfyrirtæki sem etfiða dóttirin Jóka hafði stofnað ( einum af si'num æðisköstum: Þegar hún heimtaði forstjórastólinn af pabba gamla og rauk síðan að heiman í fússi, tók nafn sitt á orðinu ef svo má segja og hóf einhverja Gandhi-reið um landið og bað fólk að íylgja sér. Og fólk fylgdi henni reyndar framan af, en gafst uppá því að lokum, enda Jóka ekki fullnumin í Gandhi- fræðum og ók á undan fólkinu á Toy- ota-bifreið sinni og hleypti engum uppí. Nema hvað. Ut úr öllu þessu brölti spratt síðan smáfyrirtækið „Þjóðvaki", sem háði um stutt skeið harða baráttu við „Vaka“ og „Securitas" en mátti sín loks lítils fyrir þessum risum á vöktun- armarkaðnum og hafði nýverið siglt í var við „Kratann" þetta nærri aldar- gamla verktakafyrirtæki sem nú lónaði um góðan sjó en með auðan stól í brúnni. III Víkur nú sögu til útlanda hvar Rammeyg frænka hefur lokið innkaupa- ferð og er á heimleið, í tæka tíð fyrir hinn afdrifaríka hluthafafund. Af og til er hringt í hana af starfsmönnum fyrir- tækisins. Og af og til er hringt í hana ffá fjölmiðlum og hún spurð um hugsanlegt framboð í forstjórastól. En hún er frúin að koma frá Hamborg og má hvorki segja ,já“ né „nei“ og alls ekki „hvítt" eða „svart.“ En fréttamenn reyna: „Munt þú gefa kost á þér í forstjóra- stól?“ „Ég mun ekki draga fólk á svari.“ „Er þetta svar?“ „Ej... jeg mun ekki draga fólk á svari.“ „En ef ekki, hvom muntu þá styðja, svarta sauðinn eða hvíta goðann? „Sjálf er ég brún, sólbrún, nýkomin að utan.“ Nýkomin að utan stormar Rammeyg inn á forstjóraskrifstofu. Þar stendur Til- kvaddur með aðra hönd á stólbaki og erfðaskrá í hinni. Hann les hana upphátt, greinilega farinn að kunna hana utan- bókar. Gámi bölvar í homi og stendur við opinn fataskáp. Inni í honum hanga þrískipt jakkaföt, mjög litháin, í lett- neskum stfl, ofin úr fínasta Evrópusam- bandi. Gámi grípur um herðatré. „Nei, það fer enginn í fötin hans!“ hrópar Rammeyg. Gámi snýr sér hissa við og segir: „Afhveiju ekki? Þetta vom þessi fi'nu föt. Synd að nota þau ekki. ,Nei, þau passa auk þess ekki á þig. Þú ert ekki nógu stór,“ segir ffænka. „En ég. Ég er stór?“ segir þá Til- kvaddur. ,d>ú ert ekki stór. Þú ert klunni," svar- ar Rammeyg. „En ég meina kallinn var ekkert stór. Ég er stærri en hann var,“ segir Gámi. „Þú ert stór uppá þig. Hann var stór í sér,“ segir hún byrst og þrífur fötin úr skápnum. Fer nú gamanið að gáma. ,JHvað ætlar þú að taka þau. Þetta em karlmannsföt!" hrópar hinn ungi sonur og ætlar að rífa þau af henni. Þau fara í hár saman. Tilkvaddur reynir að stilla til friðar, með þeim afleiðingum að þau falla saman öll þrjú í forstjórastólinn sem við það kollvarpast. Þau liggja þijú á gólfinu og brotinn annar stólsarmur þegar kalltækið hringir á skrifborðinu og rödd spyr. ,JEr forstjórinn þama?“ „Já,“ segja þau öll þijú í kór. „Jæja, bara kominn sameiningartónn í rödd forstjórans...?“ Þremenningar umla. Röddin hlær lít- illega en segir svo alvarlega: „Heyrðu þetta er allt að fara til andsk...hérna niðri.. þetta ófremdar- ástand. Fylgið er allt farið í lyftuna núna. Komið oní kjallara núna...Við verðum að gera eitthvað í þessu...“ ,flá,“ segir Tilkvaddur og rís stirðlega á fætur, tekur upp erfðaskrána og leggur á borðið. Hún er öll kmmpuð eftir átök- in. Tilkvaddur: „Jæja bömin góð. Er ekki rétt að við höldum friðinn, heimilisfriðinn, og för- um eftir erfðaskránni? Ég þekki þess of mörg dæmi að fjölskyldur leysist upp út af slíkum málum...“ ■ JÓN ÓSKAR m e n n Guð blessi Alþýðflokkinn um ókomna tíð. Soffía hringdi í DV í gær. Gáum að þessu. Árni Bergmann í DV í gær. Ég treysti þeim báðum, Sighvati Björgvinssyni og Guðmundi Arna Stefánssyni. Tel þó Sighvat meiri stjórnmála- ref en Guðmund og Guðmund meiri hugsjónamann. Soffía aftur. Eins og DV spáði í fyrradag hefur Rannveig Guðmundsdóttir ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í Alþýðuflokknum á flokksþinginu sem hefst á morgun. S.dór. pólitískur spámaöur DV í gær. Menn í pottinum eru sammála um að línur hafi síður en svo skýrst við þetta og að nú stefni í hressilegan kosn- ingasiag þar sem Guðmundur eigi raunhæfa möguleika. Úr Heita potti DT í gær. Gunnar Ingi sagði að hann teldi heppilegt að varaformaður flokksins nú væri ekki þingmaður vegna þess hve mikil vinna væri framundan varðandi innra starf Alþýðuflokksins. Úr frótt þar sem segir aö Dr. Gunni ætli að bjóða sig fram til varaformennsku. DV í gær. Jón Baldvin Hannibalsson er stórskemmtilegur maður og geðþekk manneskja. En hann er varasamur stjórnmálamaður og þjóðin má prísa sig sæla að hann var ekki formaður í stærri flokki en Alþýðuflokknum. Páll Vilhjálmsson ritstjóri slær Jóni Baldvini gullhamra, aldrei þessu vant, en svo rankar hann við sér aftur. HP í gær. Þá er talið að ungi maðurinn með stóra nafnið, Gylfi Þ. Gísla- son, hyggist gefa kost á sér í varaformannssætið en fremur takmarkaðar líkur eru á að hann fái mikið fylgi. í slúðurklausu HP í gær. fréttaskot úr fortíð Fréttaritari Morgunblaðsins. var á Sjómannafélagsfundinum í fyrra kvöld og fylgdist með hópnum, sem fór upp í bæjarþingsal, þar sem taln- ing atkvæða fór fram. Var pilturinn mjög hreykinn af starfi sínu og þóttist vera mikill spæjari. Gaut hann slund- um augunum út undan sér, og þóttist alls staðar sjá eitthvað sem vert væri að lepja til „Mgbl.“-ritstjóranna. Vissu margir sjómenn hvert hans eig- inlega starf var, og þótti þeim ganian að mannskömminni. Þegar atkvæða- greiðslunni var lokið greip hann óð- ara til vasabókarinnar og krotaði töl- umar niður, síðan hljóp hann niður í Austurstræti. Var þetta ekki fyrsta sendiför hans fyrir Jón Kjartansson, því að hann byijaði iðjuna við kosn- ingasmölun austur í Vík í Mýrdal. Alþýðublaöið 23. febrúar 1929 f i m m förnum vegi Ætlarðu að fylgjast með flokksþingi Alþýðuflokksins? Öskar Kemp pizzabakari: Já, allavega formannsslagnum. Bjarki Pétursson fram- kvæmdastjóri: Ég mun fylgjast lítillega með því, að minnsta kosti formannsslagn- um. Hildur Þöll Agústsdóttir sjúkraliði: Ég reikna ekki með því þar sem ég er að vinna. Kannski að ég kíki á úr- slitin úr formannskjörinu. Sigurður Daði Sigfússon nemi: Já, það ætla ég svo sannarlega að gera. Ég á von á spennandi formannskjöri. L Guðmundur Gústafsson verslunarmaður: Alveg ör- ugglega. Ég er mjög spenntur að vita hver verður kosinn for- maður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.