Alþýðublaðið - 08.11.1996, Page 6

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 Björgvin Brynjólfsson sótti þing Alþýðuflokksins ífyrsta sinn árið 1943 Mikil spenna legar Hannibal felldi Stefán Jóhann „Þau hafa mörg verið býsna söguleg flokks- þingin,“ sagði Björgvin Brynjólfsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Skagaströnd. „Ég gekk í flokk- inn fimmtán ára gamall en fyrsta þingið sem ég sótti var aukaþing haustið 1943. Það var haldið í nýbyggðu húsi Alþýðubrauðgerðarinnar. Þar átti að taka afstöðu til skilnaðarmálsins við Dani því menn voru ekki alveg sammála hvemig að því skildi staðið. Það urðu algerar sættir í því máli en þingið var lítið sótt. Trúlega voru ekki nema fimmtíu fulltrúar og flestir úr Reykjavík og Hafnarfirði. En sögulegt flokksþing var haldið í Alþýðuhúsinu árið 1952 þegar Stefán Jóhann Stefánsson féll fyrir Hannibal Valdimarssyni. Þá spunnust miklar deilur og spennan var mik- il með tilheyrandi næt- urfundum. Ég studdi Stefán Jóhann. Mér leið þó ekki illa yfir úrslit- unum. Hannibal var duglegur og röggsamur maður en menn voru ekki vandir að meðöl- um og þetta bar að með hætti sem ég gat ekki fellt mig við. Vorið 1994 er minn- isstætt en þá var sprengjuþingið í Kefla- vík. Það var mikið æs- ingaþing og ég sat þar án atkvæðisréttar og þurfti ekki að taka af- stöðu til mála. Það var látið í það skína af báð- um aðilum að þessar deilur væru málefna- legar, þrátt íyrir að það væri fyrst og fremst um persónulegar skærur að ræða. Ég harma átök í flokknum og Jóhanna hefði ekki átt að hlaupa fram eins og hún gerði. Þegar Þjóðvaki og Alþýðuflokkurinn gengu í eina sæng kom í ljós að ágreiningurinn var aldrei mikill. Ég hef alltaf gengið með þann draum að vinstri menn söfnuðust saman í einn stóran jafn- aðarmannaflokk. Menn ættu þó að varast að vera bráðlátir. Það nægir ekki að forysta flokkanna geri með sér samning. Almennir flokksmenn þurfa að taka höndum saman. Viljinn þarf að koma frá fólkinu. Ég reikna ekki með því að hafa atkvæðisrétt á þinginu núna en ég myndi kjósa Sighvat. Hann er eldri og reyndari í pólitík og vafalaust kemur röðin að Guðmundi Arna seinna.“ Benedikt Gröndal fór fyrst á flokksþing árið 1950 Pólitíkin varð harðari en ger- ist nú á dögum „Ég fór fyrst sem fulltrúi á flokksþing árið 1950 en ég fylgdist með flokksþingum fyrir þann tíma því ég var blaðamaður á Alþýðublað- inu,“ segir Benedikt Gröndal fyrrverandi for- maður Alþýðuflokksins. „Ég var unglingur og skrifaði um íþróttir í blað- ið og Stefán Jóhann Stef- ánsson kom til okkar á hvérjum degi og smám saman rann ég inn í Al- þýðuflokkinn. Eftirminnilegasta sögu- legasta og örlagaríkasta flokksþing sem ég sótti og hefur verið haldið í allri sögu flokksins var árið 1952. A þessum árum var flokkurinn klofinn. Ann- ars vegar voru Stefán Jó- hann, Emil Jónsson og Guðmundur I. og flestir þingmenn og ráðherrar, hinsvegar voru yngri menn með þá Hannibal Valdimarsson og Gylfa Þ. Gíslason í broddi fylking- ar. Pólitíkin var harðari en gerist nú á dögum og það ríkti stundum slíkur illvilji og hatur milli manna að þeir ræddust ekki við langtímum sam- an. Fyrir þetta flokksþing „Kraftaverkið sem okkur hafði dreymt um gerðist ekki," segir Benedikt Gröndal um formannstíð Hannibals Valdimarssonar. var gert samsæri um að fella Stefán Jóhann og var það mjög vel undirbúið að öllu leyti. Stefán Jóhann stóð föstum fótum allt síðan kommamir klufu sig frá árið 1938 og það upphófst mikið áróðursstríð. Menn voru sendir í ferðir um allt land til að safna liði og á þinginu urðu mikil átök. Lauk þeim á þann veg að Hannibal felldi Stefán af formannsstóli og atvikin höguðu því svo um nóttina að ég, komungur maðurinn, varð varaformaður flokksins einungis 28 ára gamall. Þetta var kalt og illskan kraumaði í mönnum. Harkan var svo mikil að Stefán Jóhann og hans menn neituðu að taka kosningu í miðstjórn flokksins. Ári seinna vom alþingiskosningar. Við höfð- um kosið okkur yngri formann en sáum ekki þann árangur sem við væntum. Kraftaverkið sem okkur hafði dreymt um gerðist ekki. Því fóm að koma rifur í samstöðu meirihlut- ans og byltingin sem steypti Stefáni Jóhanni af stóli entist aðeins í eitt kjörtímabil. Upp úr því fór Hannibal á þá braut sem lá síðar úr flokkn- um. Á þeim þijátíu til fjömtíu ámm sem ég fylgd- ist með flokknum komust engir viðburðir í hálf- kvisti við þessa. Þetta dró dilk á eftir sér og seinna sagði ég frá því í blaðagrein að ég sæi eftir þessu og myndi ekki taka þátt í slíkri aðför aftur líkt og að Stef- áni Jóhanni. Þessu átök juku ekki fylgið nema síður væri. Árið 1974 hafði Gylfi Þ. tekið við formennsku af Emil Jónssyni en dró sig í hlé og mælti með því að ég yrði kosinn formaður. Fylgi flokksins var minna en nokkm sinni fyrr. Við Gylfi stung- um upp á Kjartani Jóhannssyni sem varafor- manni en hann var komungur maður. Þar tók ný kynslóð við en aðdragandinn var ánægjulegur og ungir menn söfnuðust í liðið. Saman leiddum við flokkinn til stórsigurs í kosningunum árið 1978.“ Aðspurður hvom kostinn hann teldi vænlegri í formannsslagnum nú, sagði Benedikt. „Þetta em indælir menn, Guðmundur Ámi og Sighvatur, og ég met þá báða mikils. Ég ber mikla virðingu fyrir Hafnfirðingunum, en ég hef þekkt Sighvat miklu lengur og hann er að vissu leyti skjólstæð- ingur minn.“ Jóhann G. Möller fór fyrst á flokksþing fyrir um hálfri öld Flokkurinn hefur klofnað vegna kjána- skapar „Ég sakna þess að jafnaðarmenn, hvar í flokki sem þeir standa, séu hættir að veita láglaunafólki brautargengi og taka upp málstað þess,“ sagði Jóhann G. Möller en hann er 78 ára gamall og hefur sótt flestöll flokksþing síðustu fimmtíu ár- in. ,JLáglaunafólkið er fjölmennt en fáir sitja að hítinni. Það er ranglát skipting lífsgæða," segir Jóhann. Hann brýnir fyrir alþýðuflokksfólki að skerpa áherslur og berjast fyrir umbótum í kjara- málum enda standi það Alþýðuflokknum næst. „Alþýðufiokkurinn er ekki eins og aðrir flokkar. Hann var stofnaður til að vinna að almannaheill og því má hann aldrei gleyma." Þegar Jóhann er spurður hvaða atburðir hon- um séu minnisstæðastir af flokksþingunum seg- ist hann ekki vilja nefna einn atburð öðmm frem- ur. „Átökin á flokksþingunum hafa oft verið hörð og stundum byrgt mönnum sýn og flokkurinn hefur klofnað vegna hreins kjánaskapar. Það hef- ur sýnt sig að klofningur skilar engu. Ég mun ekki sækja þetta flokksþing og því vil ég ekki lýsa yfir stuðningi við annan hvom frambjóð- andann. En fyrst á annað borð er verið að ganga til kosninga um æðstu embætti flokksins þarf að leita að yngra fólki til að hefja merkið upp að nýju. Hins vegar er Sighvatur mjög baráttuglaður og mun ekki skorta afl til að gera góða hluti,“ sagði Jóhann. „Ég studdi Stefán Jóhann, en leið ekki illa yfir úrslitunum," segir Björgvin Brynjólfsson. STeFNA ALÞÝÐUFLoKKSINS Alþýðuflokkurinn er stjórnmálaflokkur is- lenskrar alþýðu, sósíalisktískur lýðræðis- flokkur, óháður öllum öðrum, en meðlim- um sínum, íslenskri alþýðu. Úr fyrstu stefnuskrá Alþýðuflokksins frá árinu 1916. Flokkurinn telur frelsisbaráttu verkalýðs- ins og allrar alþýðu vera lokaþáttinn í frelsisbaráttu íslensku þjóðarinnar, og álitur, að með sósíalismanum, en fyrr ekki, sé lagður traustur grundvöllur undir frelsi hennar og yfirráð yfir auðlindum landsins. Jafnframt álíturflokkurinn bar- áttu verkalýðsins á Islandi vera þátt í frels- isbaráttu verkalýðsins um allan heim og skoðar sig tengdan bræðraböndum við alþýðu allra landa, á grundvelli stéttabar- áttunnar fyrir jöfnuði og bræðralagi allra manna, einstaklinga og þjóða, án tillits til kyns, þjóðernis eða kynflokka. Flokkurinn byggir skoðanir sínar á grund- velli hins vísindalega sósíalisma, marx- ismans, og síðari reynslu, sem fengist hefur bæði á íslandi og erlendis. Úr stefnuskrá Alþýðuflokksins sem samþykkt var á 14. þingi Alþýðusam- bands íslands, 16. nóvember 1937. Þingið lítur svo á, að ástandið í áfengis- málunum sé með öllu óþolandi og óhófs- neysla áfengis slík, að til stórkostlegra vandræða horfi. Bendir þingið til dæmis á, að neysla áfengis meðal ungs fólks fari hraðvaxandi og komi afleiðingar þess æ skýrar í Ijós. Fyrir því er þingið fylgjandi hverri þeirri ráðstöfun, er dregur úr neyslu áfengis með það fyrir augum, að áfengi verði að fullu útrýmt úr landinu. I þessu skyni skorar þingið á miðstjórn og þingflokk, að beita sér fyrir: • Að ríkisstjórnin sjái um að lögunum um héraðsbönn sé framfylgt. • Að tekin verði upp ströng skömmtun áfengis á meðan áfengi er selt lands- mönnum. • Að áfengi verði ekki selt landsmönnum yfir hábjargræðistímann. Ályktun 20. flokksþings Alþýðu- flokksins, haldið í Reykjavík 10. til 16. nóvember 1946. Reynsla síðustu ára, einkum stríðsáranna, hefur leitt í Ijós, að full hagnýting atvinnu- tækjanna, full framleiðsluafköst og útrým- ing atvinnuleysisins verður ekki tryggð, nema horfið sé frá skipulagi hins óhefta einkareksturs og hinnar skefjalausu sam- keppni, og tekinn upp áætlunarbúskapur (planökonomi). Ályktun 20. flokksþings Alþýðu- flokksins 1946. 18. þing Alþýðuflokksins Ktur svo á, að sú stefna, sem upp hefir verið tekin hin síðari ár, að greiða tugi milljóna af skatttekjum ríkissjóðs sem uppbætur á verð landbún- aðarafurða, sé alröng og hljóti að leiða til ófarnaðar, eigi aðeins fyrir kaupstaðar- búa, heldur og fyrir þá, sem landbúnað stunda. ... Þingið teiur því, að uppbótar- greiðslurnar beri að fella niður, og að öll framlög og styrki til landbúnaðarins beri að miða við það, að breyta honum í það horf, að hann verði framvegis rekinn með það fyrir augum fyrst og fremst, að full- nægja nota- og neysluþörf landsmanna sjálfra og að framleiða þær útflutning- svörur, sem hægt er að selja erlendis fyrir kostnaðarverð. Úr samþykktum 18. þings Alþýðu- flokksins, 24. til 29. nóvember 1943. 19. þing Alþýðuflokksins telur mikla nauð- syn á, að komið verði sem fyrst á fót stofnun, sem rannsaki og prófi sérhæfni manna, og verði rannsóknir þar með leið- beinandi um atvinnuval.... I þessu sam- bandi skorar flokksþingið á veitingarvald- ið, að hæfni manna verði fyrst og fremst látin ráða, þegar stöður eru veittar. Ályktun 19. flokksþings Alþýðu- flokksins, haldið í Iðnó 26. til 30. nóvember 1944. Þingið álítur, að hag neytenda og þjóðar- heildarinnar yrði þá best borgið, ef inn- flutningsverslunin yrði þjóðnýtt og opin- berri innkaupastofnun falinn allur inn- flutningur til landsins. Ályktun 21. flokksþings Alþýðu- flokksins, sem stóð frá 20. til 24. nóvember 1948. Þingið lítur svo á, að rekstur kvikmynda- húsa eigi að vera í höndum hins opin- bera, ríkis eða bæjarfélaga, og arður af þeim rekstri eigi að renna til hvers konar menningarstarfsemi ríkis og bæja. Fyrir því skorar þingið á miðstjórn og þing- menn flokksins að sjá um, að flutt sé á al- þingi á ný frumvarp það, er Flannibal Valdimarsson hefur áður flutt um þetta efni, með þeim breytingum, sem mið- stjórnin telur æskilegar. Ályktun 21. flokksþings Alþýðu- flokksins, árið 1948. Það er grundvallarstefna flokksins, að ekki sé her í landinu á friðartímum, og að þvi beri að stefna, að (slendingar reki varnar- stöðvarnar sjálfir með nauðsynlegri að- stoð, þegar þeir telja öryggi landsins og Norður- Atlantshafssvæðisins leyfa slíkt. Ályktun 25. flokksþings Alþýðu- flokksins, haldið í Iðnó 26. til 29. nóvember 1956. 25. þing Alþýðuflokksins vill benda á þá staðreynd að það voru kommúnistar og aðstoðarmenn þeirra, er komu i veg fyrir að samstarf tækist um myndun mið- stjórnar Alþýðusambandsins á nýaf- stöðnu þingi ASÍ, á sama hátt og nú er um ríkisstjórn. Þessi staðreynd sýnir, að kommúnistum er aldrei að treysta og þá jafnframt, að einingarhjal þeirra er algjör blekking.... Þingið varar því alvarlega við öllu sam- starfi við kommúnista í verkalýðssamtök- unum, hvort heldur er í einstökum félög- um eða heildarsamtökum þeirra. Samþykkt á 25. þingi Alþýðuflokks- ins árið 1956. Þingið lítur svo á, að enginn eigi að þurfa að neita sér um skólavist sökum fátæktar og ríkisvaldið eigi að sjá svo um, að allir, er hæfileika hafi til, geti gengið mennta- veginn, alveg án tillits til efnahags. Telur þingið þvi nauðsynlegt, að efnilegir námsmenn séu styrktir til náms og auka beri styrk- og lánveitingartil námsmanna. Samþykkt á 25. þingi Alþýðuflokks- ins árið 1956. 26. þing Alþýðuflokksins minnir á þær staðreyndir að það voru verkalýðssam- tökin, sem mynduðu Alþýðuflokkinn, sem brjóstvörn sína á vettvangi stjórnmál- anna. Alþingismönnum og trúnaðar- mönnum flokksins ber því hér eftir sem hingað til að berjast ötullega fyrir fram- gangi þeirra mála sem verkalýðssamtökin telja nauðsynleg og samræmast stefnu flokksins - hinni (slensku jafnaöarstefnu. Samþykkt á 26. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var í Iðnó 30. nóvem- ber til 3. desember 1958. Flokksþingið telur að stefnan í viðskipta- málum sé við það miðuð, að innflutning- ur sé sem frjálsastur til þess að tryggja sem fjölbreyttast vöruframboð og sem lægst vöruverð. Verðlagseftirliti sé jafn- framt beitt til þess að halda verðbólgu niðri. Samþykkt á 27. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 22. til 25. nóvem- ber 1960.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.