Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 Utanríkisráðherrar Norðurlanda á ísafirði síðsumars 1989, áður en lagt var út á sjó í hryssingslegu veðri. Utanríkisráðherra Finnlands missti lífslöngun í þessari ferð. Sten Anderson fékk köldu og skalf í einn sólarhring. Thorvald Stoltenberg, hinn norski, hafði vit á að forða sér. Uffe Elleman var sá eini sem lifði af. langa ferð. Orkan var óþrjótandi á þessum tíma. Stjórnarmyndunarviðræður 1987. Við vorum full bjartsýni og starfsgleði. Stútfull af hugmyndum. Jón Sigurðsson staðfesti það sem áður var vitað að hann er yfirburðamaður til þeirra starfa sem hann tek- ur að sér. Flokksmenn sögðu gjarnan um okkur Jóhönnu að við værum farsælt tvíeyki og bættum hvort annað upp. Það veikti Alþýðuflokkinn þegar Jón Sigurðsson hvarf að vettvangi og brotthlaup Jóhönnu var nokkuð sem rótgrónir alþýðuflokksmenn hefðu aldrei trúað að gæti átt sér stað. ‘’C tilll Tf ; 1 \]m Utanríkisráðherrar Norðurlanda á fundi í Stokkhólmi með Nel- son Mandela skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. Það stafaði rósemi hugans og kyrrð af þessum manni. Uffe Elleman Jensen býður vin sinn velkominn til mannréttinda- ráðstefnu sem haldin var undir for- sæti hans í Kaupmannahöfn 1990. Á þessum fundi gerðist það að utanríkisráðherrar Eystrasaltsland- anna leituðu eftir stuðningi við málstað sinn. Það leiddi til þess að ég henti fyrirfram gerðu handriti að ræðu og talaði máli þeirra á ráð- stefnunni. Þegar ég gekk úr ræðu- stól spratt úr sæti sínu maður sem sat framarlega í fundarsalnum, faðmaði mig að sér og sagði: „Mik- il forréttindi eru það að vera utan- ríkisráðherra smáþjóðar og hafa frelsi til að segja sannleikann." Þessi maður var Kampelman, einn helsti samningamaður Bandaríkj- anna í afvopnunarviðræðum í Vín, sá hinn sami og kom á ráðstefnuna í Höfða til að minnast tíu ára af- mælis Reagans-Gorbasjovs fundar- ins. Þessi mynd er aðallega merk fyrir það að þarna sést EFTA hatturinn. Það var sænsk blaðakona sem sagði eitt sinn í fréttaskýringu að hatturinn minn væri eins konar tákn EFTA ríkjanna, sérstaklega vegna þess að sá sem hattinn bar hefði gefið EFTA líf og lit á frétta- mannafundum. Endapunkturinn á EES samningunum. Ég hef stundum sagt að þau væru ekki einleikin táknin við þessa undirskrift. Athöfnin fór fram í Arabíska salnum í kauphöllinni í Oporto í Portúgal. Þeir sem undirrituðu þennan mikla viðskiptasamning Evrópuríkja báru báðir arabísk nöfn. Sá skrifaði undir fyrir hönd EFTA hét Hannibalsson, sem er arabískt nafn, og hinn sem skrifaði undir fyrir hönd Evrópusambandsins hét Annibal Silva, sem er einnig arabískt nafn. En hver merking þessa er veit ég ekki. Ekki veit ég hverju Davíð Oddsson er að trúa mér fyrir á þeim tíma þegar betur fór á með okkur en stundum síðar. ! I I. ! í . '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.