Alþýðublaðið - 08.11.1996, Side 23

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Side 23
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23 ö I d i n ■ Árið 2016 eru hundrað ár liðin frá stofnun Alþýðuflokksins. En hvernig verðurflokkakerfið? Alþýðublaðið beindi þeirri spurningu til nokkurra ungra alþýðuflokksmanna Flokkakerfið árið Magnús Árni Magnússon Jafnaðarmannaflokkur stærsti flokkurinn Verður maður ekki að vera trúr þeirri hugsjón sinni að þá verði stór sameinaður jafnaðarmannaflokkur orðinn að veruleika? Hann verður hugsanlega með í kringum 40-45 pró- sent fylgi. Ég sé fyrir mér að Sjálf- stæðisflokkurinn verði talsvert minni en hann er í dag, með urn 25 prósenta fylgi, og orðinn algjör íhalds- og aftur- haldsflokkur. Framsóknarflokkurinn verður enn jafn stór og hann er í dag, með 25 prósent fylgi en orðinn mun ftjálslyndari og víðsýnni en hann er í dag. Eigum við ekki að segja að rót- tækur hægri flokkur verði með 7-10 prósent, og svo gætu róttækir vinstri flokkar, fastir í fortíðinni, verið á ein- hveiju róli. f stjóm verða jafnaðarmenn og Framsóknarflokkur og við jafnaðar- menn höfum forsætisráðuneytið. Brynjólfur Þór Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn Einhvem veginn á ég erfitt með að trúa því að jafnaðarmenn verði komnir með stærsta stjómmálaflokk landsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður eftir sem áður stærsti flokkur landsins með 35- 40% fylgi- Hvað verður um hina flokkana fer eftir því hvort og þá hvernig jafhaðarmenn bera gæfu til að sameinast. Ef við göngum út frá því að við sameinumst má gera ráð fyrir jafnaðarmannaflokki með um 30- 35% fylgi og afturhaldssömum miðju- flokki sem hefði um 15-20% fylgi meðan einhver flokksbrot á vinstri- væng myndu skipta með sér restinni af atkvæðamagninu, hversu lítið sem það væri. Miðjuflokkurinn (Fram- sóknarflokkurinn) myndi síðan sveifl- ast milli Sjalla og jaftiaðarmanna frá einu kjörtímabili til annars og vinstri smáflokkamir sem spryttu upp ýmist starfa með jafnaðarmönnum eða vera utanveltu. Óþarft frá að segja gæti allt eins far- ið svo, og er jafnvel líklegra, að Sjálf- stæðisflokkur verði stærstur, svo komi Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag. Kvennalisti verður löngu runninn sitt skeið á enda en einhveijir smáflokkar spretta upp af og til og deyja svo. Jóhanna Þórdórsdóttir Tveggja flokka kerfi Framtíðin er fyrir mér frekar þoku- kennd og gæti tekið á sig marvíslegar myndir. Þó sé ég helst fyrir mér að hér verði tveggja flokka kerfi. Flokkamir tveir munu, hvor um sig, verða regn- hlífasamtök þar sem fólk getur starfað að sínum hugðarefnum á breiðari gmndvelli en tíðkast í dag. Annar flokkur mun halda í óbreytt ástand, vera íhaldssamur, og hinn mun boða breytingar, vera róttækur. Ég vona að það flokkakerfi sem muni blasa við mér árið 2016 muni einkennast af meiri aga og hafa langtímastefnumót- un að markmiði. Abyrgðarleysi sem helst má lýsa með orðum bama eftir að þau hafa gert eitthvað af sér, til dæmis „ég gerði það ekki“ eða „ég byijaði ekki, það var hann“, er óvið- unandi í lýðræðisþjóðfélagi því það býður kjósendum ekki trúverðugan valkost. Ekki má gleyma málefnum sem móta átakalínur flokkanna. Nýrri kynslóð fylgja oftast ný málefni og átakalínur munu að mínu mati snúast meira um hvemig við leysum þann umhverfisvanda sem blasir við okkur þá í mun alvarlegri mynd en hann ger- ir í dag. Flokkakerfið mun sem sagt verða einfaldara og gefa fólki möguleika á að kjósa um hvort það telji breytingar á þjóðfélagsaðstæðum árið 2016 nauðsynlegar eða hvort það telji óbreytt ástand farsælast. Steingrímur Þórhallsson Sameinaðurflokkur Með hliðsjón af ömm breytingum þjóðfélags okkar á undanfömum ámm þar sem flest byggist á endurskipu- lagningu í leit að ódýrri fullkomnun, er óhjákvæmilegt að ímynda sér þrig- gja flokka kerfi, þar sem litlir og þar af leiðandi óhagkvæmir flokkar sam- einist í eina stóra heild. Þessi heild getur látið rödd sfna um umbætur í þágu einstaklingsins heyrast, heyrast gegn óffumlegum aðgerðum þjóðar Davíðs og lopapeysuframboðs Fram- sóknar (sem eftir aðstæðum breytir oftar um lit en kamelljón á fengitíma), aðgerðum sem em að breyta þeim sem minnst mega sín í kennitölu á ört vax- andi lista gjaldþrota einstaklinga. Þessi sameinaði flokkur verður byggður upp af ungu fólki sem mun 2016 hafa lokið námi í því hræðilega umhverfi í mennta og menningarmál- um sem er í dag og virðist ætla verða næstu árin. Það mun muna hvemig á því var troðið um og fyrir 2000 og leggja sig fram um að laga það sem mun verða orðið rústir einar sem sagt skólamál, verkalýðsmál, og ört minnkandi menningarvitund Islend- inga. Eldra fólk mun flykkjast að þessu kraftmikla og hugmyndaríka fólki og leiða íslartd inn í framtíðina. STgFNfl A L Þ Ý Ð U - FLoKKSÍNS I menningarmálum leggurflokksþing Alþyðuflokksins höfuðáherslu á, að menning á ekki og má ekki vera forréttindi fárra útvaldra. Brjóta ber niður þá mura stéttaskiptingar, sem of víða er að finna í íslensku menningarlifi. Samþykkt á flokksþingi 1982. 37. þing Alþýðuflokksins lýsir áhyggjum sínum yfir geigvænlegri spillingu, sem í Ijós hefur komið i hinum mörgu og alvar- legu sakamálum, erfram hafa komið síð- ustu misseri, svo og alvarlegum veikleika dómskerfisins, sem lýsir sér best í því, hve fá þessara mála hafa verið upplýst. Þingið lýsir áhyggjum sínum yfir þeim siðferðilega veikleika, sem fram hefur komið í margs konar misnotkun sérað- stöðu einstaklinga, margra þeirra í fremstu röðum forustumanna þjóðarinn- ar. Það er áhyggjuefni að slík misnotkun skuli viðgangast, og hvetur þingið þjóð- ina til þess að rísa gegn þessari óheilla- þróun. Samþykkt á 37. þingi Alþýðuflokks- ins árið 1976. Flokksþingið lýsir stuðningi sínum við... að sett verði stjórnarskrárákvæði um að allar auðlindir innan íslenskrar lögsögu skuli vera eign (slendinga einna, og að allt land annað skuli vera þjóðareign. Samþykkt á 39. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 31. október til 2. nóvember 1980. Flokksþing Alþýðuflokksins telur einsýnt, að einokunarréttur rikisins á sviði Ijós- vakamiðla sé ekki lengurtæknilega hald- bær. Því er nú tímabært að rýmka reglur um leyfi til útvarpsreksturs. Samþykkt á 41. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 5. til 7. nóvember 1982. Við næstu kosningartil Alþingis skal fara fram þjóðaratkvæðisgreiðsla um hvort koma eigi á fót einum, sameiginlegum líf- eyrissjóði fyrir alla landsmenn. Samþykkt á 43. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var í Hveragerði 3. til 5. október 1986. Þetta var fyrsta þingið í sögu flokksins sem haldið var utan Reykjavíkur. Alþýðuflokkurinn telur að starf embættis umboðsmanns Alþingis hafi sannað gildi þess og leitt í Ijós hvílík þörf var á því starfi, sem þarferfram. Flokkurinn telur að samsvarandi starfsemi eigi víðar fullan rétt á sér og vill að unnið verði að því að koma á fleiri embættum umboðsmanna. Má þar nefna umboðsmann barna og neytenda. Samþykkt á 45. þingi Alþýöuflokks- ins, sem haldið var 12. til 14. októ- ber. Cecil Haraldsson bar fram þessa tillögu. Alþýðuflokkurinn er reiðubúinn að skoða aðra kosti [en EESj síðar, þar á meðal að- ild að Evrópubandalaginu, að því tilskildu að samningar hafi náðst um fríverslun með fiskafurðir og Evrópubandalagið lát- ið af kröfum sínum um aðgang að fiski- miðum gegn aðgangi að mörkuðum. Úr stjórnmálaályktun flokksþingsins 1990. Endurskoða þarf skipulag skólakerfisins með tilliti til þess að það sé betur fært til að koma til móts við misjafnar þarfir barna og unglinga. Samþykkt á 46. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 11. til 14. júní 1992. Flokksþingið telur að þjóðfélagsþróun siðustu áratuga og bætt lífskjör almenn- ings kalli á endurskoðun á hugmyndum okkar um velferð og skipulag velferðar- kerfisins. Samþykkt á flokksþingi 1992. I utanríkismálum standa íslendingar á krossgötum. Siðan EFTA-þjóðirnar gengu til samninga um EES í þyrjun árs 1989 hefur heimurinn i kringum okkur tekið stakkaskiptum. Hinar pólitísku forsendur sem lágu að baki samningnum eru nú brostnar. Úr stjórnmálaályktun 47. þings Al- þýðuflokksins, sem haldið var 9. til 12. júní 1994. Hafnarfjörður Verkakvennafélagið Framtíðin Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður liggja frammi á skrifstofu félagsins að Strandgötu 11, Hafnarfirði frá og með mánu- deginum 11. nóvember til og með fimmtudeginum 14. nóvember n.k. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 14. nóvember og er þá framboðsfrestur útrunninn. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 fullgildra félags- manna. Verkakvennafélagið Framtíðin

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.