Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 3
3 vism Þriðjudagur 20. janúar 1976. Hvað verður um ósótta happdrœttis vinninga ? Sú spurning vaknar eflaust oft hjá þeim fjölmörgu, sem spila i happdrættum, hvort hugsanlegt sé að það geti farið fram hjá þeim, ef þeir detta i lukkupottinn. Visir kannaði þetta mál hjá nokkrum stærstu happ- drættunum. Starfsfólk happdrætta, sem hafa tiltölulega fáa og stóra vinninga, s.s. Happdrætti DAS, Happdrætti Krabbameinsfé- lagsins, Happdrætti Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra og Happdrætti Styrktarfélags van- gefinna, gaf þær upplýsingar, að alltaf tækist að koma vinn- ingunum til réttra eigenda, enda haft samband við þá að fyrra bragði, ef þeir gefa sig ekki fram sjálfir. bessu vikur talsvert öðruvisi við hjá þeim happdrættum, sem hafa mjög marga vinninga og þar á meðal ótal smávinninga. Þannig eru nokkrar milljónir ósóttar hjá Seðlabankanum af útdregnum vinningum i Happdrættisláni rikissjóðs. Þar hafa verið dregnar út tugir milljóna króna undanfarin ár. Arið 1975 var dregið um 70 milljónir og á þessu ári koma um 100 milljónir til útborgunar, þarsem þá vérðurdregiðút 10% af þeim 300 milljónum króna, sem selt var i G-flokki Happdrættisláns rikissjóðs nú i vetur. Fyrnast á 5 árum Að sögn Jóns 'H. Friðsteins- sonar hjá Seðlabankanum er listi yfir ósótta vinninga frá eldri dráttum birtur með lista yfir hvern nýjan drátt. Þannig geta menn athugað nokkra drætti i einu. Hins vegar skyldu menn ekki’draga það of lengi, þar sem vinningarnir fyrnast á fimm árum. Það virðast þó ekki vera miklar likur á þvi að rikis- sjóður efnist verulega á þann hátt. í vor kemur i fyrsta sinn til afskrifta og þá er aðeins mögu- leiki á þvi að 40 þús. krónur renni i rikissjóð. „Það eru mest litlir vinning- ar, sem eru ekki sóttir fyrr en seint og siðar meir. Þó var einn milljón króna vinningurinn úr 2. drætti B-flokks 30. júni 1974 ekki sóttur fyrr en að rúmlega ári liðnu, og einn milljón króna vmningur er enn ósóttur, en hann var útdreginn i 1. drætti D-flokks 12. júli 1974,” sagði Jón H. Friðsteinsson. Vinningar oft sóttir seint Ólafur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Vöruhappdrættis S.l.B.S. gaf þær upplýsingar, að um áramót hafi verið ósóttar um 24 milljónir króna. „Þessi tala gefur þó engan veginn rétta mynd,” sagði Ólaf- ur. „Vöruhappdrætti hefur þá sérstöðu, að fólk framvisar ekki miðunum alltaf strax i verslun- um og eins geta verslanir legið með vinningsmiðana nokkurn tima, áður en þær innheimta þá.” Ólafur sagði, að þrátt fyrir það að lögin heimili happdrætt- unum að afskrifa vinninga, sé það aldrei gert hjá S.l.B.S. Fólk getur sótt vinninga sina hvenær sem er, jafnvel þótt miðinn sé týndur, þar sem fullkomin skrá er yfir það eigi hvaða miða. Starfsfólk happdrættisins gerir það sem það getur til þess að koma vinningunum út. Hringt er i vinningshafa þegar hægt er, og oft er fólki sendur vinningurinn heim i ábyrgðar- pósti. 1 mörgum tilvikum ber þetta þó ekki árangur og eru þvi talsverðar upphæðir af ósóttum vinningum hjá happdrættinu. Þeir vinningar, sem illa gengur að koma út, eru oftast litlir. Þó sagðist Ólafur vita til þess að einn 500.000 króna vinn- ingur væri enn ósóttur frá 1974. Miðinn var seldur á Snæfells- nesi og viðkomandi hefur fengið hann stimplaðan sem vinnings- miða, en að þvi er best er vitað er vinnungurinn enn ónotaður. Ánægðir vinningshafar besta auglýsingin Páll H. Pálsson fram- kvæmdastjóri Happdrættis Há- skóla Islands sagði, að ekki væri vitað hve mikið væri ósótt frá siðasta ári, þar sem dæmið hefði ekki enn verið gert upp. „Við gefum út á vorin lista yfir ósótta vinninga frá árinu áður,” sagði Páll. „Þetta eru yfirleitt smávinningar. Þannig voru siðastliðið vor af 800 milljóna vinningaskrá 1974 að- eins ósóttar 1.560 þúsund krónur, aðallega i tveggja og fimm þúsunda vinningum.” Páll kvað umboðsmenn happ- drættisins vinna mikið að þvi að tilkynna viðskiptavinum sinum um vinningana. Þó það takist ekki er ekki þar með sagt, að viðkomandi verði af vinningn- um, þar sem þeir eru ekki af- skrifaðir. „Þótt 10 ár liði frá dráttar- degi, getur vinningshafi sótt vinninginn”, sagði Páll H. Páls- son. „Við reynum allt sem við getum til að koma vinningunum út, þvi að okkar besta auglýsing eru ánægðir vinningshafar.” — SJ Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra: BIÖNDUVIRKJUN INN Á AUHNGI „Þetta var geysflega fjölmennur fundur/" sagði Ragnar Ingi Tómasson/ skrifstofustjóri kaupfé- lagsins á Blönduósi í sam- tali við Vísi um fundinn, sem haldinn var þar um helgina um virkjun Blöndu. „Þetta var ábyggilega fjölmennasti fundur, sem haldinn hefur verið hér miðað við árs- tíma, veður og færð," sagði hann ennfremur. „Ég giska á að um 400 manns hafi sótt hann úr austur- og vestursýslunni, öllum hreppum og nokkrir úr Skagafirði." Virkjunin hagkvæm pen- ingalega og stuðlar að bættum búsetuskilyrðum áberandi var i ræðum manna, að þessi virkjun yrði utan jarðelda- og jarðskjálftasvæða. 1 öðru lagi að Blönduvirkjun væri mjög hag- kvæm peningalega séð. Bentu þeir á að hún yrði um 40% ódýrari en ef farið væri að virkja Jökulsá við Villinganes i Skagafirði. 1 þriðja lagi mundi hún bæta al- gjörlega þá orkusvelti, sem Norð- urland vestra hefur búið við, og þar með stuðla að bættum búsetu- skilyrðum með iðnað i huga ásamt húsahitun o.fl.” Ragnar sagði að það hefði einnig komið fram á fundinum, að eitthvað hefur húnvetningum ekki þótt lifvænlegt þar, þvi þeim hefði fækkaðum 21 á árunum 1930 til 1974. Hugsa þvi húnvetningar gott til þessarar virkjunar, eða svo til- færð séu orð Ragnars: „Við telj- um þetta, húnvetningar, vera eitt stærsta mál, sem upp hefur kom- ið hér til aukningar á almennum búsetuskilyrðum.” Fundur þessi var fyrst og fremst um raforkumál á Norður- landi vestra og þá sér i lagi um virkjun Blöndu. Fundinn sóttu sem fyrr sagði margt manna og miklar og almennar umræður urðu. Meðal annarra mættu þar tveir þingmenn kjördæmisins, þeir Ragnar Arnalds og Pálmi Jónsson. Ollum þingmönnum þess var boðið, en sökum ófærðar komust þeir Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Eyjólfur Konráð Jónsson ekki norður. „Margt kom fram á fundin- um,” sagði Ragnar, „en mest Lýst yfir eindregnum stuðningi við virkjunina. Fyrir fundinn var lögð ályktun, sem efnislega er á þá leið, að þar sem rannsóknir hafi sýnt að virkjun Blöndu sé hagkvæmasti og öruggasti virkjunarmöguleik- inn á Norðurlandi vestra, þá lýsi fundurinn yfir eindregnum stuðn- ingi við virkjunina. Þá fagnaði fundurinn yfirlýsingu. iðnaðar- ráðherra, að lagt verði fram frumvarp um Blönduvirkjun, og lagði á það þunga áherslu, að þingmenn kjördæmisins fylgi þessu máli fram af einurð og festu. Einnig fólst i ályktuninni ósk manna um, að sem fyrst verði gengið frá samningum við þá hreppa, sem það land eiga, sem fer undir uppistöðulón, að þeir fái sinn hlut varanlega bættan með raforku og uppgræðslu beitilands, eins og samningsdrög iðnaðar- ráðherra og oddvita hreppanna gera ráð fyrir. Vilja þeir með þessu tryggja framtiðarstöðu bú- skapar á þessu svæði. Frá þessum samningsdrögum var skýrt i Visi fyrr i haust. Þá lagði fundurinn á það þunga áherslu, að raforka úr Blöndu verði notuð til alhliða uppbygg- ingar iðnaðar á þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og skorar á sveitarstjórnir að mynda með sér samstarf um orkufrekan iðnað af viðráðanlegri stærð i þessum sveitarfélögum i samráði og sam- vinnu við þingmenn kjördæmis- ins, Framkvæmdastofnun rikis- ins og stofnanir iðnaðarins. Fundurinn benti á það i lok ályktunar sinnar hve brýn-þörf sé á fyrir þjóðina alla að byggja raf- orkuver, þar sem minnst hætta sé á eldsumbrotum og jarðhræring- um. Virkjun Blöndu væri stórt skref i átt til þjóðaröryggis á þvi sviði jafnframt þvi að vera sterk- ur þáttur i byggðaþróun. Ályktun þessi var samþykkt með 227 atkvæðum gegn 6 en nokkrir sátu hjá. Jafnframt ber að geta þess að ályktunin var bor- in upp i lok fundarins og þvi margir farnir af ótta við veður og ófærð. —vs Við Melaskólann iðaði allt af sprellf jörugum krökkum. Hér sést einn strákanna grátt leikinn af skólasystrum sinum. ff SALIBUNA ## Þegar snjóar og snjóar dag eftir dag, kætast börn og fullorðnir, þegar styttir upp. Ekkiverður gleðin minni, þegar sér til sólar. Þá kemur galsi i krakkana og þau skemmta sér konunglega við leik i sköflum og snjó. — Loftur tók þessar myndir i siðustu viku. þegar sá til sólar smástund. Litlu hnátunni á myndinni hér til hliðar, fannst, öfugt við hina krakkana, litið til ljósmyndar- ans koma. Rétt eftir að þessi mynd var tekin flýtti hún sér hið bráðasta i burtu. „Viljið þið ekki koma og renna ykkur lika” kallaði þessi snáði um leið og hann renndi sér ianga saiibunu á rassinum niður skaflinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.