Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. janúar 1976. 11 Láti vinnuveitandi starfs- mönnum sinum i té bifreiðar til afnota endurgjaldslaust eða gegn óeðlilega lágu endurgjaldi ber að láta fylgja rekstrar- reikningi sundurliðun á rekstrarkostnaði bifreiðanna að meðtöldum fyrningum, ásamt upplýsingum um afnotin i ekn- um km, fjarhæð endurgjalds og nöfn notenda. Hafi atvinnurek- andi hins vegar sjálfur, fjöl- skylda hans eða aðrir aðilar bifreiðar hans til afnota ber að láta fylgja rekstrarreikningi sundurliðun á rekstrarkostnaði bifreiðanna að meðtöltfum fyrningum, ásamt upplýsingum um heildarakstur hverrar bif- reiðar á árinu og umrædd afnot i eknum km og draga gjöld vegna þessara afnota frá rekstrar- gjöldum með áritun á rekstrar- reikninginn eða gögn með hon- um. Vinni einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæði eða ófjárráða börn þessara aðila, við eiginn atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ber að geta þess með athugasemd á rekstrarreikninginn eða gögn með honum og tilgreina vinnu- framlag framteljanda sjálfs, maka hans og ófjárráða barna hans. Laun reiknuð framteljanda sjálfum eða maka hans, sem hafa verið færð til gjalda á rekstrarreikningnum, ber að tilgreina sérstaklega á honum, aðskilið frá launagreiðslum til annarra launþega, og gera við- eigandi úrbætur, sbr. 4. mgr. þessara töluliðar. Hreinar tekjur skal siðan færa i 1. tölulið III. kafla eða rekstrartap i 12. tölulið V. kafla framtals. 2. Hreinar tekjur af eignaleigu/ þ.m.t. útleiga ibúðarhúsnæöis samkv. meðfylgjandi rekstraryfirliti. Hafi framteljandi tekjur af eignaleigu án þess að talið verði að um atvinnurekstur sé að ræða i þvi sambandi ber honum að gera rekstraryfirlit þar sem fram koma leigutekjur og bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld sem eru tengd þessari teknaöflun. Sé slikra tekna aflað i atvinnurekstrar- skyni ber að gera rekstrar- reikning skv. tölulið 1. Hafi framteljandi tekjur af útleigu ibúðarhúsnæðis, hvort heldur hann telur það vera i at- vinnurekstrarskyni eða ekki, berhonum að gera rekstraryfir- lit þar sem fram koma leigu- tekjur frá hverjum einstökum leigutaka, svo og leigutimabil og fasteignamat útleigðs ibúðarhúsnæðis og hlutdeildar i lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins útleigða, svo sem fasteignagjöld, viðhalds- kostnað og vaxtagjöld sem beint eru tengd þessari teknaöflun. Enn fremur skal telja fyrningu húsnæðisins sem nemur eftir- farandi hundraðshlutum af fast- eignamati hins útleigða hús- næðis: íbúðarhúsnæði úr steinsteypu 1,0% tbúðarhúsnæði hlaðið úr steinum 1,3% tbúðarhúsnæði úr timbri 2,0% Til frádráttarbærs viðhalds- kostnaðar teljast þau gjöld sem á árinu gengu til viðhalds (ekki endurbóta eða breytinga) hins útleigða húsnæðis, sbr. reglu- gerð nr. 257/1974 sem gekk I gildi 1. jan. 1975. Tilgreina skal hvaða viðhald var um að ræða og sundurliða viðhaldskostnaðinn með sama hætti og sagt er i tölulið 1 c. I V. kafla framtalsins. t þessum tölulið má ekki telja tekjur af útleigðu ibúðarhús- næði sem framteljandi lætur öðrum i té án eðlilegs endur- gjalds, þ.e. ef ársleiga nemur lægri fjárhæð en 5% af fasteignamati ibúðarhúsnæðis og lóðar. Slikar tekjur ber að telja i 3. tölulið III. kafla fram- tals. 3. Reiknuð leiga af íbúðarhúsnæði: a. sem eigandi notar sjálfur. Af ibúðarhúsnæði, sem framteljandi notar sjálfur, skal húsaleiga reiknuð til tekna 5% af fasteignamati ibúðarhúsnæðis (þ.m.t. bilskúr) og lóðar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat ibúðarhús- næðis. Sé ibúðarhúsnæði i eigu sama aðila notað ah hluta á þann hátt sem hér um ræðir og að hluta til útleigu skal fasteignamati húss og lóðar skipt hlutfallslega miðað við rúmmál nema sérmat i fasteignamati sé fyrir hendi. . A sama hátt skal skipta fasteignamati húss og lóðar þar sem um er að ræða annars vegar ibúðarhúsnæði og hins vegar atvinnu- rekstrarhúsnæði i sömu fasteign. í ófullgerðum og ómetnum ibúðum, sem teknar hafa verið i notkun, skal reiknuð leiga nema 1% á ári af kostnaðarverði i árslok eða vera hlutfallslega lægri eftir þvi hvenær húsið var tekið i notkun og að hve miklu leyti. b. sem eigandi Iætur öðrum i té án eðiilegs endurgjalds. Af ibúðarhúsnæði sem fram- teljandi lætur launþegum sinum (og fjölskyldum þeirra) eða öðrum i té án endurgjalds eða lætur þeim i té án eðlilegs endurgjalds (þ.e. gegn endur- gjaldi sem lægra er en 5% af fasteignamati ibúðarhúsnæðis og lóðar), skal húsaleiga reiknuð til tekna 5% af fasteignamati þessa ibúðarhús- næðis I heild, svo og af fasteignamati lóðar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. A bújörð skal þó aðeins miða við fast- eignamat ibúðarhúsnæðis. t ófullgerðum og ómetnum ibúðum gildirsama viðmiðun og i a-lið. 4. Vaxtatekjur Hér skal færa i kr. dálk sam- tölu skattskyldra vaxtatekna i A- og B-liðum, bls. 3, i samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu þeirra. 5. Arðuraf hlutabréfum. Hér skal færa arð sem fram- teljandi fékk úthlutaðan á árinu af hlutabréfum sinum. 6. Laun greidd í peningum. I lesmálsdálk skal rita nöfn launagreiðenda og launa- upphæð i kr. dálk. Ef vinnutimabil framteljanda er aðeins hluti úr ári eða árs- laun óeðlilega lág skal hann gefa skýringar i G-lið, bls. 4, ef ástæður, svo sem nám, aldur, veikindi o.fl. koma ekki fram á annan hátt i framtali. 7. Laun greidd i hlunnindum. a. Fæði: Skattskyld fæðishlunnindi: (1) Fullt fæði innan heimilis- sveitar: Launþegi , sem vann innan heimilssveitar sinnar, skal telja til tekna fullt fæði sem vinnuveitandi lét honum i té endurgjaldslaust (fritt). Rita skal dagafjölda i lesmálsdálk og margfalda hann með 500 kr. fyrir fullorðinn og 400 kr. fyrir barn, yngra en 16 ára, og færa upphæðina til tekna. Fjárhæð fæðisstyrks (fæðispeninga) skal hins veg- ar teljast að fullu til tekna. Fritt fæði telst til hlunninda sem skal telja fram sem tekjur Sama gildir um hver önnur full fæðishlunnindi, látin endurgjaldslaust i té, þau skal telja til tekna á kostnaðarverði. (2) Fæðisstyrkur (fæðispening- ar) á oriofstima. Fjárhæð fæðisstyrks (fæðispeninga), sem laun- þega er greidd meðan hann er I orlofi, skal teljast að fullu til tekna. (3) önnur skattskyld fæðis- hlunnindi: a. Launþegi, sem vann utan . heimilissveitár sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) i stað fulls fæðis, skal telja til tekna þann hluta fæðisstyrks- ins sem var umfram 700 kr. á dag. Sama gildir um fæðis- styrk greiddan sjómanni á skipi meðan það var i höfn. b. Launþegi, sem vann hvort heldur innan eða utan heimilissveitar sinnar og fékk fæðisstyrk (fæðispeninga) i stað hluta fæðis skal telja til tekna þann hluta fæðisstyrks- ins sem var umfram 280 kr. á dag. c. Allt fæði, sem fjölskylda framteljanda fékk endur- gjaldslaust (fritt) hjá vinnu- veitanda hans, fjárhæð fæðis- styrkja (fæðispeninga), svo og hver önnur fæðishlunnindi, látin endurgjaldslaust i té, skal telja til tekna aá sama hátt og greinir i lið (1). Fritt fæði, sem eigi tel'st fullt fæði, látið þessum aðilum i té, skal telja til tekna eins og hlutfall þess af mati fyrir fullt fæði segir til um. 1 þessu sambandi skiptir eigi máli hvort framteljandi vann innan eða utan heimilissveitar sinnar. b. Húsnæði: Hafi framteljandi (og fjölskylda hans) afnot af ibúðarhúsnæði, sem vinnu- veitandi hans lætur endur- gjaldslaust i té, skal framtelj- andi rita i lesmálsdálk fjár- hæð gildandi fasteignamats þessa ibúðarhúsnæðis og lóðar og mánaðafjölda af- nota. Telja skal til tekna 5% af þeirri fjárhæð fyrir ársaf- not en annars eins og hlutfall notkunartima segir til um. Hafi framteljandi (og fjöl- skylda hans) afnot af ibúðar- húsnæði, sem vinnuveitandi hans lætur i té gegn endur- gjaldi sem er lægra heldur en 5% af gildandi fasteignamati ibúðarhúsnæðis og lóðar, skal framteljandi telja mismuninn til tekna eftir þvi sem hlutfall notkunartima segir til um. c Fatnaður eða önnur hlunnindi: Til tekna skal færa fatnað sem vinnuveitandi lætur framteljandi i té án endurgjalds og ekki er reiknaður til tekna i öðrum launum. Tilgreina skal hver fatnaðurinn er og telja til tekna skv. mati sem hér segir: Einkennisföt karla ...13.800 kr. Einkennisföt kvenna . 9.500 kr. Einkennisfrakka karla..............10.700 kr. Einkenniskapu kvenna............. 7.100 kr. Einkennisfatnað flugáhafna skal þó telja sem hér segir: Einkennisfötkarla ....6.900 kr. Einkennisföt kvenna ..4.700 kr. Einkenisfrakka karla .5.400 kr. Einkenniskápu kvenna 3.600 kr. Fatnaður, sem ekki telst ein- kennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð i stað fatnaðar ber að telja hana til tekna. Önnur hlunnindi, sem látin eru i té fyrir vinnu, ber að meta til peningaverðs eftir gangverði á hverjum stað og tima og telja til tekna i tölulið 7. c., III, á framtali. M.a. teljast hér sem hlunnindi af- not launþega af bifreiðum, látin honum i té endurgjalds- laust af vinnuveitanda eða gegn óeðlilega lágu endur- gjaldi. t lesmálsdálk skal rita afnot bifreiðarinnar i eknum kilómetrum (þ.m.t. akstur úr og i vinnu) og margfalda þann kilóm.fjölda með 22 kr. íyrir fyrstu 10.000 kiló- metraafnot, með 19 kr. fyrir næstu 10.000 kilómetra afnot og 16 kr. fyrir hver kilómetra- afnot þar yfir Fjárhæð, þannig fundna, ber að færa i Einkennisföt teljast til tekna, samkvæmt ákveönu mati, ef menn fá þau endurgjaldsiaust. kr. dálk, þó að frádregnu endurgjaldi ef um það var að ræða. Fæði húsnæði og annað fram- færi framteljanda, sem býr i foreldrahúsum, telst ekki til tekna og færist þvi ekki i þennan lið nema foreldri sé atvinnurekandi og telji sér nefnda liði til gjalda. 8. Elli- og örorkulífeyrir frá alm.trygg. Hér skal telja til tekna ellilif- eyri og örorkulifeyri frá al- mannatryggingum. Lifeyrishækkun vegna lágra tekna (svonefnd ,,tekju- trygging”) og frekari uppbót á elli- og örorkulifeyri, ef greidd var, skal talin til tekna með lifeyrinum. Örorkustyrk skal hins vegar ekki telja hér til tekna heldur i tölulið 13 III. á framtali. Með bótagreiðslum frá al- man-natryggingum á árinu 1975 ber að telja 3% hækkun á bóta- greiðslum i des. 1974 þar eð hækkunin var ákveðin svo seint að hún var ekki greidd fyrr en á árinu 1975. Tryggingastofnun rikisins og umboðsmenn hennar um land allt munu nú i janúar senda bótaþegum upplýsingar um bótag,-eiðslur til þeirra frá al- mannatryggingum á árinu 1975 á þar til gerðum miðum. Á miðunum verða uppbæturá elli- og örorkulifeyri, þar með svo- nefnd „tekjutrygging” ef greidd var, taldar með lifeyrinum og enn fremur áðurnefnd 3% hækkun á bótagreiðslum i des. 1974. Það athugist að lifeyris- greiðslur og greiðslur með börnum úr lifeyrissjóðum á vegum Tryggingastofnunar rikisins skulu allar taldar til tekna i tekjulið 13 enda þótt upp séu gefnar á bótamiðum frá Tryggingastofnuninni. 9. Sjúkra- og slysabætur (Dagpeningar). Hér skal telja til tekna sjúkra- og slysadagpeninga. Ef þeir eru frá almannatryggingum. sjúkrasamlögum eða úr sjúkra- sjóðum stéttarfélaga koma þeir einnig til frádráttar i tölulið 11, V, á framtali. Framhald ó nœstu siðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.