Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 24
VÍSIR Þriðjudagur 20. janúar 1976. Fundu tals- vert magn af lyf jum og dóti úr sjúkra- kðssum 2 piltar handfeknir Talsvert mikið magn af lyfj- um og alls kyns smádóti úr sjúkrakössum fannst i gær i framhaldi af þvi að tveir piltar voru teknir, grunaðir um þjófnað i heimahúsi. Piltarnir gistu geymslur lögreglunnar i nótt, en mál þeirra verður tekið fyrir i dag. Annar pilturinn reyndist hafa yfir herbergi að ráða á gisti- stað i borginni, en er samt sem áður búsettur i Reykja- vik. t þessu herbergi fannst magnið, en ekki er fyllilega ljóst, hvaðan það er tekið. Gísli Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður kvaðst litið geta sagt annað um málið að svo stöddu en það væri nú i rannsókn. — EA. VEÐUR HAMLAR SAM- GÖNGUM Mikil ófærð er nú viðast hvará landinu og margir fjaii- vegir lokaðir. A Suð-vestur- landi var mikill skafrenningur i morgun, en færð frá Reykja- vik til Suðurnesja nokkuð góð. Umferð gekk þó nokkuð hægt á þessari leið. Snemma i morgun urðu umferðartafir á Hafnarf jarðarvegi vegna hálku og skafrennings og áreksturs sem þar varð, en snjóþyngsli töfðu ekki. Færð i Reykjavik er viðast góð, en þungfært er i Breiðholtshverfi og Árbæjarhverfi. Vonskuveður var i morgun á Hellisheiði, og er þar ótryggt færi nema fyrir stóra bila. 1 uppsveitum Árnessýslu og Rangárvallasýslu var mikill skafrenningur. Þar var fyrir- hugað að ryðja vegi, en það verður að biða, þar til veðrið gengur niður. Þegar komið er austur i Mýrdal er veður orðið nokkuð gott og eins þar fyrir austan. Þar er unnið að snjó- ruðningi og vegir að verða færir. Á Snæfellsnesi og öllu N'orðurlandi er veður það slæmt, að beðið er með fyrir- hugaðan snjóruðning. Nú er þvi ekki fært lengra norður en upp i Borgarfjörð. — SJ. Bresku sjónvarpsfréttamennirnir kvöddu i gær eftir viðburðarika samveru um borði Þór.i Frá vinstri: Tony Walsh hljóðupptökumaður, Helgi Hallvarðsson skipherra, Erla Erlingsdóttir kona hans, Norman Rees fréttamaður, Edna Falkvard, kona Friðgeirs Olgeirssonar 1. stýri- manns á Þór.sem stendur viðhliðhennar, og Tom Phillips kvikmyndatökumaður. Ljósm.: Jim Bretarnir þorskinn og þoldu ekki kartöflurnar ,,Það eina sem við sættum fengum þorsk og kartöflur að okkur illa við i Þór var að við borða i annarri hverri máltið”. Fara heim með vorinu Þótt menn bölvi snjó og ófærð, gerist óneitanlega ýmislegt spaugilegt á þessum erfiðu tfm- um bifreiðanna. — Efri myndin er af Trabant-bifreið, sem lik- lega hefur verið dregin úr ófærðinni og á hæsta stað, þar sem hún yrði ekki fyrir. — Þegar svo snjórinn fauk frá bílnum, kom i Ijós, að hann hafði verið dreginn upp á malarhól, þar sem hann stendur ósjálfbjarga. Neðri myndin sýnir bifreið gesta, sem liklega eru ekki farnir heim ennþá og fara vart fyrr en með vorinu. — Ljósm: Loftur og Jim. Þetta sögðu bresku ITN frétta- mennirnir sem hafa verið um borð I Þór að undanförnu, þegar þeir litu við á heimili Helga Hall- varðssonar skipherra i gær- kvöldi, til að kveðja. Sjónvarpsfréttamennirnir þrir voru svo heppnir þegar Leander sigldi á Þór að ná öllum atburð- inum á filmu. Kvikmynd þeirra hefur vakið mikla athygli og vakið efasemdir margra breta og um áreiðanleika frásagna her- skipaforingjanna af atburðunum. Norman Rees, sem stjórnaði þessu þriggja manna liði, sagðist ekki vilja tjá sig um skoðun sina á atburðunum á miðunum. „Skoðið kvikmyndina sem við tókum” sagði hann. Hin velheppnaða kvikmynd ITN mannanna var sýnd i aðal- fréttatima sjónvarpsstöðvarinn- ar á laugardagskvöldi. Frétta- timinn er 15 minútna langur. Þykir það stór og mikil frétt sem fær tvær minútur til umráða. Myndin af miðunum, og frásögn Rees fékk hvorki meira né minna en 4 minútur og 15 sekúndur, eða nær þvi þriðjung timans. 1 kveðjuhófinu sagðist Helgi vera búinn að ala þá félaga nógu lengi á þorski og kartöflúm, svo hann gaf þeim til hátfðabrigða uppáhaldsmatinn þeirra — ristað brauð með bökuðum baunum. — ÓH/JHP „Svarta skýrslan okkar síðasta orð" — segir Jakob Jakobsson „Þessu er auðsvarað. Við höf- um sett fram í svörtu skýrslunni hvað má veiða á Islandsmiðum að okkar mati. Þau tvö hundruð og þrjátiu þúsund tonn eru okkar siðustu orð. Siðan er það annarra en okkar að segja til um hvort, eða hvað við höfum efni á að láta breta hafa mikið af þeim afla,” svaraði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur. Vfsir lagði fyrir hann þá spurningu i morgun, hvort við gætum boðið bretum að veiða hér t.d. sextiu og fimm þúsund tonn til takmarkaðs tima. Um það hvort hagstæðara væri fyrir okkur að semja við bretana miðað við það afla- magn sem þeir nú reyttu upp i sinu taugastriði, sagði Jakob: „Ég hef ekki fengið nógu haldgóðar tölur um afla þeirra nú til þess að ég geti lagt dóm á það, og auk þess er ekki gott að meta hvað þeir gætu haldið lengi áfram þessari vitleysu.” — EB. Missti af einni milljón Happdrætti SÍBS lét nú fyrir áramót gera auglýsingu fyrir sjónvarpið, þar sem fólk var minnt á að endurnýja miða sina. Þar var tilbúin saga af konu, sem gleyndi að endurnýja og missti af einnar milljón króna vinning fyrir vikið. Við fréttum af því hér á Visi að nú hefði þetta einmitt gerst I raun og veru, þegar dregið var i desem- ber. Hringdum við þvi i Ólaf Jóhannesson, framkvæmda- stjóra happdrættisins og inntum hann eftir sannleiksgildi þess- arar fréttar. „Þetta er rétt, það vildi svo undarlega til, að nú i desember kom milljón króna vinningur á miða ungrar stúlku eða konu, sem hún hafði hætt við á árinu,” sagði Ólafur. „Ég held að hún hafi hætt við hann þegar hún flutti úr bænum”. Ólafur tók það fram að auglýsingin hafi verið gerð áður en dráttur fór fram, en ekki vegna þessa atviks. „Þetta kemur nú nokkuð oft fyrir að fólk missi. af álitlegum vinningum vegna þess að það gleymir að endurnýja eða hættir við miða sina. Ég man lika eftir þvi, að fyrir nokkrum árum missti kona af stóra vinningn- um, og frá þvi var þá skýrt i blöðum,” bætti hann svo við. Hann sagði annars að rekst- urinn gengi ágætlega, aukningin hefði verið eitthvað minni nú en i fyrra, en þá hefði hún verið ein sú mesta sem orðið hefur. Vildi hann kenna veðráttunni og ófærðinni um minni aukningu nú. Annars sagði hann út- komuna góða þegar á heildina væri litið og sagði þá mjög ánægða, þar sem nýtingin væri nær 90% af útgefnum miðum. -VS. Gaf Helga sólarferð Nokkrir skipsmanna á Þór, þeirra á meðál Helgi Hallvarðss., skipherra litu við á Útsýnar- kvöldi á Hótel Sög'u á sunnudags- kvöld. Þegar Helgi gekk i salinn stóðu allir upp fyrir honum og 'fögnuðu sem þjóðhetju. Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri Útsýnar tilkynnti svo nokkru siðar um kvöldið við mikil fagnaðarlæti að hann hefði ákveðið að gefa Helga og konu hans ferð með Útsýn til sólar- landa i tilefni af frábærri frammistöðu i þorskastriðinu-:ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.