Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 5
VÍSIR
Þriðjudagur 20. janúar 1976.
Stjórn Wilsons ríðar
vegna heimastjórnar-
máls Skotlands
Lokið er nú viðræðum í
breska þinginu um einingu
Bretlandseyja i framtíð-
inni og sýnist sitt hverjurri/
en enginn samt ánægður,
enda nagar óvissan póli-
tíska framtið bretaveldis
leiðtogana.
Þjóðernishreyfingin i Wales og
Skotlandi hefur fengið þvi áorkað
siðustu áratugi, að stjórnin i
London og breska þingið hafa séð
sig neydd til að afhenda þessum
landshlutum framkvæmd og
stjórnun ýmissa málaflokka og er
nú komin á fremsta hlunn með að
veita þeim heimastjórn og
heimaþing með ýmsum valdtak-
mörkunum þó.
Fyrir neðri deildinni hefur legið
til umræðu siðustu fjóra dagana
tillaga um að veita Skotlandi og
Wales heimastjórn, þar sem
neitunarvaldið yrði þó enn i hönd-
um breska þingsins og bresku
stjórnarinnar.
Þessi tillaga eða tillögur hafa
mætt mikilli andspyrnu, og sýn-
ast nánast engir ánægðir með þær
nema höfundar sjál.fir. Ihalds-
mönnum finnst þessar tillögur
ganga of langt i átt til þess að
splundra Bretlandi, og þjóðernis-
sinnum finnast þær ekki ganga
næstum nógu langt og vera raun-
ar hálfkák eitt.
Við borð liggur, að verka-
mannaflokkurinn klofni i afstöð-
unni til þessara stjórnarfrum-
varpa. Sumir vilja vera stjórn
Harolds Wilsons leiðtoga sins trú-
ir og greiða tillögunum atkvæði,
en .aðrir taka undir með þjóð-
ernissinnum. — I kosningum
undanfarinna ára hafa þjóðernis-
sinnar i Skotlandi og verka-
mannaflokkurinn keppt um at-
kvæðin á sömu miðum.
Tveir skoskir þingmenn verka-
mannaflokksins, James Sillars og
John Robertson, hafa lýst þvi
yfir, að þeim finnist frumvörpin
ekki ganga nógu langt og hafa
gagnrýnt sina eigin stjórn fyrir
undanlátssemi við sjónarmið
ihaldsmanna.
Verkamannaflokkurinn hefur
aðeins eins atkvæðis meirihluta i
neðri málstofunni. Wilson þarf
þvi á hverjum þingmanni flokks-
ins að halda til að koma málinu i
höfn. —- Ef skoski verkamanna-
flokkurinn hinsvegar snýst gegn
flokksbræðrum sinum i atkvæða-
greiðslu um málið, þarf ekki að
ganga að þvi gruflandi, hver
málalok verða. 41 af þingmönn-
um verkamannaflokksins eru frá
skoskum kjördæmum.
Komi stjórnin ekki fram sinum
eigin frumvörpum á þingi, liggur
ekki annað fyrir ráðherrum henn-
ar en segja af sér, og Wilson yrði
að efna til nýrra þingkosninga. —
Þar mundi þessi andstaða skota
reynast enn alvarlegri verka-
mannaflokknum. í siðustu
kosningum unnu skoskir þjóð-
ernissinnar 11 þingsæti og voru
viða nærri þvi að fella þingmenn
verkamannaflokksins i hinum 42
kjördæmum.
Kominn úr
veiðiför í Angola
Afskipti sovétmanna
af borgarastyr jöldinni i
Angola hefur. mikið
borið á góma undan-
farnar vikur, og þykja
nokkuð stinga i stúf við
fyrri yfirlýsingar
kommúnistarikisins,
sem fordæmdi afskipti
Evrópumanna af
innanlandsmálum
hinnar svörtu álfu.
— Moynihan sendiherra
Bandarikjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum vill lita á aðgerðir
sovétmanna sem ljóst dæmium
velheppnaða heimsvaldastefnu
ráðamanna i Kreml. — Skop-
teiknarinn Lurie litur svo auð-
vitað sinum augum á málið.
að koma
Ætlaði Sinatra
mafíunni í
tengsl við Kennedy?
Þaö er búist við því, að
rannsóknarnefnd öldunga-
deildar Bandarikjaþings
ákveði í dag, hvort hún
muni yfirheyra söngvar-
ann, Fr^nk Sinatra, um
samband Kennedys heitins
forseta við Judith Camp-
bell Exner og mafíuna.
TIMES segir frá þvi i gær, að
menn telji, að Sinatra geti svarað
nokkrum spurningum, sem enn er
ósvarað um það ráðabrugg CIA
að nota Sam Giancana og fleiri
mafiuforingja til þess að ráða
Fidel Castro forseta Kúbu af dög-
um.
Blaðið segur, að rannsóknar-
nefndin, sem kannaði starfshætti
CIA, hafi lagt lykkju á leið sina til
að leyna sambandi forsetans
fyrrverandi við Exner og hefði
rétt aðeins tæpt á sambandi
Sinatra við Kennedy.
TIMES skrifar langa grein um
væntanlegar minningar Judith
Exner og segir: „Það hlýtur að
hafa verið ástæða sem enn á eftir
að koma i ljós, fyrir þvi að
Sinatra kynnti Judith fyrir
Kennedy og siðan fyrir Giancana.
Það er athyglisvert að velta þvi
fyrirsér, hvort hann var að reyna
að koma þar á tengslum.”
Frank Sinatra hefur neitað að
láta nokkuð eftir sér hafa um bók
Judith eða þann möguleika, að
hann verði kvaddur til yfir-
heýrslu hjá þingnefndinni.
Raunar þykir ekki liklegt, að
nefndin muni ákveða að yfirheyra
hann.
I júli 1972 kom Sinatra fyrir
fulltrúadeildarnefnd, sem vann
að rannsóknum á glæpum, en þó
ekki fyrr en honum hafði verið
hótað dómskvaðningu.
Sam Giancana, mafiubófi, sem
oft er nefndur við þetta mál, er
sjálfur ekki til frásagnar, þvi að
hann var skotin til bana á heimili
sinu i Illinois I fyrra, skömmu
áður en hann átti að koma i vitna-
stúlkuna hjá þingnefndinni.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
r
Ast við fyrstu
sýn hjá Kissinger
og Nancy
Henry Kissinger utanrlkis-
ráðherra scgir, að það hafi
verið ást við fyrstu sýn, þegar
hann kynntist konunni sinni
tilvonandi, Nancy. — En fyrir
diplómat eins og hann tók það
eðliiega tvö ár að hefja hjóna-
bandsviðræður.
I ti'maritinu „MacCall” eru
birt aðskilin viðtöl við þau
hjón, þar sem Nancy segist
ekki trúa á ást við fyrstu sýn.
— „Ég tek hlutina alvarlegar
en svo, að ég treysti sliku. Ég
verð að fá að kynnast
manneskjunni' á löngum
tima.”
Sjálf segist hún eiga erfitt
með að taka snöggar
ákvarðanir og dást mjög að
þeim hæfileika hjá Kissinger.
Vill hún bera hann saman við
Truman forseta, sem hún virti
mikils.
Um framtiðina? — Hún seg-
ist ekki vilja segja Henry,
hvort hann eigi að vera utan-
rikisráðherra áfram eða ekki.
Hann bætir þá við: „Ef ég
hætti þessu starfi hvernig á ég
þá að sjá fyrir Nancy?”
Fœreysk frímerki
Fyrstu frimerki póstþjón-
ustu færeyinga voru til sýnis i
gær, en þau verða til sölu frá
og með 1. april þegar póst-
þjónustan verður óháð dönsku
póstmálastjórninni. — Fær-
eyjar sem að visu eru hluti úr
danska konungsveldinu, hafa
búið við heimastjórn siðan
1948.
Svortminkurinn
seldist upp
Útlendir skinnakaupmenn,
aðallega Italir og japanir,
keyptu i gær upp nær allan
skinnamarkaðinn i Leningrad.
Að minnsta kosti öll
svartminksskinnin 570 þúsund
að tölu. — Hæsta verð fyrir
svartminksskinn var boð upp
á 32 dollara, sem Boris
Pinchasov frá Bretlandi gerði.
Þennan skinnamarkað, sem
stendur venjulega viku. sækja
skinnakaupmenn frá 24 lönd-
um.
Fimmburar
Fimmburar, sem hollensk
kona eignaðist i Rotterdam á
laugardag. eru smátt og smátt
að koma til. Yfirlæknir
Sophiu-barnaspitalans sagði
fréttamönnum. að systkinin, 3
drengir og 2 stúlkur, yrðu i
súrefnistjöldum i fjórar vikur.
— Þetta eru fyrstu fimmburar
Hollands.