Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 20.01.1976, Blaðsíða 4
/-•/. Þriðjudagur 20. janúar 1976. visœ Þjóðar- tekjur aukast við fjölgun tœkni- menntoðra öll menntun er mikilvæg, hvort heldur hún er bókleg eða verkleg, almenn eöa sérhæfð. Það er þess vegna ásíæðulaust að upphefja einhvern meting um það, hvort gefast muni þjóð- inni betur í bráð og lengd, eða megi siður missa sig, bóknám eða verknám. Hitt er meira um vert, að milli þessara tveggja höfuðbrauta skólanáms verður að rikja visst jafnvægi, a.m.k. á framhaldsskólastigi. Auðvitað er allt nám bæði bóklegt og verklegt, og i þeim skilningi villandi að tala um bóknámsbrautir og verknáms- brautir framhaldsskóla eins og tvo aðskilda heima. Samt skilj- um við öll, hvað við er átt með tali um verknám annars vegar og svokallað bóknám hins veg- ar. Verknám veitir nemendum starfsmenntun og býr þá aðal- lega undir störf i framleiðslu- greinum, frum- og úrvinnslu- greinum — bóknám miðast meira við störf i þjónustugrein- um eða stjórnun, en tekur þó oft ekki sama mið af tilteknum störfum og raunin er á i verk- námi. Hornreka i menntakerfinu Það jafnvægi, sem þarf að rikja með verkmenntun og bók- menntun, er fjarri þvi að vera til staðar i dag. Verkmenntun hefur veriö homreka i mennta- kerfi þjóöarinnar. Svokallaðar bóknámsbrautir hafa haft for- gang um aðbúnað og fjárfram- lög, en menntunarþarfir at- vinnulifsins og þeirra, sem starfa að frum-verðmætasköp- un þjóðarbúsins, orðið útundan. Hvers vegna er þetta svona? Ég ætla mér ekki þá dul að svara þvi. En e.t.v. liggur ein- hver hluti skýringarinnar i þeirri nauðsyn sem bar til — og þeirri áherslu, sem lögð var á — að koma upp embættis- og stjórnkerfi i landinu, eftir þvi sem þjóðin tók við stjórn sinna eigin mála og bjó sig undir að standa á eigin fótum. Þá voru atvinnuvegir og framleiðslu- hættir einhæfir og byggðu litt á skólaspeki. Þá verkkunnáttu, sem þurfti, drukku menn i sig með móðurmjólkinni. Verkmenntunartrúboð Nú er öldin önnur. Atvinnu- vegir þjóðarinnar verða æ fjöl- breyttari og úrvinnslugreinar vaxa og verða að vaxa jafnhliða þvi, sem úr vægi frumvinnslu- þátta dregur. Jafnframt er kominn til sögunnar iðnaður, verksmiðjuiðnaður, og umsvif og fjölbreytni handverksins aukast sömuleiðis. Allt kallar þetta á vaxandi verk- og tækni- kunnáttu. Forsenda þess, að slik kunnátta verði fyrir hendi er, að verk- og tæknimenntun sé með viðunandi hætti. Þvi er hins vegar ekki að heilsa. Það er satt að segja sárgrætilegt að á þvi herrans ári 1976 skuli þurfa að viðhafa hálfgert trúboð um „mikilvægi verkmenntunar” og reka áróður fyrir þvi, að hún njóti jafnræðis á við bóknáms- brautir i menntakerfinu, jafn sjálfsagt og það ætti að vera. Erlendar rannsóknir, m.a. i Noregi og Sviþjóð, benda til þess, að þjóðartekjur á hvern vinnandi mann hækki i beinu hlutfalli við hundraðstölu tækni- menntaðra manna af vinnuafli þjóðar. Þegar við leiðum hug- ann að þvi, hversu m jög öll lifs- skilyrði og framfarir i þessu landi i næstu og sennilega allri framtið, hljóti að vera komin undir þvi, að okkur takist að vinna betur úr auölindum okk- ar, hugviti, iðju- og iðnaðar- tækifærum, ætti ekki að dyljast, hvilika nauðsyn ber til að styrkja stoðir verk- og tækni- menntunar i landinu. Mikilvægi og ábyrgð Það er óþarfi að fjölyrða frek- ar um mikilvægi verkmenntun- ar, og timi til kominn að snúa sér að hinum lið umræðuefnis- ins, sem sé ábyrgð aðila vinnu- markaðarins. Ábyrgð aðila vinnumarkaðar- ins á þróun verkmenntunar get- ur verið með ýmsu móti. Hún getur t.d. falist i þvi að standa vörð um, að verkmenntun sé ætlaður viðunandi sess i menntakerfi þjóðarinnar. Það má vel vera, að heildarsamtök vinnumarkaðarins hafi ekki beitt samtakamætti sinum sem skyldi i þessu tilliti. Vonandi er þar að verða breyting á. A með- al nokkurra atriða, sem varða óskir um stjórnvaldsaðgerðir og Alþýðusamband Islands og vinnuveitendur eru sammála um að taka sameiginlega upp við rikisstjórnina i yfirstand- andi kjarasamningum er að finna eftirfarandi: Gert verði verulegt átak i verk- og tæknimenntunarmál- um: Greinargerð aðila verður sennilega eitthvað á þessa leið: „Verk- og tæknimenntun hefur um langt skeið verið homreka i menntakerfi þjóðarinnar. Svo- kallaðar bóknámsbrautir hafa haft algjöran forgang um að- búnað og fjárframlög, en menntunarþarfir atvinnulifsins og þeirra, sem starfa að verð- mætasköpun þjóðarbúsins orðið útundan. Aðilar eru sammála um, að hér verði að snúa við blaði. Þeir minna i þvi sambandi á nýfram- komnar tillögur Iðnfræðslu- laganefndar um þróun verk- menntunar á framhaldssköla- stigi.” Ábyrgð aðila vinnumarkaðar- ins á verkmenntun getur verið með fleira móti en þvi einu að tryggja lagasetningu og fjár- framlög til verkmenntunar- mála. Hún getur lika falist i meiri eða minni áhrifum á mót- un verknáms, stjórnun og út- færslu námsins. I þvi sambandi vakna grundvallarspurningar, sem snerta allt menntakerfi þjóðarinnar. Auk skiptingar i Mikilvœgi verkmenntunar og ábyrgð aðila vinnumarkaðarins - I: bóknám og verknám má með nokkurri ónákvæmni skipta öllu námi I frumnám, þ.e. nám, sem hefur almennt gildi óháð starfs- grein, og fagnám, þ.e. nám, sem tekur sérstakt mið af þörfum ákveðinna starf sgreina, fyrirtækja eða stofnana. Samkvæmt lögum um sköla- kerfi skiptist skólakerfið i þrjú stig: skyldunámsstig, fram- haldsskólastig og háskólastig. A skyldunámsstigi er grunnskól- inn og skal hann veita almenna undirstöðumenntun, þ.e. frum- menntun, og búa undir nám á framhaldsskólastigi. Á Fram- haldsskólastigi eru almennir framhaldsskólar, þar á meðal fjölbrautaskólar og mennta- skólar, svo og sérskólar. Fram- haldsskólar skulu greinast i námsbrautir eftir þvi sem þörf krefur. A háskólastigi er siðan háskóli og hliðstæðir skólar. Þarfir atvinnulifsins eða þjóðfélagsins Fyrsta spurning, sem ris, er hvort og þá hvenær og með hvaða hætti hreinu frumnámi skuli sleppa og fagnám taka við. Á skyldunámsstigi skal eins og fyrr segir veita almenna undir- stöðumenntun. Það er þvi fyrst á framhaldsskólastigi, sem val námsbrauta ognámsefnis fer að fá á sig sundurgreindari svip. Óneitanlega byrja nemendur þá að haga vali sinu með sér- stakri hliðsjón af áhugasviðum sinum og starfsáformum. Eftir sem áður verður nokkru um það ráðið, hvenær alger sérhæfing hefst, eða hvort hún hefst. Og hvort sem námið kallast bók- nám eða verknám er hægt að leggja misjafnlega mikla áherslu á samsvörun þess við ytri veruleika, þ.e. aðstæður og þarfir úti i þjóðfélaginu sjálfu. Jafnvel nám, sem engum dylst að er til undirbúnings ákveðinna starfa, eins og t.d. allt iðnnám getur verið mis- munandi mikið einskorðað og einangrað við þarfir þröngs sér- sviðs. A verknám að laga sig að þörfum atvinnulifsins, eða á það eins og sumir orða það að byggjast meira á tillitinu til „þarfa þjóðfélagsins”? Forsenda framfara Ég svara þessu hiklaust þannig, að verknám eigi að miða við „þarfir atvinnulifs- ins”. En það þýðir ekki að minu áliti að tillitinu til þjóðfélags- þarfa hafi verið kastað fyrir róða. Helstu rök fyrir eflingu verkmenntunar eru þjóðhags- legs eðlis. Aukin og endurbætt verkmenntun er forsenda fram- fara i landinu. Þess vegna finnst mér, að i þessum efnum séu þarfir atvinnulifsins og þarfir þjóðfélagsins eitt og hið sama. Nú kann einhver að spyrja, hvort bóknámsbrautir eigi þá ekki með sama hætti að laga sig að þörfum atvinnulifs. Hér er ekki að öllu leyti um sambæri- legar námsbrautir að ræða. Verkmenntun er I eðli sinu sérhæfðari. En að þvi marki, sem bóknámsbrautir eru til undirbúnings ákveðnum störf- um á tvimælalaust að laga nám- ið að raunverulegum þörfum starfsgreinanna. Nú má ekki skilja það svo, að ég sé með- mæltur allsherjar sérhæfingu allar þjóðarinnar. Þvert á móti tel ég, að almennt undirstöðu- nám eigi að standa sem lengst ogkomasem viðast við. En þeg- ar á annað borð undirbúningur undir störf á tilteknum sviðum hefst, álit ég, að menntunin verði I sem rikustum mæli að samsvara raunverulegum við- fangsefnum og þörfum á við- komandi sviði. Að hafa milligengt Þetta breytir þvi hins vegar ekki, að æskilegt er, að mennta- kerfið sé þannig úr garði gert, að milligengt sé á milli sem flestra geira og greina. Einnig þarf vitaskuld ávallt að leggja mikið upp úr hvers kyns rann- sóknum og hreinfræðilegum at- hugunum. Þá er komið að annarri spurn- ingu. úr þvi nú verknám á að miða að „aukinni þekkingu, hæfni og framleiðni” eins og segir I nýlegum tillögum Iðn- fræðslulaganefndar og verk- námsbrautir eiga að gefa fólki kost á „hagnýtri menntun og starfsþjálfun til undirbúnings starfa i atvinnulífinu” hvernig á þá að haga stjórnun og útfærslu námsins? Er eðlilegt eða æski- legt, að aðilar vinnumarkaðar- ins séu kvaddir þar til áhrifa og ábyrgðar, eða á verkmenntun að vera undir almennri yfir- stjórn menntamála? Ég læt liggja á milli hluta, hvort stefna beri verknámi nú þegar éða siöar inn i samræmdan fram- haldsskóla, þar sem aðrir munu verða til að ræða það. Það sem einkum er ástæða til að ræða er aðild og ábyrgð aðila vinnu- markaðarins á stefnumörkun og framkvæmd verknáms. Verður það gert i síðari hluta þessarar greinar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.